Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Síða 6

Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Síða 6
*£ ' MANUDAGSBLABIÐ . J Kanuðagurinn 8. júní 19o3. jhokkuð óskýr í hugsun. Hún (vissi varla hvað hún var að Ihugsa þegar hún nærri því r ikallaði upp: Ég vil ekki hitta ifólk. Roger sneri sér dálítið við hálfsofandi og sagði, líkaði ilþér þetta ekki vel elskan? Jú, en — Þú skemmtir þér þó, eða livað? Mér fannst allir skemmta ,sér. Já, það held ég nú. En hvað er þá að? Egi vil samt ekki hitta fólk. Hann kyssti hana og klapp- @,ði úm beran handlegginn á Ihenni. Yið verðum að hitta fólk, : !Zona. Hvers vegna ? t ) Það er eina leiðin til þess |kð komast áfram. ) Eg skil ekki hvers vegna, feagði hún. Hún lá þegjandi um stund og hugsaði um, að hún vildi ekki annað en vera alein með Roger, alltaf alein með hon- ym. Hægt fræði hún sig nær lionum og hvíslaði, svo varla Iheyrðist: Roger. ... ' Hún glennti upp augun, og þau urðu stór í myrkrinu, því Ihún var bæði hissa og gröm. Roger svaf. Ánægja Zonu af íbúðinni , var nærri því öfgakennd. Hún 'skoðaði allt, sem var í henni, • og var hreykin af. Hún strauk um ýmsa húsmunina og kom þeim, öðruvísi fyrir, þurrkaði rykið vandlega af þeim og setti hvaðeina á sinn ákveðna stað, eins og það vaéru verð- miklir eða dýrir safnsmunir. íbúðin sannaði henni framar öllu öðru, að hún var frú Fane. Það var einungis frú Fane, sem gat átt einmitt svona gólfábreiðu, einmitt svona stól, og hún var frú Fane. Þegar hún gekk um og vann í ibúðinni, þá endurtók hún nafnið aftur og aftur, rétt eins og hún væri að tala við einhvern annaii, eða eins og hún væri öll önnur en hún var, og það þótti henni öfundsverð ast af öllu. Án þess að vita, hvernig á því stóð, fór að vakna hjá henni sektarmeðvitund, og hún fór að bera spurningar s upp fyrir sér. Eiskaði hún Ro- ger í raun og veru? Elskaði hún hann á sama hátt og hún hafði unnað Jimmie og Grant? Hún elskaði hann imiklu meira en Grant, því að hún hataði Grant, og fylltist fyrirlitningu, þegar henni varð hugsað til hans. En Jim- mie ? Minningin um Jimmie, fyrsta elskhuga hennar, dofnaði aldrei. Hversu mikið sem hún barðist á móti þessari tilfinn- :ingu, gat hún aldrei losnað við hana. Hugsunin um hann, allt sem minnti á hann, vakti henni meiri óróa í hjarta en minning Rogers hafði nokk- urntíma gert. Hún hugleiddi, hvort hún mundi aldrei geta gleymt Jimmie, þar sem hún nú var gift öðrum manni. Jimmie var sem lítilsháttar kærkom- inn vökvi, sem var sprautað inn í hjarta hennar. Hún gat aðeins losnað við hann stund og stund eftir harða baráttu, þegar hún að kalla mátti æpti upp yfir sig, að hún elskaði Roger; og að hann væri ein- asti maðurinn, sem hún til- bað. Þessar ofsafengnu fullyrð- ingar nægðu þó ekki. Til þess að vera ugglaus að koma Jim- mie burtu úr huga sér og að hafa traust á hjónabandi sínu, þurfti hún að hafa Roger allt- af hjá sér, finna til ástar hans og návistar, eiga hann framar öllu öðru og svo gersamlega, að hún hefði engin önnur á- hugamál. Á þennan eina hátt fékk hún friðsæla tilfinningu um, að tilvera hennar væri sönn. Einn dag eftir hádegisverð hringdi hún til Rogers í skrif- stofunni. |Þegar hann tók símatólið og svaraði, var spurningarblær í röddinni, eins og hann hefði á móti því að láta trufla sig við vinnuna. Þetta var eins og spurning hjá Zonu; tilefnið frá hennar hendi var að fá úr því skorið, hvort væri meira virði í hans augum, hún eða vinnan. Hefurðu voða mikið að gera? spurði hún. Já, að vísu, en —. Of önnum kafinn til að koma heim? Nei, þú átt við — Það er nokkuð, sem ég þarf að segja