Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 12. janúar 1953 MÁN U D AGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bógason. Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð 2 kr. í lausasölu. j; Afgreiðsla: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 3975. 'Prentsrni'ðja Þjóðviljans h.f. HEILBRIGÐISMÁL Breytinpr á kjördæmaskspuninni KrabbameinsfélagiÖ Það er deilt um allt milli himins og jarðar. Jafnvel er deilt um það, hvort krabba- meinsfélagið hér eigi tilveru- rétt eður eigi, í því f ormi, sem það er rekið og starfrækt. Eg er einn þeirra, sem er hlynnt- ur félagsskap þessum, en játa hinsvegar það, að mér er eigi algjörlega ljóst, hvert hið raunveurlega takmark þessa félagsskapar sé.-Það er góðra gjalda vert vissulega, að upp- lýsa fólkið um hina oft og tíð- um leyndu stigu krabbamein- anna, sé það gert af fæærum mönnum, gætilega og rétt. Hitt er vitanlega jafn fráleitt, að gala „úlfur, úlfur“ í tíma og ótíma, og gera þarmeð lýð- inn hræddan og skelfdan að á- stæðulausu, jafnvel eins og fyrir kom í fyrra eitt sinn, þegar fullyrt var að ræsking- ar væru eitt fyrsta krabba- meinseinkenni við kok eða barkakrabba. Hinsvegar, og það er önnur hlið málsins, legg ég hina mestu áherzlu á, að félag þetta, beiti sér fyrir því af alefli, að safna fé fyr- ir krabbameinssjúklinga, sem ekki eiga þess kost að fá hér heima örugga lækningu. Við eigum hér vafalaust færa skurðlækna. Höfum við tæki, tækni og sjúkrahús, er geri stóraðgerðir réttlætan- legarlegar, segjum mestu ipagaskurði, lúngnaupp- skurði, o. s. frv. ? Hvað skeð- ur, svo dæmi séu tekin, ef að- alskurðlæknir hér yrði veikur undir miðri operation? Hver gæti tekið við ? Aðstoðarlækn- ir, sem máske með sóma getur aðstoðað, en ekki gert aðgerð- ina? Hafa okkar ágætu læknar þá tækni, sem snillingar hinna erlendu þjóða hafa, læknar er daglega æfa sig við vanda- sömustu aðgerðir, sem máske ennfremur þeiga þess kost að æfa leikni sína á tilraunadýr- um? Kemur þá að þvi sem er mergurinn málsins: Gæti ekki Krabbameinsfélagið unnið glæsilegt velgerðarverk, ein- mitt með því að safna fé til hjálpar krabbameinssjúkling- um, sem mjmdu fá hér heima vafasama lækningu alvarlegra meina,? hjálpað þeim til er- lendra sjúkrahúsa, þar sem beztu lækningu væri að fá? Kleppur Einkennileg styrjöld hefur verið háð hér undanfarið, máske undanfarin ár, á milli Helga Tómassonar yfirlæknis á Kleppi, og flestra collega hans í geðsjúkdómum hér í bæ. Sem kunnugt er, trúðu fornmenn því, að í vitlausa menn ,hefðu hlaupið illir and- ar, og var lækningin í fyllsta samræmi við þá skoðun, og þá helzt fyrirbænir, sálmasöngur og særingar. Til skamms tíma má full- yrða að litlar framfarir hafi orðið á þessu sviði læknisfræð innar, að undanteknu því að notað hefur verið ríkulega allskonar mixtúrusull, bland- að deyfilyf jum. Fyrir nokrum árum síðan hef jast mikil við- brögð gegn þessum alvarlegu og óviðráðanlegu sjúkdómum, hin svonefndu „schuk“, ýmist framkölluð með lyfjum eða rafmagni. Um það þarf ekki að deila, að sé rétt á þessum ráðum