Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 08.11.1954, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 8. nóvember 1954 4. KAFLI Sambúð þeirra var skrykkj- ótt. Dögum saman hittust þau ekki, því Ariane var í háskólanum, en hann var er- indreki við stórt olíufélag og fór oft sem fulltrúi þess til Ameríku eða London eða Japan, og einmitt um þessar mundir var verið að koma í gang útibúi í Kákasus, og varð honum því tíðfarið þang- að. Einu sinni borðaði hann miðdagsmat með opinberri vinkonu sinni, barónsfrú Kottinð fegurstu konu Moskva, sem undraðist, hve lítt hann sóttist orðið eftir fundum hennar. Hann braut sífellt heilann um að finna nýjar viðbárur. En á hverju kvöldi klukkan hálf-níu hitti hann litlu stúd- ínuna sína í SadoWajagötu, á hverju kvöldi fóru þau fót- gangandi niður í hótel Nati- onal, á hverju kvöldi hvíldu þau saman í hinu vistlega, dimma herbergi og á hverju kvöldi þegar klukkan sló á miðnætti, stóðu þau upp og klæddu sig og gengu sömu leið til baka í hinum f jörug- ustu samræðum. Á öllum málefnum hafði hún fastákveðnar skoðanir, sem hún flutti af mikilli ein- beitni og þoldi *ekki, að í móti væri mælt. Hún rakti grund- vallaratriði hinnar róttæk- ustu efnishyggju, þar sem til- finningar áttu sér engan til- verurétt og ást o gmeðaumkv- un vo'ru dregin sundur í háði. Oft hafði hann gaman af því að kollvarpa með einu orði loftköstulum þeim, sem hún hafði með mestu kostgæfni byggt upp frá kerfum sínum; en venjulega lét hann ímynd- unarafli hennar lausan taum- inn. Og það var honum ætíð aðdáunarefni, hve skýr í hugsun hún var og hugmynda gnóttin mikil á öllum sviðum. Konstantin Michael þekkti heiminn, hann hafði verið í London, New Pork, París og Róm. „Aðeins örlítið meiri mýkt,“ hugsaði hann, „ef til vill aðeins þann siðfágunar- blæ, sem hvergi lærist nema meðal heldra fólksins á Vest- urlndum, þyrfti til þess að þessi rússneska stúlka ynni eigra í höfuðborgum þessara landa. Mestu andans mehn hrifust af henni.“ Hann gat ekki hugsað sér ekemmtilegri félaga. Hún fór eldi um huga hans og hélt honum stöðugt fullum spenn- ings og eftirvæntingar með gáfum sínum og frumlegum Bkoðunum. Hann fann hjá henni hinar ótæmandi auðlindir rúss- neskrar náttúru, þá gjafmildi, þá eyðslu, þann sjálfsaustur, sem hvergi finnst annarsstað- ar. „Stúlku þessari vantar ekki annað en meiri skipun í hugsunina til þess að ná hæstu sviðum, og þó ef til vill öllu fremur handleiðslu af- burðamanns. Því miður eru karlmennimir hér um slóðir -ekki slíku verki vaxnir.“ Þannig hugsaði hann um hana. Daglega beið Konstantín þeirrar stundar með óþolin- mæði, þegar fundum þeirra Ariane bæri saman. Hann bar hana saman við barónsfrú Korting, sem hreif hann með fegurð sinni, sem var góð og blíð og gerði ekki kröfur, en var líka af langdvölum sín- um á Vesturlöndum orðin jafn ónáttúrleg og fína fólkið í Frakklandi og Englandi ér. Vissulega gat hann ekki kom- ið með neina aðfinnslu í henn- ar garð — nema þá einu, mestu: honum leiddist hún. Hjá Ariane kenndi hann ekki leiðinda, í návist hennar gleymdi maður jafnvel hug- takinu sjálfu; svo fjölþætt var hún, skemmtileg, kát, hugsandi, mótsagnakennd, duttlungafull, einþykk, feim- in, lokuð inni í sinni eigin sjálfsást eins og óvinnandi virki. Þegar hún borðaði með honum miðdegisverð var hann frá sér numinn af ham- ingju, ef það