Morgunblaðið - 11.02.2005, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. FEBRÚAR 2005 C 3
HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í sundi í 50 metra laug
fer fram í Montreal í Kanada í sumar hvað sem
tautar og raular, en fyrir skömmu óskuðu forsvars-
menn mótsins eftir að fundinn yrði annar keppn-
isstaður þar sem þeim hefði ekki tekist að fjár-
magna mótshaldið nema að takmörkuðum hluta.
Eftir stíf fundahöld á síðustu dögum í umsjón Al-
þjóðasundsambandsins hefur lánast að fá aukið
fjármagn inn í mótshaldið þannig að nú lítur út fyr-
ir endar nái saman í peningamálunum. Munu yf-
irvöld í Montreal hafa gengist að mestu í ábyrgð
fyrir þessar hlið.
Ólympíuleikarnir árið 1976 fóru fram í Montreal
sem er í franska hluta Kanada.
Undirbúningur mótsins hefur þegar tekið sinn
toll því fyrir viku fannst formaður undirbúnings-
nefndar, Yvon DesRochers, látinn og er talið víst
að hann hafi tekið líf sitt yfirbugaður af þeirri
streitu sem undirbúningnum fylgir.
HM í sundi verður
haldið í Montreal
ARNAR Sigurðsson hefur verið kjörinn
besti tennisleikarinn í Bigwest-
háskóladeildinni í Bandaríkjunum í
annað skipti á þremur vikum. Eins og
áður hefur komið fram var Arnar kjör-
inn bestur í karlaflokki í deildinni vik-
una 16.–23. janúar og í gær var tilkynnt
að hann hefði einnig orðið fyrir valinu í
vikunni 31. janúar til 6. febrúar. Arnar
vann þrjá af fjórum leikjum sínum í ein-
liðaleik í háskólakeppninni í umræddri
viku og náði auk þess góðum árangri í
tvíliðaleik með félaga sínum, Vladimir Zdravkovic, en þeir
keppa fyrir Pacific-háskólann.
Í Bigwest-deildinni eru tíu sterkir háskólar á vest-
urströnd Bandaríkjanna. Arnar hefur unnið 15 af 18 leikj-
um sínum í einliðaleik í háskólakeppninni í vetur og komst
nú eftir áramótin í fyrsta skipti inn á styrkleikalista yfir
bestu tennisleikara í bandarísku háskólunum.
Arnar
Sigurðsson
Arnar aftur valinn
bestur í deildinni
FÓLK
PÁLMI Rafn Pálmason skoraði
tvö marka KA sem sigraði Leiftur/
Dalvík, 5:1, í Norðurlandsmótinu í
knattspyrnu í Boganum í gærkvöld.
Hreinn Hringsson, Jóhann Þór-
hallsson og Hjalti Guðmundsson
skoruðu hin mörk KA sem hefur
unnið alla fimm leiki sína í mótinu.
ÚRVALSDEILDARLIÐ ÍBV í
knattspyrnu sigraði 2. deildarlið
Leiknis úr Reykjavík, 3:2, í æfinga-
leik í Egilshöll í fyrrakvöld. Bjarni
Geir Viðarsson, Bjarni Hólm Að-
alsteinsson og Atli Jóhannsson
skoruðu mörk Eyjamanna.
MORTEN Olsen, þjálfari danska
landsliðsins í knattspyrnu, var ekki
sáttur við ítalska dómarann Pier-
luigi Collina í viðureign liðsins
gegn Grikkjum í undankeppni
heimsmeistaramótsins en Olsen
mótmælti kröftuglega undir lok
leiksins er hann taldi að Collina
hefði átt að dæma vítaspyrnu á
Grikki. Danir töpuðu leiknum 2:1 og
var Olsen að horfa á síðustu mín-
útur leiksins á sjónvarpsskjá þar
sem Collina rak hann úr vara-
mannaskýli liðsins. Olsen á yfir
höfði sér keppnisbann og verður
líklega ekki við hliðarlínuna er Dan-
ir taka á móti Kasakhstan á Parken
í Kaupmannahöfn 26. mars.
AIME Antuenis, landsliðsþjálfari
Belga í knattspyrnu, þykir valtur í
sessi eftir að Belgar töpuðu 4:0 fyr-
ir Egyptum í Kaíró í fyrrakvöld.
Jan Peeters, formaður belgíska
knattspyrnusambandsins, segist
aldrei hafa séð eins slakt belgískt
landslið.
