Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 4
 MÁNUDAjGSBLAÐIÐ Mánudagur 8. nóvember 1954 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaðui: Agnar Bogason. BlaðiS kcmur út á mánudögum. — Vcrð 2 kr. í lausasölu. Afgreiðsla: Tjamarg. 39. — Sími ritstj. 3496. PrentsmiSpt ÞjóSviljans h.f. ALLIR TðPUBU Framhald af 1. síðu. töpuðu allir pólitísku flokk- amir fylgi í Háskóla Is- lands, þeir komu allir með ósigri úr kosningunum, biðu allir sameiginlegt skip brot. tillögur um að kjósa full- trúa á ópólitískan hátt eft- ir deildum. Á þann hátt jtöu þeir kosnir, sem stúd- entar hafa mest traust til, alveg án tillits til stjóm- málaskoðana. En pólitísku Jjgyf skyilSemÍf1liar stúdentamir, sem annars rífast eins og hundar og kettir, ætla alveg að ærast ef þeir heyra þessar tillög- ! ur. Gegn öllum umbótum á ] þessu sviði, standa þeir i saman eins og einn maður. ] Og fram til þessa hefur þeim tekizt að koma í veg fyrir allar tilraunir til úr- bóta, þeim hefur tekizt að halda stúdentaráðskosning imum í sama svaðinu ár eftir ár. Gleðileg úrslif tírslit stúdentaráðskosn- inganna í ár em hin gleði- Iegustu, sem verið hafa ár- um saman. Eg á hér ekki við hlutföllin milli pólitísku listanna, því að þau vom nálega alveg þau sömu og í fyrra. En þau em gleði- leg að því leyti, að auðsætt virðist að stór hópur stúd- enta sé farinn að hafa and- styggð á hinu pólitíska brambolti við stúdentaráðs kosningamar. Aldrei hafa pólitísku flokkarnir smal- að af slíkum ofsa og við þessar kosningar. Stúdent- ar, sem vilja sitja hjá voru bókstaflega lagðir í einelti af pólitisku snöttunum all- an daginn. En þrátt fyrir það sátu 213 stúdentar eða fjórðungur allra háskóla- stúdenta heima við kosn- ingamar. Þrátt fyrir vera- lega fjölgim frá því í fyrra, En kosningaúrslitin eru mikill sigur fyrir heilbrigða skynsemi meðal stúdenta. Fjórðungur stúdenta stóð af sér allan hinn skrílslega og sefasjúka pólitíska á- róður. Og é'g efa ekki eitt augnablik, að í þessiun hópi er blóminn af stúdent- um, gáfuðustu mennimir, sem þora að hugsa sjálf- stætt, en láta ekki hrífast með af hinum mekaniser- aða skrílshætti aldarfars- ins, þar sem „klchur“ og slagorð koma í stað sjálf- stæðrar hugsunar og hlut- lægi*ar sannleiksleitar. En þessum „elite“ stúdenta, sem nú stóð af sér hrin- una, ber nú að reka flótt- ann, flótta pólitísku snat- anna, sem nú sleikja sárin, hver I sínu greni. Þeim ber að \inna markvíst að því að hrífa stúdentaráð úr jieim álögum pólitísku flokkanna sem því hefur verið haldið í mn Iangt ára- bil. Öpólitískir stúdentar í Háskólanum ættu að stofna með sér samtök í þessu skyni, og þeir geta treyst því að til þess eiga þeir samúð allra ofstækis- lausra manna. Þeim ber að frelsa stúdentaráð úr hers höndum og gera það að ó pólitískri stofnun, er sé akademiskum borgumm samboðin. AJAX. Tímaritið SAMTIÐIN flytur framhaldssögur, smásögur, kvennaþætti, bókafregnir, getraunir, bráðfyndnar skopsögur, víðsjá, ferða- og flug- málaþætti, samtalsþætti, frægar ástarjátningar, bridgeþætti, úrvalsgreinar úr erl. tímaritum, ævisögur frægra manna o. m. fl. 10. hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Nýir áskrifendur fá 1 eldri árgang í kaupbæti. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun: Eg undirrit........óska aff gerast áskrifandi aff SAMTÍÐINNI og sendi hér meff árgjaldiff, 35 kr. Nafn ..................................... Heimili ............................... "••••***••••• •'v'íf'** •»»*»*(»»*# Etanáskrift vor er: SAMTÍWN, FósthóU 75, Reykjavik Leikféiag Keykjavflíur: ERFINGINN Eftir RUTH og AUGUSTUS GÖTZ Leikstjóri: Gunnar R Hansen Atvikin höguðu því svo, að undirrituðum tókst ekki að sjá Erfingjann eftir Ruth og Aug- ustus Göts fýrr en á fimmtu sýn- ingu. Erfinginn er það sem kalla má gott leikrit. Efnið er djúpstætt, þótt ekki sé það nýtt: sálræn bar- átta föðurs og dóttur, en mynd látinnar móður skapar hér at- hyglisverðan sálrænan þríhyrn- ing; krefur af leikenda hálfu mikla innlifun, þ. e. faðir og dótt- ir verða stöðugt að sýna hið mikla ósýnilega afl, sem mótar allar gjörðir þeirra, skapar þá einkennilegu afstöðu hvors til annars, sem er meginþungi efnis- ins. Kjarni myndar þeirrar, sem hér er brugðið upp, er: feðgin búa saman. Stúlkan er um tví- tugt, faðirinn miðaldra, efnaður læknir. Móðirin lézt, er hún ól þetta einkabarn, og jafnframt dó neisti ástarinnar i föðurnum. Á ytra borði gerir hann allt til þess að veita dóttur sinni hamingju, en ljóst er, að bak við yfirborðs- legan velgjörning, býr hatur föð- urins, sennilega óafvitandi, á þessu barni, sem svipt hefir eig- inkonu hans lífi. Hann stundar störf sín, giftist ekki, kostar dótt- urina til náms og lista, en færir henni aldrei það, sem hún þarfn- ast mest, ástina — tiifinninguna að einhverjum þyki vænt um hana. Hið raunverulega drama myndarinnar hefst, þegar á heimilið kemur ungur, laglegur maður, sem þegar fær „ást“ á stúlkunni, ást á tilvonandi arfi hennar, þótt lipurt tungutak og meðfædd glæsimennska villi henni sýn. Dóttirin er þyrst í ást og sér ekki, þótt öðrum sé það ljóst af framkomu unga mannsins, að þetta er tóm blekk- ing; þrá hennar blindar hana. Viðbrögð föðurins verða öðru- vísi. Á ytra borðinu er raunsæ- ismaðurinn, sem sér glöggt fé- sýki unga mannsins, ástæðuna fyrir hrifni hans af dóttur sinni. Á innra borðinu hrjáir hann af- brýði, stolt og á vissan hátt nautnin af að kveija dóttur sína. Hann gengur úr vegi til þess að sannfæra sjálfan sig um réttmæti afstöðu sinnar til þessa biðils; fær systur hans, beinlínis pinir hana til þess, að sá efasemdum um „einlægni" bróður sins, í þeim tilgangi að réttlæta fyrir sjálfum sér afstöðu sína. Um það eitt, hvort „keypt ást“ geti nokkurntíma bætt upp að ein- hverju leyti þrá hinnar ófríðu og vanræktu stúlku, ætla höfundar sér ekki þá clul að leysa. Þar er gripið til þess algenga, að láta þá hluti ske, sem „gsetu skeð“, en mótivejra gjörðir hennar ekki frekar. Þetta er galli vegna þess að höfundar hafa 1 miðhluta lelkritsins skapað ákaflega at- hyglisverða „situation“, er gam- an hefði verið að leysa í sam- ræmi við það, sem á undan er gengið, í stað þess að grípa til „örvæntingarhrópa“ og að því er bezt verður séð, tilefnislítillar afstöðu stúlkunnar í lokaatrið- inu. Vissulega er sálgreiningin orðin svo víðtækt fag, að ein- hverja lausn, jafnvel þótt hún sem slík væri ekki algild, mætti finna á afstöðu stúlkunnar til unga mannsins — skýringu í stað hins snubbótta