Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Blaðsíða 2
 MANUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. janúar 1954 2 Ireikíélag Heykjavíkur OGMENN Eftir John Steinbeok. — Leik.stjóri: Lánis Pálsson Bezta sýning leikársins, enn sem komið er Sviösaíriði: Lenni. bústórjnn, Georg, kona Curleys, Candy, Croolis. 3. janúar. í kvöld varpaði Leikfélag Reykjavíkur af sér dulu meðal- mennskunnar og sýndi í fyrsta sinni á þessu leikári eftirtektar- vert og mjög áhrifaríkt leikrit, Mýs og menn eftir John Stein- beck. Leikrit Steinbecks lýsir á átakanlegan hátt lífi tveggja íausamanna, vina úr þeim fjöl- menna hóp, sem flakkar milli Í>úgarða Kalifomíu, vinna um stund á einum stað en flakka gvo og eyða því sem þeim áskotn- last unz þeim er nauðugur kostur áð taka til höndum aftur. Stein- beck hefur talið að lífi þessara manna, draumum þeirra, yrði þezt lýst með því að byggja verk .isitt á lífi tveggja vina, tveim al- ígerum andstæðum, bundnum ó- irjúfarjdi vin^ttu. AtburðaraSjn íkeður á fjómm dögum, en á þeim þjappar höfundur saman lítj margvislegum atburðum og-skýr- tim, vel dregnum myndum úr lifi 'þeirra, velur og hafnar á leiklist- xænan hátt áhrifaríkúm atriðum. ‘j Mýs og menn er óvenju vand- 'meðfarið leikrit. í fyrsta lagi krefst það þess að þýðandi beri jekki einungis mjög gott skyn á enskt mál, heldur og að hann gjörþekki allar aðstæður persón- anna, skilji takmarkanir þeirra :í máli, skilji andstæðumar milli svertihgja og hvítra, sjái hvert hyldýpi liggur á milli Crooks bg Jhinna. Aðalpersónur leiksins, Ge- org og Lenni, og þá sérstaklega Lenni, krefjast hnitmiðas leilcs, «em hvergi má skeika. Lenni er vandræðagripur höfundar. Höf- undur veit eiginlega ekki með vissu hVernig hann má bezt lýsa sálarástandi þessa fávita. Hug- myndiri sterkur, heimskur með af brigðum, einlægur og trúfastur er að vísu ágæt, en hann er i vandræðum með það hvernig skýra beri örlög Lenna í sam- bandi við atburðarásina. í fyrra atriði 3. þáttar er hann kominn í slíkan vanda, að hpaum er mjög óhægt að vinda sig úr honum án þess að „stuða“ stórlega hugsandi áhorfendur. Hann hefur að vísu, af veikum iburðum, reynt að skapa rnöguleika fyrir hinu und- arlega „hóisbroti“ þessa atriðjs, með því ap vísa-til hinnar upp- unalegu ágtæðu fyrir því að Lpnni varð að flýja Weeds,. en ástæða er svo, órauiiveruleg, að hvem mana hlýtur að gruna að hér., hafi höfundur. ekki yiijað komast- í kast við ■velsaémisnefnd síns eigin lands, og þtjssvegna kosið að klói-a sig út úr „situati- oninni“- á þann hátt sem hann gerir. Það, að grípa til þeirrar leiðar, áð Lenni vilji strjúka allt mjúkt, pilsfát kvenna, mýs,hundá og kanínur, aðeins vegna þess að það er mjúkt, er út í bláinn. Fyrsta setning hans eftir að hann kemur auga'á konu Curleys, er hváð 'hún sé falleg, ekki mjúk, ekki mjúkt hár, ekki fallegt pils, heldur það, eitt hva^ hún er falleg. Og þegar Georg varar hann við henni, endurtekur Lenni það .eitt^ hvað! hún sé falleg. Það er óþarit að skýra hvaða kennd liggur bak við hugs- un og setningu þessa tröllaukna fullþroskaðp, frummanns. Hitt er ög annað má! hvernig höfundur leikur sér í kringum þetta atriði seinná í leiknuni, þeg'ar rökræn skýring er ekki fyrir hendi. Leikstjórinn Lárus Pálssou hef- ur á margan hátt lyft Grettistaki, er hann. stjómaði þessum leik. Nær óyfirstíganlegir örðugleikar falla í fang honum þegar í upp- hafi. Þýðingin er á „góðu máli“, sem er það klaufalegasta sem segja má um þýðingu á svona leik riti. AUar persónurnar tala vont vál; „veifiskati" og önnur álíka orð og orðasambönd eru eins fjarri þessum mönnum og aft- ansöngur í Vetrargarðinum á laugardagskvöldi. Þýðingin miss- Erna Sigurleifsdóttir, koma Curleys. ir marks, gerir persónurnar alveg óskyldar þvi, sem til er ætlast. Steinbeck er ekki að gera dýr- linga úr persónum sínum. Þegar Curleys kallar Georg tík, af þeirri einföldu ástæðu, að hann meinar tík, án:nokkurrar miskunnar (og þetta orðtæki er jafnvei verrá. í Ameríku, en þýðingin orðrétt á Þorsteinn Ö. Stephensen, Lenni. íslenzku). Þess vegna er ástæðu- laust fyrir þýðanda að bera í bæti fláka fyrir höfundinn, Persónan Lenni er vandmeð- farin, en hér hefir leikstjóri unn- ið stóran sigur, þó ekki án mirrni háttar mistaka sem skapast vegna þess, að