Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Side 6

Mánudagsblaðið - 11.01.1954, Side 6
& ■....... 1 ........-............- Er lafði Anna heima, Robert? Sþurði hann. Þjóhninn veik lítið eitt til hlið- ar. Gjörið svo vel og gangið inn, sir Julien, sagði hann. Lafði Anna hefur eitthvert fólk í dagstofunni. Viljið þér fara inn þangað, eða viljið þér heldur að ég segi henni nafn yðar? Ér nokkur í móttökuherberginu spurði'Julien. Enginri 'eíns ög stendur. Látið þér mig þá fara þangað, ég þarf að tala við hana eina, þér getið sagt henni, að ég sé kominn. Já, herra. Julien gekk eirðarlaus fram og Éftur um gólfið. Bráðlega heyrði hann að hlát- Urinn hætti í dagstofunni. Það varð stutt þögn og svo heyrðist fótatak í ganginum. Skyndilega opnuðust dyrnar á móttökuher- berginu. Julien leit upp. Það var ems og hann hafði búizt við. Nokkuð fjörleg kona heldur smá- vaxin í musulinkjól með fallegan hatt á- höfði kom inn. Hún rétti honum báðar hendurnar. Kæri Julien, hrópaði hún og Var samúðarhreimur í röddinni. Það eru hræðilegar fréttir sem við erum að heyra um þig. En það er undarlegur tími, sem þú hefur kosið til að segja okkur allt um þetta. Eg er ekki kominn til að segja ykkur állt um það, hertogafrú, svaraðí Julien. Blöðin munu segja ykkur allt af létta um það. Blöðin ýkja stundum, sagði fiún. í þessú máli mínu, sagði hann, er ekki unnt að ýkja. Allt hefur mér viljáð til, sem mér með nokkru móti gat viljað til í þess- ari óhappa aðstöðu minni. Áttu þá við, að allar sögurnar séu sannar, spurði hún. Allar, svaraði hann. Eg býzt eiginlega ekkí við, að ég ætti að sýna mig hér. Eg er aðeins kominn til þess að kveðja. Það eru aðeins örfá orð, sem mig lang- ar að segja við Önnu. Segðu mér Julien, sagði hún. Skrifaðir þú í rauninni frú Carra- þy þetta bréf? Já. Og hún fékk manninum sínum ffað? Já! Einu sinni á æfinni hagaði greifynjan sér alveg eðlilega. Sú kona, sagði hún, er fyrirlit- leg ókind. Og mundu það, Julien, hætti hún við, að ég á ekki við, að þú sért ekki eins sakbitinn eins og hún. Mér finnst ekki, að þú eigir nokkum snefil af samúð Ekilið. En þrátt fyrir það, ætti ekki að þola þá konu, sem getur gert annað eins og þetta. Julien brosti kuldalega. Hon- lim var fullljóst að á þessu augna- hliki var hertogafrúin að strika frú Carraby út af kunningjalista sínum. Get ég fengið að segja þetta *ina orð við Önnu? -spurði hann. Hertogafrýin varð efablandin á (fWpinn. Hversvegna? 7 ! Eg ætla utan í kvöld. Eg vildi ÍHarnan kveðja hana. j^JSr það ekki hálf kjánalegt? MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagrur 11. janúar 1954 sagði hún, ég meina ekki það að þú sért að fara utan, það býst ég við að sé nauðsynlegt. En hveirs vegna viltu hitta Önnu? Eg get skilað til hennar hverju sem þú vilt. Juiien hló beisklega. Það eru sumir hlutir, sagði hánn, sem taka verður tillit til. Það getur verið, að þú hafir gleymt því, en Anna átti áð verða konan mín. Eg hef alls ekki gleymt því, svaraði hertogafrúiri, en ég skil bara ekki, hvers vegna þig lang- ar til að fipna hana, þar sem þessir samningar milli ykkar eru bara blátt áfram hlægilegir. Hvað getur þú haft til að segja við hana? Það er bara tilfinningamál, sagði hann. Mig langar til að kveðja hana. Svona hlutir heyra okkur ekki til, sagði hún. Þetta ættir þú að vita, Julien minn. Eg get ekki séð, að það svari nokkrum til- gangi. Eg skal færa henni hvaða skilaboð sem þú vilt og ég get fullvissað þig um að hún er alls ekki gröm út af þessu. Hún hefur hagað sér eins og engill. Hertogafrú, sagði hann. Þegar ég kom hingað, bjóst ég við að þessi mundi verða þín skoðun. Þú ert móðir Önnu, og auðvitað hefur þú völdin. En þegar tvær persónur em trúlofaðar, þá fær- ast þær svolítið undan valdi for- eldra sinna. Svona hefur verið á- statt um mig og Önnu. Láttu þér ekki detta í hug að ég ætli að bera brigður á Vald þitt, þótt ég segi að ég ætli að hitta hana áð- ur en ég fer. Hún yppti öxlum. Jæja, Julien minn, tautaði