Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Side 3

Mánudagsblaðið - 02.02.1953, Side 3
ccCá' ijjiVídfíí .S tö'gfi&ijsiáW Mánudagur 2. febrúar 1953 ■f •! i <3A,J&:2«) J% *a I.V APM MÁNUDAGSBLAÐIÐ TrnnrjrFinrnr MÁNUDAGSÞANKAR Jóns Reykvíkings Raddir iesendanna Skrælingjasýning hin fyrri Það var rétt upp úr alda- mótunum síðarí, að í Kaup- mannahöfn var haldin sýn- ing ein, sem vakti mikla at- hygli Islendinga. Sýndu Danir þar afurðir og afrek, sem stöfuðu frá því, sem þeir kölluðu: De Ðanske Bi- lande, og var Island þar sett á bekk með Grænlandi og hinum dönsku „Vestur- Indíum“, sem þeir dönsku heiðursmenn seldu Banda- ríkjastjórn með manni og mús árið 1916. íslendingar kölluðu þessa sýningu „Skrælingjasýninguna“, og þótti þeim landi sínu þar vera lítill sómi sýndur og fannst fátt um, að Danir teldu menningu þeirra á borð við þá grænlenzku og þá svörtu frá eyjunum. Einnig þótti Islendingum súrt í broti, að Danir skyldu með þessari sýningu undirstrika, að ísland væri danskt „Biland“, og mun sýningin hafa átt sinn þátt í, að um sama leyti voru eindregnar skilnaðarkröfur í fyrsta sinn settar fram af hálfu íslendinga. „Skræl- ingjasýningin“ hafði sína þýðingu, hún sýndi Dani og hugarfar þeirra, eins og það var þá, og vísaði okkur veginn, sem fara skyldi. — og hin síððíi Svo leið um það bil hálf öld, og nú halda Danir aðra sýningu. Hún er gerð til þess að sýna, hvað þeir EIGI, alveg eins og Skræl- ingjasýningin. Nú sýna Danir handrit vor og telja sig eiga þau, ekki aðeins í líkamlegum skilningi, held- ur og andIegum.AIlar ,plak- atsúlur“ I Höfn eru nú al- settar auglýsingum um sýninguna á hinni dönsku eign, og dönsk blöð birta myndir af dönskum safna- mönnum, sem halda á skinnbókum vorum og setja upp fjálglegan svip. Nú skrifa ýmsir Danir með rósóttu orðbragði um það, hvílíkur hymingarsteinn hin íslenzku handvit séu undir DANSKRI menn- ingu. Sumir kveða svo sterkt að orði, að Danir eigi þjóðernislega tilveru sína að þakka vorum gömlu bókum. Ekki vissum við ís- lendingar fyrr, að Danir ættu mönnum af okkar þjóðerni svo mikið að þakka, enda hafa þeir lítt haldið slíku á loft Iiingað- til. Eru slík skrif næsta brosleg, þegar litið er á þau í ljósi liðna tímans. Sýn- ingin nýja mætti heita með réttu: Skrælingjasýning hin síðari. Það er vegna þess, að eins og til þessarar sýningar er stofnað, sýnir hún andlegan skrælingja- skap Dana. Það þótti ein- kenni á Skrælingjum fortíð arinnar, hve þjófskir þeir voru, og kemur hið sama fram í hinum nýja skræl- ingjaskap Dana, þegar þeir tileinka sér handrit vor til anda og efnis. Að einu Ieyti er þó hin síðari Skrælingjasýning frábmgðin liinni fyrri. Fyr- ir 50 árum töldu Danir, að ísland væri í líkamlegum skilningi danskt „Biland“, Nii halda þeir sýningu til að leggja á það áherzlu, að Danmörk sé í andlegum skilningi íslenzkt „Biland“, og að þetta samband land- anna megi ómögulega slitna við afhendingu hand- ritanna. Má segja, að Danir geri oss jafnmikinn sóma og þeir gerðu okkur sví- virðu með Skrælingjasýn- ingunni fyrri, og mundi okkur finnast mikið um, ef danskur hugur fylgdi hinu danska máli. En það vitum við, að er ekki. Tákn og veruieiki Þess er skylt að minnast,- að margir Danir hafa nú haldið uppi málstað okkar og gert það vel og sköru- lega. Sýnir það, hversu Dönum hefur farið fram um skilning á þjóð okkar og menningu hennar á liálfri öld. Þeir, sem standa fyrir Skrælingjasýningunni nú, em Danir, sem hjakka í sömu sporum gagnvart Is- landi og þorri þeirra fyrir 50 árum. Allar vonir standa til, að þeir séu færri, sem ekkert hafa lært og engu gleymt síðan um aldamót. Þess vegna búast nú ís- lenzkir menn við því, að Danir muni virða óskir Jieirra um heimsendingu handritanna. Svo má að endingu segja: Sé svo, að fornmenning vor sem birtist sýnilega í hin- um gömlu skinnbókum, hafi verið dönsku þjóðerni slík hjálparheíla, sem sum- ir Danir vilja nú vera láta, þá ættu þeir, því freniur, að sýna Jiakkarhug sinn með Jiví að afhenda okkur hina gönilu dóma. Handritin eru Dönum hvort sem er ekki annað en TÁKN, en okkur eru þau VERULEIKI. Dan- ir geta, eftir sem áður, sótt styrk í fornmenntir okkar eftir prentuðum bókum, ef þeir vilja, en meðan hinar einu