Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Síða 5

Mánudagsblaðið - 24.09.1951, Síða 5
t* Mánudagur 24. sept. 1951 Og .þarna sátu þau saman \-ið borð, tvær iitlar stúlkur og tveir piltar og héldu, að þau væru að villa umheim- inum sýn og þykjast vera fullorðin. Öll vo.ru þau með gljáandi augu og rauðar kmn- ar, og hlátursrokurnar, sem þau ráku upp við og við, urðu æ uppgerðarlegri og hávær- ari, — unz þær af eðlilegum (?) ástæðum dóu út, er líða tók á kvöldið. Auðséð var, að selskapið var á aldrinum 16-19 ára. Og þar eð ætlazt var til, að um- rædd skemmtun væri algjör- lega ,,þurr“, þá mátti líka með hálfu auga sjá, að hér voru-„pelaböra“ á ferð. Nema -hvað }>essi pela böra voru með hrehnivín á sínum pela, eii ekki heilnæma kúasaft. Herrarnir, buðu Lucky Strike í grið og erg og sog- uðu reykinn dólgslega ofan í sig. Heimsborgarar. En dömurnar, sem ekki munu hafa verið eins útfarn- ár í listinni, púuðu og blésu með afkáralegum tilburðum ■ ög reyndu að bæla niðri í sér hóstakjöltrið. Ekki dugði svo sem að sýna það, að maöur hefði enga ánægju af nikótini hg gæth ekki „fylgzt með“! •Slíkt- þykir ekki „heimsborg- aralegt“. í rassvösum sínum voru herrarnir með sína bjórflösk- una hvor með korktöppum í, og helltu þeir drýgindalega út í sítrónið, sem á borðinu stóð. Bjórinn áJijósanlegri Með miklum fjálgleik er skrifað um það í blöðunum, að banna berí alla vínsölu á skemmtunum, og að brugg- un áfengs öls „kenni börnun- um að drekka“. En unglingunum þarf ekk- ert að ,,kenna“ í þessum efn- um. Unglingar á þessum aldri bragða vín venjulega af ein- hverjum þessara þriggja á- stæðna: af forvitni eftir að reyna áhrifin, — af rælni, — eða beinlínis af þrjózku við sett bönn. Og hafi ekki tek- izt að sannfæra þau um það, að sjálfra sín vegna beri þeim að láta áfengið ósnert, þá verða þau sér úti um það hvað sem það kostar. Og til hvers er að banna vínsölu á dansleikjum, þar eð þ’eir, sem hvort eð er ætla sér að bragða áfengi, geta haft það með sér í „nesti“ og drukkið sig þá eins fulla og þeim þóknast ? Er þá ekki ár- angurinn sá einn, að ala upp í fólkinu pukurshátt og und- irferli? Rasspela„nesti“ er einnig óskynsamlegar drukk- ið en áfengi, sem keypt er á skemmtistað á eðlilegan, frjálsmannlegan hátt. Nú, fari svo, að ,,nestið“ þrjóti, þá er víst lítill vandi að skreppa augnablik út af skemmtunir.ni og sækja sér meira hjá næsta sprúttsala, MANUDAGSBLAÐIÐ — sem margir hverjir hafa vit á því, að halda sig einmitt í námunda við þá staði þar sem þeir vita, að „þurr“ skemmtun er haldin. Og hvað bjórnum viðvíkur, þá er ég nú þeirrar skoðunar, að hann geti varla gert meiri óskunda meðal æskunnar hér á íslandi en í öðrum löndum, þar sem hann fæst í hverri búð, en drykkjuskapur ungl- inga er samt minni en hér í okkar brennivíns-heilflösku- einokunar-, ,sy stemi* ‘. Ég legg það ekki að líku, hvað mér hefði þótt það miklu viðkunnanlegra að sjá þessi veslings, pukurslegu ,,})ela.böm“ sitja frjálsmann- lega yfir nokkram bjórum þarna, en að sjá þau belgja í sig ,,Dauðann“ fu’ rasspel- um: Þau hefðu eflaust hald- ið ráði og rænu eftir nokkur glös af bjór, en eftir pukurs- pela-þambið kemur slíkt varla til greina, því að að sjálfsögðu eru þessi böra al- gjörlega óvön áfengi og því hinir mestu „hænuhausar“ og kunna ekki að passa sig, þar eð svo skyndilega svífur á þau af lútsterku brennivín- inu. Til athlægis — meðal amiars Hitt er.svo annað mál, að auðvitað ættu unglingarnir jlirleitt alis ekki að bragða vín. En hvort mun vera bezta. ráðið til þess að sannfæra þau um það? Að mínum dómi er það fyrst og fremst hlutverk for- eldranna, að benda börnum sínum með skilningi á hina réttu leið í þessum efnum. Það er og verður ætíð svo, að flestu æskufólki er það í blóð borið að þrjóskast við beinu banni. Þetta er stað- reynd, sem ég held, að..flest- ir geti játað, eða stendur ekki einhvers staðar eitthvað á þá leið, að forboðnir ávextir séu beztir? Eins er það líka æsku- fólkiuu eiginlegt á þeim tíma- mótum, þegar það er hvorki börn né fullorðið fólk, að bera sig borginmannlega, þykjast eldri en þau eru, a. m. k. hvað „reynsiu“ viðvíkur. Þá er það forviíin og misskilin ævin- týraþrá, sem hvetur þau til að ,,reyna“ flest af því, sem þau álíta, að tilheyri fullorð- insárunum, og aldrei þurfa þau eins á skilningsríkum leiðbeiningum að halda og einmitt þá. Það hefur lengst af reynzt