Morgunblaðið - 25.02.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 25.02.2005, Síða 6
6 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ bílar SKATTTEKJUR ríkisins af bílum og bílanotkun var um 31 milljarður króna á síðasta ári, samkvæmt áætlun fjár- málaráðuneytisins, og hafa þær hækkað stöðugt síðustu árin. Árið 2001 voru tekjurnar 24,6 milljarðar kr. Á síðasta ári var stærsti hluti tekna hins opinbera af bílum og bíla- notkun innflutningsgjöld vegna bíla, um 10,5 milljarðar kr. Bifreiðagjöld námu 3,2 milljörðum kr., þungaskattur af dís- ilbílum 5 milljörðum, óbeinar tekjur, t.d. af varahlutum, hjólbörðum og viðgerðum, 4,3 milljörðum kr. og af elds- neyti 8,4 milljörðum kr. Tekjur ríkisins af bílum og bílanotk- un eru nú um 12% af heildarskatttekjum hins opinbera. Rekstrarkostnaðurinn hækkar Þá hefur rekstrarkostnaður bifreiða hækkað um 1,55– 2,18% milli ára. Samkvæmt útreikningum FÍB er rekstr- arkostnaður bíls sem kostar 2.600.000 kr. og er ekið 30.000 km 1.257.149 kr. í janúar 2005, sem er 2,07% hækkun miðað við sama tíma í fyrra.                                                 !" # &'( )% '"*+% ' ,( + # , (+-. ,% /*-$,% %' ,( +0*+--+# *#"$(% !(*.( ,"1+)# 2," !", 3456+"+         7          !   /%#*-(+"$2! (+(#-$(+ ' ,( + 8+--+# *#"$(       /9   "   #!     #  .+*-:"+#*-(+"$ &, 0 ; #        /9 9<  $  $#     !#"  <% .+*-:",0=, #  +>-+#*-(+"$07?     7    % 4 + (*#*-(+"$ %   # & !"@($(,05($  /9 9<9A #& 7   #"  "#'&   $#  A% !"@($( 3!,)+#*-(+"$     #'!   #       3!,)+#*-(+"$ () )) ) *     + #""&      +#$&     $    77  "!"     7  '  '# '    '   #   $  $#     !#"     7  #&     #  "#'&   #$  7  !#'"   7 #$'  7  + #$!&  +# &       !      ""      "   #     "'$  #'   $  $#     !#"   7     #&   ""#"'  "#'&   #   7 $#  7 #''   + #$'& 7 +#'& Skatttekjur af bílum og notkun 31 milljarður kr. MJÖG er misjafnt milli landa hvort bíleigendur kjósa sjálfskiptingar eða handskiptingar. Er einna hæst hlutfall sjálfskiptra fólksbíla í Bandaríkjunum og sömuleiðis Japan en í flestum löndum Evrópu kýs langt innan við helmingur bíleigenda sjálfskiptingu og á Norðurlöndunum er nokkur munur á þessu milli einstakra landa. Þetta kemur fram í fréttabréfi Peugeot- Citroën og þar segir einnig að 80% þeirra sem kynnist sjálfskiptingu haldi sig við hana áfram. Í Evrópu í heild er hlutfall sjálf- skiptra bíla kringum 15%. Þannig er það um 14% í Bretlandi og Hollandi, 6% í Frakklandi og Írlandi, 20% í Þýskalandi og 27% í Sviss. Í Norður- Ameríku er hlutfallið um 90% en það er hins vegar aðeins 4% í löndum Suður-Ameríku. Um 70% ástralskra bíleigenda kjósa sjálfskiptingu en það eru hins vegar Japanir sem eiga met- ið með 92% fólksbíla sjálfskipta. Í Suðaustur-Asíu er hlutfallið um 70% og svipað í Mið-Austurlöndum en að- eins 15% í Kína. Í Evrópu er hlutfall sjálfskiptra fólksbíla misjafnt eftir stærðum. Þannig eru um 47% bíla í lúxusflokki sjálfskipt og um 15% stórra fjölnota- bíla. Hlutfallið er 5–6% í minnstu bíl- unum. Mjög er líka misjafnt hversu lengi þetta hlutfall sjálfskiptra og hand- skiptra bíla hefur verið raunin. Í Bandaríkjunum hafa 80–90% bíleig- enda kosið sjálfskiptingu svo áratug- um skiptir og má að nokkru rekja það til hins ódýra eldsneytis þar í landi, menn komust fljótt uppá lag með