Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 1

Morgunblaðið - 15.01.2005, Side 1
2005  LAUGARDAGUR 15. JANÚAR BLAÐ D B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A GUÐJÓN ÁRNASON SPÁIR Í SPILIN FYRIR HM Í TÚNIS / D2, D3 TÉKKAR, fyrstu mótherjar Íslendinga í heims- meistarakeppninni í handknattleik í Túnis þann 23. janúar, töpuðu naumlega fyrir Svíum í Malmö, 32:30, í gærkvöld. Leikurinn var í fyrstu umferð alþjóðlega mótsins sem Svíar og Danir halda sameiginlega. Í hinum leiknum rótburst- uðu Danir lélegt lið Brasilíumanna, 41:15. Þar skoraði Michael Knudsen 11 mörk fyrir Dani. Svíar þurftu að hafa sig alla við gegn frísku liði Tékka, sem lék vörnina framarlega, en voru þó með undirtökin allan tímann. Þetta var ní- undi sigurleikur sænska landsliðsins í röð undir stjórn Ingemars Linélls en hann tók við þjálfun þess síðasta sumar, af Bengt Johansson. Thom- as Svensson átti stórleik í sænska markinu og það var fyrst og fremst frammistaða hans sem hélt Tékkum í skefjum. Ljubomir Vranjes lék á ný með Svíum og spilaði einnig mjög vel. Naumt tap hjá Tékkum í Malmö Frakkar, sem hafa fengið þáJackson Richardson og Guéric Kérvadec í sitt lið á ný, voru yfir nánast frá byrju en íslenska liðinu tókst þó að jafna, bæði 3:3 og 7:7. Eftir það dró í sundur með lið- unum, fyrst og fremst vegna margra brottvísana Íslendinga, sem voru reknir sjö sinnum af velli í fyrri hálfleik og fjórum sinnum framan af síðari hálfleik. Staðan í hálfleik var 16:12 og Frakkar komust fljótlega sjö mörkum yfir en íslenska liðið rétti sinn hlut á ný eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Þetta var ekki nógu gott, við vorum langt frá okkar besta. Okk- ar menn voru þreyttir, spiluðu flestir illa, fóru illa með góð færi og létu reka sig af velli hvað eftir annað á klaufalegan hátt. En ég sef rólegur yfir þessu, þetta er í lagi fyrst flestir voru á hælunum, og ég er sannfærður um að strákarnir verða á réttu róli þegar á reynir og eiga eftir að springa út. Franska liðið er geysilega öflugt, vann til dæmis Danina með tíu marka mun um daginn, og Frakkarnir ætla sér ekkert annað en heimsmeistaratit- ilinn í Túnis,“ sagði Viggó við Morgunblaðið í gærkvöld. Hann sagði að línumennirnir Ró- bert Gunnarsson og Vignir Svav- arsson hefðu staðið upp úr en Vignir lék allan leikinn í vörninni og skoraði sín mörk úr hraðaupp- hlaupum. Róbert skoraði 6 mörk og Vignir 5 en þeir voru marka- hæstir í íslenska liðinu. „Arnór Atlason átti líka góða innkomu í síðari hálfleiknum, í stöðu leik- stjórnanda. En varnarleikurinn okkar var ekki upp á það besta og markvarslan var léleg. Okkar markmenn vörðu tíu skot sem er helmingi of lítið,“ sagði Viggó Sig- urðsson. Morgunblaðið/Kristinn Vignir Svavarsson lék vel með íslenska landsliðinu gegn Frökkum í Ciudad Real í gærkvöld og skoraði fimm mörk. Hér skorar Vignir í leik gegn Frökkum, fyrir Hauka í Evrópuleik gegn Créteil. „Í lagi fyrst flestir voru á hælunum“ ÞRÁTT fyrir slakan leik, að mati Viggós Sigurðssonar landsliðsþjálf- ara í handknattleik, tapaði Ísland þó ekki nema með fjögurra marka mun, 30:26, fyrir firnasterku liði Frakka í fyrsta leiknum á al- þjóðlega mótinu sem hófst í Ciudad Real á Spáni í gær. Íslenska lið- ið leikur við Spánverja