Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Síða 6

Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Síða 6
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 26. október 1953 ÍTheodore Proff: Framhatdssagftn: ZON A 31. kafli. Zonu fannst þetta litla gisti- ijiús vera notalegt og það toátti kalla að henni liði vel og hun ætlaði varla að tiúa því. Hafði henni tekizt þetta? — Hafði henni tekizt að komast undan? Og hún var ánægð. Helton var kátur og hjálpsamur og óforvitinn. Nowles og Delilah, öldruð' negrahjón, sem voru einasta hjálparfólkið í húsinu yfir tímabilið er engir gestir voru, voru mjög þægileg, og Nowles brosti alltaf gleitt á morgnana, er hann kom með morgunverðinn á bakka inn til henriar og blaðið. i : Zona eyddi dögunum úti í EÓlskininu, fyrst á svölunum og síðari hluta dagsins á ströndinni. En hún gat ekki gleymt því sem liðið var, og bún leitaði með ákafa í blöð- unum á hverjum degi eftir fregnum um það, hvort lík Bogarts væri fundið í íbúð- inni. Hún reyndi að hugsa ekkert um þetta, en tókst það ekki. Eitt athugaði hún þó, sem bæði gladdi hana og gerði Eissa. Geðshræringarnar síð- ustu daga virtust hafa drepið þá ástríðu sem áður réði yfir shenni. Hún hafði ekki verið þarna nema 4 daga, þegar hún sá á fremstu síðu í Miamiblaðinu prentaða með stónim stöfum fregnina, sem hún vissi að hlaut að koma fyrr eða síðar. Hún las um það, hvernig lögreglan hafði brotizt inn í íbúðina, eftir boði húsvarð- arins, og um það hvað þeir hefðu fundið. Hún varð smeyk þegar hún las skýrslu kunn- áttumanna um áhrif strykn- jns á líkama mannsins. Hún hafði ekki vitað að það væri stryknin sem hún hafði gefið Bogart. 1 blaðinu stóð, að þeir vissu ekki hver dauði maður- 3nn var, en hún varð alvar- legá hrædd þegar hún sá, að Iögreglan hafði séð myndina á íbúðinni og sagði að hún’ hefði að líkindum litað á sér hárið, og að rétta nafnið henn ar væri ekki Frances Carver. Þegar daginn eftir stóð rétta nafnið hennar í blöðun- Bm. Lögreglan hafði borið saman myndina við ljósmynd- jr í sakamannaalbúminu og þekkt svipinn. Á þriðja degi þekktist Bogart og samband hennar við hann var mjög rætt í blöðunum. Zona átti auðvelt með að gera sér i hug- larlund hvað æsifregnablöðin f New York skrifuðu. Eina nronin hennar var sú, að eng- inn í Pannó þekkti hana aft- ur. Ennþá liðu þrír dagar. Blað ið í Miami skeytti ekki lengur um glæp sem framinn var i New York því að nýja brum- ið var farið af honm. Það varekki meira rætt um þetta í blaðinu. Enginn lagði höndina á öxl henni. Enginn hafði sagt: Komdu með! Eng- inn starði á hana og þekkti hana aftur. Helton var alltaf jafn blíður og kurteis. Zona Á níunda degi eftir að glæp- urinn var framinn virtist Zonu sem hún tæki eftir nokkurri breytingu á fram- komu Nowles, þegar hann hann f ærði henni morgunmat- inn og blaðið. Fyrr hafði hann alltaf verið ljúfur og bros- andi, boðið henni glaðlega góðan dag. Nú var hann al- varlegur á svipinn og þögull. Hann setti aðeins bakkann á borðið og flýtti sér síðan út. Það var eins og hjartað í henni hætti að slá. Hún vissi hvað í blaðinu var áður en hún tók það til að líta í það. Hún opnaði það og starði á ljósmynd af sjálfri sér, og hún starði beint á yfirski’ift- ina: ,EK SENNILEGA HÉK.‘ Einhver á skipinu hafði séð hana og munað aftur eftir henni þegar hann hafði lesið blaðið og séð myndina af henni í New York-blöðunum. Zona hvíldi höfuðið á stól- bakinu og lokaði augunum. Þetta var endirinn, bið henn- ar og flótta var lokið. Það var bara eitt ógert. Það var betra að deyja. Hún klæddi sig vandlega og markvisst. Hun fór í falleg- ustu nærfötin sín og alveg nýja silkisokka, hún gætti þess vel, að líafa sauminn aft- aná sem beinastann. Hún púðraði sig og bar á andlitið lítilsháttar lit. Svo smeygði hún sér í fallegasta kjólinn sinn og greiddi sér. Hún hafði aldrei búið sig af meiri ná- kvæmni. Hún vildi líta vel út þegar þeir fyndu han. Þegar hún var tilbúin, fór hún út úr herberginu og gekk niður tröppurnar. Hún nam ekki staðar, þegar hún sá Hel- ton, með eintak af blaðinu fyrir framan sig. Hann leit á hana en sagði ekki neitt. Svo var að sjá að