Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Blaðsíða 8
■M&imær
Þetta, sem við birtum hér á eftir hefur að vísu
komið. fram á prenti áður hér í Reykjavík. En þar
sem svo margar útgáfur eru til, þykir oss rétt að
birta þá _sönnu, bæði til gamans og leiðréttingar.
Eins og flestum er kunnugt þá þykir Jóhannesi
skáldi úr Kötlum gaman að skera upp á menn. Skáldin
Kristmann Guðmundsson og Jóhannes bjuggu þá sem
enn austur í Hveragerði. Dag nokkurn biöu þeir báðir
eftir símtali á símstöðinni þar ásamt fjölda fólks.
Allt í einu hefur Jóhannes upp rödd sina og gýtur
hornauga til Kristmanns og segir:
„Lít ég einn, er list kann,
löngum hafa þær kysst ’ann
Kristmann“.
Kristmann brá grönum, glotti háðslega og svar-
aði samstundis:
„Einkum þó við ötlum,
að þær fari úr pjötlum
í Kötlum“.
Varð Jóhannesi svo um hið fljóta og snjalla svar
Kristmanns að honum varð orðfall og hefur ekki leitað
á Kristmann síðan.
★
Leikfélag Reykjavíkur fer nú að byrja æfingar á
nýju leikriti, sem vcrður fyrsta viðfangsefnið í vetur.
Leikritið heitir „Dorothea á son“ og er eftir ungt
skozkt skáld en þýðinguna hefur Einar Pálsson leikari
annazt. Einar mun sjálfur leika aðal karlhlutverkið
en Rúrik Haraldsson hefur á hendi leikstjórnina.
★
Jæja, þar kom að því að Sveinn Ásgeirsson fær
að hátta fegurðardi ottningu íslands næsta ár og sam-
gleðjumst vér mjög fegurðarsérfræðingum vorum 1
þessum efnum. Tíminn flytur þessa frétt s.l. föstudag
á mjög faglegan hátt, en starfsmenn hans eru vanir
allskonar gripasýningum.
Fegurðarsamkeppni suður á Sikiley ér með nokkru
öðr-u móti en hér, að oss er fortalið, og eru keppendur
mældir hátt og lágt herða- mittis og axlabreidd, læra-
og barmabreidd. Yrði oss fáfróðum borgurum ekki lítil
ánægja veitt, ef fegurðardómendur héldu „general-
prufu“ á dísunum áður en sú útvalda ásamt tilheyr-
andi nefnd ræðst í suðurveg.
Er það satt að íhaldsflokkurinn haí'i stungið þagnar->rgiilli“
í muuu Skattgrtúðendafélagsjns ?
Bezti borgarstjóri
Framhald af 1. síðu.
„Við ritararnir héldum með
okkur fund,“ sagði Jón alvar-
legúr á svip, en dálítið feimn-
islegur líkt og nýgift kona,
sem tilkynnir bónda sínum, að
hún sé eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma, með barni.
„Skrifarinn frá Hollandi bar
fram einhverja tillögu, sem
eflaust kemur einhverntíma
að gagni.“ Og nú kom dálítill
fallegur roði í andlit ritarans,
þó ekki væri liarm sambæri-
legur við hið sóllitaða andlit
borgarstjórans, sem skein
eins og haustsól við enda
stóra borðsins.
Blaðamennirnir horfðu
undrandi á þetta Ijós spek-
innar. Þarna var hinn sjálf-
glaði embættismaður, varfær-
inn i orðum, en þó skilmerki-
legur. Ekki að hlaupa meö
stór orð í blöðin. Ekki láta
á sér bera. Ón'ei, að vinna
verk sitt í kyrrþey án nokk-
urrar auglýsingastarfsemi,
það er mottóið hans Jóns okk-
ar. Og nú varð Jón bljúgur
á svipinn, nærri því ástúðleg-
ur. Þrátt fyrir þreytuna eftir
ferðina, þá brosti hann þó.
Öruggu brosi þess, sem vel
hefur unnið. Úr svip hans
skein innileikinn, og við blaða
mennirnir máttum vel lesa úr
augum hans: Látið lítið bera
á orðum mínum, verk mín, ef
þau verða nokkurs metin,
munu tala á sínum tíma.
