Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Qupperneq 4

Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Qupperneq 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagnr 21. janúar 1952 ....'...AND/JOW/'m MR.6ROAiYKO„..'fi ....WE SHALL ^ ALL WALK Ol/rf AV ‘From tl»e daily newspaper THE WASHINGTON STAR, • JjfSShington, X). C. ,_U. S. A. 1 ' ‘ , f\J?(j 19 Staðsetnbg Áburðarverksmiðjunnar Það hefur ekki skeð oft, að ég væri Þjóðviljanum sam- mála, og það á víst ekki eftir að koma oft fyrir. Nú bregð- ur þó svo undarlega við, að mér finnst Þjóðviljinn vera eina.dagblaðið, sem skrifar af viti um eitt hið mikilvægasta mál, sem nú er á döfinni, sem sé áburðarverksmiðjumálið. Nú hefur í allmörg ár verið unnið að undirbúningi þessa máls. Um það mun enginn á- greiningur vera meðal ís- lenzku þjóðarinnar, að það er hið mesta hagsmunamál fyrir íslenzkt atvinnulíf, og þá eink um landbúnaðinn, að hér sé komið upp áburðarverk- smiðju. Með því mun sparast verulegur erlendur gjaldeyrir, auk þeirra atvinnubóta, ‘ sem eru að verksmiðjunni. En það eru tvö atriði í áætlununum um verksmiðjuna, er hafa vak ið megna óánægju og ugg og ótta meðal almennings í Reykjavík. Annað er það, að áformað er að framleiða í verksmiðjunni efni, sem all- veruleg sprengihætta er að. Hitt er staðsetning verksmiðj unnar, en nú er helzt að heyra á valdamönnum þjóðarinnar og málgögnum þeirra, að ætl- unin sé að velja henni stað í miðbænum í Reykjavík. Eg fæ ekki annað séð, en að í þessu felist ótrúlegt ábyrgð- arleysi, svo að ekki sé sterk* ara að orði kveðið. Margt bendir líka til þess, að þau málgögn, sem tekizt hafa á hendur það óskemmtilega hlutverk að verja þessa ó- hæfu, hafi ekki góða sam- vizku. Það hefur rejmzt alger ógerningur að fá þau til að ræða þetta mál rólega og meö rökum. Allri gagnrýni, sem bent hefur á þá stórkostlegu hættu, sem í þessu felst fyrir Ibúa Reykjavíkur, hefur ekki verið svarað með skynsamleg um rökum, heldur dónaleg- ustu fúkyrðum og móður- sýkis upphrópunum og öskrum. Þetta er einmitt hátt- ur þeirra manna, sem vita með sjálfum sér, að þeir eru að verja illan málstað og ó- verjandi. Þegar öll rök þrýt- ur, skal gagnrýnin kæfð með móðursýkisöskrum. Færustu sérfræðingar, sem við eigum á þessu sviði, hafa sýnt fram á, að með stað- setningu verksmiðjunnar í miðbænum í Reykjavík, sé hin o'eisvænleaEasta hætta yfir íbúa höfuðborgar- innar. Ekki þyrfti annað en að eldur kæmi upp í verksmiðj- unni til þess að hún spryngi í loft, og slík sprenging hér í miðbænum mundi að öllum líkindum verða þúsundum Reykvíkinga að bana. Og ef styrjöld skyhi á, mundi verk- smiðjan að öllum líkindum verða skotmark árásarflug- véla, og kannske mundi ein eldsprengja nægja til þess, að hún spryngi í loft upp. Allt tal blaðanna um það, að svo megi búa um hnútana, að spreng- ingarhætta sé lítil eða engin, eru staðlausir stafir. í engu landi heims stendur iðnmenn- ing á jafn háu stigi og í Bandaríkjunum, og óvíða eða hvergi annars staðar mun vera jafn strangt eftirlit með öryggi við iðnframleiðslu. Þó hafa þar í landi orðið mjög alvarleg slys í sambandi við þess konar verksmiðjur. Og úr því að slíkar verksm. eru hættulegar í Bandaríkjunum þrátt fyrir strangt eftirlit og iðnkunnáttu á mjög háu sigi, geta menn gert sér í hugar lund, hver hættan mundi verða hér á landi. Fáar þjóðir heims munu hafa svo litla iðn- þekkingu til að bera sem Is lendingar, svo sem vonlegt er, og auk þess er alkunna, hve hirðulausir íslendingar eru, og hve gjarnt þeim er að brjóta allar reglur, jafnt ör- yggisráðstafanir sem aðrar. Ekki þarf annað en líta á um- ferðina á Reykjavíkurgötum til að sannfærast um þetta. Eg