Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Blaðsíða 2
í fullum gangi.
Nýir ha^tar á útsölunni á mániuiag,
' 10% áfsláttúr af flauelshötum.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
’ n
eða Söngur lútunnar
LA • * HKbgi iíR ■ - ■ ÖÍ.ÍS áíg íSr:-íK iSSSBB 3ff J*BB <-* SS* SSTSSRiS.SRi-W'S
•:>: ->!:?■>»'• /-v.':
,.W'í «v a#a»^^fí*sisE!ar.r-^?ss3aG-' •: -
eífir Ká-Tsö-Tsjeng - Þýðandi Tómas Ouömundsson
Leiksfjóri: Gunnar Hansen
Nýstárleg sýning í ISnó veknr mikla
athygli
Frébær sjénieikur
Leikf élag Reykjavíkur sýn-
ir um þessar mundir kín-
verska sjónleikinn Pi-pa-Iíi,
eftir Ká-Tsö-Tsjeng. Var leik-
urinn sýndur í fyrsta sinn ár-
ið 1404 í heimalandi sínu.
Leikrit þetta er mjög ný-
stárlegt, sambland af austur-
lenzkri sorg og gleði, skyldum
Þorsteinn Ö. Stephensen,
prinsinh.
og ást til foreldra og keisar-
ans. Aðalefni þess er um ung-
án dómarason, sem fer til hirð
ar keisarans frá ungri konu
sinni, til þess að leita sér
frægðar og mannvirðinga. En
tilefni ferðalags hans er öllu
heldur hvatning föðurins en
löngun hans sjálfs, því fyrir
honum vakir hugsjónin um að
sjá foreldrum sínum farborða
í ielli þeirra. Ferð sonarins á
fúnd keisarans gengur að
óskum, og þar hlýtur hann
sökum menntunar sinnar
æðstu völd og nýja konu. Inn
í- veikan og ekki sérlega mik-
il'sverðan söguþráð er fléttuð
dvagömul kínversk speki, við-
hbrf æðri stéttanna til almúg-
ans, valda og virðinga, skyld-
ur þegnanna til sonár sólar-
innar og afstöðu konunnar til
bónda síns og þjóðfélags.
Ekki er ætlunin að gera hér
neina grein fyrir kínverskri
leiklist, en aðeins viljum vér
vísa lesandanum til greinar-
gérðar leikstjórans, Gunnars
Hansens, sem birt er í leik-
skránni.
I stórum dráttum er sýning
þessí angurvær raunatala um
þjáningar hinna ýmsu per-
sóna, en örsjaldan bregður
fyrir léttum blæ og þá helzt
í persónu Njú prins og atrið-
inu milli 1. og 2. hjúskapar-
miðlara, skemmtilega leikn-
um af Svölu Hanncsdóttur og
Guðrúnu Stepliensen.
Leikstjórinn Gunnar Han-
sen, hefur teflt djarft í vali
leikenda, en hapn hefur það
fram yfir flésta leikstjóra
vora að þora að tefla á tvær
hættur og hefur allt til þessa
slojjpið, ekki aðéins vel, held-
ur dregAð.fram hæfileika ný-
liðanna í leiklistinni, leiðbeint
þeim "fyrstu • og erfiðustu
sporin á þeirri braut. Má þar
t. d. nefna Katrínu Thors í
„Anna Pétursdóttir“, Ernu
Sigurleifsdóttur í' „Pi-pa-ki“,
en hún hafði þó áður getið sér
góðan. orðstír í-',,Elsku Rut,“
og nú Gísla Halldórsson í sínu
veigamesta hlutverki til þessa.
Leikrit undir. stjórn Gunnara
hafa nær alltaf náð vinsæld-
um, og leikstjórn hans hefur
alltafLSýnh^faina méiftðfe ná-
kvæmru". og^ "sérsfaka , alúð,
vandvifkhi ,ög smekkvisT
Þá, sem að staðaldri sækja
leikhús, hlýtur fyrst óg
fremst að reka minni til leiks
Gúðjóns Einarssónar í hlut'-
verki Tsæ, fyrrv.dópxara. Er
ekki ofsagt, að Guðjón nú í
fyrsta sinn „láti gamminn
geysa“ á sviðinu og dregur
ekki af fyrr en yfir lýkur. í
leik Guðjóns gætir vand-
virkni, innlifunar í hlutverkið
og mjög smekklegrar með£prö
ar í eintrag ölluyEr þáð Vi|si>-‘
lega Fagnáðárétfni, aðGuð^Öni
hefur svo prýðilega tekizt að
þessu sinni. Má ætla, að Guð-
jón segi nú. skilið við, „stat-
ista“-hlu"tverk sín, en viðvör-
Gísli Halldórsson, Tsæ-Jang,
leikur á sérstæðan hátt
verk hins óhamingjusama
dómarasonar, sem eflist að
mannvirðingum og auði, en
tapar sálarfriði sínum. Þótt
gallar nýliðans komi í ljós í
leik hans — festuleysi, skort-
ur á raddbreytingu, þá hverfa
þeir fyrir ágætum leik á köfl-
um. Fas hans er of stirt, fram
koman þvinguð um of og oft
óhefluð. Allt eru þetta atriði,
sem einungis verða læknuð
með tíma og stöðugum æfing-
um.
