Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 22.06.1953, Blaðsíða 7
■Il Mánudagurinn 22. júní 1953, ATþingiskosningarnar Framhald af 4. tsíðu. Alþýðuflokkurinn Á lista Alþýðuflokksins er Jón P. Emils lögfræðingur efstur, en hann mun ættaður þarna að aust- an. Sterkasta vígi Alþýðuflokks- ins er Fáskrúðsfjörður, þar sem Eiður Albertsson ræður lögum og lofum. Dálítið fylgi á flokkurinn einnig í hinum þorpunum. í Nes- kaupstað, sem var aðalvígi Al- þýðuflokksins í tíð Jónasar Guð- mundssonar, hefur fylgi flokksins hrakað mjög. Alþýðuflokkurinn fær sennilega um 300 atkvæði í sýslunni. KANGÁ KVALLASÝSL A Hún er ekki spennandi. Fram- sóknarmenn og Sjálfstæðisflokk- urinn fá sinn manninn hvort, og fylgi þeirra verður rnjög svipað. Síðast var Framsókn tveimur at- kvæðum hærri. Framsókn Af Framsóknarlistanum verður kjörinn Helgi Jónasson læknir. Helgi er vinsæll í sýslunni, ljúf- menni hið mesta, en bardaga- maður enginn. Næstur honum á listanum er Bjöm Björnsson sýslu maður, sem sjálfsagt á að verða eftirmaður Helga með tíð og tíma. Sjálfstæðismenn Af Sjálfstæðislistanum verður kosinn Ingólfur Jónsson. Ingólfur er hárðari maður en Helgi, og um hann héfur staðið meiri styrr. Hann á um sig harðsnúinn flokk í sýslunni, en einnig hatramma andstæðinga. En allir verða þó að viðurkenna, að Ingólfur er harðduglegur maður. Varamaður Ingólfs, Sigurjón í Raftholti, er vinsæll bóndi, en ekki hefur flokksstjórninni gengið vel að handjárna hann. Alþýðuflokkuriim Óskar Saemundsson í Garðsauka er efstur hjá Alþýðuflokknum. Aðalbaráttumenn flokksins á fundum verða þó sjálfsagt þeir sr. Sigurður Einarsson og Helgi Sæmúndsson. Kommúnistar Hjá kommúnistum er efstur Magnús Magnússón kennari. — Miklu kunnari maður er annar maður listans, Ragnar Ólafsson lögfræðingur, náfrændi Bjarna Éenediktssonár ráðherra. Ragnar var í fyrstu Framsóknarmaður, en varð seirina gallharður línu- kommúnisti, og er einn helzti sérfræðingur kommúnista um lög fræðileg efni. Hvorki Alþýðu- flokksmenn né kommúnistar munu ná 100 atkvæðum í sýsl- unrií. ÁRNESSÝSLA Þar eru úrslitin einnig augljós, Framcóknarmenn og Sjálfstæðis- menn fá sinn hvor. Á'róður Fram- sóknarmanna um það, að þeir hafi möguleika á að vinna bæði sætin, nær auðvitað ekki neinni átt. Framsókn Jörundur Brynjólfsson verður kjörinn af Framsóknarlistanum. Jörundur er nú aldursforseti á Alþingi, en er ekki aldeilis á því að hætta þingmennsku, enda má segja, að pólitíkin hafi nú um áratuga skeið verið aðalatvinna Jörundar. Eftir mikið brambolt var Hilmar Stefánsson settur í annað sæti listans í stað Þorsteins á Vatnsleysu. Hilmar er vinsæll í Árnessýslu síðan hann var bankastjóri á Selfossi, en auðvitað dugar það honum ekki til þess að komast að. Hinsvegar hefur hann kannske tryggt sér það, að verða eftirmaður Jörundar. Annars má vel vera, að Framsóknarmenn í Árnessýslu auki atkvæðamagn sitt eitthvað nú. Klíka þeirra Eg- ils Xhorarensens og Bjarna á Laugarvatni, sem ræður yfir 200 —300 atkvæðum, styður nú Fram sókn eindregið, en var í fýlu við flokkinn siðast. Sjáífstæðismeim Sigurður Óli Ólafsson Verður kosinn af Sjálfstæðislistanum. — Sigurður er mjög vinsæll á Sel- fossi, en er minna þekktur í upp- sveitum. Nokkur urgur hefur ver- ið