Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Qupperneq 6

Mánudagsblaðið - 05.04.1954, Qupperneq 6
MÁNUD AGSBLAjpro Májiudagur 5. apríl 1954. Það veit maður aldrei, sagði hann. En að því er mig snertir, hef ég ekki ennþá jafnað mig eftir imdrunina. Þú sýndir mér: aldrei eins mikið aí kveneðli þínu á meðan við vorum trúlofuð, eins og þú hefur sýnt mér síðustu daga. Góði Julien minn, sagði hún. Þú vissir ekki, hvar þú áttir að leita að því. Hann skýrði henni frá hug- mynd Kendricks. Augu hennar ljómuðu. Hún er vissulega ágæt, sagðt hún- En hvað mér hefði þótt gam- an að sjá fyrstu greinina þína. Þú skalt fá að sjá hana seinna, sagði hann. Eg hef hana í kápu- vasanum mínum. Eg vil ekki bíða eitt augnablik, sagði hún. Eg ætla að lesa hana meðan verið er að bera á borð. Það er fögur hugmynd þetta, sagði hún, að ryðja sér til rúms með pennanum. Þeir eru tii núna, sem segja okkur eins og þú veizt, Julien, að meira sé hægt að gera xneð blaðamennsku en í þinginu. Hið talaða orð þitt hefur áhrif á aðeins fáa. En það, sem þú skrif- ar, iesa allir. Hún sagði þjóninum, hvað hún vildi og hann kom að vörmu spori með blaðið. Hún breiddi blaðið út íyrir framan sig, og Julien las það yfiröxlina á henoi. Hann hafði sjálfur lesið hana áð- ur, en augu hans urðu nú fjör- legri, er hann las hana aftur. Þeg- ar hún hafði lokið lestrinum sagði hún mjög lítið, og þau borð- uðu fyrsta réttinn án þess að mælast við. Því næst lagði hún. höndina á hönd hans. Kæri Julien, sagði hún, ég hef gert þé rrangt til og bið þig að af- saka það. Rangt? Hún leit á hann næstum því með auðmýkt. Það var einhver nýr glampi í augum hennar, eitt- hvað nýtt í svipnum. Eg er hrædd um, sagði hún, að ég hafi aldrei séð í þér annað eða meira en hversdagslegan stjórn- málamann, auðvitað vel máli far- irtn, og hina skýru hugsun stjórn- málamannsins. En þetta — og hún benti á blaðið með vísifingri — er eitthvað annað. Já, geðjast þér að því? Geðjast að því! endurtók hún. Finnurðu ekki sjálfur, hvað ólíkt það er þessum nákvæmu hálfháðs legu ræðum þínum? Það er eins og hálfkulnaður eldur hafi allt í einu blossað upp. Það er snilli í hverri Iínu. Haltu áfram að skrifa þannig, Julien, og þú verður bráð um voldugri en þú varst nokkum- tima í neðri málstofunni. Hann hló. Það var heimskulegt að kannast við það, en ekkert hafði glatt hans meira síðan ó- hmingjan kom yfir hann. Hún var hugsi nokkra stund, en alltaf öðru hverju leit hún á blaðið. Þeg ar þau voru að drekka kaffið, þá fór hún að hlæja, eins og hún minntist einhvers. Sagði ég þér nokkumtíma frá frú Caryaby, sagði hún. Marama og ,ég fórum til Wumbledon House tveim eða þrem dögum «£tir að Carraby fékk embaettið. 17. FBAMHALDSSAGA E. FHHJPPS OPPENHE3M »SVIK« Eg sé hana ennþá, þegar hún var á leiðinni til okkar. Það var svo margt fólk í kring um okkur að hún varð að tefla á tvær hætt- ur. Ó, þetta var stór stund fyrir mömmu. Hún hafði ekki einu sinni fyrir því að lyfta gleraug- unum. Hún reyndi ekki einu sinni að glápa á hana, eins og siður er. Hún leit á hönd frú Carrabys, horfði svo í augu hennar og gekk svo framhjá henni, eins og hún væri ekki til. Auðvitað gerði ég það sama — nærri því eins vel og mamma. Ófétið. Julien hleypti brúnum lítið eitt. Þú getur skilið, sagði hann, að mig langar ekki sérlega mikið til að tala um frú Carraby. En samt býst ég yið, að embættisskeið mannsins hennar hafi verið mik- ilsverðasta atriði í hennar lífi. Þá verður henni erfið gangan, sagði Anna. Eg skil nú ekki mikið í stjórnmálum, en það veit ég þó, að það er ekki til neins að setjá verzlunarmanna í utanríkisráðu- neytið. Hann er þegar orðin o- styrkur á fótum og frú Carraby já — ég veit ekki, hvort hún lék við þig líkt því, en þú manst eftir Bob Sutherland . Hann er í lífverðinum, held ég. Jæja, það kvað vera heldur heitt þeirra á milli. Eg held, sagði hann, að frú Carraby geti séð um