Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Qupperneq 2

Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 2. febrúar 1953 »/•0 t.t Þjóðleikhusið: Stefnumótið í Senlis Effir Jean Ánouilh - Leiksfjóri: Lárus Páisson Fimmtudag. Nei, það er ekki hægt að segja, að leikurinn í gærkveldi hafi verið neitt skemmtilegur. Stefnumótið eftir Jean Anou- ilh, sem nú er sýnt í Þjóðleik- húsinu er miklu meira sýning á hæfni höfundar að rita theater-stykki, heldur en á hugmyndaflugi hans og rit- hæfni. Að efni til er þetta blanda af harmleik og gamanleik, en, eins og oft vill verða um blöndur, er hér um að ræða fremur lélegan efnivið þar sem jafnvel algengustu situ- ationir eru ekki nema sæmi- lega unnar. Auk þess hefur maður það á tilfiningunni, að leikstjórinn, Lárus Pálsson, hafi ekki unnið af þeirri sam- vizkusemi, sem kref jast má af leikstjóra, og leikendur hafa ekki, að því bezt verður séð, fengið næga æfingu í . hlutverkum. Samkvæmt tilkynningum frá þjóðleikhússtjóra, er hér um að ræða heimsfrægan höf- und og eru það orð að sönnu. En það er bara einn galli á. Stefnumótið er ekki nálægt því að vera með beztu verkum hans. Það sem byggt er upp í fyrsta, öðrum og að miklu í 3. þætti, fer svo gjörsamlega í súginn í fjórða þætti, að maður eiginlega hálfsér eftir því, að hafa ekki farið út þeg- ar í lok 3. þáttar og látið í- myndunaraflið finna lausn á vandamáli Georges — ef þá ímyndunaraflið hefur nokk- urn áhuga á vandamáli hans. Þar sem þjóðleikhúss'tjóri og samstarfsmenn hans í leik- ritavalsnefnd hafa nú klifrað upp í þá hillu leikritasafnsins, sem merkt er frönsk leikrit, ættu þeir að velja leikritin eftir efni og gæðum en rasa ekki um ráð fram og velja „bara eitthvað" eftir frægan höfund. Þá bætir það ekki úr skák, að þýðing leikritsins virðist ekki nákvæm og orð- tök eru um hóf fram stirð — fara illa í munni. Þjóðleikhús- ið verður að útvega sér hæfa þýðendur, sem kunna að þýða fyrir hið talaða orð, en það er mikil list og erfið að þýða leik- rit ef vel á að fara. Því miður verður svo að benda á það, að leikstjórinn hefur slegið slöku við leik- stjórnina — skortir á köflum áþreifanlega hraða, sem alveg er bráðnauðsynlegur 1 fjör- legri atriðum þessa leikrits. Staðsetningar eru víðast mjög góðar, en þó skortir á í 3. og 4. þætti. Ljósin eru alltof sterk og gera maska leikar- anna mjög áberandi og þar af leiðandi óeðlilegan. Það er stór nauðsyn að betra sam- starf sé milli ljósameistara og leikstjóra, ekki einungis í þessu leikriti, heldur og flest- um öðrum, því ljósin virðast oft algjörlega óæft atriði. Gunnar Eyjólfsson leikur nú aðalhlutverkið Georges — og gerir margt vel. En hann leikur hlutverkið um of alvar- lega — skortir þann léttleika, sem sýnilega býr í persónunni og segir setningarnar af of mikilli alvöru. Maður, sem jafnvel í 4. þætti, er algerlega óviss um það hvort hann eigi að vera um kyrrt hjá eigin- konu sinni ella hlaupa á fjöll með ungri sveitadömu, verður að sýna á vissan hátt tvískinn ungshátt sinn, en ekki yfir- dramatisera, hvert atriðið á fætur öðru, þar sem einmitt léttleikinn og ístöðuleysið á að skína út úr orðum hans. En annars er Gunnar alltaf að bæta sig á sviði og skaði að missa jafn gott efni af landi burt. Erfiðasta hlutverkið er Robert, vinur Georges, sem leikinn er af Baldvini Hall- dórssyni. Eg hef ekki séð Baldvin leika öllu betur en jnú, nema ef til vill í Brúnni til mánans. Leikur Baldvins jer allt frá byrjun hárfínn og hnitmiðaður. Hann var að t (vísu dálítið óstyrkur í 1. jþætti, en hann bætti fyllilega upp fyrir það í seinni þáttum jog fór af sviðinu eins og ljón í lokin. Það var sönn ánægja að sjá Baldvin í þessu