sýnilegu minjar um Framh. á 7. síðu SKRYTLUR Að giftast, er að neita sér um öll ósköpin af bjór, og fá eina Kampavínsflösku. ★ Hver var hann ? Hann var frábærlega kurteis, hæverskur, nærgætinn, sam- uðarfullur, örlátur, smekkvís og hafði góða siði. Það var aldrei nein tóbaks- lykt í herberginu hjá honum því að þá sjaldan hann kveikti sér í sígarettu, fór hann út í skúr. En svo hætti hann alveg að reykja. En safnaði peningum til að kaupa gólfteppi á borð- stofuna. Hann hugsaði vel um garð- inn, málaði húsið, þvoði glugg ana, gerði við húsið, en þrátt fyrir allt þetta hafði hann tíma til að hjálpa konunni við hússtörfin. Hann tilbað konuna sína og aldrei heyrðist neitt styggðaryrði þeirra á milli. Hann hafði gaman af að láta tengdamóður sína dvelja hjá sér langvistum, og var aldrei ánægðari heldur en er hann gat haft ættingja konunnar sinnar hjá sér. Hann var alltaf við öllu bú- inn. Hann hafði alltaf nógar perur, til að láta í staðinn fyrir þær, sm biluðu. Hann vissi alltaf hvar nýtt öryggi var að finna. Kolakompan var alltaf full af kolum, og hann keypti meira að segja skó- reymar áður en hinar urðu / r l > • ' I I : O' onýtar. Hann var auðvitað alltaf of góður fyrir þennan heim, þess vegna dó hann ungur. En góðverk hans lifðu eftir hann. Hann var fyrri maður kon- mmar minnar. L. E Gillmann. ★ Þegar maður krýpur á kné, til að biðja sér'konu, tekur það oft mörg ár að komast á uppréttar fætur aftur. ★ Þingeyingur þakkar Mánudagsblaðið, Reykjavík. Það er mér sannarlega á- nægja að geta sagt yður sem kaupandi frá byrjun, að blað yðar er lesið hér á bæ af öll- um og að ég hygg af miklum og óskiptum áhuga. Greinar Jóns Reykvíkings hafa alltaf ve-ið mitt uppáhald og Ajax hefur í nálega hverri grein hitt naglann á höfuðið. Forsiougreinar blaðsins eru alltaf hvassyrtar og taka ekki á málefnunum vettlingatök- urn, encla veitir ekki af að stinga á einhverju af þessum kýlum, sem allt eru a.ð eitra og drepa. Eg sakna þó tals- vert greina um málefni okkar sem í sveitum búa, þvi hér, ekki síður en í höfuðstaðnum, er víða pottur brotinn. Sérlega vil ég þó taka fram í þessum pistli að mér var stór ánægja að lesa Kosninga- þanka Ajax, sem gefið hefur tilefni til veðmála um kosn- ingarnar. Eg og tveir aðrir erum sammála Ajax, en tveir veðja á móti og hafa búið út Enskum skóladreng var sagt að búa til stíl um aldin- garðinn Edin. Stílhnn var á þessa leið: Guð sagði við Evu, hefur þú borðað af ávöxtunum? Eva svaraði; Nei guð, ég hef ekki borðað af þeim. Guð sagði við Adam: Hef ur þú borðað af ávöxtunum ? Adam svaraði: Nei gúð, ég hef ekki borðað af þeim. Þá sagði guð: Hvaðan koma þessir kjarnar. ★ Aðlaðandi, ef þú ert það. Þá þarftu ekki annað. Ef þú ert það ekki, þá skiptir engu máli, hvernig þú ert að öðru leyti. það sem þeir telja að verða muni úrslit og framboð. Með mikilli þökk. >«' m » Þingeyingur. ★ Ömakfepr árásir á Rósenkranz Hr. ritstjóri. Eg held að árásir yðar á hr. Guðlaug Rósenkranz séu miklu fremur persónuleg ill- vild yðar á Þjóðleikhússtjóra en það, að réttlætiskennd yðar sé að verki. Hann hefur sýnt dugnað og árvekni í þessu starfi allt frá byrjun og hafið nýjungar sem mælast vel fyr- ir. Eg sá leikflokkinn hérna, ,,Rekkjan“, og naut þeirrar sýningar með afbrigðum vel. Þótt margt sé gott við blað yðar, þá er ástæðulaust fyrir það að ráðast á mann, sem vinnur opinbert starf, að því að ég tel skammlaust. Það er nóg af verkefnum fyrir yður, en látið þá njóta sannmælis, er það eiga skilið. Dáiítið móðgaður. ★ HávaÓí í bíó Hr. ritstj. Eg hefi nokkrum sinnum farið í bíó, en geri það ekki oft. Vegna þess, að ég er út- hverfabúi, þá fer ég helzt á 5 sýningar eftir vinnu. Hvernig er það með þær stúlkur, sem vísa til sæta, hafa þær ekki vald til þess að Vísa smábörn- um út, sem hafa í frammi háv- aða og óþarfa umgang. Eg bendi bæði á Tjarnarbíó og Gamla bíó sem dæmi um það, að ekki er nóg eftirlit með unglingum. Börn hafa svift mig ánægjunni af tveim sýn- ingum með hávaða og masi. Er ekki hægt að stoppa þetta ? S.G. J. M. Barrie. Nylonsokkar — Nylonsokkar Fjölbreytt úrval H e/7 dsöl ubirgÖlr ísienzk- erlenda verzlunarfélagið h.f. Garðastræti 2 Sími 5333.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.