tilgangslaust að predika yfir þeim með heilagri vandlæt- íngu og skiihelgi eða að skamma þau til hlýðni. Jafn tilgangslaust held ég sé, að sé að sýna. þeim myndir af hangikjötslærum og brenni- vínsflöskum. Bezta ráðið mun vera að skírskota til skynsemi þeirra, benda þeim á það í rólegheit- um, hversu heimskulegt, ó- þarft og óhollt það sé þeim að venja sig á lesti og nautn- ir, sem þau aldrei mundu sakna, ef þau vendu sig aldrei á þær. Þau mættu í- ■huga þaö, að ef þau vilja sýnast fullorðin, þá felst sá galdur alls-ekki í því, að þora hvorki að afþakka áfengi né tóbak af ótta við það að vera álitinn „svo mikið barn“. Galdurinn felst einmitt í því, að vita, hvað manni sjálfum er fyrir beztu, og þora að standa við það. ■ Ekkert er unglingum eins illa við, þegar þeir era að reyna að sýnast fullorðins- legir og „kaldir“, og það, að vera álitnir hlægilegir. Það mætti því einnig benda þeim á það, að m. a. verða þeir sér ekki aðeins til skammar með hvolpalátum sínum, held- ur verða þeir líka til athlæg- is. Skyldi litla stúlkan með brennivínsglasið í hendinni (sem henni klígjar við) og sígarettuna (sem hún efla.ust enga ánægju hefur af) milli heiðgulra fingranna, ekki geta gert sér það ljóst, að jafnaldra hennar við næsta borð, sem er alsgáð og eðli- (eg, er hundraðfalt meira að- laðandi en hún? Sem betur fer, held ég, að tiltölulega auðvelt sé að leið- beina flestum unglingum í þessum efnum, sé það ger.t af einlægum skilningi. Enginn má skilja þessar línur mínar svo, að ég sé að yfirlýsa íslenzku æskuna einhvei’ja ræfla. Unga fólkið okkar er víst áreiðanlega ekki verra en ungt fólk annarra landa, og þó að „pelabörn“ eins og þau, sem að framan getur, séu ekki óalgeng, þá eru samt hinir í miklum meirihluta, sem betur kunna fótum sínum forráð. Enda væri það fádæma aum æska, sem ekki gæti skemmt sér og verið kát án „stimulerandi" nautnalyf ja. Uppbiásnar dömur. Hafið þið heyrt r.ýjasta nýtt ? Nú eru þeir í Ameríku bún- ir að finna upp handa flat- brjósta kvenfólkr brjósthald- ara, sem hægt er að blása upp eins og blöðrur eftir vild: Haldarar þessir eru úr nyl- on, en „brjós’tin“ (!!!) sjálf eru úr léttu plasti, og blæs maður þau út með mjórri plast-pípu, þegar maður er komin í flíkina. Er manni þá alveg í sjálfsvald sett, hversu barm-mikill maður verður. Þetta ku vera hið óbrigð- ulasta, sem enn hefur verið upp fundið á þessu sviði og getur jafnvel verkað eins og „kútur“, þegar „flíkin“ er notuð. undir sundbol. (En hugsið ykkur, ef annað mundi nú springa!!!). Enn sem komið er það að- eins New-Yorkar-stúlkum, sem gefst kostur á að blása sig upp á þennan hátt. En varið ykkur! Ef ykkur verður það á í náinni fram- tíð, að segja við einhverja stúlku að hún sé uppblásin (af gorgeir) og hún roðnar feimnislega, þá skuluð þið ekki verða neitt hissa. Kann- ske er hún einmitt uppblás- in. . . . ! Sláin aftur í tízku. Og nú eru sláin aftur komin í tízku, og sagt er, að kven- fólkið í London og París fagni því. Sláin eru mjög kvenlegaix. flíkur og geta verið bæði fal- leg, klæðileg og hentug, þvi að hægt er að nota þau jafnt við dragtir, eftirmiðdagskjóla og kvöldkjóla. T. d. sá ég eitt, sem ég býzt við, að flest- ir mundu vilja eiga. Það var úr svörtu riffluðu flaueli, en fóðrað með há- rauðu silki. Kraginn var hár að aftan með löngum hornum að framan. Tvær rifur voru til þess að stinga höndunum út um, og eina festingin var silfurkrókapar í hálsinn. En sláin eru varasöm. T. d. geta varla aðrar konur borið þau en þær, sem eru frekar hávaxnar. Noti maður hatt við sláið, þá verður hann að vera barðalítill eða barðalaus. Noti maður barðastóran hatt við slá, þá verkar maður eins og norn, sem vantar ekki ann- að en kústskaftið til þess að- takast á loft og fljúga til Bloksbergs! Eins er það fráleitt að nota flathælaða skó við slá. Þeir verða að vera annaðhvort með háum eða % hælum. Og hanzkarnir þurfa líka helzt að vera olbogaháir. Ciio. Frorn the daily newspaper THE INDIANAPOLIS NEÍVS, Indianapolis, Indiana, U. S. A. Myndin sýnir, hvernig Kína er r.n itomið Rússanna. Hungur og þjáning er framundan veisku þjóðina. undir hæl fyrir kín- Baudaríkjamenn sendu miltið korn til Indlands, til þess að forða hungureneyð þar. Myndin sýnir matvælaráðherra Indlands, Th irumaia Rao og Ciifford C Taylor starL- maim bandaríska sendiráðsins í New Delhi.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.