Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 6
<3 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 20. nóvember 1950 FRAMHALDSSAGA: ákur mcsður - fátæk stúlkcs Eftir MAYSIE GREIG Cara kinkaði kolli rólega. Ef til vill var það satt, en hún óskaði af öllu hjarta, að hún gæti gert eitthvað fyrir Lady Faversham til þess að sýna henni, hve mikils hún mæti a!la góðvild hennar í sinn garð. Henni létti þegar karl- mennirnir komu inn til þeirra. Faversham stakk von bráð- ar upp á því að fara i göngu- túr með Cöru til þess að fá sér ferskt loft. . ,,Það er fremur svalt“ sagoi Angela. ,,Þú ættir að ná í sjal handa henni, Faversham.“ Það var yndislegt úti þetta kvöld. Ekki of heitt og ekki of kalt. Það virtist jafnvel heit- ar en um daginn. Það var nýtt tungl. Blöð trjánna virtust silfurlit. Stjörnurnar voru ó- greinilegar og langt 1 burt, eins og dauf kerti í dimmu himinhvolfinu. Það var frá- bært kvöld — tilvalið kvöld fyrir rómans. Cara hafði þá skrýtnu tilfinningu að það væri of fullkomið til þess; að rómans — sönn ást — þyrfti ekki svona fullkomna um- gjörð. Faversham tók um hinn granna handlegg hennar og þau gengu saman niður ak- brautina. Cara hugsaði: Fav- ersham ætlar að biðja mín. Hún fann það á sér eins og rnenn finna stundum ýmislegt á sér. Sú hugsun gerði lrana dálítið utan við sig. Var það el:ki þetta, sem hún hafði vilj- að, siðan liún kynntist hon- um? Hana langaði að verða kona Favershams. Favers- hant, sem var erfingi milljóna L2dy Favei'sham. En það kom ekkert málinu við — eða hvað? Þegar hún reyndi að vera hreinskilin við sjálfa sig þá gat hún ekki ákveðið það. MiHjönirnar juku eflaust á glæsimennsku hans. Þær höfðu gert það, þegar hún fyrst kynntist honum. En hún elskaði hann. Hún var alltaf að segja við sjálfa sig, „Auð- vitað elska ég hann.“ Þegar þau höfðu gengið hálfa akbrautina, snéri hann allt í einu til hægri eftir braut milli kjarrviaðarins. .,Við skulum fara héðan“ sagði hann. „Það er dálítið rjóður hér í kjarrinu. Þegar ég var barn þá ímyndaði ég mér að það væri hringleik- hús. Mér fannst slcorkvikind- ín. vera dýr í hringleikhúsinu. Alfarnir dönsuðu þar, eða svo ímyndaði ég mér, en allan daginn sváfu þeir í steinun- um. Sjáðu, þarna eru þeir“. Hann benti með annarri hendinni, en með hinni hélt hann utan um Cöru. Hringur- inn var fullkominn í miðju k jarrinn. Hann hefði vel getað verið 'hringleikhús. Beyki- trén vom áhugasamir áhorf- eiulur og höfðu verið það ffvo árum skipti. Tunglskinið féll milli trjánna eins og risastórt leikhúsljós. Favarsham ýtti henni áfram. „Mig langar að sjá þig standa þarna í töfrahringnum Cara — fallegri en noklcur álfadrottning í huga mínum á æskuárum. Hvað er að mér? hugsaði Cara, þegar hún gekk með honum. Hún var í versta skapi. Hversvegna gat hún ekki stillt skap sitt eftir skapi hans? Allt líf sitt hafði hún dáðst að rómans. En nú, þeg- ar henni bauðst rómans — á gulldiski — hafði hún þá heimskulegu tilfinningu, að sig langaði að hlaupast frá öllu saman. Faversham tók utan um hana. ,-,Elsku Cara“ sagði hann. „Eg elska þig mjög mikið. Þú vilt giftast mér, er ekki svo?“ Hann virtist vera viss um jáyrði henna, því án jæss að bíða eftir svari beygði hann sig niður ok kyssti hana. Hún lét hann kyssa sig. Hún hugs- áði: Já, auðvitað giftist ég honum. Það er það, sem mig liefur alltaf langað til, eða er ekkisvo?“ „Þú giftist mér, elskan?“ spurði hann lágri röddu. Hún hvíslaði „Já, Favers- ham“ og hallaði sér upp að honum. Hún skalf. En Faversham ? Vissulega var hún hamingju- söm. Yfir sig hamingjusöm. Hún myndi verða kona Fav- ersharn. Hversu f jarlægt það var því að vera að eins sölu- stúlka í hattabúð Madame Thereseas. Og hversu hratt hringekjan hennar hafði far- ið upp á síðkastið. Hringinn í kring með næstum ótrúlegum hraða. í kvöld var hún viss um að hátindur vona hennar og óska væri að koma. Hún hfyti að vera á hátindi ánægj- umiar og hringekjan .... en hún var það ekki. Allt í einu vissi hún, að hún var það ekki. Hún gat ekki sagt hyers- vegna. Kvöldið, sem hún hafði verið úti með Paul, var hún á hátindinum. En nú . . . . „Eg er í hræðilegu skapi í kvöld“ hugsaði hún gremjulega. 19. KAFTLJ . ekki hið minnsta undrandi, þegar hann færði þeim hinar góðu fréttir. Cara hafði á til- finningunni, að þau hefði bæði setið þarna ©g beðið þess, að þetta skeði. En 'hún tók báðar hendur Cöru, kyssti hana á kinnina og sagði: „Eg vona að þið bæði verðið mjög hamingjusöm, góða mín.