Morgunblaðið - 25.02.2005, Page 4

Morgunblaðið - 25.02.2005, Page 4
4 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÞAÐ var í senn gaman og uppfræð- andi í vinnunni hjá undirrituðum í síðustu viku. Þá fékk hann tækifæri til að reynsluaka spennandi bíl við aðstæður sem eru eins ólíkar þeim sem bjóðast hér á landi og hugsast getur. Ferðinni var heitið til Sevilla í Andalúsíuhéraði og þar var þeyst um vegi á Porsche 911 Carrera Cabriolet – blæjubílnum sem sagt. Það er ekki að sjá að mikill markaður sé fyr- ir þennan bíl á voru votviðra- sama landi en í Evrópu er Cabr- iolet-gerðanna ávallt beðið með eftirvæntingu, ekki síst blæju- gerðarinnar af 911, sem var kynntur í nýrri gerð, 997, um mitt síðasta ár í venjulegri gerð. Í Sevilla voru mættir tveir ís- lenskir blaða- menn og blönd- uðust þar hópi starfsbræðra frá löndum Suður- Ameríku og Asíu. Sannast sagna jafnast fátt við það að aka hratt – verulega hratt – í opnum bíl í sól og hita og hafa sinfóníuna frá Boxer-vél Porsche í eyrunum og það gerðum við samviskusamlega í tvo daga. Aflmeiri – meiri búnaður Eins og ávallt þegar Porsche kynnir nýja gerð er 911 Cabriolet líka aflmeiri, straumlínulagaðri, með ennþá meira veggrip, pínulítið dýrari og enn eftirsóknarverðari en fyrri gerð. Ennfremur bætist við í Cabriolet aukinn staðalbúnaður, s.s. hlutir eins og stærri hjól, PSM- kerfið, (stöðugleikastýring og spól- vörn með meiru) og Bose-hljóm- kerfi með níu hátölurum. Útlitið helst hins vegar nánast óbreytt milli kynslóða en harðsoðnir Porsche-menn myndu samt seint samsinna því. Fyrir þeim er það umbylting í útliti sem aðrir taka kannski ekki eftir. Húddið er t.d. breytt sem og framljósin í takt við breytingarnar á 911 Carrera Coupé frá því á síðasta ári. Eins og kúpu- bakurinn er blæjubíllinn breiðari að aftan sem gerir hann enn verklegri en áður og Carrera situr á 18 tommu felgum og Carrera S á 19 tommum og börðum af sverustu gerð. Hönnun sem stenst tímans tönn Þeir sem kunna að meta klassíska hönnun hljóta að falla fyrir línunum í Porsche 911. Þessi bíll hefur verið framleiddur í 40 ár og fáir bílafram- leiðendur aðhyllast jafn íhaldssamri og Porsche. Sennilegast er að menn hafi rambað nið- ur á réttu hönn- unina í árdaga bílsins því sér- kennilega lítið hefur verið vikið frá upphaflegri hönnun og út- reikningar loft- aflsfræðimanna Porsche virðast hafa staðist tím- ans tönn því ennþá er bíllinn með einhvern lægsta vindstuð- ul sem þekkist í fjöldaframleidd- um sportbíl. Hvað sem öllu líður er 911, að mati blaða- manns, og hann hefur lengi ætlað að koma orðum að því, magn- aðasti fjölda- framleiddi sport- bíll sem hann hefur keyrt. 911 Cabriolet er núna boðinn í fyrsta sinn í tveimur gerðum; Carrera Cabriolet er með 3,6 lítra Boxer-vél, 325 hestafla, en Cabriolet S með 3,8 lítra, 355 hestafla vél. Báð- ir eru boðnir með sex gíra hand- skiptum kassa eða sex þrepa Tiptronic-sjálfskiptingu. Fyrri dag- inn í Sevilla var til ráðstöfunar „venjulegur“ 911 Cabriolet, en þann síðari voru eknir um 300 km í Cabr- iolet S, sem er sú gerð sem aksturs- fíklar eru líklegastir til að fjárfesta í, eða í það minnsta að láta sig dreyma um. Einfaldur í notkun 911 er dálítið eins og listaverk. Maður nálgast bílinn með vissri lotningu og tekur síðan inn í smá- skömmtum öll smáatriði við hönn- unina – klassískt yfirbragðið, sem um leið virkar svo nútímalegt í öllum sínum einfaldleika og gefur auk þess fyrirheit um nýja akstursupplifun. En þetta með lotninguna er kannski fulllangt gengið vegna þess að 911 er fyrst og fremst góður sportbíll og einstaklega notendavænn af sportbíl að vera. Maður bara sest inn í hann og keyrir af stað. Það er ekki verið að flækja hlutina fyrir ökumanni með of mikilli tækni en vissulega er hún til staðar, eins og PMS-kerfið, (Porsche Management System), sem hjálpar of áköfum ökumönnum við að halda bílnum á götunni. Og þótt maður slökkvi á kerfinu, til þess að leika sér pínulítið, sjá breiðir barðarnir að aftan um að halda bíln- um á veginum. Stóra málið við blæjubílinn er að sjálfsögðu útlitsbreytingin, þótt smávægileg hljóti að teljast, en enn- fremur er hann betur einangraður en áður og straumlínulagaðri. Komnar eru rennur í dyraumbún- aðinn sem koma í veg fyrir að rign- ingarvatn eigi greiða leið inn í bílinn þegar hann er opnaður. Og Porsche segir að sjálf blæjan sé betri en áð- ur, úr þykkara efni og með rafstýr- ingu sem kemur henni fyrir aftan við Á Carrera Cabriolet í vorinu í Sevilla Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Cabriolet S er með 3,8 lítra, 355 hestafla vél. Þær voru ekki alls staðar tvíbreiðar göturnar í Sevilla. Blæjan fer ofan í hólf framan við vélina en geymslupláss er í húddinu. Cabriolet S er sagður 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. REYNSLUAKSTUR Carrera S Cabriolet eftir Guðjón Guðmundsson Vél: Sex strokkar, 3.824 rúmsentimetrar. Afl: 355 hestöfl við 6.600 snúninga á mínútu. Tog: 400 Nm við 4.600 snúninga á mínútu. Skipting: Sex gíra hand- skiptur, eða fimm þrepa Tiptronic. Hröðun: 4,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Hámarkshraði: 293 km/ klst. Eigin þyngd: 1.505 kg. Lengd: 4.427 mm. Breidd: 1.808 mm. Hæð: 1.300 mm. Hjólbarðar: 235/35 ZR 19 að framan, 295/30 ZR 19 að aftan. Umboð: Bílabúð Benna. Porsche 911 Carrera SCabriolet

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.