Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Side 1

Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Side 1
Mánudamhfaðimi í ifan* Jón K«yk''íkillgur — Maður, líttu þér nær — Týndur scndihcrra — tJr einu í annað — Slagsmá! í Áfengisverzluniniu 01 UUagSDIðOIIIU Uðg. _ HellbrigðisyfirvöldUi og inflúensaa. — Bridgeþáttur — Skákþáttiur — Krossgáta — FramhaJdssagan o. m. a alla rir BlaSfy 6. árgaugur Mánudagur 2.' febrúar 1953 4. tölublað Fullvíst að inflúensan berst til Reykjavikur Gerir heilbrigðiseffirlifið skyldu sína! Mánudagsblaðið sneri sér til borgariæknis s.l. laug ardag og spiuðist fyrir um hvort ráðstafanir hefðu verið gerðar af hálfu heilbrigðisstjórnar Reykjavíkur varð- andi innflúensufaralinn, sem nú geysar á Kelfavíkur- flugvelli. Eorgarlæknir svaraði því til, að strax og rannsalcað hefði vérið af hvaða vírusstofni veikin væri, þá hefðu verið gerðar ráðstafanir til þess að fá vamarlyf, en um það hefði verið mjög erfitt. Þegar borgarlæknir var spurður hvort í ráði væri að loka skólum og samkomuhúsum kvað hann slíkt ekki hafa komið til mála enn sem komið væri, enda veikin ókomin til höfuðstaðarins að því er bezt væri vitað. Hann lét þess og getið, að ekki væri sá siður hafður að loka, fyrr en veikin væri komin og brögð að henni. Sagði hann og að ekki væri tímabært að skrifa um þessi mál að svo komnu. Nú er svo málum varið, að borgarlæknir veit sennilega bezt, hversu haga ber aðgerð- um, þegar farsóttir geysa eða líkindi standa til, að þær ber- ist til bæjarins. Oss finnst, frá sjónarmiði leikmanna, að afstaða borgáriæknis sé dá- lítið einkennileg. Ef bíða á eftir, að sóttin herji á Reykja vík, og þá fyrst, sennilega eftir að viss fjöldi manna hef- ur tekið hana, hef ja gagnráð- stafanir, sýnist oss, að verkið verði unnið fyrir gýg. Skólar og samkomuhús, kvikmynda- hús, bíó og danshús eru, að því er oss er sagt, verstu smit- bælin. Þess vegna hyggjum vér, að þeim eigi að loka, áður en brögð eru að veikinni, en ekki bíða þess, að hún leggist á bæjárbúa. Talsverð brögð, segja dag- blöðin, eru að því, að her- menn á Keflavíkurvelli hafi tekið veikina. Ekki verður séð, að hið opinbera hafi hlut azt til þess, að hermönnum yrði bægt frá höfuðstaðnum, meðan veikin er í algleymingi. Götur bæjarins og samkomu- hús eru jafn hlaðin hermönn- Framhald á 8. síðu. SLAGSMÁL I ÁFENGISVERZL- UNINNI Metar aSfarir Þeir slagsmálaatburðir munu mjög, enda nýverið alvarlega hafa gerzt í þeirri víðfræguj veikur og á sjúkrahúsi. Þeg- höndlun, að alkunnur heiðurs-| ar gleðskapur stóð sem hæst, maður var þar lemstraður til skipti það engum togum, að óbóta, af ruddamenni nokkru,; annar starfsmaður áfengis- FRETTIR FRA ÍSLANDI (Partur úr bréfí frá ís- lenzkum stúdenti í Danmörku). I. Forseti Islands sæmir einn merkan forstjóra í Reykjavík æðsta virðingar- merki Islands. Um sama leyti er fyrirtæki, sem hann er meðlimur og yfirstjóri í, imdir grun um svik í sambandi við reksturinn. Skömmu síðar er þetta fyrirtæki dæint í stórar sektir fyrir svik. II. Verkfall á Islandi. Stjórn in lýsir því yfir, að mesta verkfall á Islandi sé sér óvið- komandi. Dómsmálaráðuneyt- ið lokar brennivínssölunni til þess, að atvinnulausir verka- menn drekki ekki um of. III. Brennivínsstyrjöld hafin milli tveggja ráðherra. Til efni: flokkur annars ráðherr- ans fellir fnimvarp um endur- skoðun áfengismála á Islandi. Ráðstöfunin gerð vegna flokkshyggju. Hinn ráðherr- ann fyllist bræði og sneyðir af öllum veitingahúsum bæjar- ins vínveitingaleyfin. Fjár- lagafrumvarpið komið í óefni vegna brennivínsstyrjaldar. IV. Hefst vasapeláfyllerí í stórum stíl. Lögreglan í sí- felldum erjum við þá, sem sækja „þurra“ dansleiki. V. Blóðugir bardagar í dans húsiun. Tuttugu