hún, ef þú hefðir verið svona fastur fyrir í viðskiptum þínum við þennan kvemnannsbjána! En ef þú hefur' nú samt sem áður á- kveðið þettta, þá ætla ég auð- vitað ekki að ónýta ákvörðun þína. Kannski að það sé eins gott að ljúka þessu. Hún hringdi bjöllu. Biðjið þér lafði Önnu að koma hingað, sagði hún við þjóninn. Maðurinn fór og dyrnar ■ lukust aftur. Greifynjan sýndi ekkert fararsnið á sér. Þetta mál hafið þið Anna þegar rætt ykkar á milli, sagði Julien, og það er ekki einu sinni nauð- synlegt að þú gefir henni aðvör- unarorð. Þú kátlegi máður! sagði hún hlæjandi. Það eru engin aðvörun- arorð nauðsynleg frá minni hendi í máli þessu. Ef satt skal segja, Julien, þá hataði ég trúlofun ykk- ar, þótt mér geðjaðist alltaf vel að þér, eins og þú veizt. Þú varst mjög skemmtilegur ungur maður og mér þótti alltaf gaman að sjá þig dufla við dætur mínar, en sem tengdasonur þótti mér þú alltaf óæskilegui-. Tekjur þínar eru, að því að ég bezt veit, svo- lítið minni en ekki neitt, og póli- tík er óviss starfi eins og þú varst nú að komast að í dag. Anna á ekki eyri til og eignast aldrei neitt. Hún ætti að giftast ríkum manni, og ég ætla henni líka að gera það. Héma kemur hún, já og slítið þið nú þessum heimsku- lega fundi ykkar sem fyrst, Dyrnar opnuðust og lafði Anna kom inn. Hún var hærri en móð- ir hennar, alvarlegri á svipinn og hárið hóti dekkra. Hún kom inn til Julien og rétti honum báð- ar hendur. Góði Julien, sagði hún. Þetta er hræðilegt! Vertu nú svo væn að fara fram, mamma. Eg verð að tala við Julien eitt augnablik í einrúmi. Hertogafrúin fór út. Þau biðu þar til dyrnar lukust aftur, þá sneri hún sér að honum. Er þetta allt satt? spurði hún. Hvert einasta orð, Anna, svar- aði hann. Misskildu nú ekki á- stæðuna til komu minnar. Eg er' gjöreyðilagður maður og ég á það allt meira en skilið, sem nú er að mæta mér. En það er eitt, sem mig Iangaði til að segja við þig, áður en ég fer. Það var líka eitt, sagði hún, og leit fast á hann, sem ég ætlaði áð spyrja þig um, ef þú gæfir mér tækifæri til þess. Það er úm frú Carraby, sagði hann ákveðinn. Það var líka spurningin, sem ég ætlaði að spyrja þig um, sagði hún lágt. Vinátta okkar frú Carraby, hélt hann áfram, hefur öllum ver- ið augljós í fjöldamörg ár. Eg þekkti hana löngu áður en ég kynntist þér, og því lauk í dag. Það er aðeins eitt sem ég ætla að segja þér um hana, og það er þetta. Vinátta okkar var af þvi taginu, sem er vel viðurkennd og jafnvel litið á með velþóknun í okkar stétt. Því fylgdi náttúru- lega dálítið dufl — því neita ég ekki. En því fylgdi ekkert ósið- læti og það sýndi ekki neitt smekkleysi, þegar ég bað þin. Hún tók um andlit hans með báðum hönduin og kyssti hann. Þetta var einmitt það, sem mig langaði að vita Julien, sagði hún. Kveddu nú og farðu svo og fylgi þér állar beztu óskir mípar. Þetta er allt og sumt sem við getum sagt hvort við annað, eða hváð? Alveg allt, sagði hann. Þú ert góður og elskulegur ná- ungi, hélt hún áfram* og znér hefur þótt blátt áfram vænt um þig, þótt ég sé hræædd um að ég hafi þreytt þig öðru hverju. Eg skyldi hafa orðið þér ágæt kona og kannski betri en ég verð þeim sem kemur næst. Þú skalt nú ekki dveljast hér lengur, þá ertu vænn, því að þótt ég hafi aldrei fengið orð fyrir að vera rnjög viðkvæm, þá þreyta svona fundir mann dá- litið, og ég vil líta sem bezt út í kvöld. Skrifaðu mér einstaka sinnum, ef þú vilt, mér þætti gaman að heyra að þú fyndir eitt- hvað áhugamál í lífinu. Og hérna — þetta er til hamingju. Hún tók lítinn prjón með gim- steini úr belti sínu og stakk hon- um í bindið hans, og svo hringdi hún bjöllunni með annarri hend- inni og rétti honúm hina. Kysstu nú á fingur mér, Júli- en, og segðu svo að ég hafi hag- að mér vel. Hann horfði í augu henni, og þvínæst leit harin út um glugg- ann yfir torgið. Þetta endaði eðli- lega. Það var bjánalegt að hjarta hans skyldi titra. Samt hafði það verið einu sinni, er hún hafði legið í faðmi hans og tunglsljósið