Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Blaðsíða 1
 5. árgangur Mánudagur 14. janúar 1952 1. tölublað Vilhjálmur Þ or höfðar mál r j ÞUS. KR. Forstjórinn metur æruna á fimmtíu þúsund Fáránleg stefna Grein sú, er birtistí 44 tbl. Mánudagsblaðsins og f jallaði um viðskipti Vilhjálms Þór, forstjóra, og Landsbankans, virðist hafa komið heldur illa við fínar taugar fyrirsvars- manns S.Í.S. / Að ráði lögfræðings S.Í.S. stefndi Vilhjálmur Þór blað- inu og metur skaða Sambandsins hvorki meira né minna en 300.000.00 króna virði. Nú liggur í augum uppi, að réttast væri að gera rjúkandi grín að þessari barnalegu kröfu S.Í.S. og V. Þ., en þar sem hvorki Sambandið né Vilhjálmur Þór eru lengur gamanmál þjóðarinnar, höfum vér ákveðið að hafa ekki þessa stefnu í flimtingum, heldur leitast við að sýna þessum aðiljum fram á það, að þjóðin er ekki sérlega hrifin af athöfnum fyrirsvarsmanns Sambandsins og telur ekki heldur, að hann og hans fyrirtæki séu til sérstakra þjóðþrifa. Tilgangur Vilhjálms og undirmanna hans er augljós. Hér er um ekkert annað að ræða en reyna að kúga frjálsa blaðamennsku og koma henni á kné. Oss er augljós sú á- byrgð, sem fylgir því að reka frjálst blað, sem ekki veigrar sér við að benda á hvers kyns óþrifnað í þjóðfélaginu og sýna lesendum fram á, hvar þau óheilindi er að finna, sem koma í veg fyrir heilbrigt þjóðfélagslíf. HVERT ORÐ GREINARINNAR ER HREINN SANN- LEIKUR. UM ÞAÐ VERÐUR EKKI DEILT. Svo er nú lcomið, að útlánastarfsemi Landsbankans er stöðvuð og einstaklingar, sem koma vilja þaki yfir höfuð sér, hljóta það eitt svar, að fé sé ekki til. Sama máli gegnir um verzlunarstéttina, sem komin er í vandræði, sökum þess að fé fæst ekki til reksturs. Ilvaða öfl eru það, sem svo grálega hafa leikið Lands- bankann, að fé er bókstaflega ekki fyrir hendi til þess að standa straum af eðlilegri starfsemi landsmanna, hversu þurfandi sem þeir eru. Mál þetta minnir dálítið á það, þegar Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, fékk 60 kærur fyrir eitt blað, er hann ritaði um „uppkastið", en þá stóð fyrir dyrum að innlima ísland í Danaveldi. Hér er um það eitt að ræða, hvort alla landsmenn eigi að innlima í einveldi S.Í.S. og þeir að sitja og standa að vilja forstjóra þess, Vilhjálms Þór. í næstu blöðum mun jrætt enn ýtarlegar um starf- semi S.Í.S. og lesendum gefinn kostur á að líta nánar á starfsemi þessa fyrirtækis, sem vér teljum, að ræða þurfi á opinberum vettvangi. Hér á cftir fer stefna Sambands íslenzkra samvinnu- félaga, og dæmi nú Iandslýður um réttmæti hennar. Einar Arnalds, borgar- dómari , Reykjavík GERIR KUNNUGT: Frá Guðmundi Ásmundssyni hdl., Hraunteigi 30, ReyJvja vík, f. h. Villijálms Þór for- stjóra, Hofsvallagötu 1, hefur mér borizt eftirfar- andi greinargerð: „í Mánudagsblaðinu, 44. tölublaði 4. árgangs, birtist grein með aðalfyrirsögn- inni: „Ljótasti reikningur- inn í Landsbankanum", og undirfyrirsögninni: „Þegar Jón Árnason reif ávísun Villijálms Þór í simdur“. í grein þessari telja Sam band íslenzkra samvinnu- félaga og Vilhjálmur Þór, forstjóri þess, felast alger- lega tilhæfulaus og frek- lega ærumeiðandi ummæli í sinn garð. vinnufélaga telur sérstak Samband íslenzkra sam- lega eftirtalda kafla grein- arinnar til þess fallna að skaða stofnunina, bæði f jár hagslega og á annan liátt, og spilla áliti hennar og lánstrausti út á við: 1. Aðalfyrirsögn og und- irfyrirsögn greinarinnar. 