Morgunblaðið - 07.01.2005, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 2005 B 3
UMF. Einherji
knattspyrnudeild
auglýsir eftir spilandi þjálfara fyrir mfl. karla á komandi keppnistímabili
eða sumarið 2005.
Félagið hefur tekið þátt í Íslandsmóti KSÍ síðastliðin 2 ár
og spilað í 3. deild Austfjarðariðils. Einnig vantar okkur strax þjálfara
fyrir yngri flokka félagsins.
Áhugasamir hafi samband við Björn Heiðar í síma 899 5748
(bjornheidar@simnet.is) eða Einar Björn í síma 898 7944
(ebkr@simnet.is).
„VIÐ ætlum okkur annað af tveimur efstu sætunum í
riðlinum. Með því komumst við áfram og við erum auð-
vitað í þessu til þess að ná árangri,“ sagði Erlendur Ís-
feld, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik,
en einn riðill í Áskorendakeppni Evrópu verður leikinn
í Ásgarði í Garðabæ um helgina og hefst reyndar í
kvöld.
Fjögur lið eru í riðlinum, Spono Nottwill Handball
frá Sviss, Eskisehir Osmangazi frá Tyrklandi og APS
Makedonikos frá Saloniki í Grikklandi auk Stjörnunn-
ar. Garðbæingar hefja leikinn í dag klukkan 19.30 gegn
svissneska liðinu.
„Við fengum myndbandsspólu með leik svissneksa
liðsins og höfum kynnt okkur leik þess eins og kostur
er. En um leik hinna liðanna vitum við minna. Við
sjáum þau þó mætast í fyrstu umferðinni þannig að við
ættum að vita nokkuð að hverju við göngum þegar við
leikum við þau,“ sagði Erlendur Ísfeld, en Stjarnan
mætir tyrkneska liðinu á laugardaginn klukkan 16.30
og því gríska klukkan 16.15 á sunnudaginn.
Öll liðin þrjú sem koma hingað til lands voru með í
keppninni í fyrra og þá mættust meðal annars tyrk-
neska liðið og það svissneska og hafði svissneska liði
betur. „Svona fyrirfram þá á ég von á að við og Sviss-
lendingar berjumst um efsta sætið, en annars veit mað-
ur auðvitað aldrei. Tyrkneska liðið gæti verið nokkuð
sterkt því það er atvinnumannalið og í því leika tvær
stúlkur sem eru í landsliðinu auk þess sem þar eru ein-
hverjar austantjaldskonur. Ég á því frekar von á að þar
fari nokkuð sterkt lið,“ sagði Erlendur Ísfeld.
Stjörnukonur hafa æft vel að undanförnu, tvisvar á
dag yfir allar hátíðirnar og eru vel undirbúnar. „Loks-
ins er ég með fullskipað lið og allar heilar nema Rakel
Dögg Bragadóttir, sem sleit krossband í haust. Við höf-
um verið með nokkrar stúlkur meiddar í vetur en nú
eru allar heilar og við höfum æft mjög vel og teljum
það því þokkalega raunhæft markmið að komast áfram
í keppninni. Það þýðir altént ekkert annað en setja
markið á það enda erum við í keppninni til að ná ár-
angri,“ sagði Erlendur Ísfeld.
Stjörnuliðið í handknattleik ætlar
sér áfram í Áskorendakeppni Evrópu
jólafrí og réðu gangi leiksins framan
af, Keflvíkingar voru á hælunum og
virtust ekki vera í neinum takt við
þennan leik. Tindastólsmenn spiluðu
góða vörn og voru mjög skipulagðir í
sókninni.
Það var ekki fyrr en í byrjun annars
leikhluta sem Keflvíkingar tóku við
sér skoruðu þeir á fyrstu þremur mín-
útunum 14 stig gegn aðeins þremur og
voru komnir með forystu, 33:22. Á
þessum tímapunkti fóru Tindastóls-
menn að leika hraðari sóknarleik
ásamt því að spila slaka svæðisvörn og
virtist þetta allt henta Keflvíkingum
betur og gengu þeir til leikhlés með
tíu stiga forystu, 43:33.
Í seinni hálfleik byrjuðu Tindastóls-
menn betur og minnkuðu þeir muninn
í sex stig, 57:51, og virtist allt stefna í
hörkuleik. Brugðu Keflvíkingar á það
ráð að taka leikhlé og skipuleggja sig
betur, eftir þetta leikhlé tóku Keflvík-
ingar heldur betur við sér og voru
fljótlega komnir með 18 stiga forskot.
„Það er alltaf erfitt að koma hingað
í „sláturhúsið“ í Keflavík. Leikurinn
byrjaði ágætlega hjá okkur en þegar á
leikinn leið sá maður að okkur vantaði
stóran mann gegn þeim og þeir nýttu
sér það vel og uppskáru góðan sigur
hér í kvöld,“ sagði Kári Marisson,
þjálfari Tindastóls, en tveir erlendir
leikmenn fóru fyrir áramót og er eftir
að fylla í skörð þeirra.