í dag og Egypta á morgun. Spánverjar sigr- uðu Egypta stórt, 33:21, í síðari leik gærkvöldsins. EINAR Hólmgeirsson, örv- henta skyttan frá Grosswall- stadt, kom ekkert við sögu með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það mætti Frökkum í Ciudad Real í gærkvöld. Óvíst er að hann verði með í hinum tveimur leikjunum á Spánarmótinu, gegn Spánverjum í dag og Egyptum á morgun. Einar meiddist á ökkla á æf- ingu áður en landsliðið hélt til Spánar. „Þetta eru ekki alvar- leg meiðsli og ættu að hverfa á nokkrum dögum. En við tök- um enga áhættu og það er því eins víst að við hvílum hann al- veg á mótinu,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið í gærkvöld. Einar meiddur á ökkla ALLA Gokorian, handknatt- leikskonan öfluga, er rifbeins- brotin og leikur ekki með Ís- lands- og bikarmeisturum ÍBV næstu vikurnar. Alla meiddist í leik gegn Val á dögunum, fékk þá þungt högg þegar Valskonur reyndu að stöðva hana, sam- kvæmt vef ÍBV. Hún missir lík- lega af næstu 4-5 leikjum Eyja- liðsins, sem er í öðru sæti 1. deildar, tveimur stigum á eftir Haukum en hefur leikið einum leik meira. Alla frá vegna rif- beinsbrots „ÉG er þakklátur og stoltur yfir því að forseti Real Madrid skuli hafa sýnt mér þann heiður að kaupa mig. Þetta er draumi lík- ast, ég er kominn til stærsta fé- lags í heimi, og ég er kominn hingað til að vinna hvern ein- asta leik og mun leggja mig 110 prósent fram,“ sagði danski knattspyrnumaðurinn Thomas Gravesen eftir að hann var formlega kynntur fyrir spænsk- um fjölmiðlum í gærkvöld. Real Madrid keypti hann af Everton fyrir um 300 milljónir króna. „Við höfum samið við besta knattspyrnumann Danmerkur og erum sannfærðir um að Thomas Gravesen er leikmað- urinn sem okkur vantaði, og að nú liggi leið okkar aðeins upp á við,“ sagði Florentino Perez, forseti Real Madrid. Sjá nánar um Gravesen í sér- blaðinu um ensku knattspyrn- una, á bls. E1. Draumi líkast hjá Gravesen Reuters Florentino Perez, forseti Real Madrid, afhendir Thomas Gravesen treyju númer 16 í gærkvöld. JAN-ERIK Aalbu, framkvæmda- stjóri norska knattspyrnufélagsins Stabæk, sagði við netútgáfu dag- blaðsins Budstikka í gærkvöld að félagið væri nálægt því að semja við Tryggva Guðmundsson á nýjan leik. „Við þekkjum Tryggva frá fyrri tíð og það væri fínt að fá hann, frekar en að taka áhættu á öðrum leikmönnum sem við vitum ekki eins mikið um,“ sagði Aalbu. Morg- unblaðið náði tali af Tryggva í gær- kvöld. Hann sagði að hann hefði ekki átt formlegar viðræður við stjórn Stabæk en ætti von á tilboði frá félaginu um helgina. „Það væri gaman að taka þátt í að rífa Stabæk aftur upp í úrvalsdeildina, ég er með Stabæk-hjarta og það var leið- inlegt að sjá liðið falla í haust.“ Vongóðir um Tryggva KARLALIÐ FH í handknattleik hefur tapað tveimur leikjum í æf- ingaferð sinni til Frakklands . Fyrst töpuðu FH-ingar fyrir landsliði Katar, 24:26, en Katarbúar eru á leið á HM í Túnis. Síðan léku þeir við Pontault-Combault, efsta liðið í frönsku 2. deildinni, og biðu aftur lægri hlut, nú 26:30. FH leikur í 1. deild þegar Íslandsmótið hefst aft- ur í febrúar en liðið náði ekki að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni. Tvö töp FH í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.