Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 17.08.1953, Page 2

Mánudagsblaðið - 17.08.1953, Page 2
2 MÁNUDAGSBLAÐXÐ Mánudagurinn 17. ágúst 1953 Á þessu ári, þegar Ford- iverksmiðjurnar haida upp á 50 ára afmælið sitt, verður mörgum gömlum í Detroit ihugs.að til sögunnar um Rós- ettu Cauzens Hauss og 100 dollarana hennar. Vorið 1903 sagði bróðir Rosettu, James Cauzens henni frá bifreiðafyrirtæki, sem Alex Maleomson, kolakaup- maður í Detroit, ætlaði að byggja í samráði við vélvirkja sem hét Henry 'Ford. James var skrifstofustjóri og bókari fyrirtækisins. Hann hvatti systur sína til þess að leggja 200 dollara í fyrirtækið. Rosetta var ekki á því að bensín-vagn Fords yrði nokk- urs virði. Hún samþykkti hálf hauðug að leggja 100 dollara fram. Næstu ár hlýtur Rosetta að hafa séð eftir varfærni sinni: Ford-féiagið græddi fé miklu fljótar en nokkurt annað fyr- irtæki, sem enn hefur verið stofnað i heiminum. Frú Heuss fékk 95.000 dollara í arð 1919 og þegar Ford keypti hlutabréf hennar fékk hún 260.000 dollara fyrir þau. En James Couzens, var ó- líkur systur sinni, og hafði mikla trú á Ford-bifreiðinni. Hann fékk 2.400 dollara að láni og bætti þar við 100 doll- nram systur sinnar og keypti 25 hlutabréf, — 214 prosent af fyrstu hlutabréfaútgáf- unni. Seinna jók hann eignir sínar upp í 111/2 prósent, sem seinna gaf honum 5.000.000 dollara í arð — og 30.000.000 dollara er hann seldi bréf sín og systur sinnar árið 1919. En meða.1 stuðningsmanna Fords voru líka tveir lögfræð- ingar í Detroit. Jobn W. And erson og Horaee H. Rackham, og hvor þeirra lagði f ram 5000 doliara. Anderson lánaði pen- ingana frá föður sínum, en Rackham veðsetti ýmsar smá-1 eignir, sem hann átti í ná- grenni Detroits. Bankastjór- inn sem greiddi Racham veð- féð var næstum búinn að teija honum hughvarf: „Vertú ekki fífl“ sagði hann, „þessi bif-1 reiðavitievsa deyr út á nokkr- um árum, eins og reiðhjólavit leysan.“ Þegar þeir voru keyptir út 1919 fengu þeir hvor 12.500.-! 000 dollara. Þegar hlutabréfaeigendurn- ir tólf, sem mynduðu Ford- bifreiðafélagið, hófu starf' sitt var Ford aðeins hug- myndaríkur maður og fram- leiðslustjóri. Malcolson, kola- kaupmaður, var skipulags- stjóri, og John S. Gray, foanka stjóri í Detroit, var foseti. Ford hafði lítil völd á skrif- stofunni, þvi hann átti engan eyri. En vegna þekkingar sinn ar á bifreiðum, fékk hann 2114 prósent af hlutabréfun- um og 3.600 dollara árslaun. Malcolmson átti jafn mörg hlutabréf og Ford og Gray 10 V2 prósent. Tíu prósent af hlutabréfun- um áttu hinir ágætu Dodge- bræður, John og Horace, sem þeir fengu sem greiðslu fvrir vélarnar og aðra hluti í 650’ fyrstu Ford-fifreiðarnar, sem byggðar voru í véiasmiðju Dodge-bræðra í Ðetroit, og Starfsmenn heiibrigðisstofauuar 3Þ að veikí. fluttar í bílasmiðju Fords í heyvögnum.Með þessu fé hófu þeir bræður seinna sína eigin bifreiðaframleiðslu. Fimm prósent áttu tveir kaupmenn í Detroit, Bennet og Fry að nafni. Trésmiður í Detroit fékk að kaupa 5000 dollara virði í fyrirtækinu vegna þess að hann átti bygg- inguna, sem fyrst hýsti Ford- verksmiðju. Einn verzlunar- maður í viðbót Woodall hætti 1000 dollurum fyrir 1 prósent í félaginu. Á fundi var ákvfeðið að selja ekki hlutabréfin utanaðkom- andi mönnum; allir sem vildu selja áttu að selja það ein- hverjum hluthafa. Innan eins árs burguðu hluta bréfin sig að fullu — 100.000 dollar agróði. Og á tíu árum hækkaði reiðufé félagsins úr 28.000 dollurum upp í 250. 