honum þætti leitt að allt var komið upp. Hann gerði enga tilraun til að stöðva hana, þegar hún fór út. Zona hélt beina leið niður til strandar og tafði hvergi. Sólin vermdi andlit hennar og hún svelgdi sólar- geislaria, eins og hún ætlaði aldrei að fá nóg af þeim. Hún hélt áfram göngunni þangað til að hún var komin svo langt í burt að illa sást til hótelsins. Þá fyrst nam hún staðar, sett ist niður í hlýjan sandinn og starði út á hafið, án þess að sjá nokkuð. Frá ströndinni í áttina frá hótelinu komu þrír menn. Þeir stefndu til hennar og var sá bláklæddur sem fremstur gekk. Zona flýtti sér ekki. Hún fór úr skóm og sokkum án þess að vita, hvers vegna hún gerði það. Hún var eins og lítil stúlka, sem ætlaði sér að busla í sjónum. Þegar sjórinn náði Zonu upp fyrir ökla hugsaði hún um margt það, sem hún hafði gjört og verið og óskað, misst og elskað og ihatað alla sína ævi. Sjórinn í kring um hana þvoði burt hatrið. Hún hataði ekki Bogart lengur, ekki Wirt. ekki Foster ekki Grant, hún hataði ekki einn einasta mann. Hún elskaði Jimmie, móður sína og Ernest. Henni þótti meira að segja vænt um föður sinn. Mennirnir upp á ströndinni tóku að hrópa á hana og fóru að hlaupa í áttina til henn- ar. Iiún skeytti ekki um það en buslaði áfram út í sjóinn. Þegar sjórinn náði henni upp í hné, nam hún staðar og virt- ist hann kaldur og óhugnan- Iegur. Hún beit í vörina til að æpa ekki upp. Hún reyndi að vaða lengra út en tókst það ekki. Það var eins og hún stæði þarna föst. Hún Iirædd- ist lífið, en hún hræddist líka dauðann. Tárin streymdu úr augum hennar og runnu niður eftir kinnunum niður í saltan sjó- inn. Hún leit á mennina, sem nálguðust. Hún sneri sér und- an. Hún stóð úrræðalaus í sjónum upp að hnjám, grét hljótt og skalf í sólarhitanum. ENDIR . í VM SUGUNA. Richard Hoffman, d. m., frœgnr sálsýkislecknir i New York, segir svo um þessa sögu. Hún gcfur sanna mynd af stúlku, sem Zona heitir og þjáist af VEROI'RNL Hún verður vafalaust fróðleg og lœrdómsrk fyrir marga þá sem lcsa hana með athygli. Hún se.gir frá stúlhu, sem vildi umfram allt vera siðsöm og góð ciginkona, en varð þess vör að hún ga tckki losnað við óseðjandi og cndalausan losta. Það er mér glcðicfni að höfundin- um hefur tekizt að gefa 7icr sanna mynd af vergirni, fara um það skýrum orðum og af mannúð, Sagan um Zonu er frá lœhnissjónarmiði rétt og laus við vísindalcg orð og orðtœki, og cr hún því betri af þvi hún er svo ein- föld og skiljanleg. Þvi meiri sem þekh- ingin er á sjúkdóminum, hvort sem hann er á Ukama eða sál, þvi meiri likur eru til að lakast inegi að lcckna hann. er seíf á effirfofthim sföðtmu (keiðasölusfaðir: ■i m, Stefánskaffi, Bergstaðastræti Gosi, veitingastofa, Sólavörðust. og Bergst. Óðinsgata 5 — veitingastofa. Þórsbúð, Þórsgötu 14 Frakkastígur 16, veitingastofan Björninn, veitingastofa, Njálsgötu 49 Adlon, Laugavegi 11 Þröstur, Hverfisgötu 17. Florida, veitingastofa, Hverfisgötu Stjörnukaffi, veitingastofa, Hverfisgötu Söluturninn, Hlemmtorgi Adlon, Laugavegi 126 Vöggur, Laugavegi Bíóbar, Austurbæjarbíói Tóbalísbúðin, Kolasundi Lækjaríorg, Blaða- og sælgætisturn West-End, veitingastofa, Vesturgötu Ögn, veitingastofa, Austurstræti Pylsubarinn, Austurstræti. Fjóla, veitingastofa, Vesturgötu Vesturgata 53, veitingastofa Hressinga rskálinn Adlon, Aðalstræti Veitingastofan, Laugavegi 80 I VeFitanír; m ‘igrasi?* m- Blaðatum — Eymundsson Bókaverzlxm — Eymundsson Bókaverzlun Braga Brynjólfssonar Bókaverzlun Isafoldar Bækur og ritföng, Austurstræti Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðust, Ritfangaverzhm Isafoldar Bækur og ritföng, Laugavegi Mál og menning, Laugavegi, Nönnugata 5, VerzL Sigfúsar Guðfinsssonar Hverfisgata 71, Verzl. Jónasar Sigurðssonar Hlíðarbakarí Verzlunin Rangá, Skipasundi Verzlunin Drífandi, Samtúni Verzlunin Drífandi, Kaplaskjóli Verzlunin Krónan, Mávahlíð Biðskýlið, Álf askeiði Verzlunin Fossvogur, Fossvogí Biðskýli Kópavogs, Kópavogi S Hðinarfjöröur: Verzlim Axels Sigurgeirssonar, BanrnaMíð 8 Bókabúð Böðvars, Hafnarfii’ði Sælgætisverzhin, Strandgötu 33. Biðskýlið.

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.