skinið á staðinn í kring um þau, og andvarinn hafði suðað í trjá- krúnunum, og að minnsta kosti höfðu áugu hennár tindrað. Hann leit í augu hennar og sá þar eng- an glampa riú. Þá.slepþti hann hönd hennar. Konur eru dásam- legar. Blessaður ski'ifaðu, sagði hún, þegar hún gekk út í ganginn með honum. Hamingjan góða, það er untfarlegur maður, sem þú hefur þama í bílnum hjá þér. Það er vinur minn, sagði Julien, blaðamaður. Eg gæti sagt þáð sama um unga manninn, sem er að gefa okkur auga úr dagstof- unni, Anna. Hver ér hann? Hún gretti sig dálítið og hvísl- aði i eýra honum. Hann er Semíti eins og þú sérð, og hreint og beint hræðilegur. Mamma er búin að velja mér hann upp á sínar eigir. spýtur. Hann kom 10 mínútum eftir að kvöldblöðin komu út, en einhvernveginn dettur mér í hug, að við höfum ekki néitt upp úr honum. Hann heitir Harbord: Julien snerti fingur hennar einu sinni enn, á venjulegan við- urkenndan hátt. Hann halláði sér að henni og sagði alvarlega. Góða Anna mín. Þessi inaður hefur í tekjur að minnsta. kosti 100 þúsund pund á ári, Hofurðu nokkurn tíma hugsað um, hve dá- samlegtþað er að hafaaðrar eins tekjur? Þú gætir umvafið þigmeð þeim, eins og dýrðarljóma. Þú gætir étið þær, klæzt þeim og andað þeim alla daga æfi þirrnar. Þú gætir jafnvel notað þær sem ráð til þess að komast eins oft undan og þú gætir, hinum sífelld- lega nálæga og ógeðslega manni, sem auðnum fylgir, og nú virð- ist vera að gægjast að okkur út um dyrnar. Vertu nú vitur Anna mín. Svona tekjur eins og þess- ar, eru ekki komnar undir hæ- versku eða framhleypni, og þar að auki er það satt, að ég hcld ekki að þessi maður viti hvað hæverska er. Og mundu að mér er fullkomin alvara. Hundrað þúsund punda tekjur á ári ætti að lyíta hvaða manni sem er yfir alla gagnrýni. Já, svaraði s'túlkan og Ieit á hann um leið og þau gengu nið- ur tröppumar. Eg skal muna það, og vertu nú sæll. Okkur er að ganga betur, sagði Julien fjörlega, þegar hann sett- ist í bílinn. Það ér x sannleika furðulegt hve mikið maður getur komizt yfir á einum degi, ef mað- ur setur sér það. Er hér nokkur staður, sem maður getur fengið sér glas, Kendricks? Eg hef nu nýlega átt þreytandi samtal. Eg var að kveðja stúlku, sem átti að verða konan mín. Slíkt kemur róti á manri. Þú hagar þér eins og skynsam- ur maður, Julien, svaraðí Kend- ricks. Eftir augnablik förum við framhjá veitingahúsi á leiðinni til matsöluhússins, þar sem ég ætla að bjóða þér að borða. Það verður líklega þesskonar máltið, að þú hefur aldrei "á æfi þinni borðað aðra eins. Þú þarft ekki á neinu lystaukandi að halda. Og ég er ekki viss um nema það sé að freista forsjónarinnar og hætta á meltingartruflunum, að bjóða þér Vermouthblöndu. En komdu nú samt. Hvort þú reynir fleira eða færra á þessum degi, skiptir engu máli. Þeir komu inn í ölstoíuna og settust við borð með marmara- plötu á. Julien kveikti sér í sígar- ettu og Kendricks lézt ekki taka eftir því, að hönd hans skalf er hann hélt á eldspýtunni. Fjöldi fólks var þarna inni, flest erlent. Meðan Julien var áð sötra úr glasinu sínu tók hann eftir manni, sem hann þóttist þekkja og sat gegnt honum. Hvað náungi skyldi þetta veta? Mér virðist ég þekkja hann í sjón. Kendricks ieit yfír herbergið. Maður þekkír alla Lundúna- búa í-sjón, sagði hann. Þessi ná- ungi er líklega skrifari á ein- hverri skrifstofu þar sem þú hef- ur komið, eða afgreiðslumaður í einhverri búð, sem þú hefur verzl að í. Það er skrýtið, en það er eins og maður geti ekki gleymt surnum andlitum, þa'ð er snotur stúlka, sem hann er að heilsa þarna méð handabandi. Julien hoi'fði á þau xun augna- blik. Maðúrinn hafðí staðið upp til áð heilsa stúlkúnni, sem var að tala við hann' á íeip'rennandi frönsku. Allan tímarin Vat- Julién þess vai’, að maðurtón var að líta. á hann öðru hverju. Það var und- arlegt, að þótt Julien væri dálítið æstur í huga, langaði hann þó að vita hver þessi maður var.

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.