Morgunblaðið - 24.02.2005, Blaðsíða 4
ARNAR Sigurðsson, Íslandsmeist-
ari í tennis, hefur hækkað sig um
níu sæti á styrkleikalista banda-
rísku háskólanna en nýr listi var
gefinn út í vikunni. Arnar er nú í 66.
sæti af 105 tennisleikurum sem
komast á listann en í janúar var
hann í 75. sæti og var þá á listanum í
fyrsta skipti. Þá er Arnar jafnframt
kominn á listann í tvíliðaleik í fyrsta
skipti, ásamt félaga sínum úr Pac-
ific-háskólanum, Vladimir Zdravk-
ovic frá Serbíu-Svartfjallalandi, en
þeir eru í 38. sæti af 60 á listanum
eftir gott gengi að undanförnu.
Arnar hefur verið nær ósigrandi í
vetur og unnið 17 af 20
leikjum sínum í einliða-
leik á háskólamótunum,
og þá hafa hann og
Zdravkovic stöðugt sótt
sig í tvíliðaleiknum og
unnið góða sigra þar.
Arnar hefur ekki tapað
setti í fjórum síðustu
leikjum sínum með há-
skólaliðinu og hann og
Zdravkovic áttu drjúg-
an þátt í sigri Pacific á
Texas-San Antonio, 5:2,
um síðustu helgi. Þar unnu þeir fé-
lagar m.a. andstæðinga sína í tví-
liðaleik, 8:0, auk þess að
sigra báðir í einliðaleik.
Stefni á lokamótið
Arnar sagði við
Morgunblaðið að þessi
hækkun sín á styrk-
leikalistanum gæfi sér
byr undir báða vængi.
„Ég hef haldið mínum
markmiðum út af fyrir
mig en get upplýst að
ég stefni á að komast í
lokamót tímabilsins sem
er fyrir 60 bestu spilarana hér í
Bandaríkjunum. Þetta er háleitt
markmið sem margir hafa eflaust
ekki haft trú á að væri raunhæft
fyrir þetta tímabil en nú er það í
sjónmáli. Ég er samt mjög raunsær
og veit að það þarf allt að ganga upp
til að takmarkið náist. En það er
staðreynd að eftir því sem ég kemst
hærra á listann, því betri líkur eru á
að ég fái seinna meir stuðningsaðila
fyrir atvinnumennskuna því það
kostar sitt að koma sér af stað. Ég
hef hug á að verða atvinnumaður og
það að vera á þessum lista innan um
marga núverandi og verðandi at-
vinnumenn gefur mér aukið sjálfs-
traust,“ sagði Arnar Sigurðsson.
Arnar hækkaði sig um níu sæti
Arnar
LOGI Geirsson átti stórleik og
skoraði níu mörk þegar lið hans
Lemgo vann, Nordhorn, 31:27, í
þýsku 1. deildinni í handknatt-
leik í gærkvöldi. Logi var marka-
hæstur leikmanna Lemgo sem
loks tókst að vinna eftir þrjá tap-
leiki í röð.
Guðjón Valur Sigurðsson átti
góðan leik með samherjum sín-
um í Essen þegar þeir lögðu HSV
Hamburg á heimavelli, 30:25, í
leik þar sem Essen hafði allan
tímann frumkvæðið. Guðjón Val-
ur var næstmarkahæsti leik-
maður Essen með 7 mörk, ekkert
úr vítakasti.
Alexander Petersson skoraði
fimm mörk fyrir Dusseldorf sem
gerði jafntefli á heimavelli við
Grosswallstadt, 26:26. Markús
Máni Michaelsson skoraði ekki
fyrir Dusseldorf ekkert frekar
en Snorri Steinn Guðjónsson fyr-
ir Grosswallstadt. Einar Hólm-
geirsson var hins vegar með 5
mörk fyrir Grosswallstadt og var
markahæstur.