haldið, gefa þau oft góða raun, máske ekki sízt fyrir aukna starfsemi hinna svonefndu nýrnahetta, sem taldar eru þrungnar hormon- um og lækningamætti, máske einnig fyrir bein áhrif á heil- ann og frumur hans. Vel má vera að bæði hér og erlendis, sé aðgerðum þessum beitt í tíma og ótíma, og vel má vera að stundum hljótist eitthvert t jón af þessu, sérstaklega eins og hér á sér stað, að geðveiki- læknar neyðast til, jafnvel í fangahúsinu að „schokkera“ sjúklingana. En hvað um það. Það er ábyggileg reynsla bæði hér og erlendis, að mýmörg um sjúklingum batnar varan- lega við aðgerðir þessar, og af engu öðru. Collegar Helga Tómassonar bera honum á brýn, að hans viðhorf séu jafn vel trúarlegs eðlis gagnvart hinum geðsjúku, hafi sjúkling ur átt slæma fortíð, að þá frá siðferðilegu sjónarmiði, megi hann ekki fá bata, og skal ekki um þetta deilt. Aðalat- riðið er það, að eini geðveikra spítalinn á landinu fordæmir algjörlega hinar „moderne“ iækningar á þessu sviði. Það ganga reyfarar um bæinn, að sjúklingum sé stolið af Kleppi í fjarveru yfirlæknisins, og hafi margir fengið góðan bata við hinar nýju aðferðir. Hér skal enginn dómur lagður á Framh. á 7. suðoi Kjördæmaskipunin hér á landi hefur hvað eftir annað sætt harðri gagnrýni og ekki að á- stæðulausu. Hún er í mörgum greinum fádæma ranglát og ó- lýðræðisleg. Augu margra opnuð- ust fyrir þessu við kosningarnar árið 1931, þegar Framsóknarflokk urinn fékk hreinan meirihluta á þingi, þótt hann fengi ekki nema þriðjung atkvæða. Síðan hefur kjördæmaskipuninni verið breytt tvívegis. 1934 voru uppbótarsæt- in tekin upp, og 1942 var komið á hlutfallskosningu í tvímennings- kjördæmunum. Hvorttveggja var þetta til nokkurra bóta, en þó ekki nema hálfkák. Enn í dag er kosningafyrirkomulagið hér á landi stórgallað og ranglátt. Kjós- endur í einu kjördæmi geta haft margfallt meiri áhrif á þjóðmál- in en í öðru. Þannig á Seyðis- fjörður með rúmlega 400 kjós- endur nú tvo fulltrúa á þingi og gæti vel fengið þrjá, en Reykjavík með 35.000 kjósendur á 11 full- trúa (8 kjördæmakosna og 3 upp- bótamenn). Á Seyðisfirði kemur einn þingmaður á rúmlega 200 kjósendur, í Reykjavík einn þing- maður á.nær því 3200 kjósendur. Með öðrum orðum: hver Seyð- firðingur hefur um það bil 16 sinnum meiri áhrif á þjóðmálin en hver Reykvíkingur. Seyðis- fjörður er að komast í svipaðan flokk og Old Sarum og aðrar af hinum ensku rotten boroughs um 1800. Og reyndar eru fleiri kjör- dæmi litlu betri en Seyðisfjörður. Þannig á Dalasýsla með rúmlega 700 kjósendur nú tvo þingfulltrúa. Hinsvegar á Akureyri með hálft fimmta þúsund kjósenda aðeins tvo fulltrúa og vel getur farið svo að hún fái aðeins einn. Vest- mannaeyjar með rúml. 2100 kjós- endur eiga nú aðeins einn full- trúa. Gullbringu- og Kjósarsýsla með hálft sjötta þúsund kjósenda á að vísu þrjá fulltrúa á þingi nú, en gæti hæglega fengið aðeins einn. Gullbringu- og Kjósarsýsla og Seyðisfjörður kjósa hvort um sig einn aðalfulltrúa á þing, þó að kjósendur séu 13 sinnum fleiri í hinu fyrrnefnda kjördæmi. Það er auðsætt af