Mánudagsblaðið - 26.10.1953, Page 7
Mánudagur 26. október 1953
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
T
0 p i ð
Framhald af 1. síðu
sízt þar sem kunnugt er að yfir-
læknirinn er oft fjarvistum frá
sjúkrahúsi sínu. Þætti mér senni-
legt, hefði Læknafélag íslands
látið sig það mál skipta, hefði leið
rétting þegar fengizt með góðu.
Þá er enn eitt alvarlegt í þessu
máli, sem sé það, að með þeim út-
búnaði, sem er á Kleppi, er hæpið
að unnt sé að greina þar sjúk-
dónia iiægjanlega örugglega. Til
slíks þarf mikla reynslu reyndra
lækna og ekki sízt skurðlækná
á þessu sviði, og gnægð áhalda.
Hversu margir ganga þar með
heilamein eða aöra heilasjúk-
dóma sem lækna inætti með upp-
skurði en slkir sjúkdómar geta
hinsvegar valdið geðveiki? Var
yður kunnugt uin að á meðan
Bjai-hi heitinn Oddsson læknir
var á lífi, að hann með sinni
reynslu væri beðinn aðstoðar
hvað eitt eða aimað snerti á
Kleppi?
Efamál.
Þá verður að draga í efa, að
holt sé að hafa slíkan kennara
læknaefna liáskóla vors, sem neit-
ar algjörlega nýtízku aðgerðum á
þessu sviöi. Hi'. formaður Lækna-
félags íslands! Yður er manna
bezt kunnugt um að þetta und-
arlega ástand á Kleppi, og um
hinar steinrunnu skoðanir dr.
Helga sem virðast harla miðald-
arkenndar, hvernig sem á mál
þessi er litið. Eg heyrði alveg ný-
verið einn faglækni segja um
daginn: „Það má eflaust lækna
tugi af þeim vesalingum, sem
liggja á Kleppi', og mætti segja
mér, að sú væri skoðun fjölda
laekna hér, sem trúað hafa
yður fyrir formannssæti síns fé-
lags. Eg leyfi mér ennfremur að
benda yður á aðra staðreynd,
sem sagt þá, að fagcollegar Helga
hér, þeir kunnu læknar: Alfreð
Gíslason, Kristján Þorvarðarson,
Grímur Magnússon, Gunnar
Benjamínsson og Kjartan R. Guð-
mundsson, hafa þegar læknað
•fjökla geðveikra hér á landi mefi
sehokkum og eru algjörlega á
öndverðum meið við dr. Helga
hvað þetta mikilsverða mál snert-
ir, og' þó átt við erfiða aðstöðu
að etja.
Ennfremur mun yður kunnugt
um að þessir sömu menn hafa að
sögn á læknafundum hér: látið
skoðanir sínar óspart í ljós, en enn
sem komið er engu fengið áorkað-
Hér- er um mjög mikilsvert rnál
að ræða, sem sé það, að vegna
úreltra skoðana dr. Helga fá ekki
geðveikrasjúklingar hérlendis þá
hjáíp og batamöguleika sem þeir
eiga bæði rétt og kröfur til.
Kyndill vitsmuna og mannúðar
þarf að lýsa langar leiðir frá fél-
agsskap lækha.
Þet*a mál snertir ekki sízt yður
og sté'It yðar. Þið sendið, af nauð-
syn ykkar sjúklinga til dr. Helga,
bréf
FLUGUMYRARBRENNA -
1 annað hús er ekki að venda.
Ykkur er ljóst að á þeim spítala
og undir hans stjórn er ekki gert
það sem nauðsynlegt er talið að
gera þurfi fyrir geðveika í ná-
grannalöndum okkar, og víðar.
