Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 01.06.1953, Blaðsíða 1
6. árgangur Mánudagur 1. júní 1953. 19. tölubiað. t . Hrossðkaup Framsékndrsiianna og krata Ajax skrifar um: XIþingis- kosniognr SNÆFELJLSNESSÝSLA Sjálfstæðisflokkurinn Það eru allar horfur á því að Sigurður Ágústsson verði endurkjörinn, þó ef til vill ekki með eins glæsi- legum meirihluta og síðast. Sigurður hefur reynzt mjög þokkalegur þingmaður, sléttur og feiídur í allan máta og prúðmenni i framgöngu. Sigurður er þó eng- an veginn skaplaus og er einn af fáum þingmönnum, sem hefur ekki látið flokksstjórnina handjárna sig í hverju máli. Hann hefur líka þann kost að vera bú- settur 1 kjördæminu, vera þar fæddur og uppalinn og þekkja öll málefni héraðsins til hlítar. Maður saknar þess bara, að Sigurður skuli ekki vera eins skemmtilega sérkennileg persóna og faðir hans og föðurbræður. Það væri ekki ónýtt að eiga menn eins og þá Þórarinssyni, Ágúst, Árna og Bjarna til að hrista upp í lognmollunni á Alþingi og gnæfa yfir jafnsléttuna og risleysið þar. Framsókn Framsóknarflokkurinn býður fram Bjarna á Laug- i arvatni. Bjarni hefur áður komið við sögu á Snæ- fellsnesi. Við sumarkosninguna 1942 felldi hann Gunnar Thoroddsen þar, en féll svo fyrir Gunnari í haustkosningunum sama ár. Sigur Bjaraa i sumar- kosningunum vakti mikla athygli, því að það er í eina skiptið, sem Framsókn hefur tekizt að vinna þetta kjördæmi frá Sjálfstæðisflokknum. Var til þess tekið hve ötull Bjarni hefði verið i kosningabarátt- unni, hann fór heim á hvern bæ og talaði við fólkið. Einkum hafði kvenfólkinu þótt gaman að tala við Bjama, og var það stundum á eftir miður sin af að- j dáun á þessu glæsimenni. Karlþjóðin hjá „vonda fólkinu" hafði tæplega verið eins hrifin af Bjarna, og var kannske afbrýðissemi um að kenna, því að snæfellsku konunum þótti lítið til karla sinna koma, eftir heimsóknir Bjarna.------- Það eru líkur á því að Bjarni auki fylgi Framsóknar eitthvað, þó ekki nægi það honum til sigurs. Fylgi Framsóknar á Snæfellsnesi er sterkt í sveitunum sunnan fjaíla. I þorpunum fjórum norðan fjalla er Sjálfstæðisflokkurinn aftur á móti sterkastur, þó að Framsókn eigi einnig þar dálítið fylgi, einkum í Ól- afsvik, en þar eiga Framsóknarmenn ötulan forvígis- mann, þar sem er Alexander Stefánsson, sem sumir töldu líklegan frambjóðanda flokksins. Bjarni á Laugai-vatni virðist nú vera kominn í fulla sátt við Framsóknarflokkinn á ný. Síðastliðin áratug hefur hann oft verið í andstöðu við flokkinn. Hann er náinn vinur Jónasar Jónssonar og komst ásamt honum á kant við flokksstjórnina. Bauð hann sig fram á sprengilista í Árnessýslu 1946, en náði ekki kosningu. Stundum hefur það flogið fyrir, að Bjarni væri í þann veginn að ganga yfir í Sjálfstæðisflokk- inn eða Alþýðuflokkinn. í vetur heyrðist, að hann mundi verða einn af stofnendum Lýðveldisflokksins. Allt hefur þetta reynzt rangt, og Bjarni er aftur kominn heim til föðurhúsa Framsóknar. Margt er vel . um Bjarna á Laugarvatni. Hann er höfðingi í sjón og raun, eins og hann á kyn til, harðskeyttur og ötull. Því er ekki að neita, að hann hefur ýmsa skapbresti, svo sem talsverða stirfni og þrjózku, ef því er að skipta. I skólastjórastarfi sínu hefur hann notið vin- sælda af mörgum, en einnig sætt harðri gagnrýni á stundum. Sumar árásirnar á Bjarna virðast þó hafa í við lítil rök að styðjast og vera aðallega sprottnar af l illkvittni eða pólitiskri andúð. Það er engin sanngirni $ í því að ámæla