Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2005 D 3 ALÞJÓÐA handknattleikssam- bandið, IHF, hefur ákveðið að taka harðlega á vísvitandi árásum á leik- menn á síðustu mínútu eða sek- úndum kappleikja, en slíkar árásir hafa færst mjög í vöxt á síðustu ár- um í jöfnum leikjum. Þá hefur leikmaður „fórnað“ sér til að stöðva andstæðing sem möguleika hefur haft á að tryggja sínu liði sigur eða jafntefli á síðustu sekúndu eða þá átt tök á að leggja upp mark. Mörg atvik áttu sér stað á heimsmeistara- mótinu í Túnis á dögunum og í framhaldinu var ákveðið að taka af meiri hörku en áður á þessum árás- um. Hingað til hafa leikmenn sem ráðast vísvitandi á andstæðing sinn á síðustu sekúndu sloppið með brottrekstur og rautt spjald í lang- flestum tilfellum. Síðan hefur árás- armaðurinn getað mætt til næsta leiks eins og ekkert hafi í skorist eftir að hafa jafnvel verið hylltur sem hetja af liði sínu og/eða stuðn- ingsmönnum. Íslenska landsliðið lennti í atviki af þessu tagi gegn Slóvenum þegar ráðist var á Einar Hólmgeirsson á síðustu andartök- um leiksins þegar hann freistaði þess að skjóta að marki Slóvena. Samkvæmt breytingum á reglum IHF sem taka gildi 1. ágúst nk. verður árásarmanni refsað fyrir brot sitt með eins til tveggja leikja keppnisbanni auk brottreksturs í þeim leik sem brotið er framið. Með þessu vonast IHF til a.m.k. dragi verulega úr árásum, helst að þær heyri sögunni til. Árásarmenn í handbolt- anum dæmdir í leikbann ON frá Frakklandi er með bestu stöðu allra eftir fyrri leikina í 16-liða úrslitum Meist- deildar Evrópu. Frönsku meistararnir sóttu rder Bremen heim til Þýskalands í gær og ðu sér þar lítið fyrir og unnu stórsigur, 3:0. þarf mikið að gerast í síðari leiknum í Lyon r hálfan mánuð til þess að Bremen nái að ka franska liðinu og komast áfram í átta úrslitin. yon lék sterkan varnarleik og beitti skæð- skyndisóknum með góðum árangri. Eftir a slíka, strax á 8. mínútu, skoraði Sylvain tord fyrsta markið. Hin tvö komu með tu millibili seint í leiknum, Lamina Diatta ði það fyrra með þrumuskoti af 20 metra i og Juninho það síðara – líka með góðu gskoti. remen missti sóknarmanninn Ivan Klasnic upphituninni, en kappinn toganði og því u heimamenn að setja Miroslav Klose í mlínuna í hans stað, en Klose átti að vera á knum enda nýkominn úr meiðslum og ekki úinn í heilan leik. vrópumeistarar Porto eiga á brattann að ja eftir jafntefli á heimavelli, 1:1, gegn sku jafntefliskóngunum í Inter Mílanó. femi Martins kom Inter yfir um miðjan i hálfleik en Ricardo Costa náði að jafna in fyrir Porto snemma í þeim síðari. Porto i meira í leiknum en gat undir lokin þakkað kverði sínum, Vitor Baia, fyrir að sleppa tap en hann varði þá þrívegis vel frá leik- nnum Inter. „Þrátt fyrir að við séum í erfiðri u fyrir síðari leikinn þá er þetta ekki búið. leikum til sigurs í síðari leiknum,“ sagði e Couceira, þjálfari Porto eftir leikinn. Markið örlagaríka leit dagsinsljós á 78. mínútu. Clarence Seedorf átti fast skot að marki Unit- ed, Carroll varði en missti boltann heldur klaufalega frá sér og Hernan Crespo nýtti tækifærið vel og af- greiddi knöttinn viðstöðulaust í mark Manchester United, 0:1. Varla verður þetta til að hjálpa Carroll í baráttu sinni við betri samning hjá enska félaginu en hann stendur í þrefi um launamál sín við stjórn United um þessar mundir. Leikur í háum gæðaflokki „Við