Morgunblaðið - 24.02.2005, Síða 2
ÍÞRÓTTIR
2 D FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
DÓMSTÓLL Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ,
úrskurðaði í máli sem höfðað var gegn 1. deildar liði ÍA
þar sem Þór frá Þorlákshöfn fór fram að félaginu yrði
dæmdur sigur í leik liðsins gegn ÍA vegna þess að ÍA
hefði teflt fram ólöglegum leikmanni. Dómstóll KKÍ
komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni Magnússon, leik-
maður ÍA, hafi ekki verið löglegur í leiknum en hann
fékk leikheimild 5. febrúar sl. en upphaflega átti leik-
urinn að fara fram um 14. janúar en leiknum var frest-
að vegna bilunar í leikklukku á Akranesi. Leikurinn fór
fram 8. febrúar sl. og sigraði ÍA með 76 stigum gegn
71.
Í dómsorðum er vitnað í reglur KKÍ þar sem stendur:
„Þurfi að endurtaka leik, eða hafi leik verið frestað,
hafa þeir einir rétt til þátttöku, sem til þess höfðu rétt
fyrir upphaflega leikinn.“
Bjarni var ekki löglegur 14. janúar er leikurinn átti
upphaflega að fara fram og var því ekki löglegur í
leiknum sem fram fór 8. febrúar. Þór telst því hafa
unnið leikinn, 20:0.
ÍA tapaði dóms-
máli hjá KKÍ
KEFLVÍKINGAR tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í
körfuknattleik kvenna í gærkvöld með því að sigra ÍS í
hörkuleik, 71:68. Á meðan biðu Grindvíkingar lægri
hlut fyrir Haukum á heimavelli, 55:77, en aðeins Grind-
víkingar gátu ógnað Keflvíkingum með því að knýja
fram sigur í sínum leik. Útlitið var þó ekki bjart fyrir
Keflvíkinga lengi vel því Stúdínur náðu 20 stiga forystu
í fyrri hálfleik og voru yfir að honum loknum, 46:33.
Það var ekki fyrr en á lokasprettinum sem Keflavíkur-
liðið náði að komast yfir og tryggja sér síðan sigurinn
og deildarmeistaratitilinn.
Bikarmeistarar Hauka rúlluðu upp viðvaningslegu
liði Grindavíkurkvenna, sem virkuðu áhugalausar með
afbrigðum eftir að fyrsta leikhluta lauk. Haukar voru
betri á öllum sviðum eftir það. „Ég er orðlaus, ég bjóst
við Grindvíkingum miklu einbeittari og ákveðnari því
þær áttu harma að hefna. Við erum hinsvegar að bæta
okkur í hverjum leik,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálf-
ari Hauka ánægður með sigurinn og öruggt sæti í úr-
slitakeppninni.
Keflvíkingar eru
deildarmeistarar
ÞRÓTTUR Reykjavík og HK mæt-
ast í 1. deild kvenna í blaki í kvöld í
Hagaskólanum. Þetta er síðasti leik-
ur liðanna í deildinni og er annað sæti
í húfi fyrir liðin. Þróttur er í öðru sæti
með 37 stig, HK í því þriðja með 34
stig. Tvö efstu liðin í deildarkeppn-
inni leika um Íslandsmeistaratitilinn
og Þróttur eða HK mætir deildar-
meistaraliði KA í rimmu um Íslands-
meistaratitilinn.
Þróttur Reykjavík, sem vann
deildina á síðasta keppnistímabiliári,
hefur átt í vandræðum með bæði KA
og HK í vetur. Leikmenn HK fögn-
uðu sigri í síðasta leik liðanna, sem
fór fram í síðustu viku, 3:0. „Við ætl-
um okkur að vinna og halda öðru sæt-
inu. Stemningin er góð í liðinu og það
verður ekkert gefið eftir,“ sagði Pet-
rún Björg Jónsdóttir, þjálfari Þrótt-
ar, í samtali við Morgunblaðið í gær.