Yður hlýtur að vera kunnugt um
skýrslur þessu viðvíkjandi frá
geðveikraspítölum þessara landa
og prýðisárangur. Eru allir þessir
erlendu geðveikralæknar kolvit-
lausir, með blindar og bandvit-
lausar gagnslausar tilraunir? Eða
hvað er með dr. Helga? Og
ber þá að spyrja yður um það,
hversvegna þér og félagar yðar
hafa ekki fyrir löngu hafizt handa
gegn þessu ráðslagi doktorsins,
þrátt fyrir það þó þér hafiö hlust-
að á skelegga kritik flestra þeirfa
sérfræ'ðinga á þessu sviði, ef
starfa hér í bæ? Hvert á annars
allur almenningur að snúa séf?
Á landlækni minnist nú enginn,
og hinir svonefndu heilbrigðis-
málaráðherrar, sem sitja að jafn-
aði aðeins stuttan tíma hver, hafa
ekkert gert. Eruð þér mér ekki
sammála um að þetta Kleppsá-
stand geri, og hafi gert, íslenzka
læknasatétt minni, og raunar t'Jij
atlilægis, ekki einvörðungu hér %•
landi, lieldur og ekki sízt á með-
al erlendra lækna?' Fyrir alda-
mótin síðustu fundu læknar upp
þá aðferð að nema burtu
skemmda botnlanga og björguðu
á þann hátt fljótlega lífi fjölda
manna. En þrátt fyrir það fund-
ust læknar sem spyrntu lengi
fótum gegn slíkum aðgerðum, af
fremsta megni. Nú eru þeir kallað
ir fúnir og gleymdir fyrir löngu
síðan. En er ekki eitthvað líkt
að gerast hér á Kleppi, sem sé:
Staðreyndum neitaö? Dr. Helgi
Tómasson telur sig hafa læknað
eitthvað af sjúklingum undanfar-
in ár, og þótti engum mikið, því
margt geðveikra læknast af sjálfu
sér, en oftast á löngum tíma. En
hitt vitið þér manna bezt að lang-
vinn geðveiki lamar heilafrum-
ur og heilasvið óbætanlega. Nýju
aðferðirnar lækna venjulega
íljótt, og hefur það sitt að segja.
Það sem gera þarf í málum
þessum er að fá færan fag-
lækni hérlendan til þess að veita
Kleppsspítalanum forstöðu og
hefja rannsókn á því hverja
sjúklinga þar muni unnt að
lsekna með hinum nýju að-
ferðum. Má búast við þvi, að fá
þurfi til aðstoðar mann erlendan,
á borð við prófessor Busch ,í
KaupmannahÖfn, sem sagt gæti
um hvort á meðal sjúklinganna
kvnnu að leynast heilaæxli, eða
aðrir sjúkdómar, sem útheimtu
meiriháttar skurðaðgerðir. Þétía
legg ég til, og býst við að allur
alnienningur sé mér sammála
um það. Máske dettur yður ann-
að og betra í hug og væri vel
farið. Við skulum svo minnast
þess, að hingað til hafa læknar
manna bezt haldið á kyndli vits-
muna og mannúðar, og vænta all-
ir að svo muni enn vera.
Kveð ég yður svo með virðingu.
S J. L.
Framhald af 3. síðu.
beinn enn borið hlýjan hug til
Sturlu Þórðarsonar, frænda síns
og fyrrverandi samherja, þrátt
fyrir hinar nýlegu mægðir hans
við Gissur. Móðurfólk Ingibjarg
ar Sturludóttur hafði einnig lengi
verið í nánum tengslum við Sturl
unga. Kona Sturlu Þórðarsonar
var Helga Þórðardóttir Narfason-
ar. Föðurbróðir hennar var Snorri
prestur á Skarði, sem oftast var
nefndur Skarð-Snorri. Hann var
hinn mesti ástvin Sturlunga, og
synir hans voru oft fremstir í
flokki í Sturlungaliðinu. Gengu
þeir vel fram á Örlygsstöðum og'
særðust þar alvarlega. Síðar var
einn þeirra, Bárður, drepinn á
Reykhólum um leið og Tumi Sig-
hvatsson. Annar náfrændi Helgu
Þórðardóttui' var Vigfús Gunn-
steinsson, en þau voru systkina-
börn í báðar ættir. Vigfús <var
kvæntur Guðnýju, dóttur Sturlu
Sighvatssonar og því svili þeirra
Eyjólfs Þorsteinssonar og Hrafns
Oddsonar. Vigfús gekk í lið með
brennumönnuip .lithi síðar.