sig sjálf. Kannski, sagði Anna, og horfði hugsi á sígarettuna sína. En segðu mér, hvað getum við nú gert? Verð ég að fara heim? Þvert á móti, sagði hann. Þú ert ráðin hjá mér í kvöld. En fyrst verð ég þó að fara heim til mín. Stendur þér ekki á sama? Mér stendur alveg á sama, sagði hún. Við skulum taka vagn og aka um götumar, Julien. En hvað tunglið er fölt. Þau klifruðu upp í vagninn og óku af stað. Anna hallaði sér aft- ur og var hin ánægðasta. Hversvegna þarftu að koma við heima hjá þér, Juhen? Það getur verið, sagði hann, að komið sé skeyti frá Kendricks. Mig langar til að heyra hvernig þeim lízt á greinina. Hún hló fyrirlitningarhlátri. Eg skal segja þér það. Það er aðeins eitt, sem þeir hugsa um. Hvemig þetta fólk hatar þig, sem er að reyna að koma illu af stað milli Frakka og Englendinga. Julien brosti hörkulega. Mér þætti það ekki óliklegt. Það get- ur lent í deilum miUi okkar enn- þá. Þau stöðyuðu vagninn fyrir utan dymar, og hún.fór niður úr yggninum. /; • Mig langar til að sjá, hveynig þú býrð, sagði hún f ólega. Eg má koma upp eða hvað? Já, ég held nú það, svaraði hann. Hún fylgdist með honum upp dimman stigann inn í herbergi hans. Hann kveikti. Hún svipaðist um í herberginu horfði á opna gluggana með trjánum fyrir utan og settist svo í einn hægindastól- inn. Julien, en hvað þetta er indælt! Er nokkuð til þín? Hann gekk að borðinu. Það var skeyti til hans og bréf. Hann reif skeytið upp og augun ljómuðu, þegar hann las það. Agætt. Far'Su varlega. Eg kem strax yfrum. Kendricks. Hann fékk henni skeytið og opnaði bréfið. Eg kem eftir svarainu t kvöld. Carl Freudenbreg. Þegar hann var að lesa bréfið bar barið að dyrum. Hver er það? Það getur verið maðurinn, sem skrifaði mér bréfið, sagði hann. Hún stóð upp hljóðlega og benti á hurðina milli herbergjanna og hún fór inn í innra herbergið. Julien fór og opnaði dyrnar, og fyrir utan dyrnar stóð Freuden- berg. Komið þér inn, sagði Julien. Og Freudenberg tók af sér hattinn og kom inn. 20. KAFLl Freudenberg var í samkvæmis- fötum og eins nosturslega f inn og hann var vanur. Hann hafði á sér blæ þess manns, sem i mörg kvöld hefur verið að glíma við erfið viðfangsefni. Það voru dökkir baugar undir augunum og hrukk- urnar á enninu dýpri. Allt um það brosti hann með hirmi gömlu gleði sinni, þegar hann settist í stólinn, sem Julien rétti honum. Kæri sir Julien, sagði hann. Eg er kominn hingað um mörg hundruð mílna veg á mjög óhent- ugum tíma til þessarar stuttu samræðu okkar. Julien lyfti brúnum. Eg er hissa, sagði hann. Eg hafði enga hugmynd um, að starfið sem þér minntust á væri svona áriðandi. Það er það ékki heldur, svaraði Freudenberg. Sannleikurinn er sá, að það er varla til, eða ef það er til, þá hefur það aðeins verið skapað til þess að koma yður út úr raunhæfum stjómmálum í nokkra mánuði. Eg er framsýnn, eins og þér sjáið, sir Julien, og ég sá, hvað koma myndi. Með leyfi að segjaí líkar mér alls ekki grein yðar í blaðinuígær og mérerlífca sagt að hún hafi komið í ensku blaði. Það þykir mér leiðinlegt, sagði Julien rólega. En ef ég á að segja eins og er, þá var hún ekki skrif- uð með það fyrir augum að þókn- ast yður eða vanþóknast. Hún var skrifuð með það fyrir augum að varðveita, ef unnt er, vináttuna milli Englands og Frakklands. Það koma fleiri á eftir eða hvað? spurði Freudenberg. Þetta er fyrsta greinin af mörg- um, svaraði Juhen. Þér vitið, sagði Freudenberg, og leit á neglurnar á sér, að hún er alveg djöfullega vel skrifuð. Svo þér eruð að hrósa mér, svaraði Julien. Alls ekki. Eg segi yður satt. Eg er hér til að vita, hvað þér viljið fá mikið til að fella niður eftir- farandi greinar. Juhen hugsaði sig um. Það kostar, svaraði hann, síðasta árs herkostnaðinn, sem þér greidduð Frökkum. Freudenberg brosti. Það er bara smáræði í samanburði við her- kostnaðinn, sem við verðum að borga Englandi áður en langt um líður. Eg