Mánudagsblaðið - 07.05.1951, Blaðsíða 3
Mánudagur 7. maí 1951
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
Leikféiag Reykjavíkur:
NÍNUM
effsr Jchn Pafrsck — Leiksfjóri: öunnar Hansen
/ • /
m i
Síðasta leikrit L. R. á þess
um vetri var frumsýnt í Iðnó
s.l. fimmtudagskvöld. Lýkur
þar með starfsemi félagsins
í bráð, en vel má stjórn fé-
lagsins, leikendur og áhoi’f-
endur við una starf þeirra,
sem hefur verið prýðilegt og
farið fram úr öllum vonum.
Leikritið „Hasty heart“ eða
„Segðu steininum —“ er eftir
ibandaríska höfundinn John
Patrick, og hlaut það þegar
vinsældir í Bretlandi og
Bandaríkjunum.
„Segou steininum —“ er
raunverulega tragi-comedia,
kýmni blönduð dálitlum
harmi, léttilega og lipurlega
skrifuð, sem, þrátt fyrir sýni-
lega og virðingarverða við-
leitni þýðandans, Bjarna Guð
mundssonar, nýtur sín ekki
fullkomlega á íslenzku máli
en þar bætir leikmeð.ferð og
leikstjórn sæmilega upp í
skörðin. Höfundurinn hefur
sennilega brúkað brezkt,
bandarískt og jafnvel ást-
ralskt „slang“, ’ en að koma
slíku á íslenzku, svo að í
nokkru lagi sé, er nær ómögu
legt, ef ekki alveg vonlaust,
nema góðum þýðanda.
Hér er þýðandi í vandræð-
um með þéringarnar og ýmis
orðatiltæki, eins og oft vill
verða, og málið verður hjá
honum oft óþjált og stundum
klaufalegt — skreytt um of
barnalegum og ómögulegum
setningum t. d. „ef þú ekki
heldur saman á þér munnin-
um . í stað hins kjarnyrta
og fáorða „ef þú eklci heldur
kjafti . . “ og „elsku sauþrái
vinur ....“, sem óneitanlega
hálfu, en yfir því hvílir sann-
ur og réttur blær úr sjúkra-
húsum hermanna, sem höf-
undi eru kunn. Efnið er
um dauðvona hermann, sem
fluttur er í sjúkraskýli, þar
sem fimm kátir félagar eru
fyrir, auk hjúkrunarkonu og
læknis.
Rúrik Haraldsson (Kani)
hefui' hér með höndum stórt
og veigamikið hlutverk —
léttlyndan Ameríkana, fullan
sjálftrausts, tilfinningaríkan,
■hæðinn og orðheppinn. Túlk-
Margaret (Guðbjörg Þorbjarnard.)
Ljósm.: Vignir
Eplablóm og I.aolvlen (Gísll Ilall-
dórsson og Gunnar Eyjólfsson).
Ljósm.: Vignir
er vandræðalegt þó að ekki sé
sagt meira. Þó er rnargt vel
um þýðingu Bjarna, og oft fá
samtölin athyglisverðan og
skemmtilegan blæ.
Ekki getur leikritið talizt
andlegt feitmeti af höfundar
un Rúriks er prýðileg, nema
hvað hann stundum virðist
ofgera dálítið. Rúrik er mjög
hressilegur á sviði í þessu
hlutverki, glæsilegur og fynd-
inn með ágæt svipbrigði og
hreyfingar. Hann leikur allt-
af, hvort sem hann er í sam-
tölum eða aðeins á sviðinu, og
lætur ekkert tækifæri ónotað
til þess að byggja upp heil
steypta persónu. Sum atriði
leiks hans eru frábær, t. d. í
skiptunum við Lachlen og
Margrétu, að ógleymdu sam-
talinu milli hans og yfirlækn-
isins.
Guruiar Eyjólfsson (Lac-
hlen) leikur hlutverk sitt vel,
en þó leggur hann of alvöru-
| þrunginn skilning í persón-
| una á köflum og starir of oft
þungiyndislega framan í á-
horfendur. Af ókunnum á-
stæðum hefur Gunnar lagt
sumsstaðar annan skilning í
Lachlen, en ástæða er til.
Heildarsvipur er góður á leik
Gunnars, en víða kennir sams
konar leiks og við sáum í
Galdra-Lofti fyrir þrem ár-
um. Nú er kominn sá tími, að
Gunn'ar verður að témja sérí
réttar áherzlur í setningum,-
ög þess er- vænzt, að hannj
vinni skjótan bug á misfell-i
um.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir
(Margrét) hefur oftast gert
betur á sviði en í þessu hlut-
verki. Má telja, að hlutverkið
sé henni ekki við hæfi. I nokkr
um atriðum fyrra þáttar þok-
ast leikur hennar yfir meðal-
lag, eiL þegar á reynir í 2.