skólastjóra fyrir það, þótt hann víki úr heimavistarskóla einhverjum pörupiltum, sem eng- mn aga vilja. lúta og eitra allan skólabraginn. Alþýðuflokkuriim Ólafur Ólafsson læknir fer fram fyrir Alþýðuflokk- inn. Ólafur var ura langt skeið héraðslæknir í Stykkis- hólmi, en er farinn þaðan fyrir nokkrum árum. Ólafur er hæglætismaður, bókamaður og grúskari, en líklega lítill baráttumaður. Flestum er vel við Ólaf, sem hafa kynnzt honum. Fylgi hans er þar allt í þorpmmm, sennilega mn 250 atkvæði. Kommúnistar Fyrir kommúnista fer fram Guðmundur Guðmunds- son, sem hefur verið framarlega í æskulýðssamtökum flokksins. Ekki veit ég til, að hann hafi nein sérstök tengzl við Snæfellsnes. Eftir myndum að dæma er þetta snoppufriður piltur; annars veit ég ekki haus né sporð á honum. VESTUR-HÚNAVATNSSÝSLA Framsókn Þar verður SIcúli kosinn með yfirburðum eins og áður. Hann er orðinn svo rótgróinn þar, að við hon- um verður ekki haggað. Skúli er gáfaður maður og vel starfshæfur, en hann er sennilega afturhaldssam- asti maður, sem nú situr á Alþingi. Hann er sann- færður um að allir opinberir starfsmenn séu snýkju- dýr í þjóðfélaginu, sem réttast sé að halda alltaf hálf- soltmun, og viðhorf hans til annarra launþega er víst eitthvað svipað. Það getur vel verið satt, að embættis- mannakerfið sé orðið of viðamikið fyrir okkar litla þjóðfélag, en það er fáránlegt að heyra þær raddir á miðri 20. öld, að opinbera starfsmenn beri að með- höndla eins og hálfgildings þræla. Það er enginn vafi á því, að þessi pólitík Skúla hefur spillt fyrir Fi'am- sóknarflokknum í Reykjavík, á Akureyri og víðar í kaupstöðum. Sjálfstæðismenn Framboð Sjálfstæðismanna gegn Skúla er ekki sterkt, vonleysið skín út úr því. Þeir senda fram Jón Framhald á 4. síðu. Björnsson sé látinn fai-a fram í Gullbringu- og Kjósarsýslu til þess að hann liggi ekki með Rannveigu í Reykjavík? Hneykslið að Keldum — kallarjjvollur bygg- ingarnefndarinnar Athugasemd við athuga- semdir — 1. Byg^inganefndin á Keldutra auglýsti í Ríkisútvarpinu 23. sépt- ember 1948, að þar sem allur byggingarkostnaður við Keldna- byggingarnar hefði farið langt fram úr áætlun, þá hefði bygg- ingarnefndin farið fram á að Já. 50 000 dollara viðbótarframlagr frá Rockefellerstofnuninni á inóti! jöfnu framlagi frá ríkissjóði — og fengið hvort tveggja. Nokkrum dögum seinna liitti éff Björn á Kcldum, og sagði ég þá. við hann, að nú færi þetta að lagr- ast. Þcir hefðu tekið út á minra part verksins, því að ekkert var dregið undan, en hann svaraði því til, að mig varðaði ekkert um það; SÉR VÆRI SAMA, ÞÓTT EG TAPAÐI ÖLLU MÍNU, SÉR GERÐI ÞAÐ EKKERT TIL._ Þetta virðist vera góð sjálfs- lýsing, hvað innræiti mannsins snertir. Björn á Keldum talar um það, að bókhaldið hjá mér liafi víst ekki verið í lagi. Það er nú svo. Víst er um það, að mitt bóklmld var endurskoðað, og þar var eng- inn bókfærður fyrir fleiri liundr- uð þúsund krónum, sem aldrei höfðu verið greiddar, en ég varð að selja eign mína til að geta stað'- ið við skuldbindingar rnínar vegna Keldnabygginganna. 2. Hannes Davíðsson upplýsti mig um, að byggingarnefndin hefði orðið að skrifa mig fyrir þessum viðbótargreiðslum, því ég Iiefði verið eini verktakinn, og sýndi hann mér þá amerísku skýrslurnar því til sönnunar. Rektor Háskólans sagði mér í óspurðum fréttum, að Björn ,i Keldum hefði sagt sér, að HANN VÆRI BÚINN AÐ GREIÐA MÉR KR. 600 000 í DÝRTÍÐARUPP- Framhald á S síðu. ,

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.