í Sjálfstæðisbændum í Árnes- sýslu út af því að fá ekki mann úr sínum hópi í efsta sætið. — Nokkrir Sjálfstæðismenn í sýsl- unni vildu fá Árna G. Eylands efstan, en samkomulag náðist ekki um hann. í öðru sæti listans er Steinþór Gestsson á Hæli, bróð- ursonur Eiríks heitins Einarsson- ar. Steinþór er vinsæll i Hreppúm og Biskupstungum, en er minna þekktur niðri í sýslúnni. Hann er hinn efnilegasti af yngri rriönn- um flokks’ins. Alþýðiulokkuriim Hjá Alþýðuflokknum er efstur Vigfús Jónsson frá Eyrarbakka. Aðalfylgi hans er á Bakkanum, en flokkurinn í einnig nokkurt fylgi í hinum þorpunum í sýsl- unni og eitt og eitt atkvæði í sveitunum. í öðru sæti er Knútur Kristinsson Laugarási. Ingimar Jónsson, sem um langt skeið hef- ur alltaf verið efstur á listanum, er nú í neðsta sæti. Kommúnistar Hjá kommúnistum er Gúðmimd- ur Vigfússon aftur efstur, en Ing- ólfur Þorsteinsson á Selfossi í öðru sæti. Það má nú heita furðu- lég ráðstöfun, að hafa ekki held- ur Ingólf efstan, innanhéraðs- mann, sem er þaulkunnugur í kjördæminu, og auk þess per- sónulega vinsæll. Guðmundur ei’ .Vestfirðingur, sem engin tengsl hefur við Árnessýslu, en er harð- ur flokksmaður, og hefur þess vegna órðið fyrir valinu. Fylgi kommúnista er mest á Selfossi og í Hveragerði. Nokkurt fylgi eiga þeir einnig á Stokkseyri, en Eyr arbakki hefur alltaf verið þeim erfiður. MÁNUDAGSB'LAÐIÐ Erfið hjónabönd nú situr eftir með. Þar sem bæði hún og Vigier eru trúað kaþólskt fólk, þá benda litlar líkur til þess, að hjónaband þeirra verði nokkum tíma leyst upp, löglega. Það er lag- leg framtíð fyrir sextán ára stúlku. Þreytt — hatar potta og pönnur. Þá komum við loksins að þeirri tegund eiginkvenna, er falla undir titilinn: „Eigin- konur, sem leiðist“. Holly- wood-dæmi: Arlene Dahl, sem giftist Lex Barker (Tarzan- kvikmyndanna) rétt áður en samningar hennar við MGM- félagið runnu út. Hún var at- vinnulaus og var þess vegria heima, hugsaði um matartil- búning, saumaði o. s. fiw. — „Það voru ydnislegustu dag- arair,“ sagði Lex við blaða- menn. Hún vann í fatabúð bara í tómstundum, til þess að vera ekki of lengi frá heim- ilinu. En þar var tekið eftir henni og hún komst aftur inn í kvikmyndastörfin. Svo er að sjá sem Arlene væri það ó- mögulegt að_ sitja heima. Hún krafðist skilnaðar, og Lex var svo undrun lostinn yfir gjörð- um hennar, að hún samþykkti að „reyna á ný“. Hann fór með kvikmyndafélaginu úr HolljBvood til þess að vinna, en þegar hann kom aftur, var hún þegar komin fyrir rétt með skilnaðinn. Þetta getur maður kallað „að reyna aft- ur“, sagði Lex, þegar hann komst að því, að Arlene hefði sagt dómaranum, að hann hefði kallað hana „sveitapíu". Vandamálið snerist raunveru- lega ekki um uppnefni. Frúin var bara þreytt á pönnum og pottum. Þrcjif — rík — saknar eldhússins. En svo höfum við annað klassískt dæmi úr liíi ríka fólksins. Lois Radizville prins- essa kom aldrei nálægt pott- um eða pönnum — hún salcn- aði þeirra. Hún var þreytt á því að vera hefðardama. — Hvernig? Lois Lorraine Ev- BÆTUR A SPARIFE Sam kvæmt lögum um geng isskráningu, stóreignaskatt o. fl., nr. 22/1950, 13. gr., svo og bráðabirgðalögum 20. apríl 1953, á að verja 10 milljónum króna af skatti þeim, sem inn- heimtist samkvæmt lögunum til þess að bæta verðfall, sem orðið hefur á sparifé einstakl- inga. Landsbanka Islands er með fyrrgreindum lögum falin framkvæmd þessa máls. Sam- kvæmt auglýsingu bankans í Lögbirtingablaðinu og öðrum blöðum landsins, verður byrj- að að taka á móti umsóknum hinn 25. júni næstkomandi.