Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Page 4
4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
Mánudagur 24. sept. 1951
p############’############-###########'##################.########^
{ MÁNUDAGSBLAÐIÐ
BLAÐ FYRIR ALLA
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason.
Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa-
sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 100 kr.
Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. —• Símar ritstjórnar: 3496 og 3978.
Auglýsingasímar: 6530 og 6047.
Prentsmiðja Þjóðviljans.
RADDIR
lesenda
H AMING JULEIT
. Allir leitum við að hamingj-
unni. Misjafnlega tekst okk-
ur að finna hana. Segja má,
að vér förum hver í sína
áttina í þessari leit. Mikið
greinir okkur á um, hver sé
hin sanna hamingja. Sumir
telja hana fólgna í ættgöfgi,
aðrir í auði og völdum, þriðju
í orðum og titlum. Enginn
finnur lífshamingju í orðsins
dýpsta skilningi í ' því, sem
hér að ofan er talið. Dýpstu
sælu þessa iífs og þá um leið
dýpstu hamingju er að finna
í góðri heilsu. Heilsan er dýr-
mætasta eign allra og enn-
fremur aleiga flestra.
Heilsugóður maður er fær
í allan sjó, lífið er honum
leikur, og hann er öðrum til
hamingju og ánægju. Það er
öfugt með þann heilsulausa;
lífið er honum byrði, hann
er sjálfum sér ónógur og öðr-
um til þyngsla.'
Það verður að leggja mik-
ið meiri áherzlu á að kenna
skólafólki heilsufræði en
hingað til er gfrt. Það er
mikils virði fyrir unglinginn,
•sem í framhaldsskóla fer, að
koma heim með staðgóða
þekkingu í heilsufræði, en því
miður kemur hann vanalega
heim létt hlaðinn þeirri þekk-
ingu, sem þó ætti að vera
sett ofar þekkingu í öðrum
namsgreinum.
Því miður er almennirlgur
svo sofandi fyrir heilsuvernd,
að þótt heilsubrunnar séu
settir við tærnar á fólkinu,
þá gefur það þeim ekki nægi-
i'jgan gaum. Það er vitað og
viðurkennt af öllum almenn-
ingi, að heit og köld vatns-
böð og sólarböð séu orku-
gjafar og uppspretta lífs.
Bæjarstjórn Reykjavíkur
hefur sýnt mikinn skilning á
íþróttamálum þjóðarinnar,
búið í haginn fyrir Reykvík-
inga og þá, sem hér dveljast,
um sundiðkun, sólar- og
vatnsböð. Hér í Reykjavík er
Sundhöllin, hið glæsilegasta
hús, sem hefur upp á að bjóða
hin beztu skilyrði til sunds,
vatns- og sólarbaða, aðgang-
ur að henni mjög ódýr, og
öll fyrirgreiðsla innan hennar
innt af hendi m-eð hinni mestu
íipurð og prýði.
Maður skildi nú ætla, að
Reykvíkingar kynnu að nota
sér þennan ágæta heilsubrunn
og teyguðu í sig lífsþróttinn
þar af mikilli ákefð, en því
miður verður maður að horf-
ast í augu við þar hinn sorgl.
sannleika, að bæjarbúar nota
sér þennan Mímisbrunn ekki
nægilega vel.
Sá, er þetta ritar, hefur
stundað sund, vatnsböð og
sólböð mjög mikið siðast-
íiðin 30 ár. Byrjaði ég 1921
að ganga á morgni hverjum
inn í Sundlaugar, synti ég
þar, og baðaði mig úr heitu
og köldu vatni, tók mér loft-
bað og gekk svo aftur niður
í bæ og heim til mín. Þegar
ég fór að venjast þessu,
fannst mér þetta hin þarf-
asta iðja, sem létti lífið, bætti
heilsuna, endurnærði mig,
yngdi á allan hátt. Enn í dag
iðka ég heimsókn á baðstað-
ina, einkum Sundhöllina.