Þróttur hefur unnið HK tvisvar á
leiktíðinni, en fari svo að HK vinni
leikinn 3:0 eru liðin með jafnt hrinu-
hlutfall, 37 unnar hrinur á móti 19
töpuðum. Ef slíkt gerist verður að
taka mið af stigaskori liðanna.
Emil Gunnarsson, þjálfari HK,
sagði að lið hans væri mun jafnara en
lið Þróttar. „Það hallar mikið á okkur
fyrir þennan leik, enda hafa þær
fengið til sín Natalíu [Ravva] á nýjan
leik. Hún hefur ekki spilað á móti
okkur í vetur. Þetta verður því erfitt,
en engu að síður er ég bjartsýnn á
sigur. Við stefnum að sjálfsögðu á að
vinna leikinn þrjú núll,“ sagði Emil.
Þróttur og HK berjast
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Englandsmeistara Arsenal,
segir að frammistaða sinna
manna í leiknum gegn Bayern
München á ísilögðum vellinum í
München í fyrrakvöld sé sú
versta í Meistaradeildinni undir
hans stjórn en leikurinn var sá
67. í röðinni sem Wenger stýrir
liði sínu í Meistaradeildinni á sjö
árum.
„Það er enginn vafi í mínum
huga að þetta er lélegasti leik-
urinn í Meistaradeildinni sem ég
hef séð liðið spila. Varnarleikur-
inn var skelfilegur og ég reiknaði
með miklu betri frammistöðu
míns liðs en raunin varð á. Hins
vegar var markið sem Kolo
Toure gulls ígildi og gefur okkur
ágæta möguleika á að komast
áfram þrátt fyrir allt,“ segir
Wenger.
„Það er erfitt að útskýra hvers
vegna liðið lék svo illa en það er
enginn tími til að gráta þetta tap
lengur. Það var eðlilega afar
dauft hljóð í búningsklefanum
eftir leikinn enda gerðum við
Bæjurum auðvelt fyrir með því
að gefa þeim mark eftir þrjár
mínútur. Það eina jákvæða er að
við ættum að vera úr leik í
keppninni miðað við þessa
frammistöðu en erum enn á lífi.
Ég veit hvað í leikmönnum mín-
um býr og þeir eiga að hafa styrk
og getu til að snúa dæminu við í
seinni leiknum á Highbury.“
Versta frammistaða
Arsenal í sjö ár
LYO
liða
arad
Wer
gerð
Það
eftir
skák
liða
Ly
um s
eina
Wilt
stutt
gerð
færi
lang
Br
út í u
urðu
fram
bekk
tilbú
Ev
sækj
ítöls
Obaf
fyrr
meti
sótti
mar
við t
mön
stöð
Við l
Jose
Eyjamenn voru reyndar sterkari ífyrri hálfleik og voru lengst af
tveimur til þremur mörkum yfir.
Þórsarar náðu í þrí-
gang að jafna en
virtust eiga erfitt
með að brjóta ísinn
og komast yfir. Það
gerðist hins vegar undir lok fyrri
hálfleiks enda skoruðu Eyjamenn
ekki mark í síðustu níu sóknum sín-
um í hálfleiknum og þegar liðin
gengu til búningsherbergja voru
gestirnir tveimur mörkum yfir,
14:16.
Þórsarar héldu svo forskotinu
framan af síðari hálfleik. Eyjamenn
geta svo sannarlega nagað sig í
handarbökin fyrir slaka nýtingu á
dauðafærum en Mareks Skabeikis
átti sannkallaðan stórleik, varði alls
28 skot í leiknum gegn ÍBV og mörg
hver úr sannkölluðum dauðafærum.
Markvarslan hjá Eyjamönnum var
ekkert slor heldur, Jóhann Ingi Guð-
mundsson varði 24 skot þrátt fyrir
að varnarleikur ÍBV hafi verið afleit-
ur í gærkvöldi.
Allt leit út fyrir öruggan sigur
Þórsara á lokamínútunum enda voru
þeir komnir með sex marka forystu
þegar rétt tæplega tíu mínútur voru
eftir. En á aðeins fimm mínútna leik-
kafla opnaðist leikurinn upp á gátt.