þætti,. missir hún mjög tök af
leikritinu. Deyfð er yfir leik
hennar að öllu jöfnu, og rögg-
semi og tilfinningar sjást
ekki, þegar á reynir. Er miklu
fremur um að ræða línulestur
í 2, þætti, en leikur og hreyf-
ingárnar minna fremur á
roskna, þreytta konu en unga
hjúkrunarkonu og offísera í
hernum. Talsmáti hennar er
blælaus að mestu, og mjög er
hún öll ólík því, sem hún áður
hefur verið. Hlutverk Mar-
grétar teljum við, að hafi átt
að vera í höndum frú Ernu
Sigurleifsdóttur sem of sjald-
an sést í hlutverkum sambæri
legum við hæfileika hennar.
Gunnar Bjamason (Tommi)
stelur mörgum hlátrinum og
mörgu klappinu með afbragðs
leik í hlutverki þessa lata og
sællega'hermanns, sem þjáist
af mikilli matarást og löngun
til vellíðanar. Gunnar leikur
jafnt í gegnum allt leikritið og
skapar mjög heilsteypta per-
sónu. Er gott að sjá Gunnar
í svona hæfilegu hlutverki.
Sérstaklega skal minnast
með ánægju á leik Gísla Hall-
dórssonar í hlutverki Epla-
blómsins. Gísli nær þessum
einmana blökkumanni á nær
aðdáunarverðan hátt. Ein-
stæðingsskapurinn og heim-
þráin ásamt hinu frumstæða
„naívete“ skýn svo átakan-
lega út úr fasi hans, að elcki
Kani ofí Lachlen (Kúrik Ilaraldsson og Gunnar Eyjólfsson),
Ljósm.: Vignir
verður á betra kohið. Trygg-
lyndið og samúðin ásamt lotn-
ingunni fyrir hinum hvítu
vopnabræðrum sínum er vel
túlkuð í meðferð þessa nýliða,
og livergi ofgerir hann hlut-
verkinu. Gísli á sérstakar
«.
þakkir skilið fyrir leik sinn
hér og í Önnu Pétursdóttur.
Guðjón Einarsson (Yfir-
Iæknirinn) fer hér fyrirvara-
lítið í hlutverk sitt og gætti
þess nokkuð á frumsýningu.
Meðferð Guðjóns var yfirleitt
góð, en hann skortir tilfinnan-
lega meiri raddbrigði og svip
til þess að gera þessu hlut-
verki fyUiIegri -skil. Ilank
vantar inniieik í röddina, þeg-
ar hann sltýrir Lachlin frá
því, að dauðinn bíðí hans, en
í 1. þætti er leikur hans m.kiu
betri.
Árni Tryggvaso í (Diggcr)
leikur ágætlega hlutverk sitt,
en er of óskýr í máli, og Þor-
grímur Einarsson (Kiwi)
verður að temja sér hreyfing-
ar á sviði og losna, við þennan
óeðlilega merkissvip, sem háir
honum mjög. Limaburðui Þor
gríms minnir ekki á nokkurn
hátt á heræfðan mann, heldur
miklu meira á hreppstjóra,
sem þjáist af sjálfsáliti.
Karl Sigurðsson (Varðmað-
urinn) leikur rösldega hlut-
verk sitt, en mætti þó vel vera
dálítið hranalegri í fram-
komu.
Leikstjórn Gunnars Han-
sens er mjög sæmileg, en þó
ber leikstjóra að hafa í huga,
að hér er um að ræða her-
menn — ekk'i fágaða skrif-
stofumenn. Þettá eru hressi-
legir menn, hvassir í orði,
reyndir menn, sem staðið
hafa í bardögum og liarðir
menn, sem ekki kalla allt
ömmu sína. Yfir liópnum á að
hvíla sá bragur í tali og at-
höfnum, sem minnir fremur á
hóp gallharðra togarakarla,
kjarnyrtra og berorðra.
Leiktjöld eru prýðilega
gerð af Magnúsi Pálssyni,
b;;ði gæ’tir þar vandvirkni og
smekkvísi. Ljós Gissurar Páls
sonar og gervi eru prýðileg og
búningar allir góðir.
Yfir leiknum í heild hvílir
samt mjög skemmtilegur
blær, og viðerum vissir urn, að
allir ættu að lcoma og sjá
hann. Hér eru á ferð nýir og
ungir hæfileikamenn, sem á-
nægjuleg tilbreyting er að
sjá, og eftir hlátrasköllum
frumsýningarinnar má ætla,
að einmitt þetta leikrit falli
vel í geð reykvískum leikhús-
gestiun.
A. B.
V
í5*
{ Opnoðimi í gær r
kiaverzlo
og
a
Vesiíir‘gí$ÍM'
(áður Verzl.' Rafall h.f.) uhdir nafninu
&: RAFORKH
Framkvæmum:
Nýlagnir og breytingar í verksmiðjur, hús og skip.
öimumst:
Seljrnn:
Rafteikningar í hús. -
og öðrum raftækjum.
Viðgerðir á Rafha eldavélum
tTVTA.T AQTT\/rai?- Fluoreseentlampa 1 peru. — Ljósakrónur, Vegglampa,
:8.664,”"SL—«•:
i7a* úm ,óh' ?urðsson’ Lítið í ghiggana um
Virðingarfyllst,
GÍSLI JÓH. SIGURÐSSON, Iögg. rafvirkjam.
mi a.
Símii 80944