Þegar Kolbeinn bauð Ingi-
björgu útgöngu kvaðst hún ekki
viija það, nerna hún mætti kjósa
mann til g'riða með sér. Ekki er
yafi á þvi, að þar hefur hún haft
í huga Hall mann sinn. Það vivð-
istsvo sem Ingibjörg hafi í barna-
skap sínum haldið, að hún gæti
bjargað lífi Halls með því að
hóta að láta brenna sig inni, ef
hann fengi ekki grið. Hún var
lítið orðin kunnug hörku heims-
ins og' hefur lútið sér detta í hug,
að í þessu tafli um lf og dauða,
giltu sömu leikreglur sem í leikj-
um barna. Og ekki er ómögulegt,
að hún hefði gert alvöru úr hótun
sinni, ef hún hefði mátt ráða.
Börn á þessum aldri eru oft
undarlega þrjózk, og fyrsta ást
þrettán ára stúlku getur sjálf-
sagt orðið svo hatrömm ástríða,
að hún gangi vegna hennar beint
í dauðann. Allar tilfinningar eru
á þessum aldri sterkari og ein
faldari en hjá eldra fólki. En
Kolbeinn kom í veg fyrir öll slík
áform Ingibjargar. Hann hljóp
inn í eldinn eftir henni og bar
hana til kirkju. Mjög hafa þess-
ir atburðir fengið á Ingibjörgu,
og seg'ir, að hún hafi verið mjög
þrekuð eftir brennuna, er hún
var orðin ekkja þrettán ára göm-
ul. Elcki fór húii þó vestur til
íoreldra sinna, heldur til Hall-
dóru Snorradóttur í Odda, frænd-
konu sinnar. Má vera, að frænd-
fólk liennar hafi talið, að heldur
mundi brá af henni í nýju um-
hverfi. Sex árum síðar . giftist
Ingibjörg Þórði Þorvarðssyni í
Saurbæ í Éyjafirði- Var það brúo-
kaup haldið á Reynistað á vegum
Gissurar, sem þá var orðinn jarl.
Hefur Gissuv viljað sýna .fyrrvev-
andi tengdadóttur sinni þessa
ræktarsemi. Hætt er við, aö hús-
freyjan í Saurbæ hafi aldrei get-
að gleýmt eldnóttinni á Flugu-
mýri.
Gróa, kona Gissurar, fór aftur
inn í eld.inn cð leita systursonar
sins, Þoriáks. Hann var tiu ára
gamail, sonur Þorleifs Ketilsson-
ar hreims, sem siðar varð lög-
sögumaöur. Þorleifur var systur-
sonur Gissurar, sonur Ketils
prests Þorlákssonar og Halldóru
Þorvaldsdóttur. Hann var frændi
Eyjólfs Þorsteinssonar. Þegar
Gróa fór inn aftur var sveinninn
Þorlákur kominn út, hann hafði
hlaupið út til kirkju á logandi
línklæðum. En Gróa kom ekki
aftur. Hún brann inni og fannst
í anddyrinu. í sögunni segir, að
það sé sumra manna sögn, að
Þorsteinn genja, einn af brennu-
mönnum, hafi hrundið henni inn
í eldinn- Að líkindum er þetta
slúðursaga, sem Gissurarmenn
hafa haldið á lofti í heift sinni.