Eyjamenn byrjuðu á að skora tvö
mörk í röð og svo upphófst einhver
furðulegasti leikkafli sem undirrit-
aður hefur orðið vitni að. Mikil reki-
stefna var við ritaraborðið sem end-
aði með því að Magnúsi Eggertssyni,
aðstoðarþjálfara Þórs, var gefið
rauða spjaldið og Þórsarar allt í einu
þrír eftir inni á vellinum. Aðeins
mínútu síðar kom annað rautt spjald
á gestina, Aigars Lazdins hljóp of
fljótt inn á eftir brottvísun og fékk
sína þriðju í kjölfarið. Þar með voru
aðeins tveir útileikmenn eftir á vell-
inum í nokkrar sekúndur. Eyjamenn
nýttu sér þetta klúður gestanna
ágætlega, jöfnuðu leikinn þegar um
mínúta var eftir. Goran Gusic kom
gestunum aftur yfir þegar hálf mín-
úta var eftir og síðasta sóknarlota
ÍBV var lýsandi fyrir leik liðsins en
Eyjamenn misstu boltann frá sér og
Þórsarar fögnuðu vel í lokin.
Axel Stefánsson, þjálfari Þórsara,
var hæstánægður með sigurinn í
leikslok. „Við missum okkur í rugl á
lokamínútunum og vorum við það að
kasta frá okkur sigrinum. En í heild-
ina voru þetta sanngjörn úrslit, mér
fannst við hafa verið betri í dag og
áttum sigurinn einfaldlega skilið. Við
vorum staðráðnir í að koma hingað
til Eyja til að ná í tvö stig enda vor-
um við svekktir síðan á laugardaginn
þegar við spiluðum mjög illa á
heimavelli. Ég hef hins vegar trú á
að Eyjamenn eigi eftir að rífa sig
upp, þetta er mjög gott lið og þess
vegna er ég ennþá ánægðari með
sigurinn í kvöld,“ sagði Axel.
Kristinn Guðmundsson, aðstoðar-
þjálfari ÍBV, var ekki eins kátur með
leikinn. „Við vorum engan veginn
klárir í leikinn, nýttum ekki dauða-
færin, vorum óþolinmóðir og gerðum
nákvæmlega það sem við ætluðum
ekki að gera, það er að segja fara
upp eftir að hafa staðið lengi í vörn.
Það var farið að pirra okkur að fá á
okkur mikið af aulamörkum og það
bitnaði á okkur í sóknarleiknum. Við
misstum reyndar Tite Kalandadze
útaf vegna meiðsla og ég veit ekki
hvort að hann sé svona mikilvægur
hlekkur í okkar liði en við það hrundi
spilið algjörlega. Svo köstuðu Þórs-
arar til okkur líflínu hérna í lokin
með eigin klúðri en við náðum ekki
einu sinni að nýta okkur hana. Við
áttum reyndar ekkert meira skilið úr
þessum leik og betra liðið vann ein-
faldlega hérna í dag,“ sagði Kristinn.
Skabeikis átti
stórleik í Eyjum
ÞÓRSARAR komu verulega á óvart í gærkvöldi þegar þeir lögðu
Eyjamenn að velli í Eyjum. Akureyringar voru í sárum eftir tap á
heimavelli fyrir ÍRí síðustu umferð en komu mjög ákveðnir til leiks í
gær og léku eins og sá sem valdið hefur, sérstaklega í síðari hálf-
leik. Lokatölur urðu 29:30 eftir mjög svo dramatískar lokamínútur.
Þór var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14.16.
Júlíus G.
Ingason
skrifar
Morgunblaðið/Kristján
Mareks Skabeikis, mark-
vörður Þórs, varði 28 skot í
Eyjum í gær.
HANDKNATTLEIKUR
ÍBV – Þór 29:30
Vestmannaeyjar, úrvalsdeild karla, DHL-
deildin, miðvikudagur 23. febrúar 2005.
Gangur leiksins: 1:0, 6:3, 9:7, 12:12, 14:16,
14:17, 18:19, 20:24, 22:28, 29:29, 29:30.
