Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Qupperneq 8

Mánudagsblaðið - 08.06.1953, Qupperneq 8
KvenfóUtið tekur ekbi síður þátt í íþróttum en karlmcnnimir. Konur víða um heim hafa staðið sig með ágætum á vettvangi íþróttanna og sigrað karlmenn í sumum greinum. Nú er æft af kappi í íþróttaheiminum og sést hér brezk kona í hástökki. i Daði í baði — Börnin og íþróttavöllurinn — Leikhús- hornið — Afi er í Sjálfstæðisflokknum. w Elín Ingvarsdóttir er sögð á förum til Englands, þar sem hún hyggst kynna sér leiklist. Hún er útskrifuð úr leikskóla Ævars Kvar- ans og hefur leikið í Þjóð- leikhúsinu og hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Ólafur, sonarsonur og alnafni Ólafs Thors, kom nið- ur á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins ásamt leikbróður sínum, og var erindið að fá að selja happdrættismiða flokksins. Honum voru afhentir nokkrir miðar til sölu, en um leið og hann fór spurði hann, hverjum hann ætti að selja miðana. Afgreiðslumaðurinn sagði honum að selja þá Sjálfstæðismönnum, sem hann kynni að þekkja. Stráksi var hugsi um stund, en hýrnaði síðan á svipinn og sagði: „Ég ætla þá að selja honum afa þá — ég held hann sé í SjálfstæðisfIokknum.“ „Góðir eiginmenn sofa heima“ er vinsælt leikrit, enda leika í þ\i úrvalskraftar. — f kvöld, sunnudag, er sýning í Iðnó á vegum Sjómannadagsins. — Myndin er af tveim leikénd- um, Brynjólfi Jóhannessyni og Gunnari BjamasjTii. Spekingur Framhald af 2. siðu. oft reyna foreldrar að senda mjög óstýrilát böm á sveita- skólana til að halda þeim frá vondum félagsskap í bæjum. Svo er alltaf hægt að. skella skuldinni á skólastjóra og kennara ef illa tekst til. Ég er annars hissa á, að jafn vitur maður og þú ert, Hallur á Hamri, skulir ekki taka að þér að stjóma mennta skólastofnun, ekki er hætta á að þar yrði stóryrðunum fyrir að fara hjá þér þótt eitthvað út af brygði, það hefir þú nú þegar sannað með þessum skrifum þínum, enda metur þú hógværðina svo mikils og það er dyggð, sem flestir virða, það er sígilt það sem blessað sálmaskáldið kvað: „Oft má af mál þekkja, manninn hver helzt hann er“, þú kannt auð- vitað framhaldi, Hallur, svo það er óþarfi að hafa það lengra, þú segist ekki ætla að svara mér, aftur, það finnst mér skynsamleg ráðstöfun hjá þér. 0 Það var minnzt á það hér í síðasta blaði, að sjálf- sagt væri að leyfa unglingum allt að 11 ára að sitja fyrir framan grindurnar á Iþróttavellinum. Eitt dag- blaðið tók vel 1 þessa uppástungu, og vonar maður nú, að forráðamenn vallarins sjái sóma sinn í því að hlynna að yngri kynslóðinni. Jón Sigurbjömsson mun bráðlega leggja af stað til Italíu og leggja þar frekari stund á söngnám. Jón stundaði nájm í Raliu í fjrrra, en kom heim til þess að leika við Þjóðleikhúsið. Óstaðfestar fregnir herma, að Gunnari Eyjólfssyni hafi ekki tekizt að komast að leikhúsi í Ameríku, en hafi stundað algenga vinnu þar. Síðast bárust þær fréttir, að hann hefði slasazt og hafi legið rúmfastur. — Hinn frægi Sigurbogi í