Patrekur Jóhannesson skoraði
eitt mark og var auk þess rekinn
af leikvelli með rautt spjald á 45.
mínútu þegar lið hans GWD
Minden tapaði á heimavelli,
22:26, fyrir Göppingen. Jaliesky
Garcia skoraði þrjú mörk fyrir
Göppingen og Andrius Stelmok-
as, fyrrverandi línumaður KA,
skoraði fjögur mörk.
Róbert Sighvatsson skoraði
tvö mörk fyrir Wetzlar er liðið
gerði jafntefli við TuS N-
Lübbecke á útivelli, 27:27. Þá
steinlá Wilhelmshavener fyrir
Kiel á heimavelli, 32:42. Gylfi
Gylfason lék með Wilhelms-
havener en tókst ekki að skora.
Robertas Pauzoulis gerði hins
vegar sex mörk fyrir liðið.
Logi átti stórleik
FORRÁÐAMENN Borussia Dort-
mund hafa komist að samkomulagi
við lánardrottna sína vegna slæmr-
ar fjárhagsstöðu liðsins og er fyrir-
séð að félagið verði ekki tekið til
gjaldþrotaskipta á næstu vikum
eins og flest benti til um miðja síð-
ustu viku. Lánardrottnar hafa fall-
ist á að félagið þurfi ekki að greiða
af lánum sínum í 12 mánuði og fá
leikmenn liðsins og starfsmenn
greidd laun á næstu dögum en útlit
var fyrir að laun yrðu ekki greidd.
Michael Meier, stjórnarformaður
félagsins, segir að þar á bæ verði
menn að taka upp nýja siði hvað
varðar samninga við leikmenn og
leikmannakaup en félagið hefur
einn stærsta heimavöll í Evrópu þar
sem allt að 80.000 áhorfendur mæta
á hvern einasta leik liðsins. Dort-
mund tapaði 5:0 gegn Bayern
München um helgina og virðist ekki
vera líklegt til afreka á næstu vik-
um í þýsku 1. deildinni. Félagið
skuldar um 10 milljarða kr. en tap
síðasta árs nam um 2 milljörðum
kr.
Árið 1997 sigraði liðið í Meistara-
deild Evrópu og frá þeim tíma hafa
fjármál félagsins farið versnandi
enda var gert ráð fyrir að félagið
myndi ná árangri í Meistaradeild-
inni í kjölfarið en sú varð ekki raun-
in og félagið réð ekki við skuldbind-
ingar sínar.
Dortmund fær gálgafrest
Í 1. riðli hefur Vålerenga unnið allafimm leiki sína og mætir Esbjerg
í kvöld. Esbjerg hefur 6 stig og berst
við Rosenborg sem hefur 7 stig.
Rosenborg mætir Djurgården, sem
þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári
Árnason leika með, á útivelli. Djur-
gården hefur aðeins hlotið eitt stig.
Í 2. riðli liggur ljóst fyrir að
Gautaborg og Köbenhavn eru komin
áfram en liðin eigast við í Kaup-
mannahöfn í kvöld. Gautaborg hefur
10 stig, Köbenhavn 9, Bröndby 4 og
Tromsö 3.
Í 3. riðli stendur baráttan um tvö
efstu sætin á milli Brann, Malmö og
Halmstad. Brann og Malmö hafa 9
stig, Halmstad 7 og OB 4.
Íslendingaslagur verður á Ullevi
vellinum í Gautaborg þar sem
Halmstad tekur á móti Brann.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikur
með Halmstad og þeir Ólafur Örn
Bjarnason og Kristján Örn Sigurðs-
son eru hjá Brann. Ólafur Örn er í
leikbanni í kvöld og tekur Kristján
Örn væntanlega stöðu hans í byrj-
unarliðinu. Í hinum leik riðilsins
mætast OB og Malmö í Danmörku.
Keppni í tveimur milliriðlum hefst
í mars og sigurvegarar þeirra mæt-
ast í úrslitaleik hinn 26. maí.
