Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 21.01.1952, Blaðsíða 5
Mánudagur 21. janúar 1952 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 5 Strax, þegar fór að rökkva, var hún aftur komin í kyrr- látt hornið á litla, kyrrláta garðinum. stúlkan í gráu föt- unum. Hún settist á bekk og las í bók, því enn var eftir hálftíma lesbirta. Sem sagt: Hún var í gráum kjól, mátulega látlausum til að ekki bæri á lýtalausu sniði og stíí.-Stór netslæða umlauk túrban-hattinn hennar og andlit, sem lýsti af skírri, náttúrlegri fegurð. Hún hafði komið þarna á sama tíma dag- inn áður og daginn þar áður, og það var einn, sem vissi af því. Ungi maðurinn, sem af því vissi, sveimaði á næstu grös- um og treysti á brennifórnir til hinnar máttugu gyðju, gæfu. Trú sína fékk hann laun aða, því að nú fletti stúlkan blaðsíðu, og við það missti hún bókina, sem hentist spöl- kom burt frá bekknum. Ungi maðurinn hafði þegar handsamað bókina og fékk hana nú eigandanum með lát- bragðslistum þeim, sem virð- ast blómgast í almennings- görðum og öðrum opinberum stöðum —- samblandi af ridd- aralegri kurteisi og eftirvænt- ingu, tempraðri virðingu fyr- ir aðvífandi lögregluþjónum á staðnum. Með hlýlegri röddu áræddi hann að koma með marklausa athugasemd um veðrið — þetta umtalsefni, sem á mestan þátt í óham- ingju mannanna — og stóð svo átekta og beið örlaga sinna. Stúlkan virti hann fyi’ir sér um stund; óbreytt, snotur fötin og andlitsdrættina, sem eiginlega höfðu ekkert sér- stakt við sig. ,,Þér megið setjast hjá mér, ef yður Iangar til,“ sagði hún með djúpri, settlegri kontra- altorödd. „Satt að segja vil ég, að þér gerið svo. Birtan er of dauf til lesturs. Eg vil held- tala.“ Ungi maðurinn hagræddi sér ánægjulega við hlið henni „Vitið þér,“ sagði hann og beitti sömu formúlu og mælskumenn skemmtigarða hef ja mál sitt með, „að þér eruð sú lang laglegasta stúlka sem ég hef séð í lang- an tima? Eg gaf yður auga í gær. Ekki hefur yður þó grunað, að brúnaljós yðar hefðu sett einn af laginu, eða hvað — blómið mitt?“ „Hver svo sem þér eruð, sagði stúlkan með ískaldri rtWdu, „þá verðið þér að muna, að ég er dama. Eg skal afsaka þessa síðustu' setningu yðar, því að mistök yðar voru, eflaúst, ekki óeðlileg — í yðar hópi. EÍg bauð yður að setj- ast; ef boð mitt gerir mig að blóminu yðar, þá lítið á það sem afturkallað." ~ „Eg bið yður einlæglega af- sökunar," sagði ungi maður- inn í bænarrómi. 1 stað á- nægju var nú komin iðrun og auðmýkt í svip hans: „Mín er \n MEÐAN BILLINN BIÐUR sökin, þér vitið —- ég á við, það eru stúlkur í görðum, þér vitið — það er að segja, auð- vitað vitið bér þáð ekki, en __U -f : „Takið upp annað tái, um- f ram alla muni. Auðvitað veit ég það. Nú, segið þér mér eitthvað um þetta fólk, sem er á sifelldu iði hér fram- hjá, hvert í sína áttina, eftir þessum stígum. Hvert er það að fara? Hvers vegna liggur því svona mikið á? Er það hamingjusamt ?“ Ungi maðurinnhaf ðiaihdir- eins lagt niður alla ástleitni. Hann sá áð bezt var að bíða færis; ekki gat hann rennt grun í, hvaða hlutverk honum var ætlað að leika. „Víst er fróðlegt að;horfa á það,“ svaraði hann og vildi sýna, að hann skildi skiþ-1 lyndi hennar. „Það er hið dá- samlega drama mamilífsins. Sumir eru að fara að borða kvöldverð og aðrir ■— hm — eitthvað annað. Manni þætti gaman að vita sögur þeirra.