Parísarborg. Frábær kosningabandbók Blaðinu hefur borizt eintak af Kosningahancjbókinni. Bók þessi er frábærlega vel úr garði gerð og mesta þarfaþing þeim, sem vilja fylgjast með komandi kosn- ingum. í bókinni eru uppiýsingar um 6 síðustu alþingiskosningar, úrslit forsetakjörsins í öllum kjör dæmum,, úrslit bæjarstjórnar- kosninganna 1946 og 1950. Þá eru og myndir af öllum fram- bjóðendum allra flokka og auk þess margvíslegustu uppiýsingar varðandi kosningarnar. Kosningahandbókin er, eins og fyrr getur, hin eigulegasta og frá- gangur allur góður. Hvað á að gera í kvöld KVIKMYNDAHtíS: Gamla Bíó. Þrír biðlar. Deborah Kerr, Peter Lawford. Kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó. Óbyggðimar heilla. Mark Stevens, Coleen Gray. Kl. 5, 7 og 9. Tjamarbíó. Vogun vinnur, vogun tapar. John Payne, Arleen Whelen. Kl. 5, 7 og 9. Austurbæjarbíó. Sadko. S. Slolyarov, A. La- rionova. Kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó. Ástarljóð. Benjamino Gigli. Kl. 5, 7 og 9. Stjömubíó. Kvensjóræninginn. Jon Hall, Lisa Ferraday. Kl. 5, 7 og 9. Tripolibró. Um ókunna stigu. Augeica Hauf, Alexander Carlos. Kl. 5, 7 og 9. LEIKHÚS: Þjóðleikhúsið. La Traviata. Dora Lindgren, Einar Kristjánsson. Kl. 20. Að endingu vil ég óska þér þess að þér verði aldrei fóta- skortur á ritvellinum meiri en orðinn er: „Því betra er að hafa bein sín heil en brotin illa. Gamall nemandi frá Laugarvatnsskóla. G.J. Iðnó. Góðir eiginmenn sofa heima. Alfred Andrésson, Rrynjólfur Jóhannesson. Kl. 20. Dagskrá útvarpsins: Sunnudagur 7. júní: 13.30 Hátíðahöld sjómannadagsins á Austurvelli. — 15.15 Miðdegis- tónleikar. — 18.30 Barnatími. — 19.30 Erindi: Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna (Hallgr. Jónasson vélstjóri. — 20.20 Dagskrá sjó- manna: a) Ávarp (Vilhjálmur Þ. Gíslason), b) Erindi: Sjósókn og þjóðtrú (Gils Guðmundsson), c) Gamanvísur (Alfreð Andrésson), d) Nokkur orð frá sjómannskonu (frú Rannveig Vigfúsdóttir), e) Samtalsþáttur: Rætt við skipverja á „Hvassafelli“, f) Einsöngur: Sig- fús Halldórsson syngur; Skúli Halldórsson aðstoðar, g) Leik- þáttur: „Tala ekki við seglskip“. 22.05 Danslög. Dagskrárlok kl. 1. Mánudagur 8. júní: 19.30 Lög úr kvikmyndum. — 20,20 Útvarpshljómsveitin: Laga- syrpa eftir Morena. — 20.40 Um daginn og veginn (Helgi Hjörv- ar). 21.00 — Einsöngur: Jennie Tourel syngur (plötur). — 21.20 Erindi: Miðsumarvaka í Norður- Svíþjóð (Guðbjörn Guðbjörns- son). — 21.45 Hæstaréttarmál (Há kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). — 22.10 íþróttaþáttur. Daði Iljörvar, meðlimur íslenzka ríkisútvarpsins, sem starfar hjá Sameinuðu þjóðunum og Hafliði Haf- liðason, skipsmaður á flutninga- skipinu Goðafossi, voru dregnir upp úr East River (Austurfljóti, New York City) klukkan þrjú' nótt. Björgunina önnuðust strand- varnarliðsmenn. Daði og Hafliði féllu af bryggju 20, Peck Slip, þar sem Goðafoss lá. <Úr amerísku dagblaði). MÁNUDAGSBLAUIÐ DREINUIANNAD

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.