Finnst mér ávallt, þegar ég
hefi að morgni tekið heitt og
kalt vatnsbað, loftbað og við-
haft léttar líkamsæfingar, ég
vera ungur maður, sæll í mínu
hjarta, og léttur til gangs. Þó
er ég maður kominn mikið á
efri ár. Ég er hvern dag
heilsu góður, hefi mikið
starfsþrek og ágætan starfs-
vilja, kenni einskis meins og
finnst ég vera fær í allan sjó.
Sumir vilja telja heimaböðin,
kerlaugarböðin, jafngild böð-
imi á baðstöðunum. Þetta
mun ekki rétt. Við eigum að
baða okkur úr rennandi vatni,
baða okkur úr lifandi vatni.
Það er hið rétta bað. 1 ker-
laug böðum við okkur úr
skolpinu af okkur sjálfum,
sem á engan hátt getur jafn-
azt á við sírennandi vatnsbað.
Þá má ekki gleyma því, að
við höfum Baðhús Reykjavík-
ur. Eru steypurnar þar svo
góðar, að það er hreinasta
veizla að standa undir þeim,
og auðvitað hin mesta heilsu-
bót.
Skoðun mín er, að helzt
allir verkamenn ættu að
ganga í heitt og kalt steypu-
bað að afloknu dagsverki.
Múndu þeir þá fljótt losna
við þreytu, og þetta mundi
verja þá gigt og hrörnunar-
Tvenns konár fylíirí
Fyrir nokkrum dögum várð
mér reikað niður á Arnarhól.
Þar er myndarleg stytta
Ingólfs Arnarssonar, fyrsta
landnámsmannsins og föð-
ur Reykjavíkur, og bæði
vegna þess og af ýmsum á-
stæðum öðrum mætti vel líta
á þennan stað sem „hjarta-
stað Reykjavíkur", eins og
mig minnir að Gretar Fells
hafi kallað hann í kvæði, sem
ég er að öðru leýti búinn að
gleyma. Þeim mun lgiðinlegra
þótti mér að sjá þarna liópa
af fólki, sem sýnilega vissi
ekki sitt rjúkandi ráð vegna
ofnautnar áfengis. Hafði það
hátt og lét ýmsum skrípa-
látum, eins og þe'ss háttar
lýð er tamt. Börn voru á
höttunum í kringum óþjóð
þessa og horfðu forvitnum
augum á athæfi hennar. Ég
er gestur í bænum og spurði
sjálfan mig: Hvernig stend-
ur á því, að bæjarstjórnin
leyfir það, að þessi fagri stað-
ur sé óvirtur á þennan hátt
og að einmitt þar séu börn
höfuðstaðarins látin fá eins
konar sýnikennslu í ölæðis-
tilburðum ? Spyr sá, sem ekki
veit.
Þegar ég hafði fengið nóg
— og meira en nóg — af
sorgarleik þeim, sem leikinn
var á Arnarhóli, varð mér
reikað niður að Lækjartorgi,
sem er skammt frá. En þá
sjúkdómum. Nauðsynlegt er
fyrir baðgesti að synda, þó
ekki væri nema 20-30 metra
á dag. Það æfir flest eða öll
líffæri og liðkar líkamann ó-
trúlega mikið.
Það er sagt, að ein syndin
bjóði annarri heim. Þetta
mun rétt vera, Ég held líka,
að ein háttprýðin bjóði ann-
arri heim. Ef við iðkum lík-
amlegt hreinlæti stöðugt og
finnum til þeirrar sælu, sem
það hefur að bjóða, þá mun
fleira gott á eftir koma.
Merkilegt þykir mér það,
að varla sér maður vindrulík-
inn marm í Sundhöll Reykja-
víkur eða Sundlaugunum. Þar
mæta hinir hárfínu og snyrti-
legu konur og menn, sem
bera lífið og æskuna í brjósti
sér, þróttinn og f jörið.
