Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 11.09.1950, Blaðsíða 8
OJ Einar Olgeirssðn heiii á húíi — Sa!tfisk¥€rkun í Vopnum — Lögreilan og bifreiðar hennar — Kona Finars Oigeirssonar hefnr þráfalt farið þess á leit við Bjarna Benediktsson, utanríkis- málaráðherra, að hann hiutist til um, að skýringar séu gefnar þess efnis, hvar Einar Olgeirsson sé niður kominn B jarni Benediktsson hefur leit- azt við að verða við kröfum henn- ar og hefur ná uppiýst, að Einar sé ,Jieill á háfi46 í Danmörku, Hvað veidur vantrá konunnar? Tráir hán kannske ekki flokks- bræðnim manns síns- Hinir sparsömu valdhafar okkar virðast í mestu vandræðum, þegar til máls kemur, hvað á að spara. Þegar sparnaðarandinn grípur þá, verður venjulega sú vara fyrir barðinu á þeim, sem nóg er til af, eins og t. d. rúsínur. Hvernig væri að minnka eitthvað skrifstofupláss skömmtunarstjóra og gjaldeyris- nefndar. 1 fyrrnefnda staðnum er ekkert unnið, en í hinum siðarnefnda eru flest óhappaverk unnin gegn þjóðinni. ★ Saltfiskverkunarstöð ein í Vogunum hefur orðið fyrir barðinu á bæjarlækni, sem von er. Svo er mál með vexti, að íbúar hverfisins hafa í nokkur ár haft salemafrárennsli sitt um það bil átta metrum frá þeim stað, sem fiskverkunarstöðin tekur sjó á fiskinn. Við rannsókn kom í ljós, að fiskurinn var meira og minna skemmdur, og eru skýrslur um hann heldur óglæsilegar. Fulltrúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn, Benedikt Gröndal, komst að raun um þetta og fylltist réttlátri reiði og hótaði skrifum um þetta. LIU greip í taum- ana og baðst vægðar, því að slík skrif myndu skemma sölumöguleika. Hingað til hefur Alþýðublaðið ekki minnzt á þetta, svo að það hlýtur að hafa blessun Gröndals, að erlendir viðskipt&vinir éti klósett-úrgang með fiskinum. ★ Lögreglustöðin er eins og kunnugt er í miðjum bænum þar, sem að jafnaði er mest umferð. Nú er verið að byggja nýtt bifreiðastæði aðeins steinsnar frá stöðinni. Bifreiðar lögreglunnar valda miklum umferðartruflunum vegna þess, að þeim er lagt í Pósthússtræti. Það væri ráð fyrir lögreglustjóra að sækja um, að lögreglunni verði veitt sérstakt svæði á bifreiðastæðinu fyrir bifreiðar lögreglunnar. Mánudagsblaðið Framhald hendur að skrifa um það, sem þeir ekki hafa kynnt sér. Þristur. * Það virðist sem gamall draug ur hafi verið uppvakinn frá mið- öldum af Ajax, sem hann ráði ekkert við. Svo mikill kraftur kemur yfir hann, er Benedikt Olafsson „villist" inn á einkaveg bónda í ÍCjósinni og er „rúinn“ inn að skyrtunni. Fyrr á öldum var einkaréttur manna virtur svo mikils, að allir gátu verið óhultir fyrii ágangi annarra með eignir sínar. En með vaxandi menningu þarf að læsa öllu og dugar ekki til, því brotizt er inn í hús og lóðir og öllu stolið og eyðilagt sem hægt er. Þegar feður okkar voru að al- ast upp fyrir 70 árum í Reykja- vík, voru 2 og 3 lögregluþjónar og höfðu ekkert of mikið að gera. Nú skipta þeir tugum og ráða þó ekkert við neitt. Oft framdir margir glæpir sömu nóttina. Þetta er menning 20. aldarinn- a*í Fólki er lika talin trú um, að ríkið eigi allt og það sé því þess eign og um það megi það fara eins og því sýnist, þegar það er komið út á landsþyggðina. En í Reykja- vík má strákur ekki tína maðka í húsgarði, svo hann sé ekki tekinn fyrir í blöðunum. En hver er munurinn að fara inn í garð í höfuðstaðnum eða girt tún uppi í sveit Fólk má ekki ganga á grasinu í Reykjavík og að ég tali nú ekki um, ef það slítur upp blóm til að skreyta eitt hnappagat með. Ef barn tínir sér ber af rifstrjám, er það óðara rekið burt eða kært til lögreglunnar. Og svo er kraf- izt skaðabóta af öllu, sem aflagað er. Þetta finnst ölluin sjálísagt. En Ajax finnst það glæpur, að fólk, sem ekur um einkavegi að óþörfu uppi í sveit, skuli þurfa að greiða skaðabætur fyrir veg inn og girðingar sem fólk sligar niður og slítur. Þegar menn leggja.veg heim til sín af þjóðvegum, þá gera þeir það fyrst og fremst til hægðar- auka fyrir sjálfa sig og þá, sem sækja þá heim eða hafa einhver erindi. Það hefur oft verið erf itt og dýrt hjá einyrkjum að halda vel við heimreiðum svo vel fari. Þess vegna ætti fólk að athuga að vera ekki að leika sér að ó- þörfu að því að aka eftir þeim, úr því það vill