Mánudagsblaðið - 14.01.1952, Blaðsíða 6
MANTJD AG SBLAÐIÐ
Mánudagur 14. janúar 1952
6
Tveim dögum seinna var
Muriel aftur á leið til Ghaw-
alkhand. Hitinn á ferðalaginu
var næstum óþolandi. Sléttan
var þakin brennheitri móðu
og á nóttinni þrumuðu elding-
ar, en ekkert regn féll til þess
að kæla hið brennandi loft.
Eitt kvöldið var næstum lið-
ið yfir hana en Will var nær-
staddur og gat hjálpað henni.
Nokkrum stundum áður en
þau komu til Ghawalkhand,
'kom Sir Reginald á móti
henni og hún skyldi við Will
eftir að þau höfðu lofað að
þau skyldu hittast hjá hon-
um nær áramótum.
Sir Reginald lék á alls oddi
við hana, vonaðist eftir að
henni hefði þótt gaman og
hélt að hún væri of mögur og
lýsti því yfir að kona sín væri
mjög ánægð yfir afturkomu
hennar. Enn voru einhvers
konar róstur í ríkinu og ný-
lega höfðu orðið árekstrar,
auðvitað hættulausir, en þeir
innfæddu voru ókyrrir og
hann hélt að Lady Bassett
væri taugaóstyrk.
Þpgar þau komu heim, var
Lady Bassett ekki heima og
Muriel f ór beint í rúmið.
Hún hefði getað sofið tím-
tmum saman, ef henni hefði
verið leyf t það, en þegar Lady
Bassett kom heim vakti hún
hana til þess að bjóða hana
velkomna. Hún var hrifin af
að fá hana aftur, en samt
þótti henni voðalegt að sjá
hve tekin hún var, „næstum
því almúgaleg, kæra barn, en
maður má nota sér vináttuna
og segja þér það.“
Hvorki lævísa brosið, sem
fylgdi þessari vingjarnlegu
gagnrýni né kuldahláturinn,
sem hún vakti, voru sérstak-
lega vingjarnleg; en þessar
staðreyndir voru ekkert ein-
stakar. Það hafði aldrei verið
minnsti vottur af hlýindum á
milli þeirra.
„Eg vona að þú lítir miklu
betur út en nú, eftir tvö
kvöld“, sagði Lady Bassett í
mjúkum rómi. „Dansleikur
prinsins er stórkostlegur frá
öllum sjónarmiðum. Bobby
Fraser er auðvitað á bak við
undirbúninginn og hann hefur
sagt mér að hann sé alveg
stórkostlegur. En meðal ann-
arra orða, góða mín, þá vona
ég að fjarvera þín hafi ekki
eyðilegt tækifæri þín í þeirri
átt. Eg hef verið dálítið hrædd
um það upp á síðkastið, að
hann hafi beint athygli sinni
að yngri Egerton-stúlkunni.
Eg vona sannarlega að það
sé ekkert á milli þeirra, því
eins og þá veizt, þá ber ég
hamingju þína fyrir brjósti.
Það yrði þér fyrir svo góðu,
væna mín, eins og ég býst við
að þú vitir. Því það er nú svo
að þú lítur miklu eldri út en
þú raunverulega ert og ættir
ekki að ganga framhjá fleiri
tækifærum. Allar stúlkur eru
sannfærðar um, að þær verði
að hafa sínar skemmtanir, en
ég held að þér sé bezt að kom-
ast í hjónabandið sem fyrst.
FRAMHALDSSAGA'.
iEShel M. DeEI:
Eg er viss um að þér yrði ekki
um að pipra.“
Þegar hér var komið settist
Muriel skyndilega upp og lýsti
því yfir í stuttu máli, að hvað
sig snerti þá mætti Egerton-
stúlkan fá Fraser og hún von-
aði að ef hún næði í hann, þá
myndi hún geta haldið í hann.
Þetta var kuldalegta sagt,
eins og Lady Bassett benti á
og stundi út af villigötum
Muriel-ar, en Muriel var alltaf
hrein og bein, þegar dýpri til-
finningar hennar voru vaktar
og þreytan hafði gert hana
skapstygga.
Hún óskaði sannarlega eftir
því að Lady Bassett léti hana
í friði, en ekki var því að
heilsa. Hún sat enn um stund
og spurði frétta af „vesalings
litlu frú Musgrave”. Hafði
hún enn náð sér eftir dauða
frænda síns? Þoldi hún að
tala um hann? Hana, Lady
Bassett, hafði alltaf grunað
að eitthvert óvenjulegt sam-
band hefði verið á milli þeirra.