hlut- verki. Túlkun hans á Róbert í gærkvéldi verður skínandi hnappur í leiktréyjú háns.' Valur Gíslason og Arndís Björnsdóttir skipta með sér hlutverkum leikaranna Philé- mon og frú de Montalem- breuse. Leikur beggja er mjög góður. Valur er léttur í hlut- verki sínu og endurminningar Arndísar vekja óspart kátínu og klapp. Gestur Pálsson, uppgjafa- listamaður, sem lifir á ríkri tengdadóttur, var sérlega virðulegur og eðlilegur í hlutverki sínu. Svipbrigði hans og fyrirmennska, ein- glyrni og allt það, var svo „franskt", að ekki varð á betra kosið. Ævar Kvaran, þjónn, kem- ur nú fram í spánnýju gerfi. Hreyfingar hins aldna þjóns eru ágætar og málrómurinn góður. Það er sannarlega kom inn tími til að fá Ævari í hend- ur alvarlegt verkefni og er hér ekki átt við sýslumenn á borð við Lárentsíus eða Lénharð fógeta. Ævar á það skilið að fá verkefni sem reynir á hæfi- leika hans, en ekki gorkúlu- hlutverk eins og hann nú leik- ur í kassa-stykkinu Skugga- Sveini. Herdís Þoraldsdóttir leikur smávægilegt hlutverk, sem ekki sýnir neina nýja hlið hæfileika frúarinnar, á lát- lausan hátt. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, leikur vinnustúlkuna á hinu umsvifamikla heimili, þar sem helzt má frið fá í strau- herberginu. Geðbrigði hennar voru skemmtileg, en ljósin léku hana herfilega þegar hún hætti sér undir þau. Regína Þórðardóttir lék á- kaflega ómerkilegt hlutverk á Viðeigandi hátt, en hér eins og sagt var um Guðbjörgu ætluðu ljósin alveg að kála henni. Emilía Jónasdóttir lék mjög skemmtilega hlutverk hús- eigandans, hvergi ofgert en náði öllu því, sem hlutverkið hefur upp á að bjóða. Þá er komið að yngsta leik- aranum, ungfrú Margréti Guðmundsdóttur, sem lék hina saklausu Isabellu. Ung- frú Margrét er sýnilega bvrj- andi og leikur nú innan um tómt sviðsvant fólk. Marga byrjendur hefur maður nú séð á fjölum leikhúsanna hér, en þótt ungfrúin væri óhefluð í lfstinni — strangt til tekið — þá fékk maður þá tilfinn- ingu, að hér myndi búa efni- viður, sem með æfingu og natni getur orðið góður leik- kraftur. Ungfrú Margrét stóð sig alveg eftir efnum og ekki annað tilhlýðilegt en að bjóða nýtt, laglegt andlit, velkomið á sviðið og jafnframt vonast eftir, að með tímanum komi hún til að skemmta áhorfend- um og hrífa með list sinni. Eins og fyrr getur næst ekki nægur heildarsvipur úr þess- ari sýningu. Leikritið er ekki merkilegt nema frá tæknilegu sjónarmiði og þá sýnishorn HÖFUM OPNAÐ ÚTSÖLU á Nesvegi 33 (s(mi 3506) Á boðstólmu allar fáanlegar kjötvörur, álegg, salöt niðursuðuvörur o. fl. Allt kapp lagt á góða þjónustu við viðskiptamennina. REYNIÐ VIÐSKIPTIN Virðingarfyllst, KJÖT OG GRÆNMETIH.F. (Hreggviður Magnússon) Snorrabraut 56 (Sírni 2853) Nesvegi 33 (Sími 3506) % X Oj. •i % SÆaVfUdL % % af listinni að byggja upp leik á sviði. Það er ekki áhrifa- ríkt og bíður ekki upp á neitt nýtt hvorki í gamni né alvöru. Þó hefði leikstjórinn getað, að því bezt verður séð, gert þetta að brúklegri sýningu. Leikar- arnir unnu samvizkusamlega, hver á sína vísu, en það skorti hinn eina og nauðsynlega samstarfsanda, sem hlýtur að vera þungamiðja góðrar sýn- ingar. Klapp áhorfenda var frem- ur dauft — og þó eru frum- sýningargestir yfirleitt ekki sparir á að láta í ljós hrifn- ingu sína í tíma og ótíma. En eflaust hugsuðu þeir, hvað var að ske, hver verða enda- lokin — og þegar endalokin komu, þá datt leikritið niður — langt, langt niður. Forsetahjónin voru viðstödd sýninguna. A. B. P.S.: Hvenær á þessi komedia á 1. bekk leikhússins að enda? enda? OTSALA - BEZT - Lifi3 / gluggana um helgina Afhugið vöruveriið BEZT Veslurgöfu 3

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.