Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 12.01.1953, Blaðsíða 8
OR EINUIANNAÐ Styrkið lamaða — Jóa Marteinsson og (lr. Gnðbrandur — Vasapelafyllirí — Rausn I>ana — Hermennska Dana — Lægri niillistéttir — Börnin og Stjörnubíó — Leikhúshornið — Helgi Sæm. og Varðberg. Eldspýtur þær, sem styrktarfélag lamaðra hefur látið gera, eru nú komnar á markaðinn. Þær eru sömu tegundar og venjulegar eldspýtur, en bera merki fé- lagsins. Eldspýtustokkurinn er 10 aurum dýrari en aðrar eldspýtur. Fólk ætti ekki að láta sér muna um 10 eyringinn í þessu tilfelli og biðja afgreiðslumenn í búðum, að láta sig fá einn stokk til styrktar góðu málefni. L. Tómas Guðmundsson, skáld, Sigurður Grímsson, rit- höfundur og Barði Guðmundsson, sátu ásamt fl. á Borginni skömmu fyrir siðaskipti og ræddu skáldskap. Meðal annars ræddu þeir skáld- skap Kiljans og komu þar ýmsar skoðanir í ljós. Bári flestir lof á Kiljan en aðrir löstuðu eins og hent getur þegar margir sitja saman. Barði var fremur fáorður en sagði þó að lokum: „Ekki skal ég ræða Kiljan, en hafið þið tekið eftir því hvað hann Jón Marteinsson í „Klukkunni" er fjandi líkur honum doktor Guðbrandi." ★ Fréttir frá ballstöðum bæjarins herma nú að aldrei hafi verið jafn mikið fyllirí og nú á dansleikjum. — Menn smygla áfengi inn á skemmti- staðina og blanda þá gosdrykkjum ella snara í sig gúlsopum á kömrum frammi. Þá er og sagt að stúlkur hafi nú tekið upp þann sið að hætta að bera litlar samkvæmistöskur þeg- ar þær sækja dansleiki en beri í þeirra stað heljar miklar ráptuðrur, sem jafnframt þjóna sem ágætis um- búðir um þriggja pela flöskur sem Áfengisverzlunin selur. Þetta mun, að dómi templara teljast „menn- ingardrykkja. ★ Sagt er að Tóbakseinkasalan sé sætt að flytja inn Raleigh sigarettur fyrst um sinn. Er þetta talinn einn liður í gagnráðstöfunum okkar vegna brezka bannsins. Tilfellið er að íslendingar ættu að hætta að keoipa allt sem brezkt er þar til málin skipast betur. ★ Það kostar 18 þúsund krónur danskar, að gera veggi Árnasafns eldtrausta. Dönsk yfirvöld hafa ekki ennþá fengizt til þess að verja þessari summu á safnið svo að verði eldur laus gæti svo farið að ekki yrði nema askan að deila um. Það er alveg misskilningur að ætla það, eins og sumir gera, að núverandi konungur Dana hyggist að koma hingað í heimsókn og gefa okkur handritin. ~k Banskur lektor ritar grein, sem Vísir þýddi og birti varðandi kröfur okkar til safnsins. Telur hann íslend- inga vera í slíkri fjárþröng að ætlunin sé að selja amerískum safnið um leið og við fáum það. Þvínæst telur hann að íslendingar hafi engan her og geti ekki varið safnið gegn erlendum ofbeldismönnum. Við getum fullvissað Dani um, að ekki verði safnið verr varið ef til átaka kemur en dönsk grund var varin, þegar Þjóð- verjar gerðu innrás í landið. Sex danskir soldátar féllu áður en allur herinn gafst upp. „Stóð ég mig ekki vel, piltar“, sagði Jón sterki. ★ Björn Bjarnason, magister, sat með kunningjum og ræddu um stéttir mannfélagsins. Varð honum einkar fjöltalað um svokallaða „Lower middle class“. Einuna viðstöddum varð á að spyrja Björn hvað hann eiginlega ætti við með „Lower middle class“. Björn leit við mannimmi og svaraði: „Jú, það er sko álíka fólk og maður getur búizt við að búi við Grettisgötu 64 og þar inn af.