Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Page 3
Mánudagur 26. október 1953
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3
Ólafur Hansson, mennfaskóíakennari:
8. GKEIN
FLU6UMYRARBRE
alda minning
Þó að Gissur virtist ótrúlega
grunlaus var hin venjulega var-
kárni hans ekki með öllu horfin.
Hann setti tvo menn til þess að
vera á verði á túninu á Flugu-
mýri. Slík varúðarráðstöfun þótti
sjálfsögð á mörgum höfðingja-
setrum á þessum róstutímum.
Stundum hafði það komið mönn-
um í koll, ef slakað var á þessari
varúð. Þannig fóru menn Guð-
mundar biskups góða að Tuma
Sighvatssyni eldra á Hólum og
drápu hann þá einu nótt, sem
ekki var settur vörður um stað-
inn. Síðar varð svipuð óvarkárni
Þorgilsi skarða að bana á Hrafna-
gili.
Gissur setti tvo menn á vörð,
Markús Marðarson og Beini
Steinsson. Hefur ætlunin sjálfsagt
verið sú, að annar þeirra vekti
heimafólk á Flugumýri, ef ófrið-
ur kæmi að, en hinn gerði aðvart
á næstu bæjum. Þegar varðmenn
Gissurar urðu varir ferða Ej'j-
ólfsmanna hljóp Beinir heim á
bæinn, en Markús sút að Þverá.
Þar hljóp hann í kirkju. Markús
virðist hafa verið lítill kjarkmað-
ur. Hann var Árnesingur, frá
Núpi í Gnúpverj ahreppi, og hafði
frá æsku verið fylgdarmaður
Haukdæla. Um þessar mundir
hefur hann verið orðinn roskinn
maður. Þrjátíu og tveimur árum
áður hafði hann verið í liði Bjarn
ar Þorvaldssonar hálfbróður Giss-
urar, þegar Loftur Pálsson felldi
Björn á Breiðabólsstað í Fljóts-
hlíð. Þá flýði Markús snemma-í
þardaganum. í Öriygsstaðabar-
daga var hann einn hinna mörgu,
sem veittu Sturiu Sighvatssyni
áverka. Hefur það kannske auk-
ið á ótta Markúsar, hann hefur
talið sér dauðann vísan, ef hann
kæmist í hendur hinna heift-
ræknustu manna í Stui'lunga-
flokknum. Frá Þverá voru tveir
menn sendir vestur í héraðið til
að gera aðvart um ófriðinn, annar
ofan til Hegraness, en hinn að
Reynistað til Páls Kolbeinssonar,
frænda Gissurar, sern ekki hafði
þegið boðið í brúðkaupsveizluna.
Var þá hafinn liðssamdráttur um
héraðið, en hálfgerður seinagang-
ur virðist hafa verið á þeim lið-
safnaði. Það var ekki fyrr en
komið var alllangt fram á morg-
un næsta dags, að Páll Kolbeins-
son kom með flokk manna til
Flugumýrar. Máttu menn þó vita,
að mikið mundi undir því komið,
að hjálp bærist skjótt. Ekki gefur
sagan neina skýringu á þessu
seinlæti Skagfirðinga, sem er svo
ólikt harðneskju þeirra og snögg-
um viðbrögðum oft endranær á
Stuxlungaöld. Sumir hafa látið
sér til hugar koma, að ýrnsir
Skagfirðingar hafi grátið þui’rum
tárum vegna ófara Gissui'ar. Ekki
er þó sennilegar, að þorri manna
í Skagafh'ði hafi frekar kosið Eyj-
ólf sem höfðingja yfir sér en Giss-
ur. Líklega hafa margir Skagfirð-
ingar, og þá ekki sízt Ásbirningar,
helzt viljað losna við þá báða úr
héraðinu. Ekki má gleyma því, að
höfðingjar í Skagafii'ði voru vanir
að leggja þungar álögur á alþjóð
manna í héraðinu. Hefur þeirrar
skoðunar áreiðanlega gætt mjög í
Skagafirði, bæði meðal kptkarla
pg stórbænda, að langbezt væri
að vei'a laus við héraðshöfðingja
og allan þann kostnað og átroðn-
ing, sem þeim fylgdu. Þetta sézt
glögglega af ummælum Brodda
á Hofi er Þorgils skarði var að
.brjótast til valda í Skagafh’ði
nokkru síðar- „Skagfirðingar hafa
jafnan haldið formann með kostn
aði“. Broddi sagðist helzt vilja
Þorgilsi, ef hann skyldi nokkrum
höfðingja þjóna, „en betra að
þjóna engum“. Líklega eru þessi
ummæli Brodda ljós spegilmynd
af huga flesti-a Skagfii'ðinga. Þeir
voru orðnir þx'autleiðir á þeim
álögum og ófriði, sem að jafnaði
hafði fylgt höfðingjum þeiri'a.
