Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 07.05.1951, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 07.05.1951, Blaðsíða 4
» mAnudagsblaðið Mánudagur 7. maí 1951 t BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 1.50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 70. kr. Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Frentsmiðja Þjóðvilja?i3. Á ao leggja niSur eignarfall í islenzku Yítaverð vanræksla ... Margt er það, sem aflaga fer í meðferð íslenzks máls nú á dögum, bæði í ræðu og riti. Alls konar málvillur og lat- mæli vaða uppi. Er hér af miklu að taka, en ég ætla hér aðeins að benda á eitt atriði í þessu sambandi, en það er hin sívaxandi tilhneiging til að sleppa með öllu eignarfalls endingum, einkum í eiginnöfn um. Mest kveður að þessu í ættarnöfnum jafnt innlendum sem erlendum. Það má heita undantekning nú orðið, að menn beygi ættamöfn ré'tt og setji á þau viðeigandi eignar- fallsendingar. Langalgengast er, að eignarfallsendingum sé algerlega sleppt, menn segja og rita oftast rit Einars Kvar- an (í stað Kvarans), ljóð- mæli Hannesar Hafstein o. s. frv. Þess verður að líkindum ekki langt að bíða, að eignar- fallsendingin hverfi einnig af fyrra nafninu, svo að menn fari að tala um rit Einar Kvaran og Hannes Hafstein. Eins og nærri má geta, er þetta sízt betra, þegar um út- lend nöfn er að ræða, og má það heita stórviðburður, ef settar eru á þau eignarfaUs- endingar. Mér finnst það til iýta á bókinni Ariel, sem Menningar- og fræðslusam- band alþýðu gaf út nú nýlega, að framan á kápunni stendur feitletrað „Frásögn af ævi Shelley", og er þetta því leið- ara, sem bókin er annars prýðilega þýdd. Þá er það dag legt brauð, að blöðin tali um ræður Churchill, Attlee og Truman, og svipaðar vitleys- ur hafa heyrzt í útvarpinu, þó að skylt sé að viðurkenna, að það er í þessu efni skáma en blöðin og notar oft réttar eign arfallsendingar. Þó hef ég oft heyrt í útvarpinu landaheiti eins og Portúgal og ísrael not uð s-laus í eignarfaili svo sem að fara til Portúgal eða Isra- el, og væntanlega verður þess ekki langt að bíða, að menn fari til Bretland, Bandaríkin og Noregur; óg að bændurnir í Flóanum fari að selja mjólk til Reykjavík. i’Ýmislegt bendir til þess, að þágufallsendingar í eigin- nöfnum séu einnig í hættu staddar og kunni að fára sömu leiðina og eignarfalls- endingamar. Núna alveg ný- lega heyrði ég t. d. sagt, að maður einn væri háseti á Fjallfoss og um annan, að fcann ætti heima norður á Sauðárkrók. Þá er og alþýða manna, að öllum jafnaði farin að sleppa þágufallsendingum af nöfnum eins og Blönduós og Hofsós, menn búa á Hofs- ós, en ekki á Hofsósi, bráðum fara menn svo að búa í Hafn- arf jörður og á Akranes. Þróunin virðist sem sagt ganga í þá átt að sleppa með öllu fallendingum í íslenzku máli. Þetta byrjar í eigin- nöfnunum og smitár þaðan frá sér til annarra orða. Það á vitanlega enn langt í land, að fallendingar séu með öllu horfnar, jafnvel í skríl- máli, en það er auðsætt, hvert stefnir. Eg skal láta ósagt, af hverju þetta stafar, hvort menn kunna ekki að beygja orðin rétt eða þeir nenna þvi ekki, nema þá að hvom- tveggja sé til að dreifa. En ef ekki verður að gert, getur svo1 farið, að íslenzkan verði fyrr en varir orðin beygingarlaust hrognamál á borð við pidgin- ensku. Það er því full ástæða til að vera hér á verði, og það verður að gera þær kröfur til blaða, útvarps og rithöfunda, að þessir aðilar reyni heldur að ganga á undan með góðu fordæmi en að hafa forystu um málskemmdir eða sníða málfar sitt eftir aumasta skrílmáli, sem talað er í land- inu. Framhald af 8. síðu. I ljós hefur komið að gólfáburður þessi er ekki einungis gæðaverri en ann- ar áburður heldur getur verið hættulegur gólfdúk- um m. a. brenni dúkana o. s. frv. Samkvæmt þessu hefur M-tl J i ,J ■• verðgæzlustjóri afturkall- að verðstaðfestingu sína og er varan nú bönnuð. Mánudagsblaðið hefur ekki nokkra ástæðu til þess að bera blak af verðgæzlu- stjóra en vill hafa fram það sanna í málum þessum. Uppsögn hans á starfi sínu lítur blaðið aðeins á sem frétt. Hinsvegar er full á- stæða til þess að víta fram- komu ráðuneytisins í þess- um málum, því að sýnilegt er að viðskiptaráðuneytið hefur ekki nokkurn áhuga á því að verzlanir bæjarins selji fólki ósöluhæfa og jafnvel sicaðlega vöru í þeirri góðu trú almennings, að hér sé um að ræða vörur í meðallagi og þar fyrir of- an að gæðum. Hér er um vítaverða vanrækslu ráð- herra að ræða. Almenning- ur hefur ekki áhuga á því, hvort verðgæzlustjóri eða aðrir opinberir starfsmenn segja upp stöðum sínum í deilum við ráðuneytin hér, en hitt er sjálfsögð og rétt- mæt krafa að hið opinbera geri gangskör að því að ó- söluhæfum vöriun sé vikið af markaðinuin. Ajax. Hér sjást yfirmenn í hemum skoða ný bandarísk vopn. Á myndinni em foringjaefni úr norska, franska, ítalska, brezka og hollenzka hernum. Allar þjóðirnar em meðlim- ir Vestur-Evrópu bandalagsins. OFT VELDUR LITILL NEISTI STORU BALI í *. ** u FARIÐ VARLEGA MEÐ ELDINN BRUNATRYGGIÐ innbú yðar og aSrar tryggjanlegar eigur ' hjá CARL D. TULINIUS & CO. H.F. VÁTRYGGINGARSKRIFSTOFA Síffli 1730 Austurstræti 14 Síini 1730 Awawwwwwwwvwwwftwwuvvwwvwwwwwvvywftwjwwwjwjwywwwuwwvwwvivwwvwjvuwwvwvuvvw

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.