fengum góð marktækifæri en skorti þá yfirvegun sem til þarf til að nýta þau. En þetta var leikur í háum gæðaflokki, hver einasti maður á vellinum þurfti að leika virkilega vel. Við vorum farnir að þjarma vel að þeim eftir því sem leið á síðari hálf- leikinn, leikmenn Milan voru farnir að gera mistök og missa boltann, sem þeir höfðu ekki gert fyrr í leikn- um, en einmitt þegar ég var að und- irbúa innáskiptinguna, var með Silvestre og Saha tilbúna, skoruðu þeir markið,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. Um möguleika í síðari viðureign- inni í Mílanó sagði hann: „Við sækj- um alltaf, sama hvar við spilum. En við verðum að gæta þess að gera ekki mistök – og ef við náum að skora mark, gjörbreytist leikurinn og staða okkar.“ Manchester United fékk betri marktækifæri í fyrri hálfleik. See- dorf ógnaði þó marki enska liðsins snemma leiks þegar hann tók auka- spyrnu og skaut í þverslána og yfir markið. Paul Scholes og Quinton Fortune nýttu ekki upplögð tæki- færi til að koma United yfir áður en hálfleikurinn var úti. Van Nistelrooy með á ný Ruud van Nistelrooy kom inn á sem varamaður hjá United á 62. mín- útu og lék þar með sinn fyrsta leik eftir að hafa verið frá keppni í þrjá mánuði vegna meiðsla. Ekki bar þó mikið á honum og það var Hernan Crespo sem var aðgangsharðari við hitt markið – var tvisvar nærri því að skora áður en Carroll gaf honum tækifærið sem réð úrslitum í leikn- um. Van Nistelrooy fékk þó besta færi United til að jafna en skallaði boltann framhjá marki Ítalanna eftir fyrirgjöf. Færir okkur mikið sjálfstraust „Þetta voru mikil átök og það var erfitt að fá rými til að gera eitthvað því leikmenn United eru mjög hrað- ir. En við vissum hvernig best er að spila gegn þeim og hefðum getað skorað fleiri mörk úr snöggum sókn- um. Þessi sigur færir okkur mikið sjálfstraust, og sýnir okkur að við getum sigrað á hvaða velli sem er. Markið mitt er mér mjög dýrmætt, skorað á mögnuðum leikvangi, en það er samt liðinu einskis virði nema við ljúkum þessu á heimavelli og komumst áfram í keppninni,“ sagði Hernan Crespo, sem var einn í fram- línu AC Milan. Þar var enginn Andr- iy Shevchenko, sem lék ekki með vegna meiðsla, en fjarvera hans virð- ist henta Crespo sem hefur skorað 4 mörk í þeim 5 leikjum þar sem hann hefur fengið að vera einn í fremstu víglínu liðsins. Úrslitin eru alls ekki ráðin „Þetta mark sendir skýr skilaboð til þeirra sem hafa fengist við að gagnrýna Hernan Crespo. Við þurft- um að verjast sóknarleik Manchest- er svo það hentaði best að vera með hann einan frammi. Þessi sigur verð- ur okkur ógleymanlegur, en við kom- umst líka að því hvernig er að spila gegn hröðu, hugrökku og baráttu- glöðu liði, og við munum ekki fagna fyrr en flautað verður af á San Siro. Það eru 90 mínútur eftir enn og þær verða ekki auðveldar, úrslitin eru alls ekki ráðin,“ sagði Carlo Ancel- otti, þjálfari AC Milan. AP Roy Carroll, markvörður Manchester United, liggur á jörðinni og horfir á eftir boltanum í markið, rétt eins og markaskorari AC Milan, Hernan Crespo, sem er fremstur á myndinni. Carroll færði Milan sigurinn MISTÖK markvarða gætu reynst ensku liðunum dýrkeypt í Meist- aradeild Evrópu þetta árið. Í fyrrakvöld var það Jerzy Dudek, mark- vörður Liverpool, sem gaf Leverkusen dýrmætt mark á útivelli, og í gærkvöld lék Roy Carroll sama leik í marki Manchester United. Mis- tök