Ég vil ráðleggja öllum,
ungum og gömlum, heilum og
vanheilum, og hvernig sem
högum þeirra er háttað, að
sækja Sundhöll Reykjavíkur
og Sundlaugarnar. Þessir
heilsubrunnar standa okkur
öllum opnir og það fyrir lít-
inn pening. Hví skyldum við
þá ekki nota okkur þau gæði,
sem þar eru boöin og veitt.
Bæjarstjórn Reykjavíkur á
þakkir skyldar fyrir áhuga
sinn á hreinlætis- og íþrótta-
málum. Það, sem hún gerir
vel, ber að þakka henni, eins
og við finnum að því, sem
okkur þykir miður fara.
Pétur Jakobsson
tekur lítið beti’a við. Því að
þar stendur maður á kassa og
liredikar. Virðist hann vera
trúboði, og seinna fékk ég
að vita, að almehnt gengi
hann undir nafninu: „karlinn
á kassanum“.ötáidraði ég við
og var nokkurt forvitnismál
að vita, hvers konar trúboð
hér væri um að ræða. —
Ekki leið á löngu unz mér
yrði ljóst, að aldrei mundi ég
ganga í söfnuð þessa manns,
ef nokkur væri. Lét trúboði
þessi alldólgslega. Hellti hann
ókvæðisorðum yfir ýmsa
mæta menn, áreiðanlega sér
miklu meiri og betri menn,
bæði lífs og liðna, og skoð-
anir þeirra, og allur var mað-
urinn hinn ótiitlegasti. Var
mér ljóst, að hér var um að
ræða annars konar ölæði en
á Arnarhóli, — andlegt fylli-
rí, sem er litlu betra. Og aft-
ur spurði ég sjálfan mig:
Hvers vegna er manni þess-
um leyfi að ,,delera“ hér á
almannafæri, þó að í Drott-
ins nafni sé? Lækjartorg
gæti verið skemmtilegur stað-
ur, og ætti Fegrunarfélag
Reykjavíkur að sýna honum
meiri sóma en það virðist
hafa gert hingað til. Væri það
nær en að standa fyrir sýn-
ingum á líkömum kvenna og
öðrum „hókuspókus". Og að
þessum manni var lítil prýði.
Sá ég þó ekki annað en ytra
borðið. Fyrir skyggnum aug-
um hefði hann sennilega ekki
litið betur út, því að áhrifin
frá honum voru ekki góð-,
sem ekki var við að búast.
Hafði hann skynöilega fyllt
huga sinn af óvild og jafnvel
hatri, og óþverra þessum „út-
varpaði“ hann af lostafull-
um ákafa. —
Ég var gestur hér í Reykja-
vík, en mér er hlýtt til höfuð-
staðar míns eigin lands. og
við 'þá, sem völdin hafa þar,
vildi ég að lokum segja þetta.:
Hreinsið Ar-narhól og dAækj-
artorg. Verndið báða þcssa
fallegu staði fyrir þyí tvenns
konar fylliríi, sem mér er
sagt, að hingað til hafi van-
helgað þá of öft, öllum sæmi-
legum mönnum til raunar og
hneykslunar.
Gesfcur
Harry Hopp liöfuðsmaður sést hér ásamt mömium sín-
um, sem eru að fara til Evrópu. IIopp er yfirmaður flug-
sveitar, sem verður undir yfirstjórn Eisenliowers.
BMT FOR THE TRAP TN ASI V
Froa the clally nevispaper THS ST. LOuIS POST-PISPATŒ
fit. louis, lUssouri, V, S, A. * ** - •
.UiUk£ llVíi i •
Land handa þeim Iandsnauðu stendur á miðanum í gildr-
unnni, sem féjagi Stah'n hefur sett fyrir Asíubúa. Stalín
bíður eftir, að fólkio grípi agnið, og verður þá ekki lengi
að kippa í þráðinn.