Mánudagsblaðið - 27.01.1952, Síða 2
2
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
. Mánudagur 27. janúar 1951.
f-Asto'fia stærs
hótel i heimi
Waldorf-Astoria-hótelið,
sem nær yfir heila götublokk
í New York City, er að ten-
ingsmáli stærsta hótel í heimi.
Það er „borg innan borgar“,
eins og sagt er. Það er
líka margt í hótelinu, sem
ýmsar borgir gætu ekki sýnt.
Án þess að þurfa að fara út,
geta gestir gengið undir minni
háttar uppskurði, fengið sér
lóuegg og svínakjötssneið á
brauð, eytt 66 dollurum í eina
kampavínsflösku, keypt sér
alklæðnað og bláminkapels
fyrir 14 þúsund dollara; látið
draga úr sér tönn, ferðazt
með einkajárnbrautarlest,
borðað kvöldverð með 1999
manns, eða rekizt á fyrrver-
andi konung Bretaveldis, fyrr
verandi forseta Bandaríkj-
anna, sem enn er á lífi eða
Douglas MacArthur, en allir
þessir menn búa þar.
Eins og margra svipaðra
fyriftækja, skiptast viðskipti
Waldorf-Astoria í þrennt;
það selur fólki næturgreiða,
veitir og skemmtir New York
búum og gestum þeirra og
leigir sali síria þeim, sem þess
óska.
Á hverju meðalári leigir hót-
elið 2000 herbergi sín 150 þús.
gestum. I júní s.i. rituðu
11.295 amerískir gestir nöfn
sín í gestaskráá hótelsins, og
voru þeir frá öllum fylkjum
Bandaríkjanna, nema Wyom-
ing, og 930 komu þangað frá
50 löndum.
Mikill hluti þeirra 150 þús-
und árlegu gesta, sem hótelið
tekur á móti, kemur þangað
til þess að sækja fundi. Það
líður vart sá dagur, að lyft-
urnar og aðalgangar hótelsins
séu ekki þéttskipaðir vel
klæddum gestum, sem bera á
barmi sér merki með nafni
sínu, atvinnufyrirtækisihs og
fundarins, sem þeir eru að
sækja.
Waldorf-hótelið hefur geysi
tekjur af brúðkaupsveizlum,
móttökuhátíðum, fundum, há-
degisverðum, morgunverðum
og cocktailboðum. Aðalsalur-
inn hefur þegar verié leigður
fyrir hátíðahöld þau, sem
eiga að fara fram í tilefni af
200 ára afmæli Columbía-há-:
skólans 1954. Hjón ein hafa
fengið salinn frátekinn til
þess að halda upp á gullbrúð-
kaup sitt í febrúar 1957. Trú-
lofað par hefur ákveðið að
fresta brúðkaupi sínu, vegna
þess að íbúðin, sem þau ætla
að taka á leigu, er upptekin
þar til í marz.
Svo margir heimsfrægir
menn hafa búið í hótelinu, að
það gengur undir nafninu hin
óopinbera höll New York
borgar. Hvorki titillinn né
hlutverkið er nýtt. Síðan árið
1893 hafa stórmennin öslað
yfir hin mjúku teppi þess,
nema á árunum 1929 til 1931,
þegar hótelið flutti í núver-
andi heimkynni sín.
Staðgestir hótelsins mega
skjálfir skreyta íbúðir sínar,
Iáta'hótelið gera það eða not-
færa sér húsgögn hótelsins
sjálfs. Matartilbúningur er
ekki aðeins bannaður, heldur
ómögulegur. Á lista yfir þá,
sem nú búa í hótelinu, eru m.
a. Hoover, fyrrverandi Banda
ríkjaforseti, sem búið hefur
þar í 15 ár, MacArthur, hers-
höfðingi, hertogahjónin af
Windsor, sem búa þar þann
helming ársins, sem þau eru í
Bandaríkjunum. Wi'll Hay-
hjónin, Randolph Hearst, jr.,
og Cole Porter og kona hans:
Yfir dyrum á íbúð númer
42A er hið opinbera innsigli
Bandaríkjanna, en þar er eina
ameríska sendiráðið, sem er
til húsa í hóteli. I íbúðinni
búa Warren Austin, sendi-
herra, fulltrúi USA við Sam-
einuðu þjóðirnar og frú hans.
Ibúð MacArthurs, hershöfð-
ingja, númér 37A mundi kostá
hann 125 döHárá á dag, ef
hótelið krefði hánn venjulegr-
ar borgunar. Sú íbúð hefur
verið íbúð margra forseta:
Auriol Prakklands forseta;,
Alemán forseta Mexikó,
Weismanns Israplsforseta.
Hún var heimili Jiijíönu Hol-
landsdrottningar, þegar hún
var landflótta í USA, og her-
togafrúarinnar af Luxem-
burg, Iranskeisara, Michaels
Rúmeníukóngs, og sonur Ibn
Saud, Arabíukonungs, hefur
gist þar.