“ Framhald á 7. síðu. Kjördæmaskipunin Framhald af 4. síðu. 4. Kjörclæmi: NORÐURLAND. (Húnavatnssýslur, Skagafjarðar- sýsla, Siglufjörður, Eyjafjarðar- sýsla, Akureyri, Þingeyjarsýslur).' Kjósendur eru um 17.000 og kjör- dæmið ætti að fá 8 þingmenn. 5. Kjördæmi. AUSTURLAND. (Múlasýslur, Seyðisfjarðarkaup- staður, Austurskaftafellssýsla). Kjósendur eru um 6.000 og kjör- dæmið ætti að fá 3 þingmenn. 6. Kjördæmi. SUÐURLAND. Vestur-Skaftafellssýsla, Vest- mannaeyjar, Rangárvallasýsla og Árnessýsla). Kjósendur eru um 8.500 og kjördæmið ætti að fá 4 þingmenn. Ef veruleg röskun yrði á hlut- fallinu milli kjósendafjöldans í kjördæmunum væri auðvitað sjálfsagt að breyta þingmannatöl- unni í samræmi við það. Með pessu móti yrðu þingmenn 39, og ég held að það væri alveg nóg. Það verður að heimta vinnu af Dingmönnum, en á þingstarfið á ekki að líta sem bitling, eins og nú vill brenna við. Sumir kunna að segja að með þessu skipulagi væri smáflokkum sýnt ranglæti. Þeir ættu erfitt uppdráttar í hin um fámennari kjördæmum, ef uppbótarþingsætin hyrfu úr sög- unni. En það er engin ástæða til að vera að lyfta undir spekúlanta, sem eru að stofna nýja flokka sér til framdráttar og upphefðar. Kosningaskipun sú, sem við nú búum við er líka að nokkru sam in með þetta fyrir augum, þar sem það er gert skilyrði til þess að flokkur fái uppbótarsæti, að hann komi að minnsta kosti ein- um manni að í kjördæmi. I nýjum kosningalögum yrði sjálfsagt að Mánudaisblaðlð Vesöf mynd í Tjarnarbíó Tjarnarbíó sýnir um þessar mundir eitt aumasta og há- vaðasamasta dót, sem enn hef ur komið út úr Hollywood. Mynd þessi nefnist Samson og Delila og byggits á samnefnd- um persónum í Gamla testa- menntinu. De Mille hefur ann- azt leikstjórn og ekkert hefur verið til sparað. Mynd þessi er ákaflega skrautleg og glys- gjörn en jafnframt svo ótrú- leg og illa samin, að undrum sætir. Nú kann það að vera sök sér þótt samningsmenn handritsins víkji frá efni sög- unnar, enda algengt í kvik- myndum. En að láta frá sér fara svona úrgang má telja því hún hefur verið sýnd við aðsókn í langan tíma. hafa búsetuákvæði þ. e. a. s. þva5 ag vera við svona mynd frambjóðenöur yrðu að vera bú- settir í þeim kjördæmum, sem þeir bjóða sig fram í. Sú er venj- an í flestum þingræðislöndum, og er sjálfsagt að taka hana upp hér. Það er komið nóg af því, að póli- tíkusar úr Reykjavík sölsi undir sig kjördæmin úti á landi. Sem betur fer er líka vöknuð hreyfing meðáL kjósenda úti á landi um það, að heimta að þingmennirnir séu innanhéraðsmenn. Tilraunir Góð mynd í Haínarbíó Hafnarbíó sýnir nú ame- ríska mynd, sem nefnist Dul- arfulli kafbáturinn. Mynd þessi er mjög spennandi og ein af þessum fáu bandarísku eftirstríðsmyndum sem skýra atburði án þess, að hrósa af- reksverkum Bandaríkjanna um of, þó þeir beri að lokum sigur af