þori að fullyrða, að úr því að allveruleg hætta stafar af slíkum verksmiðjum, í Bandaríkjunum mundi hættan hér á landi vera geig- vænleg og sífellt yfirvofandi. Ef verksmiðjan verður hér í miðbænum, geta Reykvíking- ar átt von á því á hverju augnabliki sólarhringsins, jafnt nótt sem dag, að springa í loft uppi þegar minnst varir. Sjálfsagt er að koma hér upp áburðarverksmiðju, en hún á ekki að framleiða nein efni, sem sprengingarhætta er að, og ef hún gerir það, á hún sízt af öllu að vera í Reykja- vík. heldur á einhverjum af- skekktum stað, svo að líf og limir sem fæstra íslendinga séu í hættu af henni. Reykvík- ingum er illa aftur farið, ef þeir sætta sig við að fá aðra ,eins vítisvél hérí naiðbæjmj Saga þýzks hermanns Framhald af 8. síðu. inn í að enda þetta allt sam- an. En jafnvel hér mistókst honum. Hjón, sem áttu leið framhjá, drógu hann upp úr vatninu og björguðu honum. Fyrir rúmri viku ákvað bæjarstjórnin í Hamborg að ekki mætti við svo búið standa og veittti honum fulla lausn fyrir allt saman. En nú hafði biturleiki graf- ið um sig í hugahermannsins: „Eg ætla að eyða æfidögum mínum í það, að berjast gegn bölvuðu skrifstofubákninu, sem er að drepa hvern Þjóð- verja.“ (,,Time“). Auglýsið Mánudagsblaðinu Hnyttin svör Maður spurði Diógenes, hvernig á því stæði, að menn væru svo örir á fé við lækna, en ekki við heimspekinga. Þá svaraði Diógenes: Af því að þeir eru sannfærðir um það að þeir verða fyrr haltir og blind ir, en heimspekingar. — O — Antisþenes var spurður að, hvemig á því stæði, að auð- menn leituðu eigi spekinga, en spekingar leituðu til auð- manna. „Af því,“ svaraði hann, „að spekingar vita, hvað þá skortir, en auðmenn- imir ekki.“ — O — Um ríkismann einn naut heimskan, sem hafði gott vit á nautgripum, var þetta sagt: „Þegar hann talar um naut, þá talar hann eins og maður; þegar hann talar um menn, þá talar hann eins og naut.“ sem þessi verksmiðja gæti orðið. Hér er á lymskulegan hátt verið að vega að öryggi okkar og barna okkar. Og ég öfunda ekki skriffinnana, sem nú berjast með hnúum og hnefum fyrir því að fá verksmiðjuna hingað í miðbæinn þann dag, þegar þeir vakna við vondan draum og sjá, að þeir hafa orðið þúsundum Islendinga að bana. Ekki veldur sá, er var- ar. M Á N U DAGSBLAÐIÐ ; X.x ■ ■ . • r'rf fægt á eftirtöldula stöðum úti á landi: " Keflavfli: Verzlun Helga S. Jónssonar. " Hafnarfirði: Bókaverzlun Böðvars. j , , , T Hveragerði: Verzlunin Reykjafoss, Hveragerði. ” Selfossi: S. Ó. Ólafsson & Co. J Siglufirði: Bókaverzlun Lámsar Blöndal. Bókaverz' < un Hannesar Jónssonar. i Akureyri: Verzlun Axels Kristjánssonar. Bókaverz. il é:: un Pálma H. Jónssonar. " Akraries: Bókaverzlun Andrésar Níelssonar. i' Isafirði: Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. ;; Vestmannaeyjum: Verzlun Björns Guðmundssemr. - Blönduós: Verzlun Þuriðar Sæmundssen. ;; Hvalfirði: Olíustöðin. Gunnar Jónsson. " Bolungavík: Kristinn G. Árnason. . . ;; Borgarnes: Ingólfur Pétursson. " Neskaupstaður: Ólafur Jónsson. Þeir, sem beðið hafa um árgang Mánudags- | 5* blaðsins 1949 og 1950 em vinsamlega beðnir að | hringja í síma 3975. i.n Þrátt fyrjr raup Stalíns er framlag Sovétríkjanna til góðs i.; .. . . r fyrir mannkynið = O. From the daily newspaper THE SAN FRANCISCO tGHRPNICLE, San Francisco, Caliíornia, U. S. Av MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausa- sölu, en árgangurinn 100 kr. Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. — Símar ritstjórnar: 3496 og 3976. Auglýsingasímar: 6530 og 6947. Prentsmiðja Þjóðviljauis. MlM!**#*»##«#######################< ######################»####J

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.