CHRIS Waddle, fyrrum leikmað-
ur Newcastle og enska landsliðsins,
segir að hollenski framherjinn Pat-
rick Kluivert sé líklega verstu kaup
félagsins í áraraðir. „Hann er von-
laus, þrátt fyrir að vera með góða
tækni, líkamsstyrk og hæð, reynir
hann ekki einu sinni að leggja sig
fram. Hann situr á varamanna-
bekknum og þegar hann kemur inn
á breytir það litlu. Hann virðist
vera sáttur við ástandið og það er
ekki gott fyrir 28 ára leikmann.
Líklega höfðu forráðamenn Barce-
lona rétt fyrir sér er þeir létu hann
fara frá liðinu,“ segir Waddle.
DWIGHT Yorke, knattspyrnu-
maður frá Trínidad og Tóbagó, er
hugsanlega á leið til Ástralíu. Hann
hefur fengið leyfi hjá forráðamönn-
um Birmingham til þess að ræða
við forráðamenn Sydney FC. Yorke
hefur ekki náð sér á strik í vetur og
aðeins verið fjórum sinnum í byrj-
unarliði Birmingham á leiktíðinni.
GEORGE Burley framlengdi í
gær samning sinn sem knatt-
spyrnustjóri enska 1. deildarliðsins
Derby County um eitt ár, eða til
vorsins 2006. Burley tók við Derby
við botn deildarinnar í fyrra og liðið
er nú í 5. sætinu og í baráttu um
sæti í úrvalsdeildinni.
Knattspyrnudeild Breiðabliks
og hollenska liðið Feyenoord í
Rotterdam gerðu á miðviku-
daginn samstarfssamning,
sem gengur út á að Feyenoord
sendir þjálfara til Breiðabliks
tvisvar á ári og þjálfarar frá
Blikunum munu fara út reglu-
lega til að kynna sér æfingar
Feyenoord. Einnig munu efni-
legir leikmenn hjá Breiðabliki
fara til Hollands til æfinga og
hollenska liðið mun vinna að
því að koma leikmönnum
Breiðabliks á framfæri.
Samstarf
Breiða-
bliks og
Feyenoord
Að mínu mati á að setjareglur fyrir atvinnu-
menn og þeir eiga að nota
staðlaða bolta sem líkasta
því sem voru framleiddir
á árunum 1980-1990.
Leikurinn er of auðveldur
fyrir þá bestu með þessa
bolta í leik, og við höfum
séð að vellir hafa verið
lengdir fyrir eitt mót á ári
þar sem við mætum til
leiks og sláum yfir allar
þær hindranir sem ættu
að vera í leik. Ég tel að það sé betra
að snúa hjólinu til baka, láta atvinnu-
mennina nota sérstaka bolta sem
geta ekki flogið eins langt og þeir
gera í dag og að auki er
auðvelt að láta boltann
stoppa á flötunum. Að
mínu mati krafðist leik-
urinn meira af mönnum á
árum áður. Bilið á milli
þeirra hæfileikaríkustu
og þeirra sem eru þokka-
legir kylfingar hefur
minnkað þar sem tæknin
hjálpar þeim sem eru
ekki með eins mikla hæfi-
leika. Að mínu mati
myndi keppnin harðna og
verða skemmtilegri ef golfboltinn
yrði staðlaður,“ segir Norman en
hann vill alls ekki stöðva framleiðslu
á þeim boltum sem notaðir eru í dag.
„Áhugamenn og helgargolfarar
eiga að fá að njóta þess að sjá boltana
sína fljúga lengra en áður. Það eru
50-60 milljón kylfingar sem stunda
íþróttina og það er jákvætt. Ég vil
ekki ræna gleðinni frá þeim en það er
hætta á því að breyta þurfi öllum golf-
völlum vegna þess að boltinn flýgur
gríðarlega langt – og þá sérstaklega
hjá atvinnumönnum,“ sagði Norman
sem um tíma einokaði efsta sæti
heimslistans en hann hefur sigrað á
tveimur stórmótum en verður nú í
eldlínunni á Meistaramótaröð eldri
kylfinga í Bandaríkjunum en þar er
aldurstakmarkið 50 ár.
Norman vill
snúa hjól-
inu til baka
ÁSTRALSKI kylfingurinn Greg Norman var undrandi á dögunum er
hann sló rúmlega 325 metra langt upphafshögg en Norman er
fimmtugur að aldri og hefur heldur dregið úr æfingum og keppni á
undanförnum árum. Norman segir að breyta þurfi reglugerðum hið
snarasta og banna atvinnumönnum að nota nýjustu golfboltana
sem eru á markaðinum í dag.