Byrd í fyrsta sinn og hann skilaði sínu
undir körfunni. Reyndar er nokkuð
þungt í honum pundið en hins vegar
virðist hann kunna góð skil á körfu-
knattleiknum og fellur ágætlega inn í
leik liðsins. Ragnar Steinsson var
bestur hjá Skallagrími og Jovan
Zdravevski var einnig drjúgur.
Heimamenn voru einhverra hluta
vegna heillum horfnir í síðari hálfleik
eftir ágætan fyrri hálfleik. Lykilmenn
eins og Dixon og Eiríkur Önundarson
höfðu þá frekar hægt um sig og
kannski var það meginástæðan. Góður
andi er hins vegar hjá ÍR-ingum og
barátta ungu leikmannanna er til fyr-
irmyndar. Þeir eru líklegir til þess að
láta til sín taka er á líður.
Vængbrotið lið Tindastóls
Keflvíkingar halda sínu striki eftirsigur gegn Tindastól og var sigur
heimamanna mjög
sannfærandi og örugg-
ur, lokatölur 97:81 en
Keflavík var yfir í hálf-
leik, 43:33. Leikmenn
Tindastóls mættu ferskir til leiks eftir
Morgunblaðið/Þorkell
son frá Ósi í baráttunni við Jovan Zdravevski og George Byrd.
igla hjá
llagrími
urorð af ÍR, 89:69, er liðin mættust í
sportdeildinni, í Seljaskóla í gær-
óðu róli í deildinni með 16 stig en
æti, sæti neðar en Skallagrímur. Ís-
erfiðleikum með vængbrotið lið
:81.
Davíð Páll
Viðarsson
skrifar
PETER Reid var í gær leystur frá
ströfum knattspyrnustjóra hjá
enska 1. deildarliðinu Coventry eftir
fjóra tapleiki í röð. Coventry er nú í
20. sæti af 24 liðum í deildinni.
BIRMINGHAM hefur sagt upp
leigusamningi sínum við finnska
sóknarmanninn Mikael Forssell.
Hefur hann að nýju haldið í herbúðir
Chelsea þar sem hann verður í end-
urhæfingu vegna meiðsla í hné.
Ljóst er að Forssell leikur ekki
meira á þessari leiktíð og því sagði
Brimingham upp samningnum.
DMITRI Bulykin, sóknarmaður
hjá Dinamo Moskvu, á í viðræðum
við Crystal Palace um að ganga til
liðs við félagið á næstunni. Bulykin
fór ekki með samherjum sínum í æf-
ingaferð til Tyrklands vegna þessa.
Bulykin hefur verið undir smásjánni
hjá Bolton um tíma en einnig var
hann í hálfan mánuð við æfingar hjá
Everton í byrjun síðasta árs án þess
að samningar næðust.
JOHN Hartson hefur skrifað undir
nýjan tveggja ára samning við
Celtic, en núverandi samningur hans
við félagið rennur út í sumar. Hart-
son stóð einnig til boða að fara til
enskra úrvalsdeildarliða og Herthu
Berlín en ákvað að vera áfram í
Skotlandi hvar honum hefur líkað
vel vistin síðustu þrjú ár allt frá því
hann var seldur frá Coventry.
IGOR Biscan hefur greint stjórn-
endum Liverpool frá að hann vilji
vera áfram hjá félaginu og aðstoða
það nú þegar mikið er um meiðsli í
herbúðum þess. Biscan hefur þrá-
faldlega verið orðaður við önnur lið í
ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal
Southampton.
MICHAELA Dorfmeister, frá
Austurríki, vann brun kvenna í
heimsbikarkeppninni á skíðum í gær
þegar keppendur reyndu með sér í
Santa Caterina Valfurva á Ítalíu.
Nærri tvö ár eru liðin síðan hún
hrósaði sigri síðast í brunkeppni
heimsbikarsins. Dorfmeister var
1.41,66 mínútur af fara niður hina
tæplega 2,6 km löngu braut. Önnur
varð Lindsey Kildow, frá Bandaríkj-
unum og þriðja sætið kom í hlut
Hilde Gerg, Þýskalandi.
FÓLK
Heimamenn voru örlítið betri tilað byrja með og sigu framúr,
þar sem Jón Ólafur Jónsson skoraði
9 af fyrstu 14 stigum
KR á tæpum 7 mín-
útum en nældi sér
líka í 3 villur og sett-
ist á bekkinn. Þegar
gestirnir virtust vera að taka við sér
gaf nýr leikmaður KR, Aaron Harp-
er, háa sendingu upp fyrir körfu
gestanna þar sem Cameron Echols
tók boltann og tróð með tilþrifum.