000.000. Þessi skyndilegi gróði hafði misjöfn áhrif á þessa 12 menn. Strelow, trésmiðurinn, hélt að gróðinn væri svo mikill að bráðlega hlyti að taka fyrir hann og seldi hlutabréf sín 1907 fyrir 25.000 dollara. Hann lagði fé sitt í gullnámu og tapaði því öllu. Árið 1906 stofnaði Malcolm son sitt eigið bifreiðafélag ut- an Ford-féiagsins. Hlutabréfa eigendur skipuðu honum að selja hlutabréf sín í Fordfélag inu— hann hlýddi og fékk 175.000 dollara fyrir bau. Þá var lánstraust Ford-félagsins svo mikið, að þeir Ford og Cauzens fóru bara inn í bank- ann og undirrituðu plögg hvor annars og fengu penmg- ana. Bifreiðafyrirtæki Mal- colmsons, Aero Motor Comp- any, fór strax á hausinn. Þetta ár dó Gray. Ford reyndi að kaupa hlutabréf hans, en ættingjarnir neituðu að selja. Ford varð þá yfir- maður félagsins ' en Couzens varð aðalaðstoðarmaður lians j og liafði umsjón með f jármál- j um og sölunni. Stuttu seinna ákváðu þeir Bennet, Fry ogi Woodall að selja meðan sölu-j möguleikar voru góðir. Couz- ens keypti flest hlutabréf, þeirra. • Þegar Ford hóf hraðfrám- leiðsluna árið 1913, þá ruku hlutabréfin upp úr öllu valdi. — Þetta sumar fóru þau And- i erson og kona hans í skemmti-j ferð til Evrópu. Áður en And-i erson lagði af stað ákvað hann að láta lögfræðing sinn senda' sér skeyti um ágóðahlutann íj Ford, þegar næst yrði til-j kynnt: ef hanri væri 25.000 þá átti að standa í skeytinu tuttugu og fimm; ef 50.000, þá átti að standa fimmtíu. Anderson fékk skeytið í á imófi 1 Svisslandi. Þar stóð „fimm hundruð“. Hann varð undr- andi og sendi skeyti til Detroit og bað um skýinngu því hann hélt að ágóðahlutinn væri að- eins fimm hundruð dollarar. Svarið kom skjótt: „Fimm hundruð þúsund dollarar.“ Þegar félagið stæklcaði urðu þeir Couzens og Ford ó- sammála og þvínæst Ford og Dodgebræður, sem fannst of miklu af gróðanum eytt í f ram leiðslukostnað í stað þess að greiða hann út hluthöfum. Fordeetti alla þjóðina á ann an endan þegar hann hækkaði laun starfsmanna sinna úr 2.34 dollurum upp í fimm doll- ara á dag. Ein sagan segir að Ford hafi upprunalega ætlað að hækka launin upp í 4.80 dollara, en Couzens, fokillur hefði átt að hreyta út úr sér: „Því ekki fimm doliara og sýna göfuglyndi. “ „Snjöll hugmynd", sagði Ford, „fimm dollarar skulu það vera“. Nokkrum mánuðum seinna gaf Ford út aðra ótrúlega til- kynninguhann lofaði að end- urgreiða hverjum viðskipta- manni, sem keypti Ford bif- reið á næsta ári, fimmtíu doll- ara, ef salan færi yfir 300.000 bifreiðar. Þegar seldir höfðu verið 308.213 bílar, þá sendi Ford 15.410.650 dollara til við- skiptavinanna. Þetta varð Couzens of mik- ið. Hann sagði af sér sem gjaldkeri og varaformaður fé- lagsins, en seldi ekki hlutabréf sín. Opin styrjöld hófst milli Fords og hluthafanna árið 1916, þegar hann hóf bygg- ingu hinnar gífurlegu River Rouge verksmiðju nálægt Dearborn, þar sem ha.nn ætl- aði ekki einungis að framleiða bifreiðar, heldur og stál, gler og gúmmíbarða. Undir for- ustu Dodgebræðra og Couzens fóru hluthafar í mál til þess að neyða Ford til þess að greiða meiri arð og unnu mál- ið. Ford ákvað að kaupa þá út, jafnvel þó hann yrði að fá 75.000.000 dollara að láni til þess. Couzens fékk 30.000.000 dollara og Gayættin 26.250.- 000 dollara. Á sama hátt og Anderson og Backham, seldu þeir Dodge bræður John og Horaee fyrir 12.500.000 hvor. Henry Ford, sem ekki hafði lagt eyri í fvrirtækið í upp- hafi, varð milljónamæringur, ríkari en nokkur Ameríkumað ur að John D. Rockefeller und- anskildum. (Þýtt, stytt. Reader’s Digest). f r 1 r ! 1 g g j a n d i Ullargabardine Taft Morie Kayon-kjólaefni, inarg'ar ’ geriir Xylon-kjólatau Faiaefnj Rayon-cheviot Rayon-span kjólaefni Hverfilitar slæður Herrabindi Pilsstrengir Hvítar blúmiur Hvit og svört teýgja (8 cord) Plastic-efni Stíntur ug leggingar Varalitur — Naglalakk — Páður ItakvélabíöSf Greiður Hárkainbar Kúlapennar og fyllingar Plastic fatalieng'i Plastic sápuskálar Uáíspíanur Keykjarpipur Cígarettumunnstykki Myndasápa Pottasleikjur Titiiprjónabox Plastic-giös Saumaskrín Plastic-bollabakkar Tennisboltar Hattaprjónar Hárfílt Sparibyssur Badmintonboltar Vekjaraklukkur o. m. fl. Væntanlegt: Rayon gabardine m. Iitir Nylon-karlmannaskyrtur Nylonsokkar me'ð svörtum hæl og blúnduhæl Perlonsokkar Gluggatjaldaefni Drengja-og herraprjónabindi Rayon-náttkjó'ar Káputau o. m. fl. mií-immk VERZLUHARFEIAGS9 H.F. Garðastræii 2 Sírni 5333 1 MámidagsMesðinii

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.