Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur- 16. október 1950. Sigurður SkagfieSd: Góðtemplarar og góður bjór Kvillar íslenzka... Framh. af 1. síðu Marteinn Lúther, hin mikla trúarhetja, var kvennamaður, söngmaður og tónskáld, og drakk fádæma mikið af sterk- um bjór. Lúther hefur líka sagt þessi framúrskarandi sönnu vís- dómsorð, sem halda munu nafni hans á lofti um allar aldir: ,,Sá, sem ekki elskar vín, óð né fagran svanna, verður alla æfi sín, and- styggð góðra manna.“ En þarna hefur íslenzki hagyrð- ingurinn leyft sér meira en sjálfur Lúther, því Lúthers orð eru þannig: ,,Sá, sem ekki elskar konu, vín og söng, hann verður fífl alla sína daga.“ Yitanlega er meiningin sú hin sama. Nema hvað gamli Lúth- er er sterkari í hugsun. Og það er nú svo. Góðtempl- arareglan er ein af hinum leyndardómsfullu ,,reglum“, nokkurs konar „jájá-ogjájá“- regla, þar sem aldrei er annað sagt en já og amen í fólksins eyru, þessi vafasami karakt- er, þar sem á bak vi’ð er einræði þeirra manna, sem vilja vera riki í ríkinu. Þessir valdboðar, sem af sínum með- limum heimta skilyrðislausa hlýðni, annars gerðir rækir og bannfærðir. öðru máli er að gegna, ef félagi brýtur með því að þjóna herra Bakkusi eitt og eitt kvöld, þá er fé- laginn endurreistur, — dreg- inn upp úr syndaforinni og hans auma brennivínssál þvegin tárhrein. En reyni fé- laði að „prótestera“ gegn ein- valdsherra regl. ófullur og alls gáður, þá fer honum eins og öðrum peðlingum einvalds- herranna í stóru ríkjunum, peðlingurinn er rekinn út í yztu myrkur, þar sem grátur er og gnýstran tanna. Hér heima hefur Góðtempl- arareglan starfað í áratugi, með alla sína peðlinga fulla og ófulla. Reglan fær vissa prósentutölu af allri áfengis- sölu ríkisins, og mun það nema mjög álitlegri upphæð ár hvert, allt vitanlega undir J>ví komið, hvað mikið Islend- ingar drekka það og það árið. Því meira sem drukkið er, því hetra fyrir góðtemplara. — En þetta má vitanlega enginn vita, því það er eitt af leynd- armálum reglunnar. — Að sjá og ekki sjá, að taka á móti og ekki taka á móti. En þetta «r viðhorf til lífsins, þein’a manna, sem einhver völd hafa fengið, og hefur alltaf við- gengizt frá alda öðli, „að vega í góðsemi hvem annan“. Hvort heldur Góðtemplarar endurreisa einn eða fleiri drykkjumenn, eða eindvald- ar milljónaþjóðanna láta henda alt frá atombombum og það niður í brjóstsykur- mola yfir bæi og borgir þá er það frá sjónrmiði valdhafa milljónaþjóðanna, „Endur- reisn“ að senda milljónir sálna „beina leið í drottins skaut“. Að bæta mannkindina er ekki hægt nema með einu móti: góðum og ljúffengum bjór. Nú þegar liið háa Alþingi er saman komið, þá gjóta kjósendur augum sínum á ská, að húsi við Austurvöll, og bíða þess, að þetta nýsam- ankomna Alþingi geri eitt- hvað, sem til þjóðþrifa megi verða. Bjór-málið hefur oft verið til umræðu á Alþingi, en æ ofan í æ hafa Góðtemplarar tafið málið, og svo drepið það alveg. Þrátt fyrir það, að margir háttvirtir alþingis- menn hafi fullan huga á því, að komið yrði hér upp bjór- iðnaði, eins og tíðkast í öll- um menningarlöndum, þá er einræðisvald góðtemplara svo mikið, að sjálft Alþingi er máttvana, — en þetta er einn af leyndardómum reglunnar. Því ef