Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 4
FÓLK  HÖRÐUR Sveinsson skoraði þrennu fyrir Keflavík í fyrrakvöld þegar bikarmeistararnir í knatt- spyrnu unnu Aftureldingu, 7:0, í fyrsta æfingaleiknum undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar, sem fram fór í Reykjaneshöll.  SAMNINGA- og félagaskipta- nefnd KSÍ hefur veitt Leikni úr Reykjavík áminningu fyrir að ræða við samningsbundinn leikmann Vík- ings úr Reykjavík, Daníel Hjaltason, og gera honum samningstilboð. Vík- ingar kærðu Leiknismenn til nefnd- arinnar fyrr í þessum mánuði fyrir að brjóta gegn reglum um félagaskipti leikmanna. Þar með er jafnt á komið meðal félaganna en Víkingar fengu fyrir skömmu áminningu frá nefnd- inni fyrir að ræða við samningsbund- inn leikmann Leiknis, Pétur Örn Svansson.  KÁRI Árnason lék síðari hálfleik- inn fyrir sænska liðið Djurgården sem gerði 1:1 jafntefli við suður-afr- íska 2. deildarliðið Vasco da Gama í æfingaleik sem háður var í Suður- Afríku í fyrrakvöld. Sölvi Geir Otte- sen er einn 21 leikmanns sem fór í æf- ingaferð Djurgården til Suður-Afr- íku en hann kom ekki við sögu í leiknum.  EMIL Hallfreðsson lék allan leik- inn með varaliði Tottenham sem sigr- aði Bolton, 2:0, í fyrrakvöld. Emil lék á vinstri kantinum og var nokkrum sinnum ágengur upp við mark Bolton eftir því sem fram kemur á heimasíðu Tottenham. Emil fær lof frá Clive Allen, þjálfara varaliðsins, á heima- síðunni. Allen segir að Emil hafi náð að aðlaga sig vel og hann hafi verið ánægður með frammistöðu hans þann tíma sem hann hefur verið hjá félaginu.  RÚNAR Sigtryggsson og læri- sveinar hans í þýska 2. deildarliðinu Eisenach töpuðu naumlega fyrir franska 1. deildarliðinu Créteil, 22:25, í æfingaleik í fyrrakvöld.  VICENTE del Bosque, fyrrum þjálfari Real Madrid, var í gær rekinn úr starfi sem þjálfari tyrkneska liðs- ins Besiktas. Liðinu hefur ekki geng- ið vel undir stjórn Spánverjans og er í fimmta sæti deildarinnar, 14 stigum á eftir toppliði Fenerbache.  ÞAÐ er mikið um að vera á PGA- mótaröðinni í Bandaríkjunum. Á sunnudaginn lauk Buick-mótinu með sigri Tiger Woods, en Vijay Singh sigraði á Mercedes-mótinu á Hawaii á dögunum. Þeir eru í efstu sætum heimslistans. Í dag hefst fimm daga mót sem kennt er við hinn fræga skemmtikraft Bob Hope, og telja golfsérfræðingar vestanhafs að tveir örvhentir kylfingar teljist líklegastir til afreka, Phil Mickelson frá Banda- ríkjunum og Mike Weir frá Kanada. Vijay Singh, Tiger Woods, Ernie Els og Retief Goosen er í efstu sætum heimslistans en þeir ætla ekki að taka þátt á þessu móti.  BOB Hope-mótið er nokkuð sér- stakt þar sem það er leikið á fjórum mismunandi völlum á fjórum fyrstu dögunum en allir vellirnir eru á Pebble Beach-svæðinu. Á lokadegin- um fá 70 kylfingar tækifæri til þess að leika en þá verður keppt á PGA- West-vellinum. Yfirleitt er aðeins einn keppandi í hverjum ráshóp en ráshóparnir eru að öðru leyti skipaðir kylfingum sem eru þekktari fyrir aðra hluti en afrek sín á golfvellinum. Eru það skemmtikraftar, stjórnmála- menn og aðrir þekktir einstaklingar.  