Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 5. apríl 1954. Virðingarverð maiuiúðar- starfsemi MIKLA ATHYGLI hugs- andi manna, vakti frétt sú er blöð höfuðstaðarins birtu fyrir fáeinum dög- um, þess efnis, að maður nokkur að nafni Guðni Þór Ásgeirsson, hefði, eða væri um það bil að stofna fé- Iagsskap hér í bænum, er hefði þann göfuga tilgang að hjálpa ofdrykkjumönn- um til þess að vinna sigur á ástríðu sinni. Það er allt- af ánægjulegt að heyra þess getið að til sé'a menn, sem finna hjá sér óeigin- gjarna köllun til þess að hjálpa þeim, sem lent hafa á villigötum og orðið undir í lífsbaráttunni. í blaðavið- tali lét Guðni þess getið að hann væri fyrrverandi of- drykkjumaður. Þessi lát- lausa jtirlýsing hans, lýsir hreinskilni og einlægni, sem því miður virðist afar fá- gæt hjá þeim mönnum, sem um þessar mundir þykjast vera að berjast skeleggri baráttu fjrir bindindi hér á landi, en sem í stað þess að verða hinni raunveru- legu góðtemplarastarfsemi að nokkru gagni, valda henni óbætanlegu tjóni með stjórhlausu ofstæki og eig- inhágsmunapólitík. Aftur á móti ræddi Gúðni bindindis málin af hógværð og still- ingu, og er það ljósasti vott ur þess að hér er maður að verid, sem ber fullan skiln- ing á því þjóðarböli er of- drykkjan er í raun og veru, og gerir sér fulla grein f yr- ir því hvaða aðferðir eru líklegastar til þess að ráða bót á því, eða að minnsta kosti bæta þar um að ein- hverju verulegu leyti. Þess var getið í greinum blað- anna um G.Þ., að han nyti ekki styrks af opinberu fé, eða frá öðrum aðilum, til þess að standast straum af óumflýjanlegum kostnaði í sambandi við fjrirhugáða Uknarstarfsemi sma, held- ur yrðu öll útgjöld viðvíkj- andi viðleitni hans til um- bóta í bindindismálum þ jóð arinnar, greidd úr hans eig- in vasa. Þetta sýnir bezt og sannar, að Guðni er raaður, sem tekur köUun sína al- variega en lætur ekki eigin- hagsmuni sitja í fyrirrúmi fyrir þörfum þeirra, sem mest eru hjálparþurfandi yegna ofneyzlu áfengis. Eg hef ekki þá ánægju að þekkja Guðna persónu- Iega, og er mér þar af leið- andi ókunnugt um fjárhags afkomu hans, en þó geri ég ráð fjrir að hann sé ekid auðugur maður, eða hafi mikið handbært fé' til þess að hiynna að hugðarefnum sínum með, enda kvað hann ekki vera í vellaunuðum og þægUegum embættum, eða raka saman fé með þ\i að selja óþroskuðum ungling- um tóbak eða aðrar vörur álíka heilsuspillandi. Vegna þess, sem hér á undan grein ir, datt mér í hug að bera fram eftirfarandi tiUögu, til vingjamlegrar athugun- ar fyrir þá mætu menn er árlega ráðstafa því fé, sem ætlað er til eflingar reglu- semi og bindindi hér á landi. Væri ekki ólíkt rit- urlegra, og jafnvel sjáif- sagðara, að styrkja mann eins og Guðna í riðleitni hans tU hjálpar bágstödd- um drykkjumönnum, en að ausa ár eftir ár stórfúlgmn í ' botnlausa hít þeirra manna, er ekki virðast eiga neinar göf ugri hugs jónir tU þess að berjast fyrir, en inn flutning fákíæðdra,' dans- meyja og byggingar dans- halla? Það leikur tæpast á tveim tungum aðsvo sé. En þó veit ég um aðra aðferð til þess að rétta Guðna hjálparhönd I hans virð- ingarverða og vandasama starfi, og er sú aðferð miklu auðveldari og eðli- legri en fyrri leiðin er ég benti á. Væri ekki alveg til- valið fyrir Góðtemplara- regluna að grípa þetta gullna tækifæri, og sýna nú einu sinni vilja sinn í verkinu, með því að veita Guðna ríflegan styrk af því fé er henni er veitt á hver ju ári til þess að stuðla að minni drykkjuskap meðal landsmanna? Færi Reglan að ráðum minum veit ég að vegur hennar myndi vaxa mjög, og er sízt vanþörf á því, og gæti það meira að segja orðið tU þess, að við hinir raunvendegu bindind- ismenn, fengjum aftur virð ingu fyrir félagsskap skoð- anabræðra okkar, og jrrð- um eins stoltir af honum og við vorum á dögum Björns heitins Jónssonar, Indriða heitins Einarssonar og ann- ara ágætis brautryðjenda bindindisins, en sem nú eru, því miður, horfnir af sjón- arsviðinu. Mætti þetta greinarkom mitt verða til þess að vekja áhuga manna á starfsemi okkar bindindismannanna, þá er tilgangi mínum náð. Gamall bindindismaður. núverandi