2. „Kassinn var tómur ..... síðar um daginn“ 3. „ . . . að skuld S.Í.S. var orðin hærri.... stjórn Landsbánkans farið að of- bjóða“.... 4. „undirmenn með .... inn á skrifstofuna“...... 5. „Það þurfti að borga háa upphæð, sem fyrirtæk- ið átti ekki fyrir“. 6. „Ávísimin, sem kom fyrir hádegi, . . . . og yrði hún ekki greidd.“ Villijálmur iÞór forstjóri telur hins vegar einkum eftirtalda kafla greinárinn- ar stórlega móðgandi fyrir sig: 1. Undirfyrirsögn grein- arinnar. 2. „Yfirforstjórinn leit á undirmanninn.... skrifaði út ávísun á hlaupareikning S.I.S. hjá Landsbankanum og fékk undirmanninum tékkinn." 3. „Það þurfti að borga liáa upphæð .... Hann hugsaði svo sem ekki meira um þetta“. 4. „Avísunin, sem kom fyrir hádegi“ og út grein- ina. Vilhjálmur Þór forstjóri leyfir sér því, vegna sjálfs sín og sem fyrirsvarsmað- ur Sambands íslenzkra samvinnufélaga, að snúa sér til yðar, herra borgar- dómari, með beiðni um að þér kallið ritstjóra og á- byrgðarmann „Mánudags- blaðsins“, Agnar Bogason, Tjarnargötu 39, Reykja- vík, fyrir bæjarþing Reykjavíkur, eins fljótt og verða má, og mun þá gerð krafa um, AÐ framan- greind ummæli verði dæmd dauð og ómerk, AÐ stefnd- ur verði fyrir þau dæmdur í þyngstu refsingu, sem lög leyfa, AÐ stefndur verði dæmdur til að greiða Sam- bandi íslenzkra samvinnu félaga fébætur að upphæð kr. 250.000.00 og Vilhjálmi Þór forstjóra fébætúr að upphæð Iét. 50.0Ö0.GÖ og AÐ stefndur verði daáthdur til greiðslu málskostnaðar og kostnaðar við birtingu dóms í málinu. Er sátta skyldi leita í málinu fyrir sáttanefnd Reýkjavíkur 7. þ. m., mætti kærður eldíi og enginn fyr- ir hans hönd, án þess að kunnugt væri um nokkur lögmæt forföll. Mun því ennfremur sú krafa gerð fyrir bæjarþinginu, með til- vísun til 12. gr. laga nr. 85, 1936, að stefndur verði dæmdur til þyngstu refs- ingar, sem lög leyfa, fyrir brot á sáttalöggjöfinni. Með tilvisun til nefndrar lagagreinar er einnig kraf- izt málskostnaðar að fullu, hvernig sem málið kann að fara.“ Samkvæmt framansögðu stefnist hér með hr. rit- stjóra Agnari Bogasyni, Tjarnargötu 39, til þess að mæta fyrir bæjarþingí Reykjavíkur, sem haldið verður í bæjarþingstof- unni, fimmtudaginn 17. janúar 1952, ld. 10 árdeg- is, til þess þar og þá að sjá skjöl og skilríki í rétt lögð, á sókn sakar og réttarkröf- ur að hlýða, svara til sakar og sæta dómi í íraman- greinda átt. Stefnufrestur ákveðst 1 sólarliringur. Til staðfestu er nafn mitt og embættisinnnsigli. Borgardómarinn í Reykja- vík, 9. janúar 1952. Jón Bjarnason. ftr. (L.S.). Hve mikinn þátt á yfirdráttarskuld Sambands íslenzkra samvinnúfélaga í hinni almennu lánsfjárkreppu, sem nú þjakar þjóðina? Hvað líður uppgjörinu fyrir jarðskjálftasam- skotaféð í Dalvík? Hvað líður endanlega hinum 40 þúsundum, sem Mbl. upplýsti á sínum tíma, að Vilhjálm- ur Þór hefði stungið í eigin vasa? Hvað skuldar Sambandið Landsbankanum? Hvaða tryggingar eða verðmæti standa á bak við skuldina? Hvernig er réttarstaða bankans, ef til inn- heimtu kemur?

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.