Lokaleikirnir í riðlakeppni Skandinavíudeildarinnar fara fram í kvöld
Fimm lið
slást um
þrjú sæti
LOKAUMFERÐIN í í riðlakeppni Skandinavíudeildarinnar, Royal
League, í knattspyrnu fer fram í kvöld. Þrjú félög hafa þegar tryggst
sér sæti í milliriðlum, Vålerenga, sem Árni Gautur Arason leikur með,
Gautaborg, lið Hjálmars Jónssonar og danska liðið FC Köbenhavn.
Morgunblaðið/Golli
Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu.
ANATOLIJ Kovtoun, fyrrverandi
leikmaður úrvalsdeildarliðs KR í
körfuknattleik, var bráðkvaddur í
fyrradag en frá þessu er greint á
heimasíðu KR. Kovtoun kom frá
Sovétríkjunum og lék með KR
tímabilið 1989–1990 og varð Ís-
landsmeistari með liðinu en hann
var aðeins 44 ára er hann lést.
Kovtoun lenti í alvarlegu bílslysi
sumarið 1990 og missti m.a. sjón á
öðru auga og lék hann ekki aftur
sem atvinnumaður í körfuknattleik.
KOVTOUN starfrækti Tolja
körfuknattleiksskóla fyrir unglinga
í heimaborg sinni, Lviv í vestur-
hluta Úkraínu. Einnig rak hann
umboðsskrifstofu og aðstoðaði
körfuknattleiksmenn frá Austur-
Evrópu við að komast að hjá liðum
um víða veröld. Hann var kvæntur
og átti tvær dætur, tólf og tveggja
ára gamlar.
STEFÁN Gíslason átti mjög góð-
an leik á miðjunni hjá Lyn sem
gerði 2:2 jafntefli við Lilleström í
æfingaleik á La Manga í fyrrakvöld.
Á heimasíðu Lyn kemur fram að
Stefán hafi látið mikið til sín taka á
miðjunni og hafi verið einn besti
leikmaður liðsins. Stefán gerði á
dögunum þriggja ára samning við
Lyn en hann hefur leikið með Kefl-
víkingum undanfarin tvö ár.
DENNIS Bergkamp, framherji
Arsenal, fékk rauða spjaldinu, sem
honum var sýntí leiknum við Shef-
field United ekki hnekkt af aga-
nefnd enska knattspyrnusambands-
ins, og því tekur Hollendingurinn út
þriggja leikja bann. Bergkamp
missir af deildarleikjum gegn
Southampton og Portsmouth og af
síðari leiknum gegn Sheffield Unit-
ed í 16 liða úrslitum bikarkeppn-
innar.
SHAQUILLE O’Neal, miðherji
Miami Heat, meiddist á hné í leik
gegn Chicago í fyrrakvöld eftir að
hann lenti í samstuði við Othella
Harrington. O’Neal slasaðist í upp-
hafi leiksins og var borinn af velli og
kom ekkert meira við sögu í leikn-
um sem Chicago vann eftir fram-
lengingu 105:101. O’Neal fer í nán-
ari skoðun á næstu dögum en
talsmenn liðsins segja að hann sé
ekki alvarlega meiddur, en O’Neal
hefur gert 23,1 stig að meðaltali í
vetur og tekið 10,6 fráköst.
FÓLK
BJARNI Viðarsson skoraði
sigurmark 18 ára liðs Ever-
ton í sigurleik á á Stoke City
sl. laugardag, 2:1. Bjarni, sem
er aðeins 16 ára, kom inn á
sem varamaður á 80. mínútu í
leiknum og skoraði hann
mark rétt fyrir leikslok.
Þetta er fjórða markið sem
Bjarni skorar í leik með 18
ára liði Everton en hann
gekk til liðs við enska liðið
síðasta sumar. Everton er í
fjórða sæti í sínum riðli í
þessum aldursflokki, níu stig-
um á eftir Manchester Unit-
ed.
Bjarni er uppalinn í FH,
líkt og bræður hans Arnar
Þór Viðarsson, sem leikur
með Lokeren og Davíð Þór
Viðarsson, sem er í herbúðum
norska liðsins Lilleström.
Bjarni
skoraði
fyrir
Everton
■ Úrslit og staða / D2