þessum dæm- um, að mikilla umbóta er þörf á kjördæmaskipuninni, það eru ekki aðrir en starblindir ofstæk- ismenn, sem geta neitað því. Hitt greinir menn á um hvernig breyt- ingarnar skuli vera. Framsóknarflokkurinn hefur löngum haldið því fram, að skipta ætti landinu í eintóm einmenn- ingskjördæmi. Fram til þessa hafa hinir flokkarnir verið þessu andvígis, þar til nú, að Sjálf- stæðisflokkurinn virðist ætla að venda sínu kvæði í kross og ganga inn á sömu línu. Þessi sinnaskipti Sjálfstæðisflokksins eru svo sem 'ósköp skiljanleg. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn heldur svipuðu fylgi með þjóðinni og nú er, mundi honum vera tryggður meirihluti á Alþingi um alla framtíð. Með öðrum orðum, hér mundi ríkja einræði Sjálfstæðisflokksins um nokkra næstu áratugi eða jafnvel aldir. Og hvað sem annars má um Sjálfstæðisflokkinn segja, mundi slík valdaaðstaða verða honum og hvaða flokki öðrum sem væri ofraun. Hann mundi fara sínu fram, án tillits til stjórnarand- stöðu eða gagnrýni og slík valda- aðstaða flokks kynni auðveldlega að enda í einskonar einræði, ef ekki í orði þá á borði. Það væri ósköp freistandi fyrir flokk með svo öruggan meirihluta á þingi að draga sína menn fram til valda og embætta á öllum sviðum, svo að hæfir menn úr stjórnarand- stöðu yrðu í praxís útilokaðir frá embættum. Allir sjá hver spilling myndi af þessu hljótast. Þeir, sem halda fram einmenningskjör- dæmum vitna iðulega í engil- saxnesku stórveldin, Bretland og Bandaríkin, þar sem allir þing- menn eru kosnir í einmennings- kjördæmum, en hlutfallskosning- ar eru óþekktar. Það er þó alger- lega villandi að bera þessi ríki saman við ísland. Bæði í Bret- landi og Bandaríkjunum ríkir í rauninni tveggja flokka kerfi, þar eru tveir voldugir flokkar, en aðr- ir flokkar eru smáir og áhrifalitl- ir. Þegar svo háttar til eru allar líkur á því, að flokkarnir skiptist á um völdin á nokkurra ára fresti. Þar er það líka að jafnaði svo, að sá flokkur, sem meirihluta fær á þingi, á einnig meirihluta meðal kjósenda. Skipting í ein- menningskjördæmi er eðlileg og lýðræðisleg í þeim löndum þar sem tveggja flokka kerfið ríkir. En í þeim ríkjum, þar sem all- margir sterkir flokkar eru, gegnir allt öðru máli. Þar getur þetta fyrirkomulag brotið hrapal- lega í bága við allt lýðræði. Hér á íslandi eru nú fjórir flokkar, og margt bendir til þess, að þeir geti á næstunni orðið sex eða fleiri. Ef sá háttur yrði tek- inn upp hér, að skipta landinu í eintóm einmenningskjördæmi, gæti hæglega farið svo, að flokk- ur fengi meirihluta á þingi, þótt hann hefði ekki nema 25—30% af kjósendum að baki sér. Þingið yrði þá hrein skrípamynd af þjóð- arviljanum. Vel gæti farið svo, að þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar væru í hatrammri andstöðu við þing og ríkisstjórn. Með sliku móti væri í rauninni allt lýðræði úr sögunni. Sumir eru að segja að með þessu móti myndum við fá sterka stjórn, og hin pólitísku hrossakaup myndu hverfa úr sög- unni. En getum við kallað það sterka stjórn, sem hefði yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar á móti sér, þótt hún hefði meiri- hluta á þingi vegna rangláts kosn ingafyrirkomulags? Eg held ein- mitt, að slík stjórn myndi finna sig veika og k.ynni einmitt þess- vegna að freistast til alls konar' örþrifaráða gegn andstæðingun- um. Eg er heldur ekki viss um, að þeir Sjálfstæðismenn, sem nú berjast fyrir einmenningskjör- dæmaskipulaginu, geri sér til hlítar ljósa þá möguleika, er þá mundi skapast. Kommúnistar hafa að undanförnu átt upp und- ir 20% atkvæða meðal íslenzkra kjósenda. Ef hér yrði kosið í ein- tómum einmenningskjördæmum og flokkarnir yrðu fimm eða sex eða fleiri, gæti svo farið, að kommúnistar fengju meirihluta á þingi með því að auka atkvæða- magn sitt lítið eitt. Þeir gætu hæglega náð meirihluta með því að auka fylgi sitt upp í 25% eða svo. Með aðeins fjórðung þjóðar- innar að baki sér gætu þeir hagað stjórnarstarfseminni eins og þeim sýndist, bæði í innanríkis- og ut- anríkismálum. Þeir gætu boðið hingað heim rússnesku setuliði, ef þeim svo sýndist, og þar fram eftir götunum. Þetta er einn möguleikinn, ef kjördæmaskipu- laginu yrði breytt í þá átt, sem Sjálfstæðismenn nú vilja. Kjördæmaskipunin, sem nú ríkir er stórlega ranglát, en ég held, að það væri að fara úr öskunni í eldinn að taka hér upp eintóm einmenningskjördæmi. Enda hygg ég litlar horfúr á því að þetta verði samþykkt, eins og nú standa sakir. Kommúnistar og Alþýðuflokksmenn verða breyt- ingunni ábyggilega mótfallnir. Framsók er kannske í klípu. Framsóknarmenn hafa nú um langa tíð, lofsungið einmennings- kjördæmaskipulagið svo mjög, að það er ekki auðvelt fyrir þá, að fara allt í einu að berjast gegn því. En ef þeir fallast á tillögur Sjálfstæðisflokksins nú, mundi það þýða það, að Framsóknar- flokkurinn yrði áhrifalaus um langa framtíð. Það verður gam- an að sjá hvernig Framsóknár- menn snúa sig út úr þessu dilemma. Eg held, að skynsamlegustu til- lögur um breytingar á kjördæma- skipulaginu, hafi verið þær sem uppi vöru hjá Sjálfstæðismönnum 1931. Sennilega hefur. Jón Þpr- láksson átt mikið í þeim tillögum. Eg man ekki efni þessara tillagna í öllum smáatriðum, en aðalatriði þeirra var það, að landinu skyldi skipt í 5—6 kjördæmi og kosið yrði í þessum kjördæmum með hlutfallskosningu. Með þessu móti hlyti flokkaskiptingin á Al- þingi að vera nokkurnveginn rétt mynd af þjóðarviljanum, og uppbótarsætin mætti fella niður. Eg hygg, að réttast væri að skipta landinu í sex kjördæmi og kjósa með hlutfallskosningu. 1. Kjördæmi: REYKJAVÍK. Kjördæmið hefur nú um 35.000 kjósendur og ætti að fá 15 þing- menn. 2. Kjördæmi: SUÐVESTUR- LANÍ): (Gullbringu-Kjósarsýsla, Hafnarfjörður, Borgarfjarðar- sýsla, Mýrasýsla, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, Dalasýsla). Kjósendur eru nú um 14.000 og ætti kjördæmið að fá 6 þingmenn. 3. Kjördæmi: VESTPIRÐIR. (BárðaStrandársýsla, ' ísafjarðar- sýslur, ísafjarðarkáupstaður, Strandasýsla). Kjósendur eru rúmlega 6.000 og kjördæmið ætti að fá 3 þingmenn. ■fr* Framhald á 8. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.