hólmi. Myndin f jallar um kaf bát, sem í stað þess að gefast upp siglir til Suður- Ameríku og hefst þar við í leyni. Ekki er svo gott að gera sér ljóst hvað fyrir kaf- algjört virðingarleysi fyrir bátsmönnum vakir annað en meðalgreind kvikmyndasús- gesta. Victor Mature leikur Sam- son af miklum krafti en minni list og Hedy Lamarr minnir einna helzt á viðhald banda- rísks glæpamanns, eins og við sjáum það í kvikmyndum um slík efni. George Sanders leikur hinn mikla herkonung af snilld, en slíkum leikara samir vart að láta sjá sig í svona skraut- prjáli. En þótt við fáum ekki kom- ið auga á það, þá hlýtur eitt- Sjálfstæðismanna hér í Reykja- vík til þess að verða eftirmenn Eiríks Einarssonar í Árnessýslu, fóru algjörlega út um þúfur. Sjá.lf stæðismenn í Árnessýslu tóku ekki í mál að styðja utanhéraðs- mann. Og nýlega átti ég tal við Sjálfstæðismann úr Keflavík, sem að ná á vald sitt fræðimanni, sem þeir rændu úr bandarískri skemmtisnekkju. En kvikmyndin er mjög spennandi, jafnvel sennileg, og gefur áhorfandanum inn- sýn í líf kafbátsmanna. Leik- arar myndarinnar fara mjög vel með hlutverk sín og má þá sérstaklega nefna Kobert Douglas, sem leikur skipherra kafbátsins. Auk hans leika Marta Toren og MacDonald Carey, sem bæði leika hlut- verk sín af prýði. Bíógestir ættu að skoða þessa mynd. sagði að þegar Ólafur Thors hætti þingmennsku, mundu Sjálfstæðis menn úr Gullbringu- og Kjósar- sýslu heimta mann úr héraðinu, en afsegja með öllu að taka við Reykviking eða öðrum utanhér- aðsrhönnum. Þetta sýnist líka svo sjálfsagður hlutur, að ekki ætti að þurfa að deila um hann. Það er mikilla bóta þörf á því kosningaskipulagi, sem við búum við, en það bætir ekki úr að taka upp annað skipulag, sem er enn ranglátara og fjær því að gefa rétta mynd af þjóðarviljanum. Þetta mál verður að leysa án ’ nokkurs tillits til hagsmuna ein- stakra stjórnmálaflokka. Ajax. Hvað á að gera í kvöldl KVIKMYNDAHÚS: Gamia bíó: Saga Forsyteættar- innar. Kl. 9. Kærasta í hverri höfn. Kl. 5 og 7. Nýja bíó: Harður í horn að taka. Kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó: Samson og Delila. Kl. 6 og 9. Austurbæjarbíó: Loginn og örn- inn. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó: Dularfulli kafbátur- inn. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó: Fimm syngjandi sjó- menn. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið. Topaze. Kl. 20. Iðnó. Æfintýri á göngför. Kl. 8. Komið þið sæl og blessuð öll saman. Hér erum við mættir, betri helmingurinn, af kaffi- gestum Mánudagsblaðsins. Nú getið þið búizt við okkur um hverja helgi, en þá minn- umst við að á það skemmtilegasta eða alvarlegasta, sem skeð hefur yfir kaffibollunum á Hressingarskálanum, Borginni eða annarsstaðar, sem við kunnum að hittast yfir góðu kaffi. — Meðfæddri feimni má kenna um það að við kynnum okkur ekki, en eflaust verð- ur höfundur þessa þáttar búinn^ið nefna okkur eitthvað þegar þátturinn hefst í næstu viku. — 1 millitíðinni biðjum við að heilsa ykkur öllum.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.