niðurlæg- Clausen og Regian Hr. ritstj. ÞÖkkum innilega ágæta grein í sambandi við ræðu Öskars Clausens á Varðar- fundinum í Sjálfstæðishúsinu. Yið, sem hlýddum á ræðu hans, og erum að vísu bindind- issinnaðir sjáum enn gleggra nú en áður að nauðsjm er á því, að endurskipuleggja allt starf reglunnar og setja þá menn frá völdum, sem nú hafa hrifsað þau til sín og eru að eyðileggja það góða orð, sem af henni fór, áður en hún komst í ingu. Innan reglunnar starfar f jöldi manna, sem vilja stuðla að afnámi drykkjuskapar og fóma starfi og fé til þess. Þessi fjölmenni hópur hefur ekki fengið að koma áhuga- málum sínum í framkvæmd vegna núverandi ráðamanna, sem jafnan segja þaðhlutverk ríkissjóðs að byggja yfir á- fengissjúklinga og annast þá að öðru lejrti. Vér ætlum ekki framar að dansa á sjúkum líkömum hinna óhamingjusömu með- bræðra okkar — *ekki að sækja dansskemtanir regl- unnar meðan þeir sjúku liggja athvarfslausir á götum Reykjavíkur.' ^Fé - okkar skal ekki stuðla að nýrri höll fyrir félag vort meðan ástandið er eins og það er. En þegar líkn- arstarf er hafið, í þeirri mynd, sem það á áð vera og er regl- unni samboðið, þá mætti kannski athuga nýja skemti- höll fyrir félagsmenn. Margir reglufélagar. Raddirlesenda m telur ástæZulanst — barna þeirra mæti þess meiri en svo, að og saklausra ættingja vegna ~ svar hans verði afsakað' aS birta þdtt. Ritstjóri). J. S. Bravó Óskar (Bréfritarar báðtt um að halda Hr. ritstj. „.... að fáir ef nokkrir hafa lagt slíka bölvun yfir landið er mér alveg óskiljan- legt. Á þjóðin að þola það, að þessir fáu einráðu menn regl- unnar ráði yfir gjörðum Al- þingis. Orðið „reglubróðir" er orðið aigasta skammaryrði í stað þess að vera göfug nafn- bót hinna réttsýnu og þeirra, sem vilja leggja sinn skerf fram til þess að hjálpa sjúk um. Bravó, fyrir Óskari Clau- sen. í kring um hann safnast allir þeir, sem vilja hinu raun verulega málefni stúknanna vel. Þeir (forkólfamir) hafa ekki enn bitið úr nálinni . . . Ó. H (Oll bréfin tim þetta efni ern á einn veg — gegn forráðamönnum reglunnar. Oþarfi er að birta þau óll, þv't efnið er mjög likt. En samt þökkttm vér þau, og vonum að bréfritarar láti oftar til heyra. Ritstj.). stn Greinar Ajax Mánudagsblaðið, Reykjavík. „Eg vil þakka ágætar gféin- ar um handritamálið. Afstaða blaðanna, sem um þau haf a rit að, hefur verið harla fátækleg og sannast byggst á öðru en forsjálni og lipurmennsku. Ajax hefur vissulega túlkað sjónarmið allra þeirra, sem vilja fá handritin heim, en af- staða ríkisstjómarinnar og nöfnum s'tnum leyndum og verð- orð forsætisráðh. eru mjög á- ur blaðið sjálfsagt við óskurn' byrgðarlaus. Hann ætti að slá þeirra, enda er sú regla siðferðis-j sig til riddara á öðru en Dana- skylda hvers blaðs. Blaðið hefurl hatri. Danir eru gallaðir i fellt niður nófn þeirra forkólfa mörgu, en málið var langt upp reglunnar, sem í bréfinu stóðu o^ yfir Danahatur hafið og verð- Handrifamálið og Ajax Hr. ritstj. „Vér höfum lengi saknað Ajax-greinanna og það gleður oss að þær era komnar aftur. Greinar Ajaxar hafa alltaf vakið athygli og þó vér séum ósammála stundum, þá er oft- ast svo, að hann hefur á réttu að standa og alltaf bryddar hann upp á málefnum, sem of- arlega era á baugi og þörf er að komi fram í ljósið. Sjónarmið hans í handrita- málinu era mjög athyglisverð og granaði mig ekki að þau ættu slíkan hljómgrunn og raun ber vitni um. Þar hygg ég að með rétt mál sé farið; ekkert lá á að snúa svo hvat- skeytislega baki við tillögun- um. Til þess var alltaf nægur tími.“ Virðingarfyllst. G. Sigurðsson. Vélknúin reiðhjól og umferðarreglur Hr. ritstjóri. „Hvemig er það með pilt- .ana, sem daglega hrjá bæjar- búa á vélknúnum reiðhjólum? Svo er að.sjá, sem þessir öku- þórar séu ekki látnir fylgja neinum reglum. Þeir hjólá jafnt á gangstéttum sem göt- um og skeyta ekkert um okk- ur vegfarendur. Gæti götu- lögreglan ekki I.(aft eftirlit með umferðarbrotum þessara Framhald á 7. síðu. Kanínur eru tilraunadýr á ýms- um vísindastofnunum. Á mynd- inni hér að neðan sjást „klefar“ heirra á einni slíkri.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.