“ „Ekki mér,“ sagði stúlkan; „ég er ekki svo forvitin. Eg kem hingað og sit hér, af því að hér, aðeins, get ég verið nálægt hinu mikla, sameig- inlega hjarta mannkynsins Mitt hlutverk í þjóðfélaginu er þar, sem hjartaslög þess heyrast aldrei. Getið þér gert yður í hugarlund, af hverju ég talaði við yður, hr. —“ „Parkenstacker,“ skaut ungi maðurinn fram í. Svo leit hann vonaraugum á hana. „Nei,“ sagði stúlkan og bandaði til hans mjóum fingri og brosti ívið. „Þór munduð strax þekkja'það. Það er ekki til neins að reyha að haldá nafni sínu frá blöðunum. Jafn vel ekki myndinni af mahni. Þessi slæða og þessi hattur þernu minnar er dulbúningur minn. Þér hefðuð átt að sjá hvernig bílstjórinn minn starði á hann, þegar hann hélt, að ég sæi ekki til. I hreinskilni sagt, það eru fimm eða sex nöfn, sem teljast til hins allra helgasta, og tilvilj- unin hefur hagað því svo tií, að ég fæddist með eitt þeirra. Eg talaði við.yður, hr. Stack- enpot —“ „Parkénstacker,“ leiðrétti ungi maðurinn hógværlega. ,,— hr. Parkenstacker, af því að mig langaði til að tala í eitt skipti við venjulegan mann — mann, sem væri ó- spilltur af hinum innantóma ljóma ríkidæmis og ímynduð- um stéttaryfirburðum. Ó! þér vitið ekki, hve leið ég er orðin á því öllu — peningar, peningar, peningar! Og á karlmönnunum, sem um- kringja mig og dansa allir eins og leikbrúður, sem sniðn- ar eru úr sama tízkublaðinU), Eg er leið á skemmtanalífi, á gimsteinum, á ferðalögum, samkvæmum, á öllu óhófi hvaða nafni sem nefnist.“ „Eg hef alltaf gengið méð þá grillu,“ gerðist ungi mað- urinn svo djarfur að segja, hikandi þó, „að það sé býsna gott að eiga peninga.“ „Góð efni eru æskileg, en þegar maður hefur svo marg- ar milljónir, að —“ Hún lauk við setninguna með því að banda hendinni frá sér í ör- væntingu. „Það er tilbreyt- ingarleysið,“ hélt hún áfram, sem kligjar. Ökuferðir, mið- dagar, leikhús, dansleikir, kvöldverðar, og yfirborðs- gyllingin á öllu saman Stundum er gjálfrið í ísnum í kampavínsglasinu mínu nærri því nóg til að gera mig vitlausa." S Hr. Parkenstacker sýndi nú barnslegan áhuga. „Eg hef alltaf haft gaman af,“ sagði hann, „að lesa og heyra um háttu ríks og heldra fólks. Eg býst við, að ég sé hálfgerður snobb. En ég vil fá upplýsingar mínar ná- kvæmar. Nú hafði ég myndað mér þá skoðun, að kampavín væri kælt í flöskunni en ekki með því að setja ísmola í glas- ið.“ Stúlkan hló dátt og var inni- lega skemmt. „Þér ættuð að vita,“ sagði hún til skýringar, með um- burðarlyndishreim, „að við í ó-nytsömu stéttinni leitum skemmtunar með því að breyta til frá því, sem venju- legt er. Sem stendur er það tízka að setja ís í kampavjn. Hugmyndin er upprunnin hjá tataraprinsi, sem hér var á ferð, en hann fékk hana í mið dagsveizlu í Waldorf-hótelinu. Hún mun bráðlega verða að víkja fyrir nýjum duttlung- um. Alveg eins og í einum miðdeginum í Madison Av- enue í síðustu viku, að þá var grænn hanzki lagður við disk sérhvers gests, sem síðan skyldi setja upp, meðan þeir borðuðu olívur.“ „Eg skil,“ sagði ungi mað- urinn auðmjúkur. „Þessar sérstöku skemmtanir innsta hrings þjóðfélagsins verða ekki fávísri alþýðu kunnar.“ „Stundum,“ hélt stúlkan á- fram um leið og hún kinkaði hátíðlega lítið eitt kolli, er hann gekkst svo við villu sinni, „hefur mér fundist, að ætti ég nokkru sinni eftir að elska mann, þá yrði hann að vera af lágum stigum. Ein- hver sem vinnur, en er ekki landeyða. En, eflaust, munu bönd ættar og auðæfa reynast sterkari en tilhneiging mín. Rétt núna er ég umsetin af tveimur. Annar er stórher- • togi af þýzku furstadæmi. Eg held hann eigi, eða hafi átt, könu einhvers staðar, sem of- stopi hans og grimmd hefur gert brjálaða. Hinn er enskur markgreifi, svo kaldrifjaður og fégjarn, að ég kýs jafnvel fremur dj,öJujslfa£ Jiertogans. Hvað er það, sem knýr mig til þess -að segja yður þessa hluáí mr.'Pa»kénstacker?“ „Parkenstacker,“ sagði ungi maðurinn. „Þér getið ekki vitað, hversu mikils ég met trúnaðartraust yðar.“ Stúlkan virti hann fyrir sér með rólegu, ópersónulegu augnatilliti, sein átti við stéttarmismun þann, sem var á milli þeirra. „Hvert er yðar starf, hr. Parkenstacker?‘‘ spurði hún. „Mjög lítilm'ótleg starfs- grein. En ég vonast til að komast eitthvað áfram. Var yður í raun og veru al- vara, þegar þér sögðust geta elskað mann af lágum stig- um?