Muriel hafði engar upplýs-
ingar um málið. Hún vonaði
og trúði að Daisy væri að
batna, og hafði lofað, að öllu
forfallalausu, að dveljast hjá
henni um næstu jól.
Lady Bassett hristi höfuðið
jTir þessu. Barnið var svo
hugsunarlaust. Margt gæti
skeð fyrir jólin. Og hvað var
um Mr. Ratcliffe — þetta
sagði hún á leiðinni til dyr-
anna — hafði hún heyrt hið
fáheyrða, þær sérstaklega fá-
heyrðu fréttir af honum, sem
þá rétt höfðu borizt til eyrna
Lady Bassett? Hún spurði
vegna þess, að hann og frú
Musgrave höfðu verið slíkir
vinir, þó að vísu væri sagt að
Ratcliffe hef.ði forðazt alla
vini sína upp á siðkastið.
Hafði Muriel ekki heyrt neitt?
„Heyrt, heyrt hvað?“, Muri-
el neyddi spurninguna milli
vara sinna, sem voru hvítar
og samanbitnar. Hún var
skyndilega hrædd — hræði-
lega, óskiljanlega hrædd. En
hún horf.ðLbeint í andlit Lady
Bassetts. Fremur vildi hún
deyja en að láta undan sorg
sinni í nærveru hennar.
Lady Bassett hélt í hurðar-
húninn, snéri sér við með dá-
litlu brosL „Eg skil ekki
hvers vegna, þú hefur ekkert
um það heyrt. Eg hélt að þú
stæðir í bréfasambandi við
fólkið hans,< En ef til vill eru
þau grandalaus. Þetta er ein-
hver óheyrilegasti hlutur, sem
ég hef -heyrt — alveg óaftur-
kallanlegur að því, sem mér
er sagt. En mér fannst hann
NICK RATCLIFFE
(THE WAY OF AN EAGLE)
alltaf vera maður, sem gerði
óvenjulega hluti.“
„En hvað hefur hann gert?“
Muriel vissi ekki hvernig hún
kom orðunum út. Hún varð
vör við kæfandi tilfinningu
innvortis eins og stálklær
hefðu gripið um hjarta henn-
ar. Það sló óreglulega, eins og
kvalið dýr sem er að reyna
að sleppa. En hún sat alveg
kyrr og horfði framan í Lady
Bassett.
„Góða mín“, sagði Lady
Bassett, „hann er genginn í
klaustur Buddatrúarmanna í
Tíbet.“
Orðin féllu rólega af bros-
andi vörum hennar. Orð, að-
eins orð. En þau stungu
hjarta hennar hræðilega. Þó
hreyf ði hún sig ekki, en starði
aðeins beint af augum.
Lady Bassett var um það
bil að fara, þegar hún spurði:
„Hver sagði þér þetta?“
Hún leit við, og skildi dyrn-
ar opnar. „Eg veit varla hver
fyrst minntist á það. Eg hef
heyrt það frá svo mörgum —
þetta er almenningseign nú.
— Gresham kapteinn við
Guides-deildina sagði mér það
meðal annarra. Hann er nú
farinn aftur til Peshawur.
Hann fékk, að ég held, frétt-
ina þar. Þá var það líka Cath-
cart ofursti, sem sagði mér
það. Hann var einmitt að tala
um það í eftirmiðdag í klúbbn
um og ræddi um hversu voða-
legt er fyrir Englending að
setja svona fordæmi. Þeir rif-
ust heiftarlega um það hann
og Mr. Fraser. Mr. Fraser
hefur mjög nýjar hugmyndir,
en ég verð að játa að það var
fremur vel gert hvernig hann
ver þær. Svona barnið gott.
Þú mátt ekki halda mér uppi
á snakki lengur. Þú lítur sann
arlega voðalega út. Eg vona
að góður svefn hvíli þig, því
ég get ómögulega tekið þig
svona á dansleik prinsins."
Lady Bassett fór um leið
og hún lauk setningunni.
En löngu eftir að hún var
farin sat Muriel uppi í rúmi
sínu starandi beint fram und-
an sér og horfði grafkyrr á
luktar dyrnar að Paradís
hennar.
Svo þetta var lykillinn að
þögn hans — ástæðan fyrir
því að skilaboðum hennar var
ósvarað. Hún hafði rétt hon-
um höndina of seint — óf
seint.
En í huga hennar hljómaði
ennþá skýr og áköf rödd, sem
sífellt endurtók sig.
„Allt líf þitt skaltu muna að
ég var þinn til þess að taka
eða kasta frá þér. Og — þú
vildir mig, en samt — samt
kaustu að kasta mér frá þér.“
51. KAFLI
Muriel fór ekki úr bústaðn-
um fyrr en um kvöldið, þegar
dansleikurinn átti að vera.