ARGENTÍNSKI framherjinn Maxi Lopez er á leið til spænska stórliðsins Barcelona og er honum ætlað að fylla skarð Svíans Henriks Larssons, sem er meiddur í hné og leikur ekki meira á tímabilinu. Börsungar greiða River Plate, félagi Lopez, 6 milljónir evra, sem samsvarar 490 milljónum ís- lenskra króna, og mun leikmaðurinn gera fjögurra og hálfs árs samning. ÁTTA leikmenn landsliðsins í handknattleik fögn- uðu sínum fyrsta sigri á HM-móti, þegar Kúveitar voru lagðir að velli, 31:22. Það voru þeir Logi Geirs- son, Markús Máni Michaelsson, Vignir Svavarsson, Alexander Petersson, Arnór Atlason, Heiðar Guð- mundsson, Einar Hólmgeirsson og Ingimundur Ingi- mundarson. Þá fagnaði Viggó Sigurðsson einnig sínum fyrsta HM-sigri, en þess má geta til gamans að hann lék einn leik á HM í Danmörku 1978 – gegn Spánverjum – sem tapaðist. Hér á kortinu til hliðar má sjá upplýs- ingar um leik Viggós, sem hann lék fyrir 27 árum. Sigurinn gegn Kúveit var langþráður hjá honum. Bergsveinn Bergsveinsson, aðstoðarþjálfari Viggós, hefur yfir meiri HM-reynslu að ráða. Hann lék t.d. með landsliðinu sem náði fimmta sæti á HM í Kumamoto í Japan 1997, en með liðinu þá léku einn- ig Dagur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson. Langþráður HM-sigur hjá Viggó        ! "!                      ! !    " # $    !         %  "    &&  '( %)    *+   ) ,-     "     (-     .    , #    /%   .0    (1     2 / 2 3 4 5  !   !  ( 0 ! 0,$   &&           % 26  NÚ er runnin upp sú stund að leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik verða að bíta í skjaldarrendur og sækja fram til sigurs ætli þeir sér á annað borð að halda áfram keppni á heimsmeist- aramótinu þegar milliriðlar hefjast eftir helgina. Nú dugir ekkert minna en að leggja rússneska björninn í dag og Alsír á morgun til þess að gulltryggja sæti í milliriðlum. Auð- vitað er hægt að lifa í voninni um þessi úrslit og úrslitin í öðrum leikj- um riðilsins og reikna sig út og suð- ur, fram og til baka og jafnvel norð- ur og niður. Einfaldasta leiðin en jafnframt sú erfiðasta er að vinna þá tvo leiki sem eftir eru, þá verður engin þörf fyrir alvarlegar töl- fræðilegar vangaveltur. Staðreynd- irnar liggja á borðinu að þessum tveimur leikjum loknum. Það er hins vegar meira en að segja það að leggja Rússana að velli, en þeir sýndu flestar sínar bestu hliðar í fyrradag þegar þeir unnu Tékka með fjögurra marka mun, 25:21. Rússneska liðið er skipað ung- um og framúrskarandi leikmönnum. Þeir eru hávaxnir og geysilega vel þjálfaðir. Leikur þeirra er þaul- skipulagður og á tíðum skemmti- legur þótt slíkt hafi ekki endilega fremsta mann. Honum bregst ekki oft bogalistin í opnu færi. Fyrirfram er ljóst að ís- lenska liðið fer í leikinn við Rússa sem veikara liðið og því engin ástæða til sérstakrar bjartsýni. Það er hins vegar engin ástæða til að leggja árar í bát fyrirfram; það er löngu kominn tími til að leggja Rússa að velli á stórmóti í hand- knattleik, ef ekki núna, þá hvenær þegar minnst er vænst? Ívar Benediktsson Glíman við rússneska björninn TÚNISBRÉF fylgt rússneskum landsliðum í gegn- um tíðina. Víst er að allt verður að ganga upp hjá íslenska liðinu til að það vinni Rússa og leikur þess að batna til mikilla muna frá fyrri leikjum í keppninni, sérstaklega varnarleik- urinn, sem hefur verið svo gott sem í molum frá því að flautað