lögreglu menn kallaðir út til þess að ryðja danshús. Slagsmál og meiðsli á konum og körlum. Yfirlögregluforingi Reykja- víkur brýtur upp skáp, til þess að lcomast að táragasi, sem beita á á danshúsgesti. VI. Bindindismenn telja ó- ráðlegt, að héraðsbann verði fyrst sett á í Reykjavík. VII. Útlendingar skellihlæja að Islendingum. Stórmerkir atburðir gerast á EIli- heimilinu Hin inikla frétt, um heimsókn forseta vors til Elliheim- ilisins, ásamt ræðum þeirra, hr. forsetans og Gísla og föður hans, sr. Ástvaldar var, sem vænta mátti útvarpað til allra blaða höfuðstaðarins. Blessað gamla fólkið safnaðist saman í hinum mikla og veglega sal heimilisins, þar sem kassaaltari, með vígðum dúkum var í snarheitum uppkomið, og frá þeim stað haldnar viðkvæmar ræður, er snertu dýpstu tilfinn- ingar gamalmennanna, óg annarrá er á hlustuðu. Heimsókn forsetans bjarg- aði þvi, að nú hefur daglega s.l. mánuð veiið minnzt heim- ilis þessa eða forstjóra þess í öllum helztu blöðum landsins. Tekið skal fram til þess að forðast misskilning, að þakk- arávörp viðvíkjandi gjöfum í lyftusjóð heimilisins er hér meðreiknað, en ekki dánartil- kynningar, né þakkarkvak í sambandi við dauðsföll. Þá má geta þess, að von mun vera á hinni heimskunnu þýzku nuddkonu, Fraulein von Hakkenkreusen, sem með vélrænum kúnstum mun hafa gefið kost á því að nudda lífi í vanaða og máttlitla Islend- inga.. Mun þar jafnvel vera um sálræna hæfileika að ræða. Er þess að vænta að hið háa Alþingi styrki riflega slíkar tilraunir. Fregnir þær er berast nú í gegnum skrifstofu gamal- mennaheimilisins, um afrek prófessors, Hof, og Geheime- rats, _dr. med. Demparts, hins þýzka, eru á þá lund að lækna- stéttin hérlenda þi-áir ekkert heitara en að sjá hann í annað sinn. Óstaðfestar fregnir herma að honmn hafi þegar tekizt að lækna krabbamein allskonar með hveraleðju eða jafnvel hveravatni, auk þess, sem hann fyrstur manna mun hafa gert heimskunnar til- raunir til þess að lækna margs konar kvilla méð sprautiun, intramuskulert sem kallað er. Allar þessar gleðilegu frétt- ir hljóta að kitla eyru og augu alþingismanna vorra, og þá vonandi á þann hátt að þeir opni sína sjóði fyrir tilraunir hins þýzka meistara, og enn- fremur þeim mönmmi er af hreinu hjarta bera hag bless- aðra aumingjanna fyrir brjósti öðrum fremur. er þar starfar, og má búast við, að ríkissjóður fái þar drjúgan skell, ef rétt reynist. Uin nánari atvik er blaðinu ókunnugt, nema það, sem bæjarfregnir herma, en þær sagnir eni á þá lund, að á að- fangadag, hafi starfsmenn fyrirtækisins gert sér glaðan dag, encla hæg heimatökin. Á meðal gesta var lands- kunnur heiðursmaður, raunar starfsmaður fyrirtækisins. Maður þessi var veiklaður verzlunarinnar vatt sér úr gleðiherberginu og út á gang hússins, en þangað hafði gest- urinn leitað sér hvíldar og betra lofts. Skipti það engum togum, að dóninn, sem kom- inn var í ,,habit“, réðst þar á gestinn með pústrum og á- flogum, enda talinn ófullur vera knár og harðskeyttur. Endaði ofbeldisaðgerð þessi með því að menn þessir voru skildir og frekari óhæfu a.f- stýrt. Það er vitanlega ekki nýtt, að slagsmál verði á gleðifund- um Islendinga, hvað síðustu atburðir frá Iðnó sýna áþreif- anlega. Hitt er óvenjulegra, þegar opinberir starfsmenn ríkisins, og í hýbýlum hins opinbera, valda með ofstopa og áflogum stórfelldu heilsu- tjóni á saklausum mönnum, með þeim afleiðingum, að rík- ið eða stofnun þess verði fyrir stórfelldu fjárhagstjóni. Má búast við, að um tugþúsunda verði greiddar í sambandi við mál þetta. Er það satt, að Þjóðviljinn hafi grætt þúsundir á aug- lýsingastarfsemi Vfsis í sanibandi við snýkjuherferð kommúnista ?

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.