Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Qupperneq 5
5
Mánudagur 5. april 1954.
Þumbaraháttur
í afgreiðshi
Skyldu kaupmenn. og aðrir
verzlunarmenn virkilega gera
sér grein fyrir því, hve óend-
anlegu miklu \áðmót af-
greiðslufólksins ræður um vel-
gengni fjTÍrtækja þeirra? Eg
feeld ekki. Annars mmidi
margt vera öðruvísi.
Eg hef einhvenitíma áður
minnzt á það hér, að af-
greiðslu í mörgum verzlunum
bæjarins er í mörgu ábóta-
vant. Bæði ég og margir sem
ég þekki til, eiga það til að
leggja lykkju á leið sina til
þess að verzla á þeim stöðum,
’þar sem afgreiðslan er lipur.
Eins göngum \úð ótal oft
frámhjá þeim nærliggjandi
fyrirtækjum þar sem við vit-
um, að afgreiðslufólkið er
stirðbusalegt og óalmennilegt.
„Neytendasamtökin“ hafa
tekið upp þá háttu, að verð-
launa þær verzlanir, þar sem
afgreiðsla og fyrirgreiðsla er
með mestum ágætum. Er það
vissulega stórt spor í þá átt að
favetja verzlunarfólk til bættr-
ar framkomu \ið viðskipta-
vini, og vonandi að það beri
tilætlaðan árangur.
Eg gæti nefnt margar verzÞ
anir, þar sem afgreiðslufólk
'er svo elskulegt og sýnir svo
inikinn vilja á því að aðstoða
i'inann. \úð kaupin, að það er
‘beinlínis ánægja að því að
, verzla við það.
Eins gæti ég líka nefnt
margar verzlanir, þar sem
stúlkurnar eru svo heimóttar-
iegar, heimskulegar, þurr-
truntulegar og ókurteisar, að
þær blátt áfram fæla við-
skiptavinina í burtu.
Það má annars merkilegt
faeita, að þessar (oft bráð-Iag-
legu) afgreiðslustúlkur skuli
ekki gera sér grein fyrir því,
að þær eru ekki einungis að
eyðileggja „bisnesinn" fyrir
vinnuveitenda sínum með ó-
kurteisinni, heldur eru þær að
stimpla sjálfar sig sem edik-
súrar, leiðinlegar og ósjarm-
erandi konur.
Tilefnið til þess, að ég er nú
að minnast á þetta ^jnusþmi
enn er það, að núna í morguií
átti ég tal við eina ,,Fröken“
í símann, — og mundi sú ef-
laust fá .ósvikið til tevatns
síns hjá \innuveitandanum, ef
hann vissi, hvemig hún leyfir
sér að svara kurteisum fyrir-
spumum.
Eg hafði semsé frétt, að ein
MÁNÖDAGSBLABIÐ
fatahreinsun (eða gufu-
pressa) í bænum tæki
að sér, að hreinsa „sólplíser-
uð“ pils þannig, að þau kæmu
hrein og „plísemð“ til baka.
Til frekari fullvissu „leyfði“
ég mér það, að hrjpgja í tií-
tekið fyrii-tæki. Þá átti eftir-
farandi samtal sér stað:
Eg hringdi á númerið.
Stúlkan: (vargalega) „Já?“
Eg spyr hvort ég hafi feng-
ið rétt númer og fyrirtæki.
Hún jánkar því.
Eg: „Já, góðan daginn.
Takið þér að yður að hreinsa
þama „sólplísemð“ pils?“
Stúlkan: (enn vargalegar)
„Ha, pils? Nú, ég veit ekki
betur en að við hreinsum pils
rétt eins og annað!“
Eg: „Já það veit ég. En ég
var að spyrja um það, hvort
þið gætuð hreinsað sólplíseruð
pils, án þess að fellingarnar
fari úr því?“
Stúlkan: „Við getum svo-
sem hreinsað pils, hvort sem
þau eru sólplíseruð, felld eða
rykkt. Við pressum þau bara
ekki.“
Eg: „Jæja. Mér var nefni-
lega sagt, að þið gætuð hreins-
að og pressað sólplíseruð pils
þannig, að plíseringarnar
héldu sér?“
Þá sleppti hún sér alveg.
