Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 3

Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 3
.u«icX jqr-s .íí •ri/.iöiwirteí.í Mánudagur 11. sept. 1950. r >£* MÁNUDAGSBLAÐH) Varalið úr Víking sigrar íslands- meistarana K.R. 2:1 Seinni umferð Reykjavíkur mótsins hefur fallið í skugg- ann fyrir heimsókn þýzka úr- valsliðsins frá Rínarlöndum. Hefur allt gengið á afturfót- unum með mót þetta. Tveim leikjum hefur verið frestað, öðrum vegna þess að dómar- inn mætti ekki til leiks. Þrír leikar hafa þó farið fram að undanförnu. Leikur milli Vals og Víkings fór fram fyrir nokkru síðan og var það lé- legasti leikur sumarsins. Leik urinn endaði með 4:0 Val í vil. Næsti leikur var síðastliðið mánudagskvöld milli Fram og KR. Fór leikurinn fram í ofsa roki. Hefur sjaldan eða aldrei verið leikið í öðru eins veðri, enda gat hvorugt liðið náð nokkrum leik og réð Guð og lukkan hvar boltinn hafnaði og hver vann. Leiknum lauk með jafntefli 2:2. KR ,brendi‘ af einni vítaspyrnu. Ríkharð meiddist illilega í leik þessum og var borinn útaf. VlKINGUR VINNTJR ISLANDSMEISTARANA 2:1 Leikur þessi var því miður ekki auglýstur einhverra hluta vegna og sáu því allt of fáir þega,r íslandsmeistar- arnir fóru hinar smánarleg- ustu hrakfarir. KR mætti til leiks með alla sína íslands- meistara en Víkingar mættu aðeins með fjóra meistara- flokksmenn, hitt voru allt varamenn úr 1. og 2. fl. Þess má geta að tveir beztu menn Víkinga, þeir Helgi Eysteins og Kjartan voru ekki með í liðinu. Þau óvæntu úrslit urðu að íslandsmeistararnir töp- uðu fyrir þessu varaliði Vík- ings með 2:1. KR fékk sitt mark úr vítaspyrnu. Má með sanni segja að þarna hafi Is- landsmeistararnir fengið verð skuldaða rassskellingu fyrir þeirra mjög svo vafasömu framkomu í knattspyrnumál- um sumarsins. Mói. Á málverkasýningu. Drengurinn: Af hverju skrifa málararair alltaf nafn- ið sitt neðst í hornið, Faðirinn: Til að fólk geti áttað sig á hvernig málverkið á að hanga. — O — Vinur blaðasalans: Hverj- um varstu að heilsa ? Blaðasalinn: Það er rit- stjóri við eitt af blöðunum mínum. — O — Pétur: Eg vildi óska að ég værí hundur. Páll: Nú, hversvegna? Pétur: Þá borguðu aðrir skattana fyrir mig. — O — Frúin grátandi: Þér þykir víst vænna up pípuna þína en mig. Eiginmaðurinn: Pípan hef- þó þann kost fram yfir þig, að maður getur skrúfað munn stykkið af, þegar það er orðið súrt. — O — Hann: Hjónabandið er breytingum háð. Hún: Þú segir það satt. Þeg ar við vorum trúlofuð beið ég hálfa nóttina eftir að þú fær- ir, eftir að við vorum gift, bíð ég hálfa nóttina eftir að þú komir. — O — y Árni: Hvernig fannst þér ræðan hjá honum J. J. ? Bjarai: Hún var bara góð, síðan hann lét af þingmennsk- unni er hann hættur mikið til að ljúga, og er jafnvel far- inn að segja satt. — O — Faðirinn hreykinn: Eg held að sonur minn verði listamað- ur . Vinurinn: Hefur hann sýnt nokkra hæfileika í þá átt, Faðirinn: Já, hann getur soltið þrjá daga í röð. — O — Guðrún Á. Símonar held- ur söngskemmtnn á morgun Sondterausgabe Pa-.i C.2C I'íM OBLMHR ~‘i ■ ■ T,V”:,V ’■ |5í..(iíj .f, M 'i ‘mkí 'iiiilá-ii.ífil! > £.*:<-‘vo>'<n*>:*:* í {•■yVVx.1’ ' /•>-■ ■<■. > v. ■✓ < s :■ >••>•.•. : •?■<• •■ '•:'•: ý.V/- ..Vf W »V\>' V< 4v< .<'•■■> v. ■■ í s>'.<:- s «> / < >íy * ' / S i > S / / ^ < \ / s •’ss< / 4 (•> > < xb ,, <•■ !.:■ <>■>•■: . ■ :. .-’-V ■ •■■'■■'■'■■■■•■ v<v>/,./,/ >.,../ , /> •/<■• <->,• .:<v<, .:/,>:•< :••, ,:■•/:, ■ • >k,, , , . , ; >. ,-, ; , ■ f ■ _ OBBBB s. 5. C^'VXsyy/ i si. t <•>'♦> /. *■»> '•* « ♦«>->.