Mörk ÍBV: Samúel Ívar Árnason 6/1, Kári
Kristján Kristjánsson 5, Davíð Þór Ósk-
arsson 4, Robert Bognar 4, Zoltan Belany
3/1, Sigurður Ari Stefánsson 2, Svavar
Vignisson 2, Sigurður Bragason 1, Grétar
Eyþórsson 1, Tite Kalandadze 1.
Varin skot: Jóhann Ingi Guðmundsson 24
(þar af fóru sex skot aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Þórs: Bjarni Gunnar Bjarnason 7,
Árni Þór Sigtryggsson 5/1, Aigars Lasdins
4/1, Sindri Haraldsson 3, Goran Gusic 3/1,
Sindri Viðarsson 3, Cedric Akerberg 3, Elf-
ar Alfreðsson 1, Sigurður B. Sigurðsson 1.
Varin skot: Mareks Skabeikis 28/2 (þar af
fóru fimm skot aftur til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur, þar af fékk Aigars
Lazdins rautt spjald vegna þriðju brottvís-
unar á 56 mínútu, Magnús Eggertsson
rautt spjald á 54 mínútu síðari hálfleiks.
Dómarar: Helgi Rafn Hallsson og Hilmar
Guðlaugsson, höfðu ágæt tök á leiknum.
Áhorfendur: 100.
Staðan:
HK 9 6 0 3 290:266 12
Haukar 9 5 1 3 285:268 11
KA 9 4 2 3 271:270 10
ÍR 9 5 0 4 281:275 10
Þór Ak. 9 4 0 5 256:278 8
Valur 9 4 0 5 233:249 8
ÍBV 9 3 1 5 269:264 7
Víkingur 9 3 0 6 245:260 6
Þýskaland
Wilhelmshavener – Kiel .......................32:42
Minden – Göppingen.............................22:26
Essen – Hamborg..................................30:25
Post Schwerin – Pfullingen ..................22:23
Lemgo – Nordhorn ...............................31:27
Düsseldorf – Grosswallstadt ................26:26
N-Lübbecke – Wetzlar .........................27:27
KÖRFUKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Keflavík – ÍS .........................................71:68
Íþróttahúsið í Keflavík:
Gangur leiksins: 11:31, 33:46, 46.55, 71:68.
Stig Keflavíkur: Alexandria Stewart 23,
Anna María Sveinsdóttir 17, María B. Er-
lingsdóttir 13, Birna Valgarðsdóttir 9,
Bryndís Guðmundsdóttir 5, Rannveig
Randversdóttir 4.
Fráköst: 26 í sókn - 26 í vörn.
Stig ÍS: Angel Mason 19, Stella Kristjáns-
dóttir 16, Signy Hermannsdóttir 14, Alda
Leif Jónsdóttir 9, Þórunn Bjarnadóttir 8,
Erna Magnúsdóttir 2.
Fráköst: 15 í sókn - 29 í vörn.
Villur: Keflavík 15 - ÍS 19.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og
Jóhann Gunnar Guðmundsson.
Grindavík – Haukar .............................55:77
Íþróttahúsið í Grindavík;
Gangur leiksins: 8:6, 15:12, 17:21, 21:27,
25:38, 27:42, 30:49, 35:55, 38:57, 40:64,
42:73, 55:77.
Stig Grindavíkur: Ólöf Helga Pálsdóttir
16, Erla Þorsteinsdóttir 10, Sólveig Gunn-
laugsdóttir 9, Erla Reynisdóttir 9, Elva
Rut Sigmarsdóttir 4, Myriah Spence 3,
Guðrún Guðmundsdóttir 2, Jovana L. Stef-
ánsdóttir 2.
Fráköst: 19 í vörn - 13 í sókn.
Stig Hauka: Helena Sverrisdóttir 22,
Ebony Shaw 21, Pálína Gunnlaugsdóttir
10, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Hanna
Hálfdánardóttir 4, Ragnheiður Theodórs-
dóttir 3, Ösp Jóhannsdóttir 3, Guðrún
Ámundadóttir 2, Eva Dís Ólafsdóttir 2.
Fráköst: 31 í vörn – 15 í sókn.
Villur: Grindavík 21 - Haukar 14.
Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson og
Þröstur Ástþórsson.
Áhorfendur: Um 40.
Njarðvík – KR.......................................77:52
Íþróttahúsið í Njarðvík:
Gangur leiksins: 21:10, 38:21, 51:32, 77:52.
Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 17, Ingi-
björg Vilbergsdóttir 16, Margrét Sturlu-
dóttir 10, Vera Janjic 8, Helga Jónasdóttir
7, Sæunn Sæmundsdóttir 2.
Fráköst: 19 í sókn - 22 í vörn.
Stig KR: Hanna B. Kjartansdóttir 12,
Gréta Grétarsdóttir 10, Sigrún Skarphéð-
insdóttir 9, Helga Þorvaldsdóttir 8, Halla
Jóhannesdóttir 4, Lilja Oddsdóttir 3,
Hrefna Gunnarsdóttir 2, Natasa Marinko-
vic 2.
Fráköst: 10 í sókn - 27 í vörn.
Villur: Njarðvík 21 - KR 19.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Brynjar
Örn Steingrímsson.
Staðan:
Keflavík 18 15 3 1435:1139 30
Grindavík 18 12 6 1109:1092 24
ÍS 18 10 8 1169:1099 20
Haukar 18 9 9 1210:1238 18
Njarðvík 18 6 12 1101:1170 12
KR 18 2 16 1044:1330 4
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Orlando – Indiana................................84:108
New Jersey – Toronto ........................82:100
Detroit – New York...............................97:88
Charlotte – Milwaukee .....................102:112
Houston – Seattle..................................85:87
Chicago – Miami................................105:101
Eftir framlengdan leik.
Sacramento – Atlanta .......................114:104
LA Lakers – Boston............................104:95
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
16 liða úrslit, fyrri leikir:
Barcelona – Chelsea.................................2:1
Gaston Maxi Lopez 67., Samuel Eto’o 74. -
Juliano Belletti, sjálfsmark 34. Rautt
spjald: Didier Drogba 56. - 89.000.
Man. Utd. – AC Milan ...............................0:1
Hernan Crespo 79. - 67.162.
Porto – Inter .............................................1:1
Ricardo Costa 62. - Obafemi Martins 24. -
38.177.
Werder Bremen – Lyon ...........................0:3
Sylvain Wiltord 9., Mahamadou Diarra 78.,
Juninho Pernambucano 81. - 36.923.
England
1. deild:
Coventry – Wigan .....................................1:2
Derby – Burnley........................................1:1
Nottingham Forest – Preston .................2:0
2. deild:
Sheffield Wed. – Peterborough ...............2:1
Swindon – Port Vale..................................1:0
Norðurlandsmótið
Powerademótið
Þór – KA ................................................... 1:0
Ingi Hrannar Heimisson 30. Rautt spjald:
Vilmar Freyr Sævarsson (Þór) 81.
Staðan:
Þór 7 6 1 0 29:2 19
KA 6 5 0 1 35:6 15
Fjarðabyggð 6 2 3 1 9:9 9
Leiftur/Dalvík 5 2 1 2 16:11 7
Tindastóll 5 2 0 3 9:14 6
KS 6 2 0 4 17:37 6
Huginn 5 0 1 4 8:19 1
Hvöt 4 0 0 4 2:27 0
L
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin:
Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík ...19.15
Hveragerði: Hamar/Selfoss – Haukar 19.15
DHL-höllin;: KR – ÍR...........................19.15
Njarðvík: UMFN – Tindastóll .............19.15
Stykkishólmur: Snæfell – Fjölnir ........19.15
1. deild karla:
Laugardalshöll: Árm./Þróttur – ÍA .....19.15
KNATTSPYRNA
Reykjavíkurmót kvenna:
Egilshöll: ÍR – Fylkir.................................19
Faxaflóamót kvenna:
Stjörnuvöllur: Stjarnan – Keflavík...........20
Kaplakrikavöllur: FH – ÍA........................20
BLAK
1. deild kvenna:
Hagaskóli: Þróttur R. - HK..................21.15
1. deild karla:
Hagaskóli: ÍS - Stjarnan.......................19.20
Í KVÖLD