Það dugði að kveikja neistann á ný
en samt ekki til að hrista leikmenn
Hamars/Selfoss af sér og þegar 6
mínútur voru liðnar af öðrum leik-
hluta munaði einu stigi, 33:32. Í
þriðja leikhluta gekk KR allt í hag-
inn en allt á afturfótunum hjá leik-
mönnum Hamars/Selfoss, sem skor-
uðu 3 stig á 5 mínútna kafla og
fylgdust áhugalitlir með KR ná 60:47
forystu. Þá vaknaði upp gamall
draugur þegar KR-ingar töldu stigin
í höfn og biðu eftir að leiknum lyki.
Af því varð ekki og þess í stað brettu
gestirnir upp ermarnar, hófu að saxa
á forskotið þar til þeir jafna 82:82
þegar 1,45 mínúta var eftir. Þjálfari
KR tók þá leikhlé en allt kom fyrir
ekki, enn var jafnt 85:85 en síðustu
stigin voru KR-inga.
„Við höfum átt það til að hiksta
eftir að ná tíu stiga forskoti, hefur þá
vantað kjarkinn og ekki haft „dráps-
eðli“ til að gera út um leikinn. Von-
andi er það komið núna,“ sagði KR-
ingurinn Jón Ólafur eftir leikinn.
„Þetta var kærkominn sigur því við
vorum mjög svekktir með frammi-
stöðu okkar fyrir áramót og ætlum
að byrja uppá nýtt, þetta var góð
byrjun.“ Jón Ólafur skoraði úr 5 af 8
skotum, tveimur af þremur þriggja,
öllum fjórum vítaskotum sínum og
tók 5 fráköst. Cameron Echols var
samt atkvæðamestur með 17 fráköst
og 29 stig en Harper skoraði úr 4 af
11 skotum í teignum, 4 af 7 þriggja
stiga, tók tvö fráköst en gaf 5 stoð-
sendingar á 35 mínútum.
„Við gáfumst aldrei upp en KR-
ingar áttu góðan leik, tóku erfið skot
í lokin og unnu leikinn,“ sagði Pétur
Ingvarsson leikmaður og þjálfari
Hamars/Selfoss. „Það er lítið hægt
að gera við því, þetta er þeirra
heimavöllur en við sýndum styrk
með því að komast inn í leikinn og
vonandi höldum við áfram að berjast
á fullu því þá eigum við ágæta mögu-
leika á að bjarga okkur frá falli.“
Mest bar á Chris Woods með 8 frá-
köst og Damon Bailey með níu.
Ekkert stöðvar Snæfell
Snæfell lagði Grindavík í Stykk-ishólmi í gærkvöldi, 94:78. Það
var ekki að sjá leikmönnum í upphafi
leiks að jólasteikin
stæði í þeim, mikill
hraði og góð hittni
einkenndi fyrstu
mínúturnar í leikn-
um. Bæði lið tefldu fram nýjum er-
lendum leikmönnum, Grindavík bak-
verðinum Taron Barker og Snæfell
Mike Ames bakverði og Calvin
Clemmons miðherja. Var að sjá eftir
þennan leik að Snæfell hafi verið
ágætlega heppið í skiptum á erlendu
leikmönnunum í þetta sinn.
Snæfelli skilaði nokkuð öruggum
sigri í höfn. Snæfell er enn ósigrað á
heimavelli á þessu leiktímabili og
nokkuð ljóst að það verður erfitt fyr-
ir önnur lið deildarinnar að koma í
Hólminn og sækja stig í vetur.
Í liði Snæfells lék heildin mjög vel,
nýju erlendu leikmennirnir lofuðu
góðu fyrir framhaldið og virðast falla
vel inn í leikmannahópinn. Sigurður
Á. Þorvaldsson lék einna best, mjög
ógnandi í sókninni bæði með þriggja
stiga skotum og einnig undir körf-
unni. Mike Ames er góð skytta og
mjög duglegur varnarmaður. Pálmi
Freyr Sigurgeirsson var að leika
einn sinn besta leik fyrir Snæfell í
vetur. Calvin Clemmons hinn nýi er-
lendi leikmaður er mjög öflugur lík-
amlega, stór og sterkur, en vantar
greinilega að komast í betri leikæf-
ingu. Hjá Grindavík var Darrel Lew-
is mjög góður og virðist njóta sín
mjög vel með nýja leikmanninum
Taron Barker, því nú þarf hann ekki
að bera eins mikla ábyrgð á því að
koma upp með boltann.
KR sýndi
styrk sinn
MEÐ viðbragði á síðustu mínútu tókst KR-ingum að tryggja sér
sigur á Hamri/Selfossi þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik, Intersportdeildinni, í gærkvöldi. Þeir héldu góðri
forystu lengi vel, en flutu sofandi að feigðarósi síðustu mín-
úturnar þar til þeir rönkuðu við sér, skoruðu fjögur síðustu stigin
og unnu 89:85.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Ríkharður
Hrafnkelsson
skrifar