er ekki ágjarn, sagði Julien. En þetta eru minir skilmálar. Freudenberg stundi. Vinur minn, það væri betra að tala um þessi mál skynsamlega það eru fleiri ráð til að hindra útkomu greinanna, en að kaupa þær. Já, auðvitað, svaraði Julien, en París er að minnsta kosti lög- hlýðinn bær. Eg býzt ekki við að ég verði þar fyrir verulegu harðhnjaski. Hugprúður maður, sagði Freud- enberg. trúir sjaldan að illa fari fyrir sér. En ef það fer nú illa fyrir mér samt sem áður, þá er það hugul- semi af yður að vara mig við. Rugl, greip Freudenberg fram í. Hlustið nú á sir Julien. Eg bið yður að athuga þetta mál skyn- samlega. Við girnumst ekki styrj- öld, en ósk ráðherra minna og mín er sú að láta núverandi stjórn Stóra-Bretlands verða fyrir sem allra mestri stjórnmálalegri auð- mýkingu. En hver er það samt, sem berjast yill fyrir Bretland? Þér — maðurinn, sem var hrak- inn úr embættinu. Þér ættuð að vera með okkur en ekki á móti okkur. Eg á í alls engum erjum við flokkinn minn, svaraði Julien. Yður virðist hafa verið rangt skýrt frá þessu máh. En þar að auki er ég Englendingur og föð- urlandsvinur. Allur greinaflokk- ur minn verður skrifaður, og ég mun gera það, sem ég get til að. þenda. á hvemig í þésai kuldatil- finning milli landanna hefur ver- ið vakin. Eg skal gefa yður, sagði Freud- enberg, milljón franka til þess að hætta við að rita greinaflokk- inn. Julien benti á dyrnar og sagði: Þér eruð að verða ósvífinn. Freudenberg stóð hægt upp. Það var glampi í augum hans. Eg hef Iagt mig í framkróka, sagði hann, um að vera vinveitt- ur yður. Því er nú lokið. Þér skul- uð ekki skrifa greinarnar. Eruð þér að ógna mér? Já! Stundum er það, svaraði Julien hægt, að ég veit varla hvenær ég á að taka yður alvarlega. Finnst yður ekki eitthvað kátlegt við þessi orð yðar? Freudenberg yppti öxlum. Haldið þér það? En samt hefur enginn maður, sem ég hef ógnað, gert það sem ég hef varað hann við. Julien sneri til hurðarinnar til að opna hana. Freudenberg lædd- ist eins og köttur að baki honum og krækti handleggnum um háls honum. Julien, sem komið var þannig að óvörum, gat enga björg sér veitt. Freudenberg sveiflaði honum til svo hann lá á bakinu og studdi hnénu á brjóst honum. Mér þykir þetta ákaflega leitt, sagði hann. En hvað á ég að gera? Hann blístraði láfjt. Dyrnar opnuðust og Estermen kom inn grunsamlega fljjótt. Hér þurfti varla nokkurt orð, fætur og hand- leggir Juliens voru bundnir og einhverju • stungið upp í hann. Freudenberg hlustaði við dyrnar. Estermen hefur sagt mér, mælti hann að þér hafið engan þjón. Það er því. ólíklegt, að nokkuð sé að óttast. Með leyfi? Hann tók stórt glcis af bakkan- um, hreinsaði það með sódavatni og helti í það einhverju úr litlu glasi, sem hann hafði á sér. Svo stóð hann uppi yfir Julien. Þráláti Englendingur, hélt hann áfram. í þessu glasi er vatn gleymskunn.ar, ég fullvissa yður við drengskap minn, að þessi vökvi er meinlaus. Einu áhrifin, sem hann hefur, eru þau að hann spillir minni manns um eina eða tvær vikur. Nú drekkið þér þetta þegar í stað. Þér munuð vakna máttfarinn og ófús til vinnu og ó- hæfur til andlegra starfa. Lækn- irinn mun láta yður fá hressing- arlyf, og þér munuð fara í burtu. En mánuðiy munu líða, áður en þér getið hafizt handa um vinnu aftur. Að þeim tíma loknum vona ég að þér hafið vitkazt. Vilj- ið þér nú drekka þetta? Julien hristi höfuðið, og Freud- enberg stundi. Eg var að vona, hélt hann á- fram, að þér mynduð ekki neyða mig til að nota hitt bragðið. Mér þætti ákaflega mikið fyrir því, að meiða yður meira, en þér eruð f vegi fyrir mér, og það líð ég eng- um. Drekkið þetta og eftir einn eða tvo mánuði verður allt eins og það er nú. Ef þér neitið, læt ég Estermen fást við yður, og það ætla ég að segja yður, að hann tekur . ekki á yður með slíkum silkihönzkum og ég gprivFleiri en

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.