Stúlkan: „Nú, hvað er
þetta, manneskja! Eg er búin
að segja yður það, að við get-
um hreinsað þetta blessað
pils yðar, en við pressum það
ekki! Haldið þér að hér sé ein-
hver húllsauma- og plíseringa
stofa eða hvað?“
Eg: (orðin hálf-ill) „Hvað
skelfing eruð þér óalmenni-
leg, stúlka! Eg spurði nú bara
t mesta sakleysi; af því að mér
hafði verið sagt þetta.“
Og meðan ég var að leggja
heyrnartólið niður heyrði ég
áframhaldandi rausið í henni
upp á háa C. — Og allt þetta
eingöngu vegna þess, að ég
leyfði mér að spyrja þessa hof
róðu, hvort þessi efnalaug sem
hún vinnur hjá gæti hreinsað
og pressað vesælt, sólplíserað
pils!
Þessi f rásögn er í sjálfu sér
nauðaómerkileg. En ef hún
kannske gæti orðið til þess að
sýria einhverri þumbaralegi-i
afgreiðslustúlkunni fram á
það, að hún vinnur ekki ein-
ungis vinnuveitenda sínum
tjón heldur er hún sjálfri sér
til minnkúnar með framkomu
sinni, þá er tilganginum náð.
Eitt er vist, að ekki treð ég
þessari fatahi-einsun um tær
i framtíðinni!
Samnum fötin sjálfar!
Eftir langan og dimman
veturinn er nú daginn einu-
sinni enn farið að lengja. Þessi
vetur hefur verið óvenju
irungalegur, að mér finnst,
og veit ég að hann hefur bein-
línis lagzt á sinnið á mörgum.
En þegar dagínn lengir
rakna menn af dvalanum. Nú
sru t. d. flestar dömur farnar
að hugsa til þess að fá sér ein-
hverjar spjarir fyrir vorið.
Sjaldan eða aldrei hefur
tízkan verið eiris einföld og
nú, nema þá ef. ske kynni á
árunum 1925—29, þegar kjól-
arnir voru eins og ermalausir
hólkar. Nú er því einmitt tæki-
færi fyrir allar, að reyna að
sauma á sig sjálfar. Sérstak-
lega er það alltaf einfaldara
að sauma sumarkjóla, og þvi
tilvalið að byrja nú.
I bænum fást feiknin öll af
fallegum og góðum efnum,
og eru mörg þeirra þannig, að
þau „punta sig sjálf“, eins og
sagt. er, og þarf því ekki neitt
útflúr eða vandaðan sauma-
skap til þess að koma sér upp
geðslegum kjól.
Á Bergstaðastræti er
verzlun, sem hefur á-boðstól
um alveg sérlega góð ame-
rísk snið. Þau eru svo nákvæm
og svo vandlega skýrt fiá öllu,
að hvaða rati í saumaskap
sem erætti að geta saumað sér
snotran kjól eftir þeim (þ. e.
ef hún skilur ensku eða hefur
einhvern sem getur þýtt fyrir
hana).
Stúlkurnar í verzluninni
taka af manni mál og segja
manni, favaða stærð af sniði
maður þarfnast. Þær hafa
þarna heljarþykka bók, og
eru í henni myndir af kjólum
og öllum fatnaði, sem nöfnum
tjáir að nefna, á böm og full-
orðna. Og eftir því sém ef-
greiðslustúlkan sagði mér,
eiga þær oftast snið af öllum
þeim fatnaði sém í bókinni er
sýndur.
í þessari vei-zlun er einnig
hægt að fá allt til saumaskap
ar, óhemju úrval er þar af
hnöppum, kjólaspenmim og
þvíumlíku, — og þar taka
þær lika að sér að plísera,
húllsauma, bródera í kjóla og
að yfirdekkja spennur, belti
og hnappa. Svona verzlmi
hefur vissulega vantað hér í
bæ, sérstaklega með sniða-úr-
valið, og er gleðilegt til þess
að vita að hun sé nú komin á
laggirnar.