var kvöldverð- ur, sem sjaldnar skeði, var það honum sem hátíð. Hinn langi vegur frá Sadowajugötu til hótel London varð honum of stuttur. En í herberginu hjá honum var það önnur Ariane sem kom í ljós. Þá sá hann fyrir sér konu, sem sífellt var hon- um framandi. Frá þeim degi, þegar hann hafði fyrst átt vald yfir henni, hafði hann stöðugt vænzt þess, að milli þeirra kæmist á sams konar samband og venjulega ríkir milli elskenda. Nú fann hann smám saman villu sína. Hann hélt sig hafa sigrazt á henni, en sí og æ varð þessi sigur að meira spursmáli. Hann fann, að hann komst ekkert áleiðis; vinkona hans tilheyrði honum aldrei í raun og veru, það var ekki nema skammvinn blekking. I rauninni var hún eftir sem áður ómælanlega f jarri og smaug undan í hvert skipti, sem hann þóttist hafa undirokað hana. Hann kyssti hana. Hún leyfði það og virtist láta sér það vel líka, en aldrei kom hún á móti honum með minnstu blíðuhótum. Einn daginn Iét hann falla orð í þessa átt. Svarið, sem hann fékk, var eins og ískalt steypibað. „Látið það ekki á yður fá, svona er ég alltaf.“ „Misheppnað uppeldi,“ hugsaði Konstantín, „hvers konar aulabárða skyldi hún hafa þekkt á undan mér.“ I bóli va rhún eftir sem áður „liðið lík“. Þrátt fyrir- það fann hann margsinnis, að handleggur hennar þrýsti honum að sér. Aðeins einu sinni gekk hún svo langt, að hún kvartaði um, að hún yrði að standa upp, hún væri ör- magna af þreytu. Það leið vika, áður en hún leyfði að dyrnar að stofunni, þar sem rafmagnsljós logaði, væru hafðar opnar. Og þó sýndi hún enga uppgerðar skamm- feilni; hún stóð upp úr rúm- inu og flýtti sér fram í bað- herbergið, og þegar hún kom aftur, settist hún klæðlaus fyrir framan spegilinn, og byrjaði að greiða sér með hinni áhyggjulausu ró velvax- innar stúlku, sem engu þarf að leyna. Hver einstakur samfundur þeirra varð að endurnýjaðri baráttu milli glóðar karl- mannsins og kulda konunnar. Það sem ruglaði konstantín var, að þessi kuldi virtist gerð ur að yfirlögðu ráði, ætti rót sína að rekja til sterks vilja, væri óeðlilegur. Hann þurfti ekki að beita neinni þvingun til að fá Ariane inn í svefn- herbergið, hún kom af eigin vilja, en þegar svo langt var komið, var blátt áfram sem hún stirnðaði upp. Hún, sem annars gat ekki þagnað eitt augnablik, lá grafþögul með augun opin. Það mesta, sem honum hafði tekizt að lokka út úr henni fyrstu vikuna, þegar hann hvíslaði að henni þessum meiningarlausu gælu- orðum, sem karlmenn eru vanir að hjala í eyru ást- meyja sinna, var: Ja, svei. i Þess fyrir utan töluðu þau saman eins og trúnaðarvinir — en í svefnherberginu varð hún alltaf aftur óvinurinn, sem hann varð að berjast við á nýjaleik í hvert skipti, en sem lýsti sig þó aldrei sigr- aðan. Þessi barátta æsti Kon- stantín mjög og hann sór þess eið, að hann skyldi ganga með sigur af hólmi; samt sem áð- ur var hann djúpt særður yfir þessu framferði Ariane. En einnig þetta voru aðeins framlínu víggirðingar. Fjórða eða fimmta kvöldið, þegar þau voru að klæða sig í og hann sat reykjandi á rúm- stokknum, lagði hann án frek ari umhugsunar fyrir hana tvær af þessum spumingum, sem karlmönnum er gjamt að spyrja eftir smálúr. Hún svaraði ekki. han nendurtók. Án þess að snúa höfðinu við og án þess að hætta við að festa upp um sig sokkana, sagði hún loksins með því- líku kæruleysi, að það var eins og hún væri sér ekki þess vís, hver illkvitni fólst í orð- unum: „Eg bíð bara eftir þriðju spurningunni, sem nú hlýttu að koma, því að f ram að þessu hafa allir karlmenn undir sömu kringumstæðum spurt þriggja spurninga." Konstantín fölnaði. Hann gat með erfiðismunum hald- ið sér í skef jum og látið vera að segja fleiri orð. Hann kast- aði sígarettunni frá sér, fór inn í baðherbergið og var þar óvenjulega lengi. Þegar hann kom aftur, var komið fram yfir miðnætti. „Eigum við þá að fara?