var til leiks í Túnis. Á því sviði verður að eiga sér stað bylting yfir nótt til að ís- lenska liðið eigi einhvern möguleika á að skella rússneska birninum, – ef ekki þá mun hann keyra yfir ís- lenska liðið. Þótt sóknarleikur Ís- lands hafi verið upp og ofan til þessa hefur hann þó skilað sínu; 98 mörk í þremur leikjum, þar af 67 mörk gegn sterkum þjóðum eins og Tékk- um og Slóvenum. Sóknarleikinn verður að leika af yfirvegun og festu, spila hægt og ag- að og komast í lengstu lög hjá óvönduðum skotum, bæði vegna þess að aðalmarkvörður Rússa, Alexei Kostigov, er ekkert lamb að leika sér við og auk þess eiga Rússar í pokahorninu frábær hraðaupp- hlaup með Eduard Kokcharov sem iben@mbl.is Rússar eru með mjög sterkt lið,frábæran hornamann, þrjár sterkar skyttur og alveg ágætan markmann. Þetta verður því erfiður leikur en við förum í alla leiki til að vinna, ekki til að ná jafntefli eða tapa með sem minnstum mun. Við ætlum að leggja Rússana,“ sagði Logi í gær eftir gönguferð landsliðsins um Medina, gamla bæjarhlutann í Túnis. „Við unnum Medvedi með þrettán mörkum heima og töpuðum síðan með einu í Rússlandi þannig að við rúlluðum yfir þá og komumst áfram. Rússar eru með Alexei Rastortsev (nr. 15) og aðrar góðar skyttur. Hornamaðurinn þeirra, Eduard Kokcharov (nr. 23), er í algjörum sér- flokki – einn sá besti í þessari stöðu í heiminum. Hann er þeirra styrleiki í vörn, er fyrir framan í 5-1 vörninni og gerir það óaðfinnanlega og það er vart hægt að finna veikleika á því sem hann gerir, hvorki í vörn né sókn. Hann þarf að stöðva sem og skytt- urnar þeirra og svo þarf að vanda sig gegn markverðinum, sem er miklu sneggri og betri en hann lítur út fyrir að vera. Við erum líka með dúndur sterkt lið og ég sé ekki að við séum lakari en þeir. Við erum hungraðir í að sýna hvað við getum og þeir reyndar líka því þeir eru allir að spila í Rússlandi og eru að sýna sig þannig að þeir eigi möguleika á að komast að hjá ríkari liðum í Evrópu. Margir væntu mikils af Rússum á þessu móti og spáðu þeim meðal efstu átta þrátt fyrir mikla uppstokkun hjá þeim að und- anförnu. Við verðum að rífa okkur upp og bæta fyrir leikinn gegn Kúveit, sem var alls ekki nógu góður. Hann var hvorki skemmtun fyrir áhorfendur né okkur. Það er erfitt að koma 100% innstilltur í svona leik og í raun er þetta eini leikurinn þar sem menn máttu aðeins missa sig án teljandi hættu á að tapa. Aðra leiki verður að leika vel til að sigra, þetta er það jafn riðill. En markmiðið er alveg klárt. Við ætlum að vinna Rússa og komast áfram í keppninni,“ sagði Logi. Logi Geirsson um verkefni dagsins á heimsmeistaramótinu í Túnis Morgunblaðið/RAX Bergsveinn Bergsveinsson aðstoðarlandsliðsþjálfari og leikmenn íslenska landsliðsins hafa ver- ið ánægðir með kræsingarnar sem fram eru bornar á hótelinu sem þeir gista á í Túnis. Ætlum að vinna Rússa LOGI Geirsson lék með liði sínu Lemgo gegn rússneska liðinu Chekhovskie Medvedi í Evr- ópukeppninni í vetur, en sam- kvæmt upplýsingum frá Rússum eru tíu leikmenn frá því félagi í landsliðinu og Logi hefur því leikið á móti meginþorra liðsins. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Túnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.