< v< »>. ií-S'iffX *»txr. k< s> > ss,« , „Der Stiirmer“, hið illræmda blað Júlíus Streichers, sem barð- ist gegn Gyðingum, hefur nú hafið út- komu á ný í Vestur- Þýzkalandi, undir nafninu „Der neue 3tiirmer“. Ritstjórinn ir Gyðingur og berst £egn Vesturveldun- ím, sem Iiann kallar )\ini þýzku þjóðar- nnar. Ungfrú Guðrún Á. Símonar, söngkona, er nýlega komin hingað heim frá London, svo sem hefur verið skýrt frá í blöðum, en þar hefur hún dvalizt undanfarin 5 ár og lagt stund á óperu- og kon- sertsöng og jafnframt numið leiklist og margar aðrar grein ar, sem því námi eru samfara. Fyrstu 3 árin, 1945—1948, sem hún var í London, stund- aði hún nám við The Guildhall School of Music and Drama og síðastliðin tvö ár hefur hún stundað framhaldsnám við The English Opera Studio. Hefur hún lokið prófi frá báð- um þessum menntastofnunum með prýðilegasta vitnisburði. I lok síðastliðins skólaárs, var æfð í óperuskólanum og sýnd nýsamin ópera, sem heitir: „The Judgement of Paris“, eftir Martin Penny, sem er einn af hinum mörgu, ágætu kennurum þar, enda vel þekktur meþal tónlistar- manna. Er hann samdi þessa óperu, hafði hann í huga vissa nemendur í skólanum, til þess að fara með hana á svið. Eitt aðalhlutverkið, Pallas, er fyr- ir sterka sópran-rödd og söng Guðrún það og þótti takast ágætlega. Guðrún söng ennfremur í mörgum öðrum óperum í skól anum og skulu þessi hlutverk nefnd: Greifynjan í „Brúð- kaupi Fígarós“, Santuzza í „Cavalleria Rusticana1 Pamina í „Töfraflautunni" og móðirin í „Hans og Gretu.“ Áf því að Guðrún hefur ver ið við nám í Englandi, hefur hún ekki getað kcmið þar eins oft fram opinberlega og hún hefur átt kost á. Þó Iiefur hún nokkrum sinnum sungið þar opinberlega, svo sem á hljóm- leikum í febr. s.l. í Llanelly í Suður-Wales, þar sem hún Song bæði íslenzk og erlend tónverk. Það er ven julegast, að óper- ur eru sviðsettar, sungnar í viðeigandi búningum, með leiklist og öðru tilheyrandi. En það tíðkast einnig erlendis að syngja þær á konsertum. Á konsertum, sem London County Council Operatit Society efndi til í októ- ber f. á., söng Guðrún aðalhlutverkið, Santuzzu í óperunni „Cavalleria Rusti- cana“, eftir Mascagni. Hvarvetna, þar sem Guð- rún hefur sungið erlendis, hef ur hún hlotið hinar beztu mót- tökur og ágæta dóma. Á morgun, þriðjudag, efnir Guðrún Á. Símonar til söng- skemmtunar í Gamla Bíó með aðstoð Fritz Weisshappel. Á söngskránni eru 11 lög, eftir þessa höfimda: Gluck, Monteverdi, Durante, Tschai- kowsky, Resþighi, Hageman, Kaldalóns, Áraa Bjömsson og Emíl Thoroddsen. Þá syngur hún og þessar óperu-aríur: Our öream of love, úr óp. „The Bartered Bride“, eftir •Smetana, og Sola, perduta, abbandonata, úr óp. „Manon Lescaut“, eftir Puccini. Áður en Guðrún fór til söng náms í Englandi, hafði hún hlotið óvenju mikla hylli hér á landi, sem söngkona. Þessar vinsældir hafa vissulega farið vaxandi, með hljómleikum þeim, sem hún hefur haldið hér á námsárunum, 1946 og 1948. Reykvíkingar og aðrir þeir,: er því geta við komið, munu fagna því að fá nú tæktfæri til að hlusta á söng þessarar vinsælu listakonu. rfHÚSHJÁLP,r sfofnuð ; í Reykjavík Framhald aí 1. síðu. 'i huga, hvemig bezt verður a<5 ; koma því fyrir; hvcrt stúlkur - geti annað því einar eðajj hvort karlmexm þurfi einnig að aðstoða að einhverju leytþ og verður valin sú leiðin, sem hentugust og ódýrust reynist Húshjálpin hefur ekki enn fengið síma, en hefur von um, að úr því rætist sem fyrst, enda er bráðnauðsynlegt fyrir fyrirtækið og heimilin, sem notfæra sér aðstoð þess, að talsími fáist. Opio er kl. 8—6 alla daga. Forstöðumenn eru Þórar- inn Andrésson og Pétur Sum- arliðason.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.