— Hér á eftir er gerð stutt grein fyrir reglum þeim, er gilda um greiðslu á sparifé. Skilyrði bótaréttar. 1) Bótarétt hafa aðeins ein- staklingar, sem áttu sparifé í sparifjárreikningum innláns- stofhana eða í verzlunarreikn- ingum fyrirtækja á tímabilinu 31. desemher 1941 til 30. júní 1946. Innstæður á sparisjóðs- ávísanabókum eru bótaslcyld- ar, en hins vegar greiðast ekki bætur á innstæður í hlaupa- ans Olson, 23 ára gömul, kynntist Radizville prins, 70 ára, í veizlu í Cannes. Hún var amerísk og hafði komið til Parísar til að læra. Prinsinn, póleraður heimsmaður, fræg- ur veiðimaður, heillaði hana. Og þau giftu sig. Prinsmn kynnti hana fyrir vini sínum sem Radizville prinsessu. — Vinurinn hneigði sig kurteis- lega, tók hönd hennar og kyssti á f ranska vísu og, segir Lois: „Guð minn almáttugur, í gær var ég bara Lois Olsen, og nú er ég orðin prinsessa. Þegar fólk hélt áf ram að kalla mig prinsessu, þá trúði ég því varla, því mér fannst ég alltaf vera — bara amerísk stúlka.“ Loksins kom að því, að hugur Loisu litlu gerði uppreisn gegn þvi, sem hún kallaði „Fiðrildislíf“, og hún skildi við prinsinn sinn. Ef til vill hefði verið heppilégra að Ar- lene og Lois hefðu skipzt á mökum. reikningum og hliðstæðum. reikningum. 2) Bætur greiðastá heildax- sparif járeign hvers aðila í árs- lok 1941, svo framarlega sem: heildarsparifjáreign hans 30. júní 1946 er að minnsta kosti jafnhá heildarupphæðinni á fyrri tímamörkunum. En sé heildarspariféð lægra 30. júni 1946 en hún var í árslok 1941, þá eru bæturnar miðaðar við lægri upphæðina. 3) . Ekki eru greiddar bætur á heildarsparif járeign, sem var lægri en kr. 200,00 á öðru hvoru tímamarkinu eða þeim báðum. 4) Skilyrði bóta er, að spárí féð hafi verið talið fram til skatts á tímabilinu, sem hér um ræðir. Þetta skilyrði nær þó ekki til sparifjáreiganda, sem vora yngri en 16 ára í. lok júnímánaðar 1946. 5) Bótarétt hefur aðeins; sparif járeigapdi sjálfur á hinw umrædda tímabili eða, ef hann er látinn, lögerfingi hans. 6) Bótakröfu skal lýst fyrir 25. október 1953, að viðlögð- um kröfumissi, til þeirrar inn- lánsstofnunar (verzlunarfyrir tækis), þar sem innstæða var á tímamörkunum, 31. desem- ber 1941 og (eða) 30. júní 1946. Umsóknareyðublöð fást i öllum sparisjóðsdeildum bank. anna, sparisjóðum og innláns- deildum samvinnufélaga eftir 25. júní n. k. Sérstök athygli skal vakin á því, að hver um- sækjandi skal útfylla eitt um- sóknareyðublað fyrir hverja. inniánsstofnun (verzlunarfyr- irtæki), þar sem hann átti inn- stæðu eða innstæður, sem hann óskar eftir að komi til greina við úthlutun bóta. . Að öðru leyti vísast til leið- beininganna á umsóknareyðu- blaðinu. Heimilt er að greiða bætur þessar í ríkisskuldabréfum. Eftir lok kröfulýsingar- frestsins verður tilkynnt, hve- nær bótagreiðslur hefjast og hvar þær verða inntar af hendi. í FréttatHkymmig frá Landsbanka Islands um - -

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.