í þessu geysimikla hóteli og
skemmtistað þarf dugandi f or
stöðumann. Sá, sem nú veitir
því forstöðu, er ungur dug-
mikill maðui', sem heitir Phil-
ippe. Phillippe lærði verk sitt
í hinu stórkosflega Crfllon í
París. Philíippe er sérstæður
í sinni röð. Þótt hann sé sæl-
keri, er hann líka forstjóri,
einstakur sýningarmaður og
samkvæmiskunnátta hans er
frábær.
Þegar veizla ér í hans
höndum, géngur allt eíns og
í sögu. „Það er ekkért til, sem
heitir vellukkað party, án
þess að það sé undirbúið, Við
getum jafnvel fengið þjóninn
til þess að missa f ullan bakka
af glösum, ef deyfð kemur yf-
ir hópinn“. Philippe bendir á,
að hann haf i brennandi áhuga
á öllum smáatriðum, en það
lærði hann af hinum heims-
fræga Oskari á Waldorf-
Astoria, sem nú er látinn, en
titil hans erfði hann fyrir átta
árum.
Philippe er einn af viður-
kenndustu sérfræðingum á
góð vín. Á hverju ári fer hann
til Evrópu, til þess að draga
að í vínkjallara hótelsins. Það
er engin kúnst að kaupa góð
vín, eftir að verðið á þeim hef-
ur verið ákveðið. En Philippe
skoðar vínin, bragðar á þeim,
fylgist með veðurfregnum þar
til sumarið eftir. Ef hann
heldur, að vínið muni þrosk-
ast.vel, kaupir hann það, áður
en vitað er, hvernig það reyn-
ist og verðið hækkað. „Við
treystum á bragðvísi okkar
segir hann.
Réne Black, gamall vinur
Philippes, er yfirmaður í öll-
um fimm matsölum hótelsins.
Black er orðinn dálítið grá-
hærður, í útliti eins og sym-
foníuhljómsveitarstjóri, en
talar eins og háskólaprófess-
or. Aðalstarf Blacks er að
hafa umsjón með þrem millj-
ón réttum, sem seldir eru í
hótelinu árlega. Nokkrum
sinnum á viku safnar hann að
sér þjónum sínum og heldur
yfir þeim fyrirlestur og spyr
þá síðan út úr. „Hvernig býrð
þú til Fillet de Sole Winter-
hur?“ kann hann að spyrja.
„Hversvegna var þessi réttur
búinn til?“ „Handa hverj-
um.“ „Góður þjónn“, segir
hann, „verður að geta svarað.
Hann verður að vera tilbúinn
að svara gesti, sem spyr.“
„Kúlusveppir? hvað eru
þeir. Hvaðan koma þeir?“ eða
„Hvað er hljómsveitin að
spila?“
Waldorf-gestir geta gætt
sér á norskri rjúpnasteik
(stykkið kostar 12 dollara),
antélópum frá Wyoming,
buffalo-steik fráá Kanda.
Þrátt fyrir allar hinar mörgu
tegundir er Fillet Miggon-
steikin langvinsælust. Gestur-
inn fær átta og hálfa únsu af
kjöti og nokkrar kartöflur og
reikning fyrir $ 5.75. Ódýr-
asti rétturinn kostar $4.50, en
kaffisopinn 45 sent.
Hvernig viljið þér fá hænsna
steikina yðar gerða? í Wal-
dorf eru hænsni matreidd á
71 mismunandi hátt og eggin
á 93 mismunandi háttu. Eld-
húsin eru samblanda af öllum
endhúsum heimsins..Nær því
hver réttur ér matreiddur þar,
ef pöntun er gerð í tíma.
Undraverk þetta er gert af
200 kokkum, sem hver er sér-
fróður um einhvern rétt.
Herbergisþjónustu er stjórn-
að frá eldhúsi á 18. hæð.
Stundum kemur það fyrir, að
1000 gestir heimta morgun-
verð innan sama klukkutím-
ans.
Símaskiptiborð hótelsins
gæti fullnægt borg á stærð
við Miami Beach á Florida.
Það þarf 155 símastúlkur til
þess að starfrækja það. Á
fundi þar nýlega vildu 450
gestir láta vekja sig á mínút-
unni klukkan hálf átta. Það
er regla, ef gestur er syf juleg-
ur, þegar hringt er, verður
stúlkan að hringja aftur á
hann.
Þegar MacArthur kom
þangað fyrst, var svo mikið
að gera, að eirin símamaður
gerði ekki annað en taka við
skilaboðum. Verstu lætin
voru, þegar Windsor-hjónin
komu þangað eftir brúðkaup
sitt. Þá var ösin svo mikil, að
setja varð sérstakt skiptiborð
í herbergi þeirra.
