Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Síða 4

Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Síða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ . Mámidagur 5. apríl 195-4. 1 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritscjóri og ábyrgðarmaður: Agnar. Bogason. Blaflið kcmur úc í mánudögum. — Verð 2 kr. í kusasölu. Afgreiðsia: Tjarnarg. 39. — Símar ritstj.: 3496 og 397$. Prentsmiðja Þjáðviljans b.f. Kjötleysið Ekkert heyrist enn’ um bjai’gráð ríkisstjórnarinnar í "Ikjötmálum bæjarins. Heita má að nú sé orðið kjötlaust með »Uu, en það litla, sem enn er til vart bjóðandi mannamatur. Það var tilkynnt í haust að minnu hefði verið slátrað en venja er. Undarlegt má teljast að ekki voru settar neinar liömlur á kjötútflutninginn, sem að gagni kæmu. Kjötlitið Ix’efur veiáð hátt á annan mánuð og langur tími til þess að ssláturtíð hefst. Eins og fleirí meinvætti þjóðfélagsins má irekja kjötskortinn í dag til forsjáleysi ríkisstjórnarinnar og Sambandsins, sem er aðalútflytjandi kjötafurða vorra. Fróðir menn telja hættu nokkra á því, að kaupa inn í landið kjöt. Eflaust hafa þeir eitthvað in síns máls. Hitt er og augljóst, að þjóðin vill ekki búa við það ár eftir ár, að ríkisstjómin geri ekki neinar i’áðstafanir til þess, að sjá til þess að kjötbii’gðir verzlananna i bænum endist árið «m kring. Þessu verður stjómin að sjá fyrir, þótt það kunni að véra «m seinan nú. Breytingar á utanríkis þjónustunni Aukin aíbrotaaida harðari refsing Ekkert iát virðist á afbrotum xmglinga í höfuðstaðnum. fOagblöðin skýra nær daglega frá afbrotxmi — allt frá venju- iegum innbrotum, til líkamsárása og rána. Stúlkur finnast á götum úti, blóði drifnar og ilía til reika; menn liggjandi í blóði sínu einhversstaðar 1 skúmaskotum. Einhvei’sstaðar hlýtur ástæðan að vera fyi'ir þessari óöld. Ekki má sakast við lögregluna vegna eftirlits hennar. Lögreglan er of fámenn fyrir 6t) þúsund manna borg, og næturvakt.hennar er önnum kafin og ókleift að vernda mið- bæinn og úthverfin með svo fámennu liði. Fangelsi okkar eru full af frískum ungum mönnum, sem sitja þar iðjulausir og bíða þess að fangelsistíminn er útrunninn. Margir em aftur í fangelsi nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt. Refsing sú, sem þessir unglingar fá er of væg. Um það er ekki blöðum að fletta. Það er staði’eynd, að ef þeim væri refsað, eiris og þeir hafa unnið til, þá yi’ðu þeir ekki eins skjótir til afbrota og raun segir til um. Afbi'otapiltum og stúlkum þarf að refsa svo þeim reki minni til. Ekki með harðýðgi eða fantaskap, heldur festu og röggsemi. Leiða þeim fyrir sjónir að þeirx-a leikur sé tap- aður, og þýðingarlaust að bekkjast við lögin í framtíðinni Yfirvöldin horfa óttaslegnum augum á hið versnandi ástand. Það er tínii til kominn að á þessum málurn sé tekið óðruim tökum en vettlingatökum þeim, sem látin hafa veiið duga til þessa. (Aðsent). Auglýsið í Mánudagsblaðinu (^WWWWtfWWtWVWWWWWWWWWWWWWW Framhald af 1. síðu. og at\innustjómmálamönn- um, sem ekkert þekkja til al- þjóðamála og ekki kunna ann- að í tungumálum en prent- smiðjuensku, sem kannski nægir til að fá rtöfaldan whiskysjúss í Grimsby eða þýzku, sem er nægilegt til að koma gleðikonu í St. Pauli í skilning mn óskir manns. En ntenn, sem ekki eru betur til starfsins búnir á tnnguinála- sviðinu en þetta telja sig til- valda til sendiherra og ýmsir slíkir rnenn em að bera víura- ar í embættin. En þó einhver ntaður sé á réttri hillu sem kaupfélagsstjóri I Breiðdals- vík eða útgerðarmaður á Hellissandi er ekki þar með sagt að hann yrði þjóðinni til sóma sem sendiherra erlendis Nýir menn Næst {x’gar velja þarf menn í sendiherraembætti á að