ekki borga skaðabæt- ur. Því þessir vegir þola ekki mikla umferð, þar sem þeir eru oft illa troðnir og takmarkaður ofaní- burður í þeim. Um þjóðvegi er það að segja, að ríkið heldur þeim við og inn- heimtir toll af öllum, sem um veg inn fara. Eða finnst Ajax svo lítill bensíntollurinn, sem við greiðum öll í hækkuðum far- gjöldum? Hann er þó 30 aurar af Sfórmynd í Gamla Bíó Gamla Bíó sýnir um þessar mundir einhverja þá beztu mynd, sem Bretar hafa fram- leitt, en hún heitir The Scar- let Pimpernel (Rauða akur- liljan). Myndin gerist í Englandi um þær mundir, sem leiðtog- ar frönsku byltingarinnar eru í óða önn að sníða höfuðin af frönskum æðristéttar mönn- um. Fjallar hún aðallega um þann mann, sem bezt gekk fram í að bjarga leifunum af hverjum lítra. Svo bændum á norðurleiðinni kemur vegurinn þess vegna ekk- ert við. Ef fólk getur ekki gengið af veg unum í berjamó og krefst, að lagð ur sé vegur því að kostnaðarlausu þá verður það að krefjast þess af viðkomandi landeigendum eðg leggja þá sjálft í sjálfboðavinnu og tína svö. Annars held ég það væri ómaks ins vert fyrir Ajax að fá sér lán- aðan bíl og skreppa upp að Sandi og skrifa svo um Sandsveginn, af einhverju viti. En ráðlegra væri að hafa nesti með í túrinn, svo ekki legð.i hann ofmikið áf, þar sem það er hans reynsla, að bændur í nágrenni Reykjavíkur eru svoná ógestrisn- ir. P. P. S. Vili harmonikulög Við leyfum okkur að fara þess á leit við háttvirt Út- varpsráð að það lofi okkur að heyra oftar í harmonikunni en verið hefur undanfarið. Það mætti gjaman gera það á kostnað jassins því okkur finnst vera helzt til mikið af honum, sérstaklega á laugar- dagskvöldin í danslögunum. Við erum komin af þeim aldri er menn mest sækja dans- skemmtanir bæjarins en njót- um þess í stað heimilisánægj- unnar í ríkari mæli, og þess sem hún hefur upp á að bjóða og er útvarpið þar fremst í flokki. Því við notum hvert laugardagskvöld til dansiðk- ana. En jassinn dregur mikið úr þeirri ánægju er dansinn veitir okkur, þar eð við kunn- um ekki við hljóma né takt hans.'Það er innilegasta bæn okkar til háttvirts Útvarps- ráðs að það hlutist til um það að við fáum að heyra meira af harmonikulögum í danslaga- þættinum á laugardagskvöld- um. Hlustandi. franska aðlinum frá höfuð- missi. Aðalhlutverkið leikur hinn ágæti Leslie Howard, sem lézt á striðsárunum. Leikur hans er í senn eðlilegur og töfrandi og gefur áhorfendum góða kynningu á hinum f jölbreyttu hæfileikum hans. Raymond Massey, hinn kunni bandaríski leikari, læt- ir sitt ekki eftir liggja, og er gaman að sjá þessa tvo af- bragðsmenn etja saman hest- um sínum í mörgum á- gætum atriðum. Merle Ober- on fer furðu vel með hlutverk sitt, en þó jafnast leikur henn ar og annarra leikara hvergi við leik Howards og Masseys. Hópatriðin eru mörg frábær, og atriði milli Howards og hefðardamanna, þegar hann fer með hið velkunna: ,,They. seek him here They seek him there .... “ er með þeim albeztu, sem sjást. Öllum er eindregið ráðlagt að sitja sig ekki úr færi að sjá þessa mynd. Léleg myml í Nýja Bíó Nýja Bíó sýnir nú Blóðog sandur (Blood and Sand) með Tyrone Power í aðalhlut- verkinu. Mynd þessi hefur galla amerískra skrumhetju- mynda, og gangur hennar ér yfirleitt þrautleiðinlegur, auk þess sem hún er með lengstu myndum. Power elsk- ar Lindu Darnell, en fær ein- hvern óeðlilegan hita, þegar hann kemur í návist Ritu Haywort'h og nautanna á vell- inum. Sameiginlegt með leik þessara þremenninga (ekki nautanna) er það, að þau leika lítið annað en sjálfa sig. Tyrone er laglegur, Linda er ósköp ástfangin og trú ást sinni, en Rita er öll fyrir létt- lyndið. Kvikmyndara hefur tekizt að ná hinum fagra eymdarsvip Lindu með mikl- um fjölda close-ups, og sér- staka ánægju vekur lenda- burður og varahreyfingar hinnar ástríðufullu Ritu. Hopp Tyrones sjálfs í nauta- hringnum er ósköp skringi- legt, en þó eru nokkrar senur ágætar, en þær eru teknar í fjarlægð og ekki leiknar af Tæ sjálfum. Ú yfir allt taka þó andar- slit Tyrones, eftir að naut- ið, líklega jafn pirrað og á- horfendur, rekur homið í hann, enda flestir sammála um, að tími sé til kominn. Þetta er fáfengilegt verk. A. B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.