Carrolls eru þó líklegri til að ráða úrslitum því þau leiddu til þess að lið hans tapaði, 0:1, fyrir AC Milan á Old Trafford. AC Milan fagnaði þar með sínum fyrsta útisigri gegn ensku liði og stendur mjög vel að vígi fyrir síðari viðureign liðanna sem fram fer í Mílanó- borg eftir tvær vikur. ÞÓR vann KA, 1:0, í úrslitaleik Norðurlandsmótsins í knatt- spyrnu sem fram fór í Bogan- um á Akureyri í gærkvöld. Ingi Hrannar Heimisson skor- aði sigurmark Þórsara eftir hálftíma leik en þeir voru síð- an manni færri síðustu tíu mín- úturnar eftir að Vilmar Freyr Sævarsson var rekinn af velli. KA hefði nægt jafntefli til að vera með pálmann í höndunum í efsta sætinu. Þetta er í annað sinn sem Þórsarar vinna mót- ið, en það var haldið í þriðja skipti í ár. KA bar sigur úr být- um í fyrra. Þátttökulið í mót- inu eru níu, af Norðurlandi og Austurlandi. Þór vann Norður- landsmótið Lyon með bestu stöðu af öllum  HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, hefur verið útnefndur handknattleiks- þjálfari ársins 2004 af tímaritinu Handball Magazin. Undir stjórn Brand urðu Þjóðverjar Evrópu- meistarar í Slóveníu fyrir ári og unnu til silfurverðlauna á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Kent Harry Andersson, þjálfari meistaraliðs Flensburg, varð annar í kjörinu og þriðji Noka Serdarusic, þjálfari Kiel.  VLADIMIR Maximov hefur tekið við þjálfun rússneska landsliðsins í handknattleik karla á nýjan leik. Hann hætti eftir Ólympíuleikana á síðasta sumri eftir 15 ára starf. Þá tók Anatoli Dratschev við en hann var neyddur til uppsagnar eftir að rússneska landsliðið hafnaði í 8. sæti á HM í Túnis á dögunum, en það þykir ekki vera viðunandi ár- angur í augum Rússa.  EINAR Sigurðsson, þjálfari og fyrirliði fyrstu deildarliðs HK í blaki, skoraði 22 stig í leik liðsins við ÍS á þriðjudagskvöldið. Í sama leik meiddist þjálfari ÍS, Zdravko Dem- irev, á hné og er ekki víst hvort hann verði með í leiknum í kvöld þegar ÍS tekur á móti Stjörnunni.  GUÐLAUG Sunna Gunnarsdótt- ir, knattspyrnukona úr Stjörnunni, er gengin til liðs við nýliða Keflavík- ur í úrvalsdeildinni. Guðlaug Sunna hefur leikið 33 leiki í efstu deild.  GLENN Hoddle knattspyrnu- stjóri Úlfanna í ensku fyrstu deild- inni hrósaði sóknarmanninum Carl Cort eftir að hann kom inn á og bjargaði jafntefli gegn QPR í fyrra- kvöld. Hoddle hafði tekið hann úr byrjunarliðinu eftir slæma frammi- stöðu undanfarið. „Carl hafði mikið á herðum sér og ég tók hann úr byrjunarliðinu og sagði við hann að ég myndi létta ábyrgðinni af hon- um. Þegar ég setti hann svo inn á í þessum leik sagði ég honum að nú væri engin ábyrgð á herðum hans, og það sannaði hann svo sannar- lega, “ sagði Hoddle.  MICHAEL Schumacher þjáist enn af efasemdum um sjálfan sig. „Í hvert sinn sem ég sest upp í kapp- akstursbíl efast ég um sjálfan mig en þó reyni ég að leiða þessar hugs- anir hjá mér,“ sagði Schumacher sem er um þessar mundir á fullu að undirbúa sig fyrir næsta keppnis- tímabil í Formúlunni.  PAVEL Nedved, leikmaður Juv- entus, var lagður inn á sjúkrahús í Tórínó gær þegar hann kom heim með liði sínu eftir leikinn við Real Madrid á Bernabau í fyrrakvöld í meistaradeild Evrópu. Nedved fékk þungt högg á höfuðið í leiknum og leið ekki vel í gær. Reiknað er með hann verði í tvo til þrjá daga á sjúkrahúsi í skoðun. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.