og ómótiveraða endis, sem leikslok sýna. Það liggur í augum uppi, áð það hentar ekki viðvaningum að leika þau hlutverk, sem miklu máli skipta. Dótturina, Cather- ine, leikur ungfrú Guffbjörg Þor- bjarnardóttir. Margt er brúklegt hjá ungfrúnni, en gallar hinsveg- ar fjölmargir. Það er einhver „ó- feliskur" blær yíir túlkun henn- ar; röddin er bragðlítil og mono- ton á köflum, skortir innri eld, atlotin máttlítil. Gervið er gott, hreyfingar oftast eðlilegar. En hvar er „finesse" hinna beztu skóla? Feimni er góð, ófram- færni, skortur á samtalsefni, ó- fríðleiki, en hvar er persónan Catherine? Catherine er og verð- ur ekki reikandi Ófelia Hamlets, né heldur persónulaust rekald á sviðinu, sem aðeins einu sinni sýnir röggsemi. Ef það á að tíðk- ast hjá leikstjórum okkar að breyta upprunalegum persónum, vegna þess að leikkonur eru ekki fyrir hendi, þá verður að fá leik- rit við hæfi þeirra. Gallinn hér er aðeins sá, að þetta er ekki Catherine Erfingjans, heldur eitt- hvað allt annað. Þorsteinn Ö. Stephensen leik- ur föðurinn, Sloper. Þorsteinn nær lækninum mæta vel, tilhlýði lega virðulegur, málfarið gott, bilið milli hans og meðleikenda verður of mikið. Atriði það, þar sem tilhlýðilegt jafnvægi næst milli leikenda, er á milli Slopers og frú Montgomerys, stutt en á- hrifarikt, snilldarlega skrifað og mjög veí túlkað af frú Helgu Valtýsdóttur. Benedikt Árnasoo leikur Morris, unga biðilinn. Benedikt hefur alla galla byrj- andans, hins óþroskaða leikara, en jafnframt alla kosti efnilegra leikara. Skilningur hans á hlut- verki hins unga heimsmanns er nokkuð réttur, en útfærslan er unggæðisleg, og leikgleðin verð- ur oft ofjarl ótamdra hæfileika. Hólmfríffur Pálsdóttir, Lavinina, leikur þokkalega prestsekkjuna,. svipbrigðin ágæt, gervið ekki al- veg nógu ellilegt. Nína Sveins- dóttir, Mary, leikur hina trúu heimilisþernu mjög vel, hóflega en þó með hæfilegri kímni. Stutt atriði milli Þorsteins og Helgu Valtýsdóttur vekur athygli, sök- um þess hve frú Helga nær vel svipbrigðum ekkjunnar og innri baráttu, er læknirinn nær þvS neyðir hana til þess að játa galla bróður síns, til þess að réttlæta afstöðu sína. Um leikstjórn Gunnars R. Hansens verður það sagt, að gall- ar. eru óþarflega margir. Leik- ritið verður of langdregið í út- færslu, atburðarásin úr hófi hæg. Mesti gallinn er þó hinn mikli munur á leikendum. Þorsteinn gnæfir yfirleitt yfir samleikend- ur sína, ekki svo mjög vegna góðs leiks, heldur vegna þess að aðrir leikendur gera hlutverkum sínum of lítil skil. Erfinginn krefst fyrst og fremst þaulæfðra leikenda í öll hlutverk, og hnit- miðaðrar leikstjórnar, ef vel á að fara. Persónurnar Catharine og Morris verða of smáar, sam- leikurinn ónógur og óeðlilegur. Sviðið er gott, vel nýtt og leik- tjöld þeirra Lothars Grunds og Sigfúsar Halldórssonar ágæt. Þýðing Maríu Thorsteinssons er vönduð, en stirð í meðferð. Fylgt er um of bókmáli, en hinsvegar alveg bannað að beygja eiginnöfn eins og Catherine. Leiksýningunni var vel tekíð og hrífur sýnilega áhorfendur. Leikfélag Reykjavíkur hefur far.. ið vel af stað í leikritavali sinu. A. B. McCell's 9867 McCoU'sWl 0irt >wlor Frekari upplýslngar i Vogue

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.