Það var sannarlega gaman
að bera þsssi tvö andlit sam-
an. Borgarstjórinn, valds-
mannslegur, fríður. Eljumað-
urinn, sem alltaf vinnur, og
um hann stendur eilífur styrr.
Ósjálfrátt minnist maöur Kol-
beins unga, athafnamannsins
frá öld Sturlunga, sem elskað-
ur var af lýðnum. Gunnar
kominn heim eftir langa
reisu suður i Miklagarð, þar
sem hann einn hafði haldið
heiðri íslands á lofti. Östudd-
ur hafði hann gengið á fund
fulltrúa milljónaþjóðanna,
horfzt í augu við 32 þjóðir og
mælt með betra skipulagi í
matvæladreifingu heimsins. Á
útleið og heimleið hafði hann
sótt heim þjóðhöfðingja, bor-
ið hróður íslands í eyrú þeim
af slíkum kyngikrafti, að
Ferðaskrifstofan mætti i’oðna
við samanburðinn.
Það er sjaldan í lífinu, les-
andi góður, að menn fá það
tækifæri, sem blaðamenn
fengu. Aö standa augliti til
auglits við mikilmennskuna,
sem á stóran þátt í málefna-
stefnu heimsins. Maður hrífst,
hugmyndaaflið „eykst. í hug
manns koma %þúsundir
svángra andlita. Um leið og
þeir bera fyrsta brauðbitann
að munni sér, þá bregður meó
leifturhraða mynd af Gunnari
í hug þeirra. Honum ber að
þakka næst Guði.
Er; hér heima á íslandi, landi
vanþakklætisins, sitja illar
sálir og bölsótast yfir smá-
vegisyfórni|jri óg ferðakostn-
aði, sem engu nemur, 6—7
milljóruiní í aukaskatti og
öðru smáræði. Hvílíkt al-
MánudagsblaSið
\ ff .........
Það jiótti skemmtileg nýbreytni, j»egar leikflokkar voru
stofnaðir liér, seni ferðuðust tun landið, til jiess að sýna
fólkinu ísveitum og luiupstöðum góð leikrit.
Slíkir flokkar tíðkast mjög erlendis og þykja mjög vin-
sælir. Myndirnar liér að ofan eru af leikflokknum Players,
Incörporated, sem nýlega lauk ferð um 25) ríki í USA og
sýndi fyrir um jiað bil 177 juisuiul manns. Efri myndin
er atriði úr Much ado about notliing efir Shakespeare,
en hin neðri úr Arms and the meii eftir Sliavv.
glevmi smásálarskaparins.
Nei, Reykvíkingar. I stað
þess að borga þettá lítilræði
nöldrandi, þá sameinumst all-
ir í gleði og ánægju og þökk-
um forsjóninni fyrir að hafa
slíkt rnikilmenni á þessu litla
eylaridi.
Mikinn lærdóm hefur þú
fært oss, borgarstjóri, en ill
hafa launin orðið. En nú þeg-
ar við sjáum sannleikann, þá
iðrumst við. Launin til þín
verða að vísu ekki metin í pen-
ingum eða silfri.* Slikum ver
aldarlaunum hefur ríkisstj.
séð fyrir, fyrir okkur. En góð-
ar hugsanir og bænir í jrinn
garð verða betur metnar hjá
hinum alvalda, og þau láún
verða alltaf drjúgust að lok
um.
Stöðuveitingar
Framhald af 1. síðu.
Akureyri (nú dósents) er
settur stúdent til að búa nem-
endur undir stúdentspróf.
(Hefði ekki alveg eins verið
hægt að taka gagnfræðing?).
Á Laugarvatni losnaði kenn-
arastaða í dönsku. Skólastjór-
inn þar (lærður í leikfimi)
réð þarigað að gömlum og góð
um íslenzkum sið mann sem
aldrei hefur til Danmerkur
komið og vísast gæti ekki gert
sig skiljanlegan á málinu, þó
að hann geti verið nýtur ma.ð-
ur á öðru sviði.
Svona mætti lengi telja, þó
munu þessi dæmi nægja til að
sýna. hvaða sjór.armið ríkja
við stöðuveitingar í mennta-
málum vonmi.