þingmenn samþykktu, að hér yrði bruggaður sams konar bjór og fáanlegur er í öllum nærliggjandi löndum, þá verður sú prósentutala, sem Góðtemplarar fá af einni bjórflösku, sem seld verður á 3 til f jórar krónur, ekki eins mikil eins og af einni Svarta- dauðaflösku, sem kostar 85 kr. Um þetta bjórmál hefur verið rætt og ritað af mönn- um, sem eru margfalt færari skriffinnar en ég, og þessir menn hafa talið það mikla nauðsyn, að hér yrði búinn til heiðarlegur bjór, er hefði hið sama alkohol-innihald sem t. d. danskur bjór, — ég segi „danskur", af því að enn eru Danir í augum margra íslend- inga nafli alheimsins og há- loftanna, og þar að auki, þá hefur danskur bjór verið ein hin mesta tekjulind Danmerk- ur, utan lands og innan. Eins og allir vita, sem ekki eru alveg útdauðir, andlega og líkamlega, og þess vegna góðtemplarar, þá hefur bjór- drykkja frá alda öðli verið aðal-samkvæmisdrykkur karl- manna, og hefur skapazt við hófsamleg bjórdrykkjuborð sannkvæmar hugsjónir og hugsjóna-yndi, sem annars í Svarta-dauða arykkjusam- kvæmum enda flestar í kjall- ara lögreglunnar, en þarna er ennþá ein af hinum leyndar- dómsfullu þáttum reglunnar: að gera sem flesta hugsjóna- snauða og ömurlega. Til þess að segja eitthvað gott um blessaða Góðtempl- arana, þá er það vissulega oft sem regla þeirra hefur bjarg- að ofdrykk jumönnum úr klóm Bakkusar, en reglan hefur vanalega tekið sín gjöld fyrir, því ofdrykkjumennirnir hafa oft breytzt í mikla fjárplógs- menn fyrir regluna og gefið henni stórar upphæðir, þegar sú stund nálgaðist, að þeir fluttu yfir til víngarða Bakk- usar, þangað sem vínberja- klasamir hanga yfir höfði manns. Mætti það vera nokk- uð stækur templari, sem ekki léti eitt safaríkt brennivíns- ber hverfa inn í andlitið, enda ætlast guðinn Bakkus til þess. Nú er það vitað mál, að Ame- ríkumenn, sem á Keflavíkur- flugxelli eru, drekka mikið bjór, og ekki af lakara tag- inu, þeir vilja sem sé ekki þann bjór, sem við hér verðum að drekka, sem er hálfúldið vatnsguti, og ef það er rétt, að Danir selji fyrir hundruð þúsunda danskar krónur til Ameríkananna á Keflavíkur- flugvelli, þá er það hrópleg synd, að íslendingar ekki skuli mega þéna sjálfir þessar upphæðir rétt við bæjarvegg- inn. Þarna er enn þá ein leynd ardómsfulla greinin í lögum Góðtemplara, að nota vald sitt til þess að eyðileggja kannski milljóna fyrirtæki ríkisins. Mér er sagt af fróðum mönnum, að hér heima sé að líkindum það bezta vatn, sem til sé í víðri veröld til bjóriðn- aðar, og gæti þá ekki svo farið, að einmitt sá iðnaður, sem þá skapaðist, yrði stór kostleg tekjulind fyrir hið ís- lenzka riki — ekki veitti því af að fá ein'hverja ákveðna tekjulind. Eg veit, að það eru þúsundir Islendinga, sem þess óska að háttvirtir þingmenn klæðist í röggvarfeld rögg- seminnar, og samþykki á þessu þingi, að bjóriðnaður verði hér á landi hafinn og Islendingar og Ameríkumenn geti setið við sameiginlegt bjórborð, þar sem aðeins ís- lenzkur bjór er drukkinn, sem hefur sama ágætisgildi og amerískur og evrópskur bjór. Þá þarf áreiðanlega enginn að lenda í klóm lögreglunnar, — eða Góðtemplara. LesiS Mánudagshlaðið Auglýsið í MánndagsblaSina eklci svarað, eða að menn bregðast við á mjög svo