þér. Hvað er það? Það skal ég segja þér, þeg- ar þú kemur heim, sagði hún blíðlega. Því næst lagði hún frá sér símatólið og beið. Hún fann, að máttur hennar barð- ist gegn störfum hans, störf- unum, sem hann hafði utan heimilisins. Hún barðist við Wall-Street, allan verðbréfa- markaðinn, öll fésýslustörf þjóðarinnar, allt það, sem karlmenn höfðu einir sér. Hún sigraði, því að litlu síð- ar kom hann heim, eitt spurn- ingarmerki út að eyrum og staðnæmdist frammi fyrir henni lítið eitt háðslegur- í framan. Með gleðiópi stökk hún á f ætur. Aldrei f yrr haf ði henni fundizt hún þurfa eins á honum að halda eða þráð jafn ákaft og taumlaust sam- vistir við hann sem nú. Hvað var það, sem þú ætl- aðir að ségja mér? Hún hjúfraði sig enn fast- ara að honum og hvíslaði eín- hverju í eyrað á honum. Hann varð hálfvandræða- legur, nokkuð ánægður á svip- inn, en þó einkum hissa. En elskan mín, það er ekki lengra síðan en í morgun, að — Það er langt liðið á daginn. Hann horfði á hana fyrst hálf hneykslaður yfir hinni augljósu, óhemj,ulegu kröfu hennar til hans, sem skein út úr augum hennar. En þegar honinn varð ljóst, að þetta var fyrir hann og hann beðinn að veita henni þessa bæn, þá hló hann. Hún hló líka. Armar þeirra mættust, þegar þau féllust í faðma og kysstust með opnum munni, og hún var tilbúinn, þegar hann kom á móti henni. Með miklum til- finningaofsa gældu þau hvort við annað, og með soltnum höndunum fálmuðu þau græðgislega hvort í annað, þar sem þau stóðu í miðju herberginu, allt þangað til þau hnigu stynjandi á gólfið. 11. kafli. Zona lagði f jandskap á Lyn- ton Wirt, þegar löngu áður en hún kynntist honum. Hann var kunnur lögfræðingur í New York, og þeir voru æsku- vinir, hann og faðir Rogers, og með því að hann hafði náð Roger í stöðuna í New York, mátti kalla að hann væri eins konar verndari hans. Zona hafði heyrt frá honum sagt, þegar frá upphafi. En af því að Roger hafði þótt sem hann hefði átt að biðja hann um leyfi til að kvænast, þá hafði hún haft hreinustu andstyggð á honum alla stund. Þau höfðu frestað að bjóða honum til miðdegisverðar fyrstu hjónabandsvikuna þeirra, en síðan kom Zona ávallt með afsakanir, þangað til komið var fram á mitt sumar og þau gátu ekki frest- að því lengur. Zona varð þess vör sér til mikillar undrunar, að Roger var eitthvað óstyrk- ur í taugunum fyrsta kvöldið, sem Wirt kom í heimsókn til þeirra. Eins og Roger kom Wirt frá Minnesota. Fyrir tveimur árum hafði hann setzt að í New York sem lögfræðingur, og svo að kalla samtímis kvongazt greindri stúlku, sem menn bjuggust við, að mundi hjálpa honum í starfi hans. Þau voru ánægð hvort með annað, og samlíf þeirra jafn gallauast og það var sjald- gæft. En af barnsförum varð ■ i : . ■■■■./ . - • •’.i j Norma Wirt ólæknandi sjúkl- ingur. Hefði bamið lifað, hefði það líklega getað bjargað Wirt lögfræðingi, en þegar það dó á mjög ungum aldri, varð Wirt einn eftir með tvær hendur tómar og heilsulausa konu. Hann var munaðar- gjarn maður og hafði reynt hamingju hjónabandsins, en verið sviptur henni von bráð- ara. I fyrstu var Wirt sæmileg- ur fésýslumaður og hafði gengið vel og hafði síðan gerzt velkunnur sérfræðingur í glæpamálum. Hann fékk umb- un fyrir að takast svona vel í réttinum. Hann gerðist auð- ugur og gat gért það sem hann vildi. Á þessu f urðulega æviskeiði sínu var hann alltaf jafn trúr hinni veiku konu sinni. Þörfin á því að vera henni trúr og dyggur var orðin svo rótgró- in í huga hans. Hann naut einhverrar heimskulegrar gleði af þessum fórnfúsa drengskap. Þegar kona hans sagði honum hvað éftir ann- að, þegar tækifæri