Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 1. júni 1953,, ■ ! Föstudagut- 22. maí. Þjóðleikhúsið frumsýndi í gærkvöldi óperuna La Travia- ta (aðgangseyrir kr. 75.00 fyr ir sætið) eftir Guiseppe Verdi. Eftir lófataki áhorfenda í leikslok og spekingslegu hjali sumra hinna sömu í kaffi- og kóka kóla-hléinu að dæma, hef Ur aldrei og ég meina aldrei nokkurt verk verið sýnt við eins mikla hrifningu nokkurs staðar í heiminum, nema ef til vill leikatriði þau, sem Neró heitinn fann upp á að sýna í rómversku leikunum, eftir að ihann hafði brennt mikinn hluta borgarinnar og varð að friðþægja skrílnum á ein- hvern yfirnáttúrlegan hátt. Sú staðreynd, að hægt er að færa upp óperu á íslandi, virðist hafa komið hinum beztu og vitrustu músík-mönn um þjóðar vorrar alveg á ó- vart. Blöðin kalla þetta „leik- listarviðb»rð“, „tónlistarvið- hurð“, „stórt skref áfram í anenningarmálum“, og eitt fclaðið benti af mikilli hrifn- ingu á það, að þegar Magnús prúði var að reyna að skylda Islendinga til þess að bera Úr heimi leiklistariiuicrr - ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: EA TRAVIATA Öpera í 3 þáttum eftir GIUSEPPE VERDI Leistjóri: SiMON EDWARDSEN. — Hljómsveitarstj: DR. VICTOR URBANCIC Gestir: HJÖRDÍS SCHYMBERG — EINAR KRISTJÁNSSON Vonbrigði yfir leikstjórn. vopn að siði fornmanna, þá hafi ,,ijélagarnir“ í Flórenz verið að athuga möguleika á því að endurreisa hið forri- gríska tóndrama. Frá vorum bæjardyrum séð var þetta aðeins það, að í leik- húsi í Re;/kjavík var sýnd mjög fræg ópera á þægilegan, ef ekki talsvert viðvaningsleg- an hátt. Um söng hinna f rægu gesta skal ekki dæmt i þessu greinarkorni. Það stendur í leikskránni, prentað og „á þrykk sett“, að bæði Hjördis Schymberg og Einar Krist- jánsson séu ákaflega frægir söngvarar og að dýrðarljómi RÍKISUTVARPIÐ: 9«Prauiiiiirlnii?? Eftir PAOLO LEVI. Leikstj.: ÞORST. Ö. STEPHENSEN Laugardaginn 23. maí. Ef segja má eitthvað gott um „Drauminn“ eftir Paolo Le\i, þá væri það helzt. að leikrit þetta er mjög stutt, um það bil 40 mínútur. Það mætti líka segja, og hafa talsvert til síns máls, að það væri tæplega 40 mínútum of langt. Ekki var þetta gamanleik- ur, fyndnin lágkúruleg það sem hún náði. Ekki var þetta sorgarleikur, því raunveru- lega var ekkert sorglegt við stykkið. Þetta var sannast að segja Ósköþ fátækleg tilraun til þess að hafa ofan fyrir hlustend- um. Hvorki var að finna haus né sporð á þessum óskapnaði •— belgurinn fullur af froðu, skelfilega þunnri froðu, sem isullað var saman af þriðja og um, og hlustendum, sem bók- staflega nenna að leggja sig niður við að hlusta á leikritin, fe^ stöðugt fækkandi. Nú væri þetta ef til vill á- kjósanlegt, ef starfið væri í höndum einhvers „amatörs“, s‘em ætti stöðina sjálfur og gerði sér það til dundurs eða til þess að fullnægja einhverj- um leyndum hugarórum um frægð fyrir útvarpsleik. En því er ekki að heilsa. Hér er leikritavalið í höndum eins manns, sem er einhver þekkt- asti leikkraftur í íslenzkum leiklistarmálum og hefur unn- ið mörg frábær afrek á því sviði. Hér er ekki ætlunin að leiða getum að því hvernig þessi nafnkenndi maður vinnur starf sitt. Það skal blátt á- fjórða flokks fyndni, gamalli1 fram sagt hreint út, að hann og mölétinni, lélegum tilraun-l sinnir ekki starfi sínu sam- lægstu kvæmt hæfileikum sínum. — Hann slær hreint og beint slöku \nð — og það er algjðr- lega óþolandi og óboðlegt hlustendum. Menn þeir, serm hann velur til vinnu, æfa sjaldnast nóg og sjálfur vinn- ur hann mjög ófullnægjandi að því að nota öll þau ,,áhrif“ sem útvaipið hefur yfir að ráða til þess að flutningsefni séu nægilega vei af hendi leyst — þó tækin séu ekki full- komin. Leikéridur í þetta skipti