Hún fór vart úr herbergi sínu,
en bar fyrir sig mikla þreytu,
sem afsakaði einveru hennar.
En hún gat ekki, án þess að
vekja skaðlegt umtal, haldið
sig frá dansinum, sem hún
hafði komið til þess að vera
viðstödd.
Hún var í drifhvítum kjól
og andlit hennar var næstum
litlaust. Dökka hárið hennar
lagði enn meiri áherzlu á lit-
arháttinn.
„Þú lítur veiklulega út,“
sagði Sir Reginald, þar sem
hann stóð á stéttinni, glæsi-
legur í skínandi einkennis-
búningi og beið þess að hjálpa
konu sinni og Muriel inn í
vagninn.
Hún brosti dálítið. „Það er
ekki neitt. Eg er fremur
þreytt, það er allt og sumt.“
Um leið og þau óku inn um
hallarhliðið, þá leitaði hún að
gamla betlaranum, sem var
vanur að haltra þar um. Hann
betlaði ákaflega þegar hann
sá hana, en hún hafði enga
peninga auk þess sem hún
hefði ekki getað gefið neina
í viðurvist Lady Bassetts.
Þegar komið var inn í dans-
salinn allan skreyttann, —
var eins og komið væri inn í
blómagarð. Evrópskir og ind-
verskir búningar blönduðust
þarna í skínandi litum. Hljóm-
listin og raddirnar virtust
gleypa þau, er þau gengu inn.
„Loksins ertu komin,“ það
var rödd Bobby Frasers við
hlið Muriel. Hann virti hana
fyrir sér með ánægju. „Veiztu
það, að þú ert drottning þess-
arar samkundu. Það er leitt
að það skuli ekki vera neinn
konungur hér á næstu grös-
um. Eða kannski að svo sé?
Jæja, hvað segirðu urn að
dansa ? Eg er hræddur um að
ég sé upptelrinn alla valsana.
En það skiptir engu máli, við
getum setið af okkur einn
dans. Eg veit um notalegt
skot, sem passar mér prýði-
lega. Sem sagt, ég hef tekið
það á leigu í kvöld. Og ég þarf
mikið að tala við þig. Númer
fimm. Allt í lagi. Bless.
Hann var farinn, en hann
skildi eftir þá tilfinningu hjá
Muriel, að hann vildi tala við
hana um eitthvað sérsakt.
Hún var að hugsa um hvað
það væri. Að hann hugsaði
alvarlega til hennar hafði
henni ekki dottið í hug, né
hafði hún heldur á neinn hátt
leitt hann til þess. Hún vissi,
að Lady Bassett var á öðru
máli, en hún hafði aldrei haft
sérstakt álit á skoðunum
hennar, og aldrei hafði hún
reynt annað en venjulega vin-
áttu af Bobby.
Það hafði samt einhver á-
hrif á hana, þegar Bobby
hafði gefið henni í skyn að
þetta ætti að vera þeirra á
milli og hún beið eftir dansin-
um, sem hann hafði númerað
niður með dálitlum æsing.
Þegar Bobby Fraser kom til
hennar var hún svo taugaó-
styrk, að hann gat ekki hjá
því komizt, að taka eftir þvi.
Hann . leiddi hana í rólegt
horn, sem var hulið blómum.
„Heyrðu mig,“ sagði hann,
„ég vona að þú látir ekki þess-
ar bölvaðar skærur hafa áhrif
á þig. Fréttirnar um þær eru
eflaust ýktar eins og vant
er.“
„Eg er ekkert hrædd,“
sagði hún, „en var ekki Eng-
lendingur myrtur um dag-
inn?“
„Jú, víst er það“, sagði
hann. „En það var langt héð-
an í burtu, í hinum enda rík-
isins. Það var ekkert í því,
sem ætti að vekja ótta hér.
Það hefði getað skeð allstað-
ar. Fólkið er svo vitlaust. Það
var hreint og beint brjálæði,
að senda hingað ráðherra.
Þeir innfæddu eru á móti því,
en áhrif prinsins eru stórkost-
leg. Ekkert gæti skeð hér.“
Ég annast kaup
og sölu fasteigna, framtöl til skattstofunnar,
geri lögfræðisamningana haldgóðu.
Pétur Jakobsson
löggiltur fasteignasali, Kárastíg 12 — Sími 4492.
Ný námskeið eru að byrja í bókbandi, tréskurði,
teiknun, listmálun, listasögu, leðurvinnu og aug-
; lýsingaskrift. "Jfó™ ÍÍ& <
Innritun daglega í skrifstofu skólans Grundgp^g 2A
kl. 11—12 árd. Sími 5307.