“ „Víst var mér það. En ég sagði „kynni“. Svo eru það líka stórhertoginn og mark- greifinn, eins og þér vitið. Jú, ekkert starf gæti vérið of lítil fjörlegt fyrir manninn, ef hann væri eins og ég vildi, að hann væri.“ „Eg,“ sagði hr. Parkeii' stacker, „vinn á veitingahúsi Stúlkan fór öll hjá sér. „Ekki sem þjónn,“ sagði hún í hálfgerðum bænarróm „Vinnan er göfug, en persónu leg þjónusta, skiljið þér þjónar og —“ „Eg er ekki þjónn, ég er gjaldkeri í — “1 götunni beint á móti við listigarðinn blasti ljósaskilti, sem á stóð „Veit- ingahús“ — ég er gjaldkeri þessu veitingahúsi, sem þér sjáið þarna.“ Stúlkan leit á lítið skraut legt armbandsúr og stóð upp skyndilega. Hún stakk bók inni niður í skrautlega hand tösku, en bókin var svo stór að hún komst ekki í hana „Því eruð þér ekki að vinna?* spurði hún. „Eg er á næturvökunni,* sagði hann. „Það er enn klukkutími þangað til ég byrja. Má ég vonast eftir að sjá yður aftur?“ „Eg veit ekki. Kannski en það getur verið, að þessi duttlungur détti. ekki í mig aftur. Nú verð ég að flýta mér. Það er miðdegisverðar boð og stúka í leikhúsinu og, guð minn góður! Sama gamla hringiðan. Kannski þér hafið tekið eftir bíl við efra hornið á garðinum, þegar þér voruð á leiðinni. Hvítum bíl? „Með rauðu stýri?“ spurði ungi maðurinn og hnyklaði brýrnar hugsi. „Já, ég kem alltaf í honum. Pétur, bíður alltáf' eftir mér jarna. Hann heldur, að ég sé að verzla í búðinni hinumeg- in við götuna. Hugsið yður irælatök þessa lífs, þar sem við verðum að blekkja jafn- vel bílstjörana okkar. Góða nótt.“ \ ■ „En það er orðið dimmt,‘c sagði hr. Parkenstacker, „og garðurinn orðinn fullur af rustamennum. Má ég ekkr fylgja —“ Ef þér viljið taka jafnvel, hið minnsta tillit til óska minna,“ sagði stúlkan ákveð- in, „þá sitjið þér kyrr á þess- um bekk í 10 mínútur eftir að ég er farinn. Eg ætla ekki að ákæra yður, en þér vitið sjálf sagt, að á bílum heldra fólks er venjulega fangamark eig- andans, og góða nótt einu sinni enn.“ Hratt og t.ígulega gekk hún burt í hálfrökkrinu. Ungi mað urinn horfði á eftir henni, er hún kom á gangstéttina við lystigarðinn og hélt svo áfram upp að horninu og sneri áleið- is þangað, sem bíllinn stóð, Og þá fór hann á ódrengileg- an og óhikandi hátt að læðast meðal trjánna og runnanna í garðinum, í humátt á eftir henni og sleppti henni ekki úr sýn. Þegar hún kom að horninu,. leit hún við sem snöggvast á. bílinn og fór síðan fram hjá, honum og hélt áfram yf ir göt- una. I skjóli af leigubíl, sem stóð þarna, fylgdi ungi mað- urinn henni nákvæmlega með augunum. Hún fór eftir stræt- inu gagnvart lystigarðinum og fór inn í veitingahúsið með ljósaskiltinu. Staðurinn var mjög áberandi stofnun, öll framhliðin úr gleri og hvít- máluð, staður þar sem borða mátti á áberandi hátt billega.. Stúlkan gekk innar eftir veit- ingahúsinu, og hvarf inn í litla. kompu á bak við, en kom svo- aftur bráðlega og hafði þá. tekið af sér hattinn og slörið.. Borð gjaldkerans var fram- arlega í veitingahúsinu. Rauð hærð stúlka á háum stól fór úr sætinu og leit gaumgæfi- lega á klukkuna um leið. Grá- klædda stúlkan settist í henn- ar sæti. Ungi maðurinn stakk hönd- unum í vasa sína og gekk í hægðum sínum eftir gang- stéttinni. Á horninu rak hann fótinn í litla bók, sem lá þar», svo að hún ýttist út á brúnina.. Á skrautlegu bandinu sá. hann, að það var bókin sem. stúlkan hafði verið að lesa. Hann tók hana upp kæruleys- islega og sá, að tiltillinn var: „1001 nótt vorra daga,“ og: höfundurinn hét Stevenson. Hann sleppti henni aftur og; var um augnablik eins og á báðum áttum hvað hann ættl að gera. Svo steig hann upp í hvíta bílinn, hallaðist aftur E mjúka púðana og sagði tvö orð við bílstjórann: „I klúbb- inn, Henri.“ (Eftir Ó’Henry).

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.