“ Richard Tent ræskti sig hátt og sagði það sama. Hann bætti við háum rómi: „Við verðum að fá okkur kampaavínsflösku til hátíða- brigðis, finnst ykkur ekki? En þá mundi hann, að hann átti ekkert kampavín. Til þess að breiða yfir vandræði sín hrópaði hann á einn af hund- um sínum. „Hvern skrattann ertu að gera hérna? Veiztu ekki, að þér er bannað að vera í stofunni? Út með þig. Út. Út með þig strax.“ Angela afsakaði sig nú og sagðist verða að koma til- kynningunni í „The Times“. „Mamma verður svo ánægð, þegar hún heyrir þetta. Eg held að ég verði að hringja hana upp“ sagði hún um leið og hún yfirgaf herbergið. Hún kom til baka með þau furðulegu tíðindi að Lady Faversham væri ekki heima. Richard Trent hreytti út úr sér. „Jæja, hún ætti þó að vera það. Hvern fjandann mein- ar hún með að vera að flækj- ast útium þetta leyti kvölds? Mamma þín, Angela, virðiet yngjast með degi hverjum, eða að minnsta kosti ímyndar hún sér það. Bráðlega verðum við -að fara að .kaupa handa benni rellur og stoppuð dýr á jólunum. Angela sagði í hálfum hljóðum: „Það er skrítið. Hvar getur mamma vei-ið? Hún er nær alltaf heima á kvölclin." Svo vildi nú til að Lady Faversham var úti um kvöld- ið. Um fimmleytið um eftir- miðdaginn hafði hún sent eft- ir Guthrie, einkabifreiðar- stjóra sínum, og sagt: „Guthrie, við förum í æfin- týraleit í kvöld. Við förum til Clayton." Guthrie virtist ekki undr- andi. Lady Faversham kinkaði kolli. „Rétt. Mjög utarlega býst ég við. Og því miður mjög heiðvirð útborg“. Hún hló lítið eitt. Guthiie sagði: „Já lafði Faversham." Hann var hætt- ur að undrast yfir nokkru, sem Lady Faversham sagði eða gerði. Svo hélt stóri lúxusbíllinn hennar Lady Faversham af stað, póleraður með Guthrie einkennisklæddan við stýrið og gömlu konuna í stóra aft- ursætinu, í gráu fötunum með gráa hárið og fallegan stromp hatt, sem Cara hafði sniðið handa henni sérstaklega. Bifreiðin nam staðar fyrir utan stórt tigulsteinahús, þar sem Paul bjó. Þegar frú Ray- burn opnaði dyrnar varð hún svo undrandi þegar hún sá hinn mikilfenglega bíl og gömlu virðulegu konuna, að hún næstum missti út úr sér fölsku tennurnar. „Þær duttu næstum því“ sagði hún seinna við dóttur sína út í eldhúsinu, „en til allrar hamingju hafði ég vit á að loka munninum og halda honum lokuðum. Eg sagði ekki eitt einasta orð. Eg kink- aði aðeins kolli, þegar gamla konan spurði um hena Hayd- en og vísaði henni inn í dag- stofuna. Því næst fór ég út í ganginn, lagfærði í mér tenn- uniar og fór inn aftur. Herra Hayden er á verkstæðinu sinu, sagði ég. Á ég að kalla á hann? Verkstæðinu sínu? spurði gamla konan. Auðvit- að, sagði ég, þar sem hann er allan daginn að fikta við vélar og því um líkt. Óhljóðin, sem hann stundmn gerir með þess- um sprengivélum sínum. „Það er vissulega gaman að heyra,“ vár allt og sumt sem gamla konan sagði, „mjög gaman“. Farðu og náðu S hann, kona góð.“ Nafnið, spurði ég. „Ekkert nafn,“ sagði hún ákveðin á svipinn. „Aðeins — vinkona." Sweetheart virtist þekkja Lady Faversham. Hún sat á sínum venjulega stað fyrir neðan gullfiskaskálina og horfði á þá löngunarfullum augum. En'þegar hún sá Lady Faversham þá flaðraði hún upp um hana svo ákaft að hún næstum valt mn. Lady Fav- ersham virtist ekki fyi’tast. „Mjög ljótur hundur“ sagði hún eins og hún hafði sagt þegar hún fyrst sá hana. „En bjartsýnn og ég kann við ákaf ami í honum.“ Hún beygði sig og klappaði Sweetheart á hausinn. Paul kom innan skamms í olíugljáandi vinnufötum, var skítugur um hendurnar og hárið úfið. Þegar hann sá ömmu sína stóð hann augna- blik rólegur en síðan varð hann bálillur. „Svo Cara liefur komið upp um mig“ sagði hann reiðilega. „Cara hefur ekki komið upp um þig“ sagði gamla kon- an, „en húsmóðir þín gerði það og útlit þitt sannar það. Svo þú ert rauverulega mjög alvarlega hugsandi um upp- finningu þína, eða hvað? Hvað meinar þú með því að kynna þig fyrir mér, sem lat- an ónytjung?“ Paul yppti öxlum: „Því ekki? Eg hef gaman að þvi.“ „Það skemmtir mér ekki, að vera höfð að fífli", hreytti hún út úr sér. Hún var næstum eins reiðileg og hann. Þau voru furðulega lík hvort öðru þetta augnablik. Það var auð- velt að sjá að þau voni skyld. LesiS MánudagsbiaSið Auglýsið í Mánudagsblaðinu Móðir ifjt þaÆekfcí ein af útborfr- Ég oodircit ..... óskx eftlr aS eerast áskrifandl aS Mánudagsblaðinu. Nafn................................................ Heimili........................................ . . .. Staffur .................................. . . . . Utanáskrift: MánudagsblaSji - :.r . • EeSklaTft > lí»* i*

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.