“ sagði hann stuttaralega. Hún hvarf til hans og hall- aði sér upp að honum. „Hvað gengur að yður í dag. Þér virðizt vera svo nið- urdreginn. Það er þó ekki mér að kenna ....?“ „Nei, stúlka litla, víst ekki. Þú ert yndisleg eins og jafn- an.“ Því hann þúaði hana nú orðið, en hún hélt sér hins vegar eftir sem áður við „þér“-ið. Á leiðinni deildu þau ákaft um eitthvert heimspekispurs- mál. Hvorttveggja varði sinn málstað af þrákelkni. Að lokum fór Konstantín að skellihlæja. „Nei, nú erum við farin að leita langt um skammt að þrætueplunum!“ Og hann kyssti Ariane, sem enn varð- ist. Daginn eftir byrjaði f jand- skapurinn að nýju. En í þetta skipti héldu báðir aðilar sig betur í skefjum, til þess að láta ekki finna hjá sér snögga bletti. — Konstantín langaði mjög til að vita, hversvegna Ariane, sem átti vissulega um nóga aðra að velja, ef hún kærði sig um, skyldi einmitt hafa tekið sig, Konstantín Michael, og gefið sig á hans vald strax við þriðja fund. Hann gerði sér engar grillur um, að hann væri ómótstæðilegur, ekki heldur elskaði Ariane hann. Hversu mikið frelsi sem ung- ar stúlkur kunna að leyfa sér í þessum sökum, þá var erfitt að hugsa sér að þær, líkt og karlmenn gerðu, tækju sér elskhuga til stundargamans. Hversvegna var hún á annað borð niður komin hjá honum? Eftir krókaleiðum reyndi hann að fá skýringu á þessu atriði. Hann byrjaði því að tala um hinn dýrlega flutning á Boris Godunow-óperunni og' þeim fyrstu áhrifum, sem hann hefði orðið fyrir af Ariane, hvernig honum hefði fundizt hún merkilegt sam- bland af konu og skólastelpu. „Og þú, hvað hugsaðir þú um mig, því að alltaf eru það fyrstu áhrifin, sem mestu varða.“ „Eg? Eg sagði við sjálfa mig: Þarna er einn af þeim, sem mér líkar við. Því að ég viðurkenni, að samkvæmt minni reynslu eru ljóshærðir karlmenn þeir einu, sem hafa ástríður. Hinir dökkhærðu koma manni kannske vel fyr- ir sjónir, en það er ekki annað en eldur í hálmi. Maður tek- ur þá, en manni helzt ekki á þeim. Hyggindin krefjast þess, að eftir nokkrar mis- heppnaðar tilraunir snúi maður aftur til þess, sem maður hefur sannprófað, að gott sér.“ Svona hélt hún áfram að masa á sinn viðfelldna hátt,; rétt eins og hún mundi tala um sólskinið eða regnið þenn- an sama maídag. Konstantín varð við sem honum væri gefið inn gall- beizkt meðal í dropatali. Hon- um fannst sem eina svarið við slíkri og þvílíkri áskorun væri dugleg hirting. En það mátti ekki sýna á sér bilbug, hann varð að fá bráða- birgðafrest. Hann tók því fram sígarettu, kveikti í og með vel leiknu, óþvinguðu brosi rumdi hann góðlátlega: „Ariane, Ariane þó! Þetta eru hlutir, sem menn ef til vill hugsa, en sem menn segja ekki. Þú ert bara hálfgerður villimaður". Allir farseðlar seldir Án aukagjalds Ferðaskrifsfofan ORLOF H.F. Hafnarstræti 21 SíriI S2265

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.