leikandinn ræður ekki við þau. Hlutverkið er erfitt. Þor- steinn Ö. Stephensen leikur mjög vel; þetta er hans stærsti leiksig- ur, en leikur hans er ekki full- kominn af þeirri eínföldu ástæðu að leikur Þorsteins Ö. hefur aldrei verið fullkominn. í meðförum Þorsteins verður Lenni of stiröur. Þetta’er ekki Zombie, steinrunn- inn maður; hann er stirður eri ekki hlekkjaður við jörðir.a. Þor- steini er óhætt að lifga dálítið hreyfingar sínar, finr.a meðalyeg,- inn. Tal Þorsteins er heldur of hægt; hann á að geta sagt setn- inguna þegar hann er búinn. að hugsa hana, en hér er eins cg fyrst sé beðið eftir hugsuninni en síðax eftir orðunum. Er það mögulegt að þetta sé gert yilj- andi, . ákostnað samleikaranna? Þorsteinn veit þetta mætavel. En svipur, andlitsdræítir og t;add- brigði eru góð.: Bezti leikur Þor- steins í heild en ekki fullkominn- Brynjólfnr Jóhannesson, Georg, befur ekki einuagis utrnið sigur sjálium sér. Áhorfandimi gleyriiii- því, að Brynjólfur er meir en miðaldra maður; hann sér hér að- eins Georg, aldur skiptir ekki máli, leiksviðspersónan Georg verður manni eftirminnanleg, einstæð. Brynjólfur fer um hlut- verk sitt höndum hins snjalla meistara, framsögnin tilhlýðilega lifandi, hrej fingar prýðilega lipr- ar, skapskipti eðlileg og sannfær- andi. Frú Erna Sigurleifsdóttir leikur konu Curleys, léttúðuga, hispurs- lausa drós. Það sætir furðu hversu „seiðandi hreyfingum“ ; frúin nær í hlutverki sínu og þá sérlega í byrjun og í hlöðuatrið- inu. Þessar lireyfingar, sem rið- 'tð hafa flestum yngri og eldri leikkonum okkar að fullu, verða Erú Ernu eðlilegar í túlkun. Plast- ic er versti óvinur íslenzkra leik- kvenna, líkami og handleggir virðast aldrei hafa hlotið þá sviðs æfingu, serri_leikkonum er alveg nauðsynleg. Það er ekki nóg að vagga lendum, brosa og draga seiminn. Það er list að kunna að hrej-fa sig á sviði, ýkjulaust og eðlilega án þeirra óhæfu bragða sem leikkonur okkar hafa gripið tiL Hlutverk drósarinnar, jafnt og hlutverk hinnar aðlaðandi stúlku. eru jafn veigamikil í leik Brynjólfur Jóhannesson, Georg. og hreyfingar .á sviði lærast að- eins á skólum. Plastic virðist aukaatriði á íslenzkum leikskól- um. Gott er að vita til þess, að frú- ia bieyttl um málróm í seinna atriði 1. þáttar, en máli'ómur hennar hefur háð henni. í hlöðu- atriðinu bar leikur hennar af, svo að jafnvel Þorsteinn varð að grípá til hjálparmeðala til þess að hafa í fullu tré við hana. Alfreð Andrésson lék hlutverk Crooks. Eg sagði einu sinni að þýðingarlaust væri fyrir Alfreð að breyta um leikhátt. Áhorfend- ur vildu bara „gamla Alfreð11. Eg hafði á röngu að standa. Leikur Alfreös sýndi í kvöld, að hann var vandanum vaxinn. Vonleysi og andleg örvænting þessa ein- mana manns kom skýrt í ljós í túlkun Alfreðs. Crooks er í uppi hafi á verði. Heimsóknir og \riðj- ræður við hvíta menn eru óþekkt utan þess sem daglegri vinnú kemur við. Alfreð fór næmuni skilningi um hlutverk sitt; atriðið milli hans og Lenna varð eitt a£ áhrifaríkari atriðunum í kvöld. Gísli Halldórsson, Slim, lék hlutverk sitt hressilega, náði öllu sem það krafðist. Sérstaklega var ánægjulegt að heyra hversu mál- rómur hans hefur tekið breyt- ingum til hins betra. Þá var og Einar Þ. Einarsson prýðilegur í hlutverki bústjórans og sópaði mjög að honum á sviðinu. Hann náði tilhlýðilegri valdsmanns- rödd, var sýnilega yfir hina.sett- ur. Valdimar Lárusson og Karl Guðmundsson léku hlutverk sín snuðrulítið, enda ekki kröfuhörð, sn Karl e. t. v, helzt of lingeðja í samanburði við aðra vinnu- menn búgarðsms. Einar Ingl Sjg- urðssbn, Curley, hafði sýnilega réttan skilriing á hlutverki sinu, gerði margt bærilega en skortir aúðáýnileg'a 'íaumhald á rödd og hreýfingum; en þarna var oneit- anlega neisti. Steindór Hjörleifsson, Candy, lék hlutveik sitt vel, röddin va'r að vísu of ungg'æðislég en leikur- inn yfirleitt góður. Leiktjöldin voru yfirleitt mjög góð og á Lothar Grund þakkir skilið. Hirisyegar voru ljósin klaufaleg og lýsingin í .síðara at- riði 2. þáttar voðaleg. Gerfin voru öll góð og sérstaklega gerfi Lenna, bústjórans ög Candys. A. BÍr' Framhald. á 8. síftu. hanri segir „son o’ a biteh'', þá meinar. hann tíkarsoaujr. og konu á, hlutverkiau beldur. æinxig á

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.