voru: Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Lárus Pálsson, Eraa Sig- urleifsdóttir, Baidvin Hall- dórsson og Steindór Hjörleifs- son; en uni alla má segja, að þeir unnu verk sitt í fullu sámræmi við verkefriið — lé- lega. A. B. lum til þess að kitla kenndirnar, samanber rauður fæðingarblettur á baki „eigin- konu annars manns“ — ha- fca-ha. Rúsínan í pylsuendan- um varð hið mesta óæti. Ekki bætti úr skák, að það virtist sem ekki hefði verið gerð mikil tilraun til þess að leika „Drauminn1*, heldur skrjáfaði í blöðunum meðan leikararnir stauluðust fram úr setningunum. Manni hlýtur að verða að spyrja útvarpsráð: Er ekki kominn tími til þess að vand- að sé betur til leikritavals og þá líka til meðferðar á þeim verkefnum, sem ákveðin eru til flutnings hjá Ríkisútvarp- inut Yfiríeitt héfur alrnenn- ingur megnustu ótrú á starfi ábyrgðarmanna í þessum efn- þeirra skíni um allan hinn músík-menntaða heim. — Um þetta skal ekki deilt, því ég ,,sá það á prenti“, en er ekki sjálfur á neinn hátt músík- fróður fram um það sem al- mennt gerist meðal alþýðu manna. En ég sá þessa óperu í Ameríku, sungna að mig minnir af söngmönnum Metro politan í New York, og þótti hún talsvert betri þar. Þó var þetta löngu fyrir Marshall- hjálp, svo ekki er nú snobbið hérna megin. En um leikinn í óperunni er margt að segja. Heildarblær- inn var langt frá því góður, og ég hygg, að hr. Simon Ed- wardsen hafi ekki, sannast sagt, ráðið neitt við fólkíð á sviðinu. Leikstjórnin er mjög léleg. Nú var það auð- vitað að skammur tími vannst til æfinga og er það „nokkur afsökun“, en það er jafnan svo, að afsakanir eru eitt af því, sem Þjóðleikhúsið er aldrei í vanda með. Hjördis Schymberg (Vio- letta) lék hlutverk sitt af mik- illi prýði. Sviðsfas hennar er þróttmikið, tilfinningar ríkar og hæfni hennar til þess að túlka hina gjálífu og seinna fársjúku og sorgmæddu Vio- lettu, tvímælalítil. Óperuleik- ur er mjög formbundinn og oftast túlkaður á mun sterk- ari veg en í almennri leiksýn- ingu. Einar Kristjánsson (Al- fredo) lék hlutverk sitt rétt smekklega, en virtist missa nokkuð tökin á því í seinni þáttum. Reisn skortir mjög í leik hans og glæsileik hefur Einar ekki á sviði. En ein- lægni skortir ekki af hans hálfu — lofsverð tilraun til þess að gera hlutverkinu full skil. — En það var bara ekki nóg. Svanhvít Egilsdóttir leikur lausungsdrósina Flóru Ber- voix. Þetta er eitt af undrun- arefnum kvöldsins, og má spyrja: hvað kom til þess að Svanhvít var valin í þetta hlutverk? Svo mikið er víst, að hvorki söngur hennar né leikur hafa ráðið um það, þvi hvorugt er samboðið hlutverk inu. Það er mjög auðvelt að finna öllu betri persónu í hlut- verkið, en öllu vandameira að finna óheppilegri persónu. Guðmundur Jónsson (Ger- mónt) er ekki lærður leikari og þarf mikla leikstjóim. — — Gervi Guðmundar var ágætt, en það var mikill skort- ur á því, að hann LÉKI hlut- verkið að gagni. Hreyfingar hans voru stirðar og stöður hans á sviðinu óheppilegar. Hér naut þessi ágæti söng- kraftur ekki nærri því nógrar leikstjórnar. ÆvarKvaran (Douphol) út- fyllti leikskilyrði hlutverks síns með ágætum. Framkom- an virðuleg, sæmandi hefðar- manni, hreyfingarnar ágætar. Hann bar af í atriðinu milli Douphol og Alfredos; það kvað að horium sem hefðbom- um manni. Jón Sigurbjörnsson (Gren- vil) túlkaði vel fas hins ró- lynda læknis, hlédrægur og al- varlegur. Önnur sönghlutverk voru þolanlega af hendi leyst. Hvað veizlugesti snerti var mörgu ábótavant. Hópsenur eru erfiðar viðfangs, og hér kom fram, að leikstjóri gat ekkert við þær ráðið. Það var einhver Framsóknar- bragur á gestum Violettu. — Kórinn var kindarlegur og kunni ekki við sig innan um allt þetta skraut. Það var ein- hver „ég-þarf-að-fara-út-í- kvíar“-svipur á dömunum og „bezt-er-að-fara-að-tyrfa“- svipur á herrunum. Þeim var óhægt um vik, þjöppuðust saman eins og hræddar kind- ur í rétt og vildu sýnilega f remur drekka af stút en hand leika gljáandi glös og drepa aðeins tungunni í innihaldið. Maður hafði það á tilfinning- Framh. á 7. síðu. RIKISUTVARPIÐ — Sr. Jakob Jónsson „Jörðin bíður" Leikfélag Akureyrar. Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson. „VATNSGRAUTUR MEÐ MEIRU . . “ Mánudagur 25. maí. Leikfélag Akureyrar lék í kvöld verk eftir séra Jakob Jónsson, er nefnist „Jörðin bíður“. Efnið er sótt í sveit- ina, fjallar um ungan mann, sem langar til að komast af jörðinni og í borgina, og gamla konu, sem elskar „Egil í Teigi“, sem stökk til Amer- íku eftir að hafa kysst hana í laut í túnjaðri og heitið henni að koma aftur. Inn í þetta er svo hent Bjarna og Línu, sem koma akandi heim að bænum í jeppa úr Reykja- vik, ásamt Agli sonar- eða dóttursyni „Egils í Teigi“ (nú ellihrumur í Ameríku), Högna bónda, sem heimsækir sveit sína, hálfástfanginni kaupa- konu úr Reykjavík — og auð- vitað femme fatale — og svo áðurnefndri gamalli konu, er lifir á endurminningum um „Egil í Teigi“, og leggur það í vana sinn að spyrja í tíma og ótíma alla gestkomandi hvort „skip hafi komið nýlega frá Ameríku“ með „Egil sinn í Teigi“.“ Yfir öllu þessu grúfir svo eldfjallið mikla, sem búizt er við að gjósi eldi og brenni- steini á hverri mínútu. Leik- ritið gerist, að því er þulur segir, á miðri 20. öld. Það er ekki gott að segja, hvað fyrir höfundi vakir. Eina heilbrigða persónan, nefnilega Sveinn bóndi, ungur fóstri Val gerðar hinnar gömlu og ást- föngnu, hefur allt og alla á móti sér frá byrjun. Ástæðan er sú, að hann vill komast burt frá Bæ, afskekktri f jalla- jörð, en telur möguleika um síðir að hokra áfram, ef Inga kaupakona verði lífsförunaut- ur hans. Árum saman hefur hann búið með kerlingunni fóstru sinni og er eðlilega þreyttur af. Inga er treg en þó viljug — þetta er eitt af þeim brögðum, sem höfundar nota, þegar þeir eru komnir í vandræði — en svo á tuttugu og fjórum klukkutundum dynja slíkar hörmungar yfir búið í Bæ og Stein og Val- gerði, að með ólíkindum má heita. „Egill Egilsson“ sonar- eða dóttursonur „Egils í Teigi“ kemur í heimsókn með skilaboð til Valgerðar gömlu „frá afa“, að hún sé alltaf elskuð. (Þessu ætlar hann aldrei að geta stunið upp, því kerling tekur ,,feil“ á honum og „Agli frá Teigi“). Hinn ungi Egill, uppalinn í Amer- íku og talar hámenntaða ís- lenzku nema einstaka „All right“ og „I am sorrrrrrry“, hrífur kaupakonu Ingu úr örmum Sveins bónda, heldui* langa tölu um nýja búskapar- háttu og óskar þess jafnframt að sjá fjallið gjósa (svona rétt við túngarðinn). Fjallið gýs og milli drunanna í gos- inu heyrir maður þau Ingu og Egil leggja drög að því að teiga hinn örvandi bikar ást- arinnar. Rétt í sama mund fer Valgerður kerling að deyja, og má vart á milli sjá, hvort hærra stynur, fjallið með jóðsóttina, eða kerlingin dauðateygjum. En til hrifn- ingarauka fyrir hrjáða hlust- endur má heyra ópin í Bjarna og Línu er þau hvetja alla til flótta frá bænum. Til þess að binda endi á undangengna atburði er Sveinn bóndi látinn biðjast af- sökunar á einu og öllu, jafn- .vel því að vera yfirleitt til. I rústunum standa ein og yfir- gefin Trúin, Vonin og Kær- leikurinn með tilheyrandi Biblíulestri, sem minnir ó- neitanlega á annan Egil, nefni lega þann, er Jón Thoroddsen skóp svo spaugilega í Manni og konu. Eins og fyrr getur er leik- rit sr. Jakobs leikið af Leik- félagi Akureyrar. Eg hef, því riiiður, ekki séð leikeridur úr Framh. á 5. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.