Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 1
2005  FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SERENA WILLIAMS MÆTIR DAVENPORT Í ÚRSLITUM / C3 DANIR skoruðu 22 mörk úr hraðaupphlaupum þegar þeir skelltu Kanada, 52:18, í leik í A-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik, fjórum fleiri en leikmenn Kanada gerðu í öllum leikn- um. Aðeins eitt hraðaupphlaup fór í súginn hjá danska liðinu og er því um einstaklega góða nýtingu að ræða. Leikmönnum Kanada lánaðist aðeins einu sinni að komast upp í hraðaupp- hlaup í öllum leiknum en tókst ekki að nýta það, Peter Larssen, markvörður Dana, varði þá skot frá David Bonneville. Hornamaðurinn Lars Christiansen skoraði 14 mörk úr 16 skottilraun- um fyrir Dani og samherji hans Christian Hjermind gerði 11 mörk úr 11 skotum. Þjóðverjar skoruðu fjórðung marka sinna í 40:15 sigri yfir Katar úr hraðaupphlaupum. Katarbúum lánaðist hins vegar aldrei að kom- ast í hraðaupphlaup í leiknum. 22 mörk úr hraða- upphlaupum Þjálfarinn telur okkur ekki með,heldur sig eiga auðveldan leik fyrir höndum. Sá skal fá að komast að því að hann á ým- islegt ólært,“ sagði Viggó ákveðinn þeg- ar Morgunblaðið hitti hann að máli á hóteli landsliðsins eftir hádegisverð í gær. „Þessi hugsunarháttur Rússans verður okkar vítamín í leikinn. Viggó segir Rússana ekki vera með sterk- ara lið en það íslenska, en varnarleik- inn verði að bæta til þess að eiga möguleika á sigri. „Við ætlum að leika hratt gegn Rússunum og koma með sama hugarfari til leiks og gegn Slóvenum. Það er nauðsynlegt að mínu mati að hleypa hraðanum að- eins upp í leiknum. Leikmenn liðsins eru stórir og þungir, leika geysilega góða vörn sem þeir byggja mikið á. Rússarnir skora ekki mikið af mörk- um, leika kerfisbundinn og frekar hægan agaðan leik, en hafa á að skipa góðum skyttum og horna- mönnum. Það er hins vegar veikleiki hjá þeim að hafa ekki örvhentan leik- mann í byrjunarliðinu. Við ætlum að reyna að nýta alla veikleika rúss- neska liðsins, en því verður ekki mælt í mót að þarna er á ferðinni feikisterkt lið, en þó ekki endilegra betra en það slóvenska og tékkneska sem við höfum þegar leikið við,“ sagði Viggó, sem segir engan vafa leika á að varnarleikur íslenska liðs- ins verði að vera miklum mun betri í leiknum í dag en í fyrri leikjunum í keppninni. Vörnin hefur verið okkar akkilesarhæll „Ég tel Rússana ekkert vera sterkari en mitt lið. Ég tel okkur hafa verið óheppna gegn Slóvenum þar sem varnarleikurinn brást okkur alveg í síðari hálfleik. Um leið þá fór lítið fyrir markvörslunni. Við verðum að fá markvörsluna í lag gegn Rúss- um samhliða því sem varnarleikur- inn verður að vera betri,“ sagði Viggó, sem ekkert vill gefa upp hvernig hann hyggst haga varnar- leiknum. „Ég vil ekkert segja um það núna, það verður okkar leyndarmál þangað til út í leikinn verður komið,“ segir Viggó leyndardómsfullur. „En það er alveg deginum ljósara að það þýðir ekkert að ætla sér að vinna Rússa með því að spila vörnina eins og gert hefur verið lengst af þessu móti. Varnarleikurinn hefur verið okkar akkilesarhæll fram til þessa á heimsmeistaramótinu. Sóknar- nýtingin hefur verið viðunandi, vand- inn liggur í vörn og markvörslu,“ segir Viggó, sem viðurkennir að hafa gert mistök á lokasprettinum gegn Slóvenum. „Ég hefði átt að skipta um varnaraðferð, við héngum alltof lengi í 5/1-vörninni sem skilaði engan veg- inn árangri, í stað þess að skipta í 6/0,“ segir Viggó sem ennfremur leggur áherslu á að Ólafur Stefáns- son verði að ná sér strik eftir slakan dag gegn Slóvenum. Fyrirfram er talið að íslenska landsliðið verði veik- ari aðilinn í leiknum við Rússa. Viggó segist ekki líta þannig á stöðuna. „Ég tel engan vafa á að við eigum að hafa í fullu tré við Rússana. Ef við náum að leika vörnina eins og við getum best og fáum markvörslu með þá eigum við mjög góða möguleika á að vinna Rússana,“ segir Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, hvergi banginn fremur en oft áður. Þjálfari Rússa telur Íslendinga verða auðvelda bráð á heimsmeistaramótinu „Skal komast að öðru“ ÞAÐ er nauðsynlegt að vinna Rússana, bæði fyrir okkur, handbolt- ann á Íslandi og áhorfendur heima, nú verður allt lagt í sölurnar, það er að duga eða drepast,“ segir Viggó Sigurðsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, um viðureignina við Rússa í dag, en það er fjórði leikur Íslands á mótinu. Eftir sigur Rússa á Tékkum í fyrradag sagði þjálfari þeirra, Anatoli Dratchev, að hann ætti aðeins einn erf- iðan leik eftir, gegn Slóvenum á laugardag. Ívar Benediktsson skrifar frá Túnis Morgunblaðið/RAX Landsliðshópurinn fór í skoðunarferð um gamla bæinn í Túnisborg í gær. Fyrir hópnum fer hér Markús Maní Michaelsson, klæddur kufli, en á hægri hönd hans má sjá lögreglumann með riffil. Tuttugu öryggisverðir voru með íslenska liðinu á ferð um bæinn. AFMÆLISBARNIÐ Marat Safin frá Rússlandi stöðvaði sig- urgöngu Svisslendingsins Rogers Federers á tennisvellinum í gær þegar hann sigraði í fyrri und- anúrslitaleiknum í karlaflokki á opna ástralska meistaramótinu í Melbourne 5:7, 6:4, 5:7, 7:6 og 9:7. Safin hélt upp á 25 ára af- mæli sitt í gær og gat vart óskað sér betri afmælisgjafar. Rimma þeirra tók fjórar og hálfa klukkustund. Þetta var fyrsti tapleikur Federers, stigahæsta tennisspil- ara heims, í 26 leikjum og segja má að Safin hafi komið fram hefndum því hann tapaði fyrir Federer í úrslitum á þessu sama móti í fyrra. Fyrir leikinn gegn Safin hafði Federer ekki tapað setti og þótt sigurstranglegastur enda búinn að spila frábæran tennis á undanförnum mánuðum. ,,Þetta var mikill taugaleikur. Ég held að við höfum báðir spil- að eins vel og mögulegt var og sjálfur gaf ég allt mitt í leikinn,“ sagði Safin. Safin mætir Andy Roddick frá Bandaríkjunum eða Ástralanum Lleyton Hewitt í úrslitum en þeir eigast við í undanúrslitum. Reuters Marat Safin sýndi mikla keppnishörku. Safin stöðvaði Federer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.