Þetta var vissulega viðsnúningurfrá síðasta leik á móti Keflavík
þar sem við vorum með hökuna niðri
og vorum eiginlega
leiddir til slátrunar.
Nú mættu menn
gríðarlega einbeittir
til leiks og tilbúnir til
að leggja sig hundrað prósent fram.
Það er virkilega gleðilegt að sjá loks-
ins bros á andlitum leikmanna. Leik-
urinn í heild sinni var bara frábær.
Við höfum verið að spila hálfgerðan
göngubolta að undanförnu en höfum
verið að vinna í því að auka hraðann
og nýta þessa fljótu stráka. Ekki
minnkar svo hraðinn með nýja leik-
manninum en hann er feikilega góð-
ur í hraðaupphlaupum og finnur
menn í góðum færum. Ég er geysi-
lega ánægður með framlag hans í
fyrsta leik sínum, einstaklega mikill
baráttuhundur og rífur hina upp með
sér. Mjög skemmtilegur karakter og
viðhorf hans til leiksins og félaganna
er pottþétt. Hann þarf ekki að sanna
sig frekar og samningurinn bíður
hans á mánudagsmorgun,“ sagði
Reynir Kristjánsson, þjálfari Hauka.
Haukarnir voru vel að sigrinum
komnir, báru höfuð og herðar yfir
slaka ÍR-inga og greinilegt að þeir
eru sýnd veiði en ekki gefin. Eftir
fyrsta leikhluta var ljóst í hvað
stefndi. Heimamenn skoruðu síðustu
tólf stigin og höfðu yfir 30:11. Þeir
héldu svo uppteknum hætti í öðrum
fjórðung og fóru með 20 stiga forskot
inn í hálfleikinn, 57:37. ÍR-ingum
virtist um megn að minnka muninn í
síðari hálfleik og um miðjan þriðja
fjórðung var úr þeim allur kraftur og
uppgjafarleg spilamennskan dugði
þeim skammt.
ÍR-ingar hafa nú tapað tveimur
leikjum í röð og fjarlægst liðin í efstu
sætunum í kjölfarið. En liðið hefur
sjaldan leikið jafn illa og það gerði á
móti Haukum, Eiríkur Önundarson,
leikmaður ÍR, átti fá svör við getu-
leysi sinna manna.
„Ég veit ekki hvað gerðist. Hugs-
anlega var smá vanmat en við vissum
að Haukarnir væru í þeirri stöðu að
þurfa að ná í öll þau stig sem þeir
geta fengið og myndu mæta klárir.
Við erum í annarri baráttu, að hífa
okkur aðeins upp á töflunni en því
miður vorum við ekki tilbúnir í þenn-
an leik þrátt fyrir góðan undirbún-
ing. Við byrjuðum illa, hittum ekki
vel, vorum á hælunum í vörninni og
þetta var svona dæmigert andleysi.
Það var enginn sem gat eitthvað í
leiknum, því miður. Þeir spiluðu stíft
og við vorum ekki menn í að taka á
móti því. Það eru fá orð sem lýsa því
hvað vorum að gera. En við stöldrum
ekki lengi við þennan ósigur, verðum
að rífa okkur upp fyrir næsta leik,“
sagði Eiríkur. Uppúr slöku ÍR-liði
stóð Theo Dixon og Ólafur Þórisson
var góður á lokamínútunum en aðrir
náðu sér ekki á strik.
Morgunblaðið/Golli
Sævar Haraldsson, bakvörður Hauka, brýst í gegnum vörn ÍR-
inga. Haukar komu á óvart með því að vinna yfirburðasigur á ÍR-
ingum og fengu tvö dýrmæt stig í fallbaráttu úrvalsdeildarinnar.
Loks sér til sólar
hjá Haukunum
SÆTI Hauka í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni,
er sennilega borgið ef liðið heldur áfram að leika eins og það gerði í
gærkvöldi þegar það fékk ÍR-inga í heimsókn. Haukarnir mættu
grimmir til leiks, náðu strax forystu og juku hana jafnt og þétt þar til
yfir lauk og stórsigur í höfn, 107:73. Demetric Shaw, nýr leikmaður
Hauka, þreytti frumraun sína í gærkvöldi og tókst að blása nýju lífi í
sóknarleik liðsins en hann gerði 29 stig og tók 13 fráköst.
Andri
Karl
skrifar
iðs-
pp
u.
st-
tofu
nz,
r
u
-
m
ni
i fé-
a
olja
ð
d-
á
a
að
nna
ja,
afar
æsta
ð
l
ÍÞRÓTTIR
Greg Norman