Bezt væri að fá að stunda bú Sín
í í'ó og næði, lausir við ágang
allra höfðingja. Og sennilega hafa
Skagfirðingar ekki verið einir um
þennan hugsunrahátt. Svipaður
andi kemur fram i ummælum
Þorvarðs Saurbæ, er Þorvarður
Þórarinsson baðzt viðtöku af
bændum í Eyjafirði eftir Þverái'-
fund.
Sennilegasta. skýringin á þvi,
hve seint hjálpin barst að Flugu-
mýrd eru þó ekki óvinsældir Giss-
urai', heldur hitt, að Skagfirðing-
ar hafi ætlað flokk Eyjólfs miklu
stærri en hann var í raun og
veru. Að líkindum hafa þeir talið
að Eyfirðingar væru komnir með
hundruð manna vesturí í Skaga-
fjörð og að hreint feigðai'flan
væri að ráðast gegn þeim með
litlu liði. Hefðu þeir vitað, að
Eyjólfur hefði ekki nema rúrna
fjóra tugi manna, er sennilegt,
að liðsafnaðurinn hefði tekið mun
skemmi'i tíma. Hefði það líklega
ekki afstýrt brennunni, en ef til
vill hefðu Skagfirðingar þá stökkt
flokki Eyjólfs á flótta, og kannske
eytt honum að einhvei’ju leyti.
Beinir hljóp inn iskálann á
Flugumýri og bað rnenn upp
standa því að ófriður væri kom-
inn. Síðan hljóp Beinir til dyra
og reyndi að verja þæi', en hann
hafði handöxi eina að vopni- Þá
voru Eyjólfsmenn komnir í and-
dyrið, og var þar Kolbeinn grön
fremstur í flokki, eins og hans
var von. Særði Kolbeinn Beini
miklu sári og hörfaði hann þá
inxx í skálann. í skálanum voru
þrír menn drepnir í rúmunum,
þeirra á meðal Sámur Magnús-
son. Aðrir komust fram úr á síð-
ustu stundu, svo sem Gissur glaði,
sem hafði skyrtuna um háls sér,
er hann hljóp upp.
Gissur Þorvaldsson vakti Hall
son sinn, er hann varð var við
ófriðinn. Hallur brá skjótt við
og náði í vopn sin, en hafði ekki
önnur klæði en línklæði. Hallur
var bjartsýnn, hann eggjaði menn
sína að duga vel og kvað þá eigi
rnundi saka. Ilófst nú löng og
höi'ð viðureign í skálanum, því
að harðskeyttir og þaulvanir her-
menn voru bæði til sóknar og
varnar. Tveir af mönnum Eyjólfs
héldu uppi iogum eða blysum,
því að ella hefði vei'ið niðdimmt
í skálanum. í sóknai'liðinu voi'u
þeir Kolbeinn og Ai’i einna fremst
ir í flokki, en sumir hinna eyf.
bænda gengu einnig hart fram.
Harðskéyttastur allra manna i
varnarliðinu virðist hafa vei'ið
Björn Ólafsson. Hann vai' sonur
Ólafs Höskuldssonar, senx bar hið
undai'lega viðurnefni chaim.
Hafði Ólafur vei'ið framarlega í
flokki Ásbirninga og hann féll í
Haugsnesi með Brandi Kolbeins-
syni. Hefur Björn sjáHsagt þótzt
eiga Sturlungaflokknum heiftir
að gjalda. Annar maður, sem
gekk þarna vel fram, var Þor-
steinn Skeggjason frá Skögum.
Ekki er vitað, hvort Þorsteinn
hefur komið að sunnan til brúð-
kaupsins eða hvort hann hefur
dvalizt langdvölum með Gissuri.
Hann var náfrændi Gissurai',
amma hans var Þóra eldri frá
Þingvöllum, móðursystir Gissur-
ar. Þorsteinn Skeggjason hafði
hólfu öðru ári áður lent í ínikl-
um lífsháska. Hann var í för með
þeim frændum sínum, Oi-msson-
um frá Svínafelli, þegar Ögmund-
ur Helgason lét taka þá af lífi.