Frú Erna Sigurleifsdóttir,
Tjá-Ú-Njang, fyrri kona Tsæ-
Jang, sýnir nú nýja hlið
leiksviðshæfileika sinna
eftir ágæta frammistöðu í
„Dorothy eignast son,“ jafn-
fram því sem faún tekur ör-
uggt sæti meðal betri yngri
leikkvenna okkar. Þótt enginn
lái leikstjóranum fyrir það að
Sítjandi: Gísli Halldórsson, yfirdómarinn, Þorsteinn Ö.
Stephensen, prinsinn, Guðrún Þorbjarnadóttir. Standandi:
Árni T?yg§vnson og Guðný Pétursdóttir.
í yesfrænan ham, tapar hinu
austurlenzka róljmdi og verð-
úf í stað þess héldur skapmik-
ilyestræn kona. Her skal ekki
um það dæmt, hvort mistökin
eru -áð kemia leikstjóra eða
leiklconunni sjálfri.
Einkar skemmtilegur .er
leikur ungfrú Guðbjargar
Þorbjarnardóttur í hlutverki
prin.jsessunnar. Tilhlýðilegur
virðuleiki, en undirhiðri ang-
urvær þrá eftir að geta lifað
eðhlegu lífi hinna ótiginbórnu,
t V ■ -x
éftif; mælikvarða þéjfra tíma
og síðan atriðin milíj hennar
óg mannsins, sem hún er gif t,
en fær engar áötir af.
Leikur hinna leikendánna
er mjög ááferðargóður, þósér
staklega Bergljótar Garð&rs-
dóttur, Guðnýjar Pétursdótt-
ur, Guðlaugs Guðmúndssonar,
Þorgríms EinarsSonar og
Gunnars Bjarnasqntar.
Þýðing Tómasar Guðmunds-
sonár, skálds, er með beztu
leikritaþýðingum, sem hér
hafa heyrzt, og hefur þýðindi
sýnilega lagt sig fram við
verk sitt. Orðavalið, setninga-
skipanin og hinn ágæti stíll og
blær, sem yfir henni hvílir, er
þýðandanum til sóma og leik-
endum til mikils hægðarauka.
Leiksýning þessi er ein hin
nýstárlegasta og skemmtileg-
asta, sem hér hefur sézt. Leik-
húsgestum er það mikil á-
nægja að vita tií þess, að við-
fangsefhin beinast nú inn á
nýjar og fjarlægár brautir og
áukast af víðsyfíi.
a. b. :
Guðbjörg Þorbjarnardóttir,
prinssessan.
un gæti það orðið, að hann
léki ekki héreftir í hlutverk-
um, sem ekki eru við hans
hæfi, eirfs og borið hefur við
hjá honum í fyrri sýningum.
Gísli Halldórsson og Érna
Sigurleifsdóttir.
vilja ekki skemma fegurð
hennar, þá er hún tiltölulega
full sællleg í útliti efti«
hungursneyðina, og þótt hún
sjálf hafi orð á því, þá verður
vart sagt, að hún tapi fegurðj
sinnrog verði soítin á svip éfG
ir langan „diet“ á svínafæðu.
Leikur frúarinnar er hins yeg;
,ar mjög 'geðiúj og röddih Éöf♦
ur stórum batnað, þótt enn
sé spclur til lands fullkomn-
rmarinnar. Þá sýnir leíkur
hennar mjög mikinn þroska í
listinni, og sætirfurðu, hversu,
öruggum tökurh’ hún tekur
hlutverkið.
,' i^jjgjuh^ löjPj að sjá Þoy-.
"stéin Örstepnensen, prinsinn,
eftir ferðalag hans í Þjóðleik-
húsið, aftur í öruggri höfn í
hlutverki við hæfileika hans
og ágæti. Einmitt í þessu hlut-
verki sjáum við Þorstein í ess-
inu sínu. Virðuleiks, lífsspeki
og reynslu hins vísa Austur-
landabúa gætir í öllu fasi’
hans, og er það eflaust öryggi
fyrir nýliðana að njóta nær-
veru hins æfða(sviðsmanns. •
Áróra Halldórsdótir, kona
dómarans, leikur í byrjun á-
gætlega, en það má helzt
finna að hénni, að í seinni hlut
anum bregður hún sér um of
gar —
. ! " j--Þét getið fengið
,Caricature“ (Skopmynd)
ef þér lítið inn í Café Höll (efri sal) í dag
' v • b z og. næstu daga kl. 2—10 e. h.
Dömur
Herrar
j; Látið ekki offitu og gigt gera ykkur að gamalmenn-
p,m löngu fyrir tímann. — Megrunarleikfimi í flokk-
úm og einkatímum í sambandi við 10 tíma kúr. —
Ljóskassi (svitabað), innpakkningar, nudd, leikfimi
ýj| og steypubað.
* Kennsla í samkvæmisdönsum hefst aftur eftir 20. jan.
HEBA
Austurstræti 14 — Sími 80860.
Mánudagur 14. janúar 1952