bauðst, að hún vildi ekki hindra, að hann lifði frjálsu lífi, þá hlupu í hann þau reiðiköst, sem hann var lengi að jafna sig eftir. Á því áugnabilki, sem Zona og þessi maður heilsuðust, varð andúð hennar gegn hon- um að óbifanlegimi vegg. Hún sá, að allt sem Roger liafði sagt henni um hann, lýsti sér 1 hinum hörkulegu dráttum í kringum munninn á honum. Hann var sá merkilegi lög- fræðingur, sem varð að þola ýmsar raunir í einkalífinu, hinn mikli rannsóknardómari, sem tortryggði allt og alla. Hin hvössu augu hans horf ðu rannsakandi á Zoiíu. Slung- inn, en glæsilegur, án þess þó að vera nærgöngull, fékk hann veitt upp úr henni allt, sem á daga hennar hafði drif- ið. Hann fékk að heyra æsku- minningar hennar, skólaár hennar og störf, hvernig hún hafði kynnzt Roger, hvernig þau giftu sig og gengu í hjóna- band. Þú sagðir mér ekki, dreng- ur minn, sagði Wirt við Ro- ger, að þú hefðir kvongazt hættulega. Roger spurði skelkaður, hvað hann ætti við með þessu. Það er alltaf hættulegt að kvongast fallegri stúlku, sagði Wirt. Eftir miðdegisverðinn horf ði hann vingjarnlega á Roger og sagði: Þú ert hálfgramur að sjá, drengur minn. Zona tók þegar að verja hann, og sagði: Ekki get ég séð, að hann sé það. En þú sérð hann daglega, sagði Wirt, og þá veitirðu þvi minni eftirtekt. Þú ert, sýnist mér, talsvert grennri en þegar ég sá þig síðast. Roger reyndi í fyrstu að berja þetta niður, en jánkaði því svo síðan, að nokkru leyti, „og ef .þetta reynist satt, er það vafalaust af því, að ég hef unnið of mikið.“ Lögfræðingurinn var á sama máli. AuðVitað er þetta ástæð- an. Það gleður mig að sjá, að þú vinnur vel. En gerðu nú ekki of mikið. að því. Hann brosti og gaut augunum skyndilega á Zonu. Þegar hann var farinn, sat Zona hreyfingarlaus litla stund. Loks sagði hún: „Hon- um geðjaðist ekki að mér.“ Jú, það gerir honum, sagði Roger. Nei, hann hatar mig. En sú vitleysa, Zona. Hvers vegna ætti hann að hata þig? Það hef ég ekki hugmynd um, það er að segja ég veit það ekki fyllilega. Auðvitað líkaði hanum ekki, að við giftum okkur, án þess að segja honum það áður. Og svo létum við dragast svo lengi að bjóða honum heim. En það er líka allt og sumt. Hann er bezti vinurinn, sem við eigum og hefur gert mér margan greiða. I viðmóti þessa vinar gat Zona samt sem áður ekki fengið neina viðurkenningu á sjálfri sér. Hún og lögfræðing- urinn hötuðust frá því, er þau sáust fyrsta sinni. Hún hugsaði um þetta, í hvert skipti sem Roger heim- sótti Lynton Wirt einn. Hún vildi hafa Roger út af fyrir sig. Einu sinni hringdi hún á hann í skrifstofunni, en þegar hún hringdi í þetta sinn, sagð- ist hún hafa nokkuð að segja honum, ef hann kæmi heim, þá varð hann dálítið efabland- inn. Er það hið sama, sem þú sagðir mér síðast? Geðjaðist þér ekki að þvr? Jú, auðvitað, elskan, en —- Nei, í þetta sinn hef ég meira að segja þér. Hann þagnaði um augna- blik, en sagði síðan, Zona. Hún skildi strax, hvað hann átti við. Hún hafði ekki átt við það, hún vissi að hún ætti að leiðrétta hann, en hún vissi líka, að þá mundi hann koma til hennar. Eitt augnablik átti hún í baráttu við sjálfa sig, átti hún að leiðrétta misskiln- inginn eða átti hún að láta það hjá líða? Hún gat ekki staðizt freistinguna. Ætlarðu að koma? Eg kem eftir augnablik. Hann kom brátt inn um dyrnar, upprifinn og í beztá skapi og hafði með sér stóran rósavönd. Zona starði á blómin. Ö, en hvað þau eru falleg, sagði hún lágt. Hún horfði á hann. Hún hafði ekki búizt við, að hánn yrði svona kátur og hugul- samur. Hun hafði ekki hugsað

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.