heimskulegan hátt, sem varla hefði verið hægt að búast við af öðrum en skólastrákum. Það lítur út fyrir, að flesta menn, sem stjóma viðskiptamálum okkar, skorti eitt af þrennu, vit, ábyrgðatilfinningu, eða vilja til að vinna vel. Spursmál hvort þá vant- ar ekki þetta allt að mestu leyti. Eða hvað segir hið ömuriega öng- þveiti verzlunarmálanna undanfarin ár, sem reynt er að hylja með alls konar moldviðri nefnda og hafta með til- heyrandi skýrslugerðum og vangaveltum? Við er- um svo útblásin af mikil- mennsku og yfirborðs- hætti, að við höfum gleymt því, hve smáir við raunveruleða criun. Milj- ónagróða stríðsáranna bruðluðum við eins og smákrakkar. En forystu- menn þjóðarinnar eru svo treggáfaðir og þráir, að þeir hafa ekkert af þeirri reynslu lært. Það er að- eins reiknað með stór- tekjum eins og góð norð- urlandssumarsíldveiði get ur veitt, og þegar það bregzt ár eftir ár, þá mæna þessir spekingar á Hvalfjörðinn og bíða eft- ir því, að veturinn 1947 endurtaki sig. Það er fyr- ir neðan virðingu þessara háu herra að leggjast svo lágt að hugsa um það næstbezta — karfaveið- arnar. í allt siunar lá ný- sköpunarflotinn hér sunn anlands bundinn við Lry&gjuma1' og liggur þar enn. t allt sumar lét ríkisstjómin þetta ágætt heita á meðan starfs- menn síldarverksmiðj- anna norðanlands spók- uðu sig aðgerðarlausir í þokubrælunni á fullu kaupi, bíðandi eftir því að fá að vinna ærlegt hand- tak. Moldviðrið rýkur. Dag- blöðin keppast við að út- skýra fyrir lesendum sín- um stöðvun atvinnuveg- 1 anna Auðvitað sletta þau öll aurnum á náungann. Þau telja SIG ekki ábyrg fyrir því, þótt við séurn orðnir viðundur í augum nágrannaþ j óðanna. Þau halda, að það sé hægt að fæða þjóðina á blaða- skömmum, blekkingum og bulli einu saman og þessu góðgæti má skola niður með sveitastyrkn- um, sem við höftun lifað á og lifum ennþá á. Það lítur ef til vill glæsi- lega út að flagga með fyrirferðarmiklar skrif- stofur og umfangsmiklar skýrslugerðir og skrif- finnsku. En við vitum þó, að ef haldið verður á- fram í sama dúr, verður þess ekki langt að bíða, að bankamir og opinber- ar skrifstofur verða fá- tæktar vegna að minnka skriffinnsku sína. Þá mun það ekki hjálpa lengur að skrifa endalaus ar skýrslur um afreksverk sem aldrei hafa verið unnin, eða að fylla út eyðublöð, sem sýna pen- ingaveltur á heimsmæh- kvarða „miðað við mill- jónaþjóðimar“. I hljómskálagarðinum. Hann: Er þér ekki kalt elskan, á ég ekki að fara úr frakkanum og vefja honum utan um þig? Hún: Þú mátt vefja frakk- anum utan um mig en hvers vegna þarftu að fara úr frakkanum? — O — Frúin: „Þér skilduð við manninn í fyrra og nú eruð þið farin að búa saman aftur“ Matreiðslukonan: Já, nú erum við í upphituðu hjóna- bandi. — O — A: Hvernig gátuð þér hlaupið svona beint á staur- inn sáuð þér hann ekki? Sá fulli: Jú, ég held ég hafi séð hann, ég sá meira að segja tvo, og ætlaði að komast á milli þeirra. — O — í viðtækjaverzlun: Eg ætla að kaupa útvarpstæki, en það verður að vera á stutt- bylgjum, herbergið mitt er svo lítið. Ég undirrit . . . Mánndagsbiaðinu. Nafn Hcimili Staður Utanáskrift: . . óska eftir að gerast áskrifandi að Mánudagsblaðið Reykjavík

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.