Þegar ég fer að athuga það,
þá sé ég, að ég er nú ber að
gefa verzluninni Vogue ó-
keypis auglýsingu! En þar
eð mér sjálfri (sem sannast
að segja hefi aldrei nein sér-
leg saumakona verið!) hefur
tekizt nýlega,- að sauma nokkr
ar flíkur eftir þessum sniðum,
þannig að þær gefa samskon-
ar keyptum flíkum lítið eftir,
þá fanst mér ástæða til þess
að benda konum á þetta, og
hvetja þær til þess að nota
sér þetta og sauma srnriar-
kjólana sjálfar á sig og börn-
in. Með þessu móti er hægt að
fá sér tvo eða þrjá kjóla fyrir
sama verð og borgað er fyrir
einn amerískan, sem búið er
að leggja á tvö- eða þrefalt
upprunalegt verð kjólsins
hingað kominn, — og enginn
af þeim ver sniðinn eða úr
verra efni en sá ameríski!
Varist ofskreytíngu
Eins og ég sagði áðan, er
kjólatízkan mjög einföld um.
þessar mundir. Þess . meira.
ríður á að nota fallegt skraut
við þá, svosem hálsklúta..
belti, kjólablóm og' allskonar
glingur.
En umfram allt ber að var-
ast að nota of mikið skraut
í einu, því að þá verður mað-
ur eins og velskreytt jólatré I
Nú eru allar búðir fullar af
vel útlítandi, tiltölulega ódýrui
skrauti (costume jewellery)..
Það getur verið ágætt og raun
ar verulega smart, ef notað er
á réttan hátt. T. d. getur ver-
ið fallegt, að nota nælu og'
eyrnalokka af þessu tagi í stíl,
— en sé þar að auki hlaðið
utan á sig kjólablómi, háls-
festi og armböndum, — þá er
„Jólatrésskreytingin“ komin!
Englendingar, sem frægir
eni fyrir traustan smekk í
klæðaburði ( þótt fnöi’gum.
finnist hann nokkuð aftur-
haldskenndur), segja: „Only
real pearls are wearable with
tweeds .. . . “ Nú er það auö-
vitað, að fæstir eiga ekta perl-
ur eða mikið af ekta skraut-
gripum, en þó felst nokkur
sannleikur í þessu, semsé: Það
er betra að eiga einn eða tvo
Framhald á 7. síðu.
Krossgáta Mánudagsblaðsins
i Nr. 80.
IÁrétt: 1. Fornafn (þf. flt.) — 5. Skordýr — 8. Ekki
mörgum — 9. Hangs — 10. Súrefni — 11. Eldstæði — 12.
Rifa-----14. Skel — 15. Fugl — 18. Húsdýr — 20. Blundur
21. Býli — 22. Verkfæri — 24. Hnappurinn — 26. Greinir
(flt.) — 28. Skipi niður — 29. Verkfæri — 30. llát.
Lóðrétt: 1. Um blóm — 2. Drepa (Slang) — 3. Hnífur
— 4. Forsetning — 5. Sjögangs — 6. Ull — 7. Gnma — 9.
Einnar — Í3. Skemd — 16. ílát — 17. Góðir — 19. Ræfil —
21. Þvo — 23. Á frakka — 25. Hélt ekki — 27. Guð.
Ráðning á hrossgátu nr. 79.
Lárétt: 1. Skapa — 5. Rær — 8. Kápa — 9. Sæti — 10.
Áta — 11. Ósk — 12. Land — 14. Rið •— 15. Nótan. -— 18.
Og — 20. Tap — 21. Sá — 21. Lóm — 24. Kafir — 26. Taug-
— 28. Raði — 29: Innar — 30. Tað.
Lóðrétt: 1. Skáiholti — 2. Káta — 3. Apann — 4. P.A.
5. Ræsin — 6. Æt — 7. Rit — 9. Skrapar — 13. Dót — 16.
Tak — 17. Sárið — 19. Góan — 21. Siða — 23. Mun — 25.
Fat —27. G.Á.