Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 5
Mánudagurinn 22. júní 1953. 5 MÁNUDAGSBLAÐIÐ r r Ahugamál kvenna Eg vil ekki breyfa íslenzka búningnum í viðrinis- búningr sagði vinkona mín við mig 17. júní. Við vorum á gangi saman niður í bæ, og mættum tveimur stúlkum með skott- húfur við stuttklippt hárið og peisufatapils niður undan k j ólkápunum sínum. Eftir að hafa athugað betur ,,undrin“, var ég alvcg á sama máli. Blöðin voru að minnast á eitthvað lítilsháttar fyrir 17. júní, að gott væri ef kven- fólkið væri á íslenzkum bún- ing á þjóðhátíðardaginn. — Þetta er mál, sem kvenþjóðin, eldri sem yngri, ætti að taka vel til athugunar og skipu- leggja svo sómi sé að, og ættu skólar og kvenfélög að beita sér fyrir því, svo það yrði al- mennt. Við erum ákaflega langt að baki öðrum þjóðum í því efni að hafa nokkuð sem kallast getur þjóðlegt við okk ur. Við höfum verið svo önn- um kafin við að apa allt út- lent, að við höfum gleymt öllu þjóðlegu. Hversu skemmtilegar hefði þjóðhátíðardagurinn ekki litið út, ef við íslenzku konurnar hefðum gengið um í okkar ís- lenzka búning, sem mæður okkar og formæður þáru með prýði ? Gengið um, skulum við segja, í upphlut með skott- húfur og fléttur, og litskrúð- ugar svuntur, stoltar einu sinni á ári yf ir því að við eig- um okkar þjóðbúning, okkar þjóðhátíðardag og okkar Is- land. Þetta er mál, sem ég vildi óska að konur vildu taka að sér og koma í framkvæmd al- mennt. Það er ekki nóg að ein og ein taki sig til og „stingi út úr“ eins og við köllum það, heldur. verður þetta að vera svo víðtækt, að allar séu með. íslenzki þjóðbúningurinn mundi tengja okkur betur saman sem þjóð, þó hann væri ekki borinn nema einu sinni á ári en nokkuð annað. Hann mundi vekja hjá okkur það þjóðarstolt, sem okkur sýnist skorta svo mjög í dag. Ef að þig dreymir Steik. Ef þig dreymir þykka safa- mikla steik, sem búin er til eftir nákvæmum reglum, þá spáir það góðu, en sé hún illa steikt, þá spáir það óhöppum. Hring. Að dreyma um að búa til nákvæman hring, annaðhvort fríhendis eða með sirkli, spá- ir góðu um áhugamál þín. Imyndað samlal Fólk segir, að það gangi á milli manna að Chaplin hafi talað við Hitler, og sagði: Mér er sama þó þú stældir yfirskeggið mitt. Mig skiptir engu, þótt þú sért myndaður oftar en ég. En fari ég bölv- aður, ef ég læt fleira fólk hlæja að þér en mér. Ráð Konum, sem vilja fá skiln- að, er gefið það ráð, að tala barnamál við manninn sinn svo aðrir heyri og smyrja sig vel með kremi áður en þær fara í rúmið. — ★ Þeir eiginmenn, sem vilja losna við konur sinar, eiga alltaf að kalla konuna sína „þá gömlu“ svo aðrir heyri og ekki má gleyma að koma því að, hvað gömul hún sé og líti þó ellilegar út; grettu þig svo vel um leið. Ef gluggar eða hurðir eru stirðar í falsinu, þá er ágætt ráð að smyrja falsið með steinolíu og ögn af smurolíu saman við. Sparsamar sljörnur Hollywood. Ef maður ætti að trúa öllum þeim tröllasög- um, sem ganga um stjörnurn- ar þar, þá mætti halda að fólkið þar lifði brjáluðu lífi. I raun og veru liafa þessar stjörnur sömu sparsemistil- hneigingar ekki síður en ég eða þú. Georg Brent hatar að eyða peningum í rakvélar og blöð. Hann sendir bitlausu blöðin sín til að láta hvessa þau, svo lengi sem þau taka brýnslu. Edward G. Robinson hikar Framhald á 8. síðu. 'mmmmmmJVmmmmJ*rnmmmmmmm mmmarmVmmmmmm^mmmmmmmm Frá Steindóri: I Nýja sérleyfisafgreföslu Krossgáta Mánu dagsblaðsins höfum við opnað í Hafnarstræti 7, beint á móti EDINBORG Vinsamlega hringið í síma 1585 varðandi allar upplýsingar um íerðir sérleyfisbiíreiða en ekki í símá 1580 Sérleyfisafgreiðsla Steindórs Hafnaistræti 7 — Sími 1585 Opin fiá bl. 9 f. h. — 9.30 e. h. SKYRINGAR Lárétt: 1. Hlýfa — 5. Fjörug — 8. Ör — 9. Tala saman 10. Spretta — 11. Verkfæri — 12. Duna — 14. Þrír eins — 15. Var ókyrr — 18. Sögn (í nt.) — 20. Samhljóðar — 21. Upphafsstafir — 22. Knýja — 24. Samræður — 26. Nöldri — 28. Fjær — 29. Fugls — 30. Fæði. . j Lóðrétt: 1. Evrópumann — 2. Graftarnagni — 3. Gólaði 4. Tónn — 5. í sósu — 6. Hæð — 7. Áburður — 9. Drápinnu — 13. Skel — 16. Hell — 17. Þýði — 19. Stillir — 21. Mun 23. Beita — 25. Slagsmála — 27. Stafa. Ráðning krossgátu nr. 55. v Lárétt: 1. Naska — 5. Ból — 8. Elfa — 9. Róla — 10. Glæ — 11. Þak.— 12. Laga — 14. Kal — 15. Aumar — 18. R. S. — 20. Rær— 21. Ek —■ 22. Nia 24. Rakka------26. Alur — 28. Rórr — 29. Rammi — 30. Raf. Lóðrétt: 1. Neglurnar — 2, Afla 3. Slæga — 4. K. A. — 5. Bókar — 6. Ó1 — 7. Laf — 9. Rakarar — 13. Aur — 16. Mær — 17. Skarf — 19. Síla — 21. Ekra — 23. Aum — 25. Kór —27. R.M.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.