Hafði Ögmundur þá í heitingum
að láta drepa Þorstein og Klæng
bróður hans, en úr því varð þó
eigi, og er líklegast að Brandur
ábóti Jónsson, móðurbi'óðir
þeirra bræðra, en mágur Ögmund
ar, hafi bjargað lííi þcirra. Þor-
steinn slapp lifs úr Flugumýr-
arbrennu. Er ekki ólíklegt, að
Eyjólfur Þorsteinsson hafi gefið
honum grið sökum fi’ændsemi og
vináttu þeii'ra Þorsteins og Sæ-
mundar Ormssonar, sem verið
hafði svili Eyjólfs og náinn banda
maður. Þoi’steinn vai'ð gamall
maður, hann lifði 44 ár eftir
Flugumýrarbrennu.
Bardaginn í skálanum stóð
lengi nætur. Urðu menn vígmóð-
ir og tóku sér hvldir annað veif-
ið „sem við skinnleik“ segir sag-
an. Er viðureignin dróst svo mjög
á langinn fóru Eyjólfsmenn að
óttast, að Skagfirðingar kæmu
Gissuri til hjálpar. Setti Eyjólfur
menn til að vera á verði uppi
á húsunum, og eflaust hefði
flokkur hans flúið hið bráðasta
norður til Eyjafjai'ðar, ef þeir
hefðu orðið þess varir, að Skag-
firðingar stefndu liði heim að
Flugumýri. Þá hefðu Eyjólfsmenn
orðið milli steins og sleggju, ef
þeir hefð ekki þegar haldið und-
an. Maður einn i liði Eyjólfs var
nefndur Fótar-Örn. Bendir þetta
til að hann hafi verið bæklaður
á fæti eða kannske verið fót-
höggvinn einhverntíma, eins og
alltítt var á Sturlungaöld. Hefur
Örn sennilega ekki verið fallinn
til gangs, því að hann sat oftast
á hesti og skyggndist um. Óttinn
við komu Skagfirðinga vai'ð til
þass að Eyjólfur lét að lokum
leggja eid í húsin. í rauninni má
íui'ðulegt teljast, að hann skyldi
draga það svo lengi. Að Hkindum
hefur liann í fyrstu gert sér von-
ir um að koma Flugumýrarmönn-
um algerlega á óvai't og geta
sigrað þá með vopnum á skammri
stundu. En þéssi von brást, og er
sýnt vai', að vörnin yrði hörð,
hefði mátt vænta þess, að Eyjólfs-
menn legðu eld í húsin þegar x
stað, í stað þess að eyða löngum
og dýrmætum tíma i tvísýn vopna
viðskipti. Þeir höfðu hvort sem
var með sér allan útbúnað til
að kveikja í, tjöi'una, sem Jón
á Bakka flutti með sér. Nú var
hún loksins notuð. Eyjólfsmenn
tóku töðu og þurrar gæi'ur, sem
héngu úti og tróðu þessu í glugg-
ana og kveiktu i. Varð þá brátt
svæla inni í húsunum, svo að
inenn héldust þar illa við. Fóru
þá sumir að ganga út að dyrun-
um til að svala sér, en allsstað-
ar voru brennumenn úti fyrir,
Gissur glaði, ástvinur Gissurar
Þorvaldssonar, fór út í dyrnar
og talaði við Kolbein grön og
minnti hann á hinn gamla samn-
ing þeirra, að hvor þeirra, sem
vald hefði til skyldi gefa hinum
gi’ið. Kolbeinn hélt samninginn,
eins og hans var von og vísa,
gaf Gissui'i glaða grið og leyfði
honum að kjósa með sér mann
til gi'iða, en skildi þó frá Gissur
Þoi'valdkson og syni hans. Ef til
vill hefur sumum í flokki Eyjólfs
ekki verið neitt sérlega ljúft að
gefa Gissuri glaða grið- Hann
hafði £ert Stux'lungaflokknum
ýmsar ski'áveifur fyrr á árum.
Hann hafði í lok Örlygsstaða-
bardaga drepið Þórð Guðmundar-
son, einn tryggasta fylgismann
Sturlunga. En Kolbeinn stóð við
oi’ð sín. Ekki átti Gissur glaði
þess kost að launa Kolbeini líf-
gjöfina. En ekki var hann i
flokki nafna sns þegar hann fór
til að drepa Kolbein þremur
mánuðum síðar. Reyndar er senni
legt, að hann hafi þá verið kom-
inn suður til bús síns í Lang-
holti í Árnessýslu.