Lögregludeild Waldorf-
hótelsins — yfirmaður, að-
stoðarmaður hans og tíu lög-
reglumenn, einn gangavörður
og skrifari gætu sinnt lög-
reglumálum í smábæ. I orða-
bók Waldorf-hótelsins eru
þeir kallaðir „varðmenn".
Joseph Geary, sem nú er yfir-
maður, byrjaði þar fyrir 20
árrnn sem undirmaður. Þá
varð hann að klæðast „diplo-
mat-fötum“, en nú klæðast
þeir allir borgarafötum.
Árið 1946 spurði stjórnar-
ráðið bandaríska, hvort hót-
elið gæti útvegað samastað
fyrir sexvikna fund utanrík-
isráðherranna. Eitt hundrað
svefnherbergi voru tekin og
þeim breytt í skrifstofur, 75
voru höfð fyrir dagstofur
og tíu íbúðir handa þeim, sem
hótelið kallaði „aðalmenn-
ina.“ Skiptiborð var fengið
þeim til afnota ög sérstök
lyfta gekk einungis á milli
skrifstofanna og vinnuher-
bergja. Rússarnir koriui og
kváðu sig ánægða, en fluttu
út í stóra villu, sem þeir eiga
á Long Island og bjuggu þar.
Uppskeruhátíðisdaginn hélt
hótelið hinn venjulega kalk-
uns og pumkin-pie kvöldverð
og bæði Molotöv og Vishinsky
voru mjög hrifnir af, að
Bandaríkjamenn héldu einn
dag hátíðlegan vegna upp-
skeni ársins. Það var í íbúð 37
A, sem hinir „stóru fjórir“
samþykktu samninga um
Italíu, Rúmeníu, Búlgaríu,
Ungverjaland og Finnland.
Fyrir um það bil tveim ár-
um kom Wu, hershöfðingi, og
samferðamenn hanS, komm-
únistarnir, sem áttu að mæta
hjá S.Þ. og gistu þeir í Wal-
dorf-hótelinu.
Ilótelþjónarnir, sem báru
ferðatöskur þeirra, fengu
greiðslu í bandarískum silfur-
dollurum, sem slegnir voín
1880. Það var stuttu .eftir
komu hershöfðingjans," að ö-
friðurinn í Kóreu hófst, og
hatrið í New York á
óvinunum fór svo í vöxt, að
þrír leynilögreglumenn voru
settir til þess að vernda Kín-
verjana. Morgun einn hringdi
maður: „Eg er á leiðinni til
ykkar, til þess að rífa niður
helvítis kommúnistaflaggið“.
Aðstöðarmaður hótelsins
skýrði honum rólega frá þvi,
að flaggið væri norskt og
flaggað væri til heiðurs þeim
Ölafi ríkisarfa og Mörtu
prinssessu.
Flaggherbergi hótelsins
hefur í sínum vörzlum 400
fána frá 60 þjóðum og eiri-
kennisfána varaforseta
Bandaríkjanna. Hótelið hefur
þrjú flaggstæði, sem eru mik-
ilsverð, þar sem flaggað; er til
heiðurs útlendifm . gestum,
eftir stöðu þeirra og þýðirigú.
Ræðismannsskrif stofa Pak-
istan var hrifin, þegar hótelið
flaggaði með fána þeirra í til-
efni af þjóðhátíðardégi.þeirra
14. ágúst, og reit hótelinu
þakkarbréf þess efnis, Ghaim
Weismann bjó í hótelinu, þeg-
ar hann var kosinn fyrsti for-
seti Israels. Hótelið náði sér
í flagg þjóðar hans og.sá um
lögreglumenn á mótorhjólum,
sem fylgdu hinum nýja for-
seta.
Conrad Hilton, hótelkonung
ur Bandaríkjanna, keypti
Waldorf-Astoria 1949. „Það
þurfti lcjark til þess,“ segir
hann. „Waldorf hefur alltaf
verið miðdepill menriirigkr og
samkvæmis, en fjármálasága
þess hefur alltaf verið'hræði-
lep-.“ r: — uií:
Hann hyggur ekki- é að
breyta Waldorf. Á skriifStöfu-
borði hans er mynd áf Wal-
dorf-Astoria hótelinu, eri á
hana hefur hann ritað. ,,Það
stórkostlegasta af þéini; öll-
öllum.“
(Þýtt og stytt 'úr :
Reader’s Digést).
s----------------------------------------—,'K
Höfum opnað afgreiðslu
á Freyjugötu 1. Sími 2902
Ný amerísk tækni notrið við hreinsunina.
Gerum upplitaða poplin- og bómullarrykfrakka
(Cotton-gabertine) sem nýja.
Öll vinna framkvæmd af erlendum fagmanni.
Hf'ialnr!
ElMlaagSa liNDIN h.f.
Skúlagötu 51 — Sími 81825
Hafnarstræti 18 — Sími 2063
Freyjugata 1 — Sími 2902
--------------------- ----— i--------------'