Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 1
6. árgangur Mánudagur 12. janúar 1953 1. tölublað. ÍSLENZKUR Gerir ríkissfjérmn ráð fyrir ao sfofna ísienzkf varnarlið! Það benda allar líku rtil þess, að Islendingar verði hvað úr hverju herskildir. Það hefur löngum vakað fyrir ríkisstjórninni, að Iáta íslendinga sinna her- mennsku, enda ekki óeðlilegt, þar sem við höfum bund- izt samningum við hinar vestrænu þjóðir um að verja lýðfrelsi landanna gegn komniúnisma og öðrum of- beldisstefnum, sem kunna að skjóta upp kollinum. Raunverulegt er ekkert við því að segja þótt Islend- ingar stofni varnarlið. Það verður ekki hjá því komizt, að játa, að nú er svo komið, að heimurinn er raunar ekki annað en 2 herbúðir, sem fyrirvaralaust geta farið að stríða. Ekkert er eðlilegra en að einmitt við, sem stærum okkur af lýðfrelsi, leggjum okkar skerf til þess að veita ofbeldi viðnám. _______'JÍ-.TZ. Ef til styrjaldar kemur, verður ísland, engu síður en aðrar jjjóðir, fyrir barði seyrj- aldaraðgerða. Byssukúían og atomsprengjan spyrja ekki um þjóðerni né heldur um friðsama sögu lands og lýðs. Einungis hernaðarþýðing landsins verður tekin til greina. Blöðin hafa f jallað nokkuð um þann möguleika, að Island taki upp herþjónustu. Mót- mælin eru þau sömu upp aft- ur og aftur. ísland er frið- samt ríki og vill ekki vopna- deilur við neina þjóð, enda svo smátt, að þýðingarlaust væri að etja stórræði við aðrar þjóðir. Þetta er satt, svo langt sem það nær. Hinsvegar ber að gæta þess að sem liður í varnarkerfi þjóðanna gætum við vel orðið að gagni. I fyrsta lagi myndi stofnun íslenzks hers draga úr erlendri hersetu og þar með stuðla að lausn hins mikla vandamáls, sem skapazt hefur við dvöl bandaríska liðsins hér á landi. í öðru Iagi gæt- um \ið, með stofnun okkar eigin hers, fylgt kröfum okk- ar um algjöran brottflutnings hersins á friðartímum, miklu betur eftir og sýnt að okkar menn gætu annazt varnir landsins meðan hjálparher væri á leiðinni á vettvang. Engin ætlast til, að við verj- umst Iengi erlendu valdi, enda sýnilegt, að sá her sem hér er nú getur aldrei varið Iandið nema hann njóti stuðnings íiðsafla utan frá, enda mun vera gert ráð fyrir slíkri hjálp. Margir mótmæla stofmm hers á þeirri fórsendu, að við höfum aldrei barizt og séum ófærir til þess. Þetta er aula- skapur. I fyrsta lagi hafa Islending- ar alla þá eiginleika, sem nng- ir menn annarra þjóða hafa til að bera. íslenzka þjóðin hefnr barizt og með þeim hreyttu aðstæðum, sem skapazt hafa, þá getum við varið land vort, ef æfing er fyrir hendi. Hitt er svo allt annað mál, hvort við sendum menn til þess að stríða á erlendum vettvangi. Okkar or,það fyrst og fremst að vera viðbúnir ef íslenzk grund verður styrjaldarvöll- ur. Ráðherrar hafa nokkuð f jallað um her í áramótaræð- um sínum. Af ritum þeirra hafa menn ílregið ályktanir varðandi hermál. Hvað, sem um þessar ályktanir má seg ja, þá er það víst, að ef slíkt er ráðgert meðal leiðtoga þjóð- arinnar, þá á ÞJÓÐIN heimt- ingu á að fá að vita sannleik- ann, hver sem hann kann að vera. *i0 Bjarni Benedilttsson, sem að líkmdum verður ÍSLANDS FYRSTI SOLDÁTI, getur ekki öllum að óvörum neytt bragðs Karls unga í Svarf- dælu og herklæðzt en beðið okkur síðan að vinna með sér dagsverkið. Þjóðin í heild verður að hafa hönd í bagga og fylgjast með öllum slíkum fyrirætlunum. , Þessi undansláttur ráð- herablaðanna er næsta barna Iegnr og alveg ófyrirkallaður. ReykjavíkarfliigvöIIur lagður niður yfir liöfðum þeirra, sem búaj Daglega heyra Reykvíking- ar drunur flugvéla yfir borg sinni. Ýmist eru það íslenzkar