skipa í þau inenn eins og HANS ANDERSEN, GUNN- LAUG PÉTURSSON, ÞÓR- HALL ÁSGEIRSSON, MAGNtS V. MAGNUSSON eða HARALD KRÖYER, en ekki einhverja vafasaina upp- gjafastjómmálamenn, sem á- reiðanlega yrðu lítt til þess að auka hróður íslendinga á er- lendum vettvangi. Endurskipuiag En auk |>ess þarf að endur- skipuleggja staðsetningu sendiherra og skiptingu landa milli þeirra. Þó það sé góðra gjalda \’ert að reyna að halda sein nánustuni tengslum ríð Norðurlönd, þykir inönnum of miklu 111 kostað að hafa þar þrjá sendiherra, t\eir niundu duga, annar fyrir Danmörku og Noreg, liinn fyrir Sviþjóð og Finnland. Eðlilegt væri, að hinn síðarnefndi sæti frekar í Helsinki en Stokkhólmi, þar sem Fimdand er nú orðið eitt allra bezta ríðskiptaland okk- ar. Hinsvegar er sjálfsagt að létta af Norðurlandasendi- herrunum sendiherrastörfum í Austur-EvTÓpu og Vestur- Asíu, er þeir nú gegna. Sendi- herrastörfin í Póllandi, Israel og Iran væri eðiUegast að fela sendiherra okkar í Moskvu. Sjállsagt er að hakla áfram að hafa sendiherra í Þýzkalandi, þar sem viðskipti niilli land- anna hafa aukizt svo mjög Þessi sendiherra ætti einnig að vera sendiherra í Tékkó slóvakíu, Austurríki, Júgó- slavíu, Ítalíu og Sviss. Sendi- herrann í París hefði áfram Frakkland, Belgiu, Spán og Portúgal, svo og frland eins og nú, því að frar eru sagðir telja það stórmóðgun við sig, ef sami sendiherra er liafður þar og í Bretlandi. Ekki er illa tilfundið að hafa sama sendiherra hjá drottningun- um í Bret-landi og Hoilandi, svo sem nú er. Auðvitað verð- um við svo að hafa sendiherra í Norður-Ameríku. Ný sendiherraembætti - og þó Sjálfsagt er að flana ekki að því að stofna ný sendihi'rra embætti, þvi kostnaðurinn við þau er ekkert smáræði. En ]ió getur stundmn staðið svo á, að ekki dugði eingöngu að horfa í kostnaðarhliðina t. d. ef stórfelldir v erzlunarhags- munir (*ru aanars vegar. Þannig gæti farið svo, að það mundi borga sig að stofna sendiherraembætti í Suður- Ameríku, en viðskipti okkar við ríkin þar hafa aukizt mjög undanfarið, einkmn við Bras- ilíu og Kúba, en margir telja möguleika á að efla þau við ýms fleiri ríki á ]>eim slóðum. Sá sendiherra myndi að sjálf- sögðu sitja í Ríó. Einnig gæti kornið til mála að stofna sendi herraembætti fyrir Suður- Evrópu, sem ríð eigum svo mikil viðskiptl við. Mundi sá sendiherra annaðhvort sitja í Róm eða Madrid. Ef þetta væri gert væri hugsanlegt að slá saman sendiherraembætt- unum í Frakklandi og Þýzka- Iandi, og væri þá öllu eðlilegra að sendiherrann sæti í Þýzka- landi, sem er miklu meira við- skiptaland okkar en Frakk- land. Ekki kiíkuskap En umfram allt niega (>ng- in annarleg klíkusjónamúö komast að í sambandi við ut- auríkisþjónustuna. f sendi- herraembættin verður að velja menn eftir hæfni og reynslu á. Jiessu sérstaka sviði, og þá eiginleika er auðvitað helzt að finna hjá þeim mönn- um, scm lengi hafa starfað í utanríkisþjónustunni. Utan- ríkisþjónusta okkar verður ekki burðug, ef hún á að vera elliheimili fyrir gamlaða upp- gjafastjórrimáiamenn. Hlut- drægui í embættaveitingum, þar sem ekki er Iitið á hæfni, heldur flokkspólrtíska hunds- tryggð, er þegar orðin okkur dýr á ýmsum sriðum embætt- ismaunakerfisins. En á engu sviði verður hún þjóðinni til slíkrar hneisu sem í utariríkis þjónustunni. ÁJAX. \ Austurbæjarúlibú B únaðar bankans opnar í nýjum húsakynnum, Laugaveg 114, í dag kl. 12. Opið íramvegis írá kl. 10—12, 1—3 og 5—6.30 daglega, nema laugardaga 12—2. BÍNAÐARBANKIISLANDS Opnuðum á laugardag aítur verzlun okkar ao Laugavegi 43. .'noxiO’i i.. nni-r .öi/ í 'io ms ií>aiiœ %-j - ..ars jUlislŒUdL > ijj mte

x

Mánudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.