Langsennilegast er, að reykur-
inn og eldurinn hafi yfirbugað
Gróu, þegar hún fór aftur inn
í brennandi húsin. Er því ólík-
legt, að brennumenn hafi framið
það fáheyrða níðingsverk, sem
sagan g'efur í skyn. En vel má
vera, að þessi orðrómur hafi fylgt
Þorstein genju alla ævi. Hann var
einn þeirra brennumanna, sem
Gissur náði aldrei til, en annars
■hverfur hann með öllu úr sög-
unni.
Það er hugþekk mynd, sem
hefur varðveitzt af Gróu Álís-
dóttur, þó að hennar sé tiltölu-
lega sjaldan getið í sögunni. Eins
og áðan var sagt virðist auðsætt,
að þau Gissur hafi unnazt mikið,
og engu hefur það bi'eytt um, að
sumir frændur Gróu voru fram-
arlega í flokki fjandmanna Giss-
urar; Einn þeirra var Þórarinn
Sveirisson, ástvinur Sturlu Sig-
hvátssonar, sá, sem bjó um lík
Sturlu eftir Örlygsstaðabardaga.
Helgi, bi'óðir Þórarins, féll á Ör-
lýgsstöðum. Þórarinn var síðar
handgenginn börnum Sturlu JÓg
fór til Noregs með Jóni Sturlu
syni. Á Örlygsstöðum gaf Gissur
þessum ástvini Sturlunga gi'ið,
og er þess sérstaklega getið, a&.
það hafi verið vegna frændsem-
innar við Gróu.
Sennilega hefur Gróa haffc
mannbæætandi áhrif á Gissur eða
að minnsta kosti reynt það. í
Þorgils sögu skarða er dregin.
smámynd af þessu. Þorgils var á
unglingsárum sínum í gislingu
hjá Gissuri, og voru skapsmunir
hans erfiðir þá s'em endranær.
Varð hann eitt sinn ósáttur út
af tafli við Sám . Magnússon,
frænda Gissurar, þann, sem drep-
inn var á Flugumýri. Barði Þor-
gils Sám til blóðs og svaraði Giss-
uri illu til, er hann vandaði um
við hann. Reiddist þá Gissur, en.
Gróa tók þá í hönd honum og
rcyndi að sefa hann og tók mál-
stað Þorgils. Sennilega hefur hún
manna bezt skilið hinn þrjózka og
skapstóra ungling og vorkennt
honum. Á jólunum reyndi liún
að gleðja Þorgils með því að gefa
honum grænan kyrtil úr nýju
klæði. Framkoma Gróu við Þov-
gils bendir til þess, að hún hafi
verið góðviljuð kona og hjarta-
hlý, umhyggjusöm og móðurleg.
Til hins sama bendir einnig síð-
asta för hennar inn í eldinn á
Flugumýri til að leita að drengn-
um Þorláki. Þeir skuggar, sem
fallið hafa á minningu Gissurar
Þorvaldssonar hafa aldrei fallið
á Gróu konu hans.
(Frh.)
Leiðréffing
í síðustu grein á 7. siðu, 1. dálki
hefur slæðzt inn prentvilla. Stend
ur þar á tveimur stöðum bæjar-
nafnið Höskuldsstaðir, en á að
vera Hökustaðir (nú Fremri-Kot
í Nnrðurárdal).
DANSLEIKUR
siuuiudagslaöia kl, 9 í Sain-
komusalmim Laugavegi 162.
Hljomsveit Magmisar Randrup
Ingtbjorg Ingvars frá SiglttfirSi verðtir á staðnnr
NOREGUR
Ak\eðið er að e.s. „SELI OSS** lesti vörur í Bergen
í lok þessa mánaðar e-ða byrjun nóvember.
Flutningur tilkynnist sem fyrst aðalskrifstofu
vorri í Revkjavík eða umboðsmönnum vorum í Berg-
en: Einar Samuelsen, Slotgate 1, símnefni: KYST-
MEKLEÍl.
h. f. i:i>iSKii>Ai í:i.Ac; íslands