að nýta sér sjálfskiptinguna og meiri eyðsla sjálfskiptra bíla skipti ekki verulegu máli. Í Evrópu lögðu fram- leiðendur meiri áherslu á minni bíla og buðu góðar skiptingar og þar er elds- neyti líka talsvert dýrara. Philippe Chrétien, yfirmaður skipt- ingaframleiðslu hjá Peugeot-Citroën, telur að einnig ráði hér nokkru ýmsar menningarlegar ástæður, Am- eríkumenn nýti sér þægindin en Evr- ópubúar vilji frekar hafa nákvæma stjórn á hlutunum og ráða sjálfir hve- nær og hvernig þeir skipta. Segir hann þetta fyrir Evrópumönnum vera hluti af því að hafa gaman af akstri. Í Japan er umferðin sjálf ein aðal- ástæðan fyrir háu hlutfalli sjálfskipt- inga. Í þungri umferð sé þægilegast að nýta sér sjálfskiptingu sem er al- geng í minnstu bílum og það ráði meiru en eldsneytisverðið. Hlutfall sjálfskiptra fólksbíla breyt- ist hægt í Evrópu og bendir Chrétien á að Evrópubúar haldi enn í þá bábilju að sjálfskiptir bílar eyði miklu elds- neyti og hafi minni snerpu. Segir hann þetta löngu liðna tíð og sjálf- skiptingar í dag standa í þessum efn- um handskiptingunni fyllilega á sporði. Fáir Evrópubúar vilja sjálfskiptingu AMERÍSKI armurinn í Daimler- Chrysler hefur enn á ný blásið til sóknar og nú með gamlan en stór- merkan bíl, Dodge Charger, sem var einn af ofurbílunum amerísku á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar. Bíllinn fer í sölu í Bandaríkjunum næsta vor og þá sem 2006 árgerð. Sami undirvagn og Chrysler 300 C Ekki er víst að aðdáendur gamla bílsins kannist við nýja bílinn, svo breyttur er hann jafnt í útliti og allri gerð. Bíllinn er byggður á sama und- irvagn og Chrysler 300 C og Dodge Magnum og hefur því fyrirframgefnu hlutverki að sinna á markaðnum sam- hliða þessum tveimur bílum. Þetta verður sportbíllinn og kúpulaga yfir- byggingin bendir strax til þess. En hann verður jafnframt fullgildur fjöl- skyldubíll með góðu innanrými og fernum dyrum. Charger verður m.a. boðinn með 250 hestafla V6 vél, sem m.a. Pacifica- blendingurinn hefur einnig undir vél- arhlífinni. En einnig verður hann fá- anlegur með V8 HEMI-vél sem skilar 340 hestöflum og 525 Nm togi, sem er sama vél og boðin er í nýjum Grand Jeep Cherokee og Chrysler 300 C. Þetta er aflmesta vél sem fáanleg hef- ur verið í Dodge-bíl síðan hin marg- rómaða 426 HEMI var í boði á sjötta og sjöunda áratugnum. DaimlerChrysler ætlar að sér að byggja á ný upp ímynd Charger og þess vegna verður bílnum stefnt í kappakstur. Á árinu verður hann sem sagt framleiddur fyrir NASCAR- kappaksturinn, sem er ein vinsælasta kappakstursgreinin í Bandaríkjun- um. Charger verður einnig fáanlegur til almennings í svokallaðri SRT-út- færslu. Í SRT-8 gerð er vélin boruð út og skilar þá 425 hestöflum. Bíllinn er byggður á sama undirvagni og Chrysler 300 C. Charger er sportlegur að innan. Charger verður m.a. boðinn með 250 hestafla V6 vél. Dodge Charger var einn af ofurbílunum amerísku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Dodge Charger til vegs og virðingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 fjallabilar@fjallabilar.is Japan/U.S.A. Öxulliðir í flestar gerðir jeppa FRAMÖXLAR Í JEPPA Buy your next car directly from USA and Canada and save lots of kroners www.natcars.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.