Meðan þeir Gissur glaði og
Kolbeinn grön ræddust við í dyr-
unum um griðagjöfina stóð Giss-
ur Þorvaldsson . að baki nafna
sínum og svalaði þá heldur á
meðan. Annars lét Gissur brennu-
menn aldrei sjá sig um nóttina,
þó að þeir skoruðu á hann að
gefa sig í ljós. Bardagamaður
var Gissur lítill, í'efskák stjórn-
málanna átti betur við hann en
vopnagnýr og vígaferli. Auk þess
hefur hann vel vitað, að aðal-
markmið brennumanna vái' að
ná lífi hans og hann hefur talið,'
að frekar væri undankomu von,
ef þeir kæmu ekki auga á hann.
Um skeið var þó Gissur svo illa
haldinn af reyk og hita, að hon-
um var i hug að leita út heldur
en iáta svæla sig inni. En þá voi'u
þeir Kolbeinn og Gissur glaði að
talast við í dyrunum, og er Giss-
uri hafði svalað nokkuð hætti
hann við að fara út, enda hefði
þá saga hans ekki orðið lengri.
Brennumenn hefðu ekki verið
lengi að ganga á milli bols og
höfuðs á honum. Auðsætt er þó,
að Gissur bjóst við dauða sín-
um. .Hann fékk Gi'óu konu sinni
tvo ættai-gripi, fingurgull, se^rn
þeir höfðu átt Þoi'valdur faðjk?
hans og Magnús biskup, föðuxa'
bi'óðir hans. Hann hefur talið1
sjálfsagt, að Gróa mundi komasfc
lífs úr brennunni. Jafnvel á dög-
um hins versta grimmdaræðis
Stui'lungaaldar kom mönnum
ekki annað til hugar en að kon-
um værxógefin grið. Að vísu haíði.
stúlkubarn brunnið inni með Þor-
valdi Vatnsfirðingi á Gillastöð-
um 1223, en það hefur áreiðaxi-
lega vex’ið óviljavei'k. Svo er að
sjá sem þau Gissur og Gróa hafi
hafi unnazt mikið, og sagt er, að
Gróu hafi fundizt mikið um skiln-
að þeirra. Þá hefur hún talið sjálf
sagt, að hún kæmist af, en Gissur
brynni inni. — Nú var einnig hin.
nýgifta kona, Ingibjöi-g Stui’lu-
dóttir, kornin í anddyrið. Hún var
á náttklæðum og berfætt, og silt,
ui'belti hafði vafizt um fætur
henni, en á því var poki með
barnagullum hennar, sem hixn.
hafði haft með sér að heiman.
Þessi patetíska mynd af hinnj
þrettán ára gömlu brúði, sem í
senn er gift kona og barn, er
dregin svo skýrum dráttum, að
manni finnst, að hún hljóti að
vera höfð eftir sjónarvotti. Ann-
ars gat auðvitað Stui'la Þórðarson
haft nákvæmar frásagnir af
þessu eftir dóttur sinni, ef það
ej- rétt, að hann hafi ritað frá-
sögnina af Flugumýrarbrennú.
Sumir þeir, sem halda því fram,,
að Sturla sé höfundur þessa kafla,,
segja, að myndin af Ingibjörgu
sé dregin af föðurlegri hlýju og
stolti. Glæsileiki og aðrir kostir
hinnar ungu brúðar séu ekki látu-
ir liggja í láginni. „Hún var væn
kona og kurteis ,og kvenna hög-
ust“. Hún „var bæði mikil vexú
og sköruleg að sjá“. Ekki verður
þó sagt, að þessi ummæli sanpx,
svo að óyggjandi sé, að Sturla
sé höfundur kaflanna. Glæsileiki
Ingibjargar hefur auðvitað verið
staðreynd, sem var á allra vit-
irði.
Gróa, tengdamóðir Ingibjargar,
bað henni útgöngu. Kolbeinn
grön, fi’ændi. Ingibjargar, bað
hana þá að ganga út til sin. Kol-
beinn hefur sjálfsagt verið frænd-
rækinn, eins og Sturlungar fleiri,
honunt virðist hafa vefið. annt
urn að bjai'ga Ingibjörgu, þó að
hún væri orðin tengdadóttir
Gissurar. Kannske hefur Kól-
Framhald á 7. síðu. ,