vélar, sem eru að koma eða fara, ella herflugvélar frá Keflavík og víðar, sem eru á æfingum eða að „leika sér“ yfir höfðum bæjarbúa. En er ekki fyllilega komin tími, til þess, að bæjarbúar at- hugi sinn gang varðandi þessi flugför? Það er öllum kunn- ugt, að Reykjiavikurflugvöll- ur er illa staðsettur og jafnvel stórhættulegur lifi og limum bæjarbúa. Það kann að renna upp sá dagur, að farþega- flugvél fatist þegar hún er að lenda eða taka sig til flugs hér af vellinum. Þeim banda- risku kann lika að fatast á flugi- hér yfir Reykjavík. Hafa f orráðamenn bæjarins gert sér í hugarlund þær af- leiðingar sem yrðu ef einni af stærri flugvélum iysti niður í höfuðborgina? Gætti menn ímyndað sér það tjón, slys og mannlát, sem yrði ef f jögurra hreyfla vél hrapaði niður í Austurstræti ? Mörgum mun þykja hér sterkt til orða tekið — en þessi niöguleiki voffir alltaf í bænum. Við höfum mýmörg dæmi um það erlendis frá, að flugvélar hafi hrapað á borgir og deytt og limlest fjölda manns. Þetta getur komið fyrir hér og of“jeint er að sakast um eftir að ógæfan dynur yfir. Reykvíkingar eiga að kref j ast þess að flugvöllurinn verði lagður niður og notast við flugbrautir Keflavíkur- vallarins. I nágrenni bæjarins á í mesta lagi að vera lending- arstaður fyrir sjúkravél, sem flytur fársjúkt fólk til aðgerð- ar á spítala bæjarins, en Rvík- urvöllúr á að hverfa og byggð að koma í hans stað. Líkur benda til þess, að áður en langt um 'líður, verði greiðfær nítýzku vegur milli Reykjavíkur og Keflavíkur, og má þá fara þar á milli á hálftíma. Flugvélar eru ekki lengur nýung og menn líta vart upp þegar þær eru að fljúga yfir bæinn. En hinsvegar eru þær hávaðasamar og leiðigjarnar auk þess sem þær eru stór- hættulegar ef eitthvað ber út af. x. Er það satt, að Eysteinn og Bjarni hafi samið frið í brennivinsstriðlnu og vilji nýtt eða breytt áfengislagafrumvarp á þessu þingi? VertyitT i*§áðver$MtM afhent gmnlíi kmisuímtshúmð riS i Túugötu? ! Ríkrssíjórnin mun fíafa það fi! aíhugunar Hingað til lands er kominn þýzkur sendiherra. Er hann í svip húsnæðislaus og kemur því hingað undir fremur dapurlegum kringumstæðum. Heyrst hefur að íslenzka ríkið muni nú afhenda aftnr gamla þýzka konsu- latið, húsið við Túngötu. Ekki hefur þetta orðið opin- bert enn, en mun hafa við nokkur rök að styðjast. Ef ríkisstjórnin afhenti aftur húsið, mundi það mælast vel fyrir meðal allra sanngjarnra manna. Hér skal ekki rætt um lagalegan rétt í sambandi við þetta hús og heldur ekki siðferðilega hlið málsins, því það er vafa- laust margt, sem má segja um það, með og á móti. En það Væri vafalaust hyggilegt af okkur að sýna hinu nýja þýzka lýðveldi þann vináttuvott að afhenda nú þegar hinum húsnæðislausa sendiherra, bygginguna við Túngötu. Það er ekki að ef a að áour en langt um líður takast aftur náin tengsl milli íslendinga og Þjóðverja í efnaleg- um og andlegum málum. Okkur munar ekkert um að afhenda konsulatið aftur ef litið er á peningalegu hlið- ina, en okkur getur munað talsvert um það, ef slíkt er metið á vog góðvilja og sanngirni. Islendingar hljóta að leita til Þýzkalands um margt á næstu árum, ef friður helzt íslenzkir námsmenn leita nú þangað aftur. Viðskipti takast upp aftur í sifellt rík- ari mæli á mörgum sviðum. Vinveitt Þýzkaland er ís- lendingum mikill ávinningur. Auövitað má segja, að Þjóðverja muni líka lítið um eitt lítið hús og sumum þeirra finnist fátt um. En þó svo væri, tföfum við sjálfir gert það sem rétt er, og það er sagt, að þáð sem er gott og rétt feli í sér sín eigin laun.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.