Morgunblaðið - 25.02.2005, Side 8
8 B FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
bílar
Verður með leiðsögukerfi og
bakkmyndavél með litaskjá
Bíllinn kemur í sölu í lok apríl og
ætlar umboðið að bjóða hann vel bú-
inn, m.a. með leiðsögukerfi og bakk-
myndavél með litaskjá, eins og er líka
fáanleg í Primera og Murano. Þetta
er þægilegur búnaður því bíllinn er
stór og vandasamt getur verið að
leggja honum í þröng stæði. Annars
verður bíllinn fáanlegur í XE, SE og
LE-útfærslum og er sú síðastnefnda
best búin. Pathfinder verður ein-
göngu fáanlegur með 2,5 lítra dísilvél,
annaðhvort með sex gíra handskipt-
um kassa eða fimm þrepa sjálfskipt-
ingu með handskiptivali, eða 4,0 lítra,
V6 bensínvél, sjálfskiptur.
Bíllinn var prófaður í báðum gerð-
um en fyrst með dísilvélinni og sjálf-
skiptingunni. Eitt vekur strax athygli
og það er að Nissan hefur valið að
bjóða nýja 2,5 lítra dísilvél í Pathfind-
er en ekki 3,0 lítra vélina sem er að
finna í stærri jeppanum, Patrol. Nýja
vélin er með talsvert minna slagrými
en 3,0 lítra dísilvélin í Toyota Land
Samkvæmt upplýsingum frá um-
boðsaðilinum á Íslandi býðst Path-
finder, ef að líkum lætur, á nálægt 3%
lægra verði en sambærilegur Land
Cruiser.
Pathfinder leysir af hólmi Terrano
II og miðað við fyrstu kynni af bílnum
má ætla að með honum geti Ingvar
Helgason hf. rofið skarð í varnarmúra
Toyota og náð sér í væna sneið af
stórum, íslenskum jeppamarkaði.
Pathfinder er dálítið sérstæður í
útliti. Yfirbyggingin er dálítið kassa-
laga en halli á stóru grillinu gerir
hann engu að síður nokkuð renni-
legan og með vindstuðul sem er 0,38
Cd. Skarpar en um leið flæðandi lín-
ur, stórir gluggafletir og útstæðar
hjólaskálar og sérstæður, þverskor-
inn afturhluti, eru annars helstu út-
litseinkennin og síðast en ekki síst
hurðarhandföngin sem sitja hátt á
afturhurðunum. Sumt á bíllinn meira
að segja sameiginlegt með 350 Z
sportbílnum, eins og hurðarhand-
föngin að utan og stýrið er með svip-
aðri hönnun. Staðalbúnaðurinn er sjö
sæti og 17 tommu álfelgur svo fátt eitt
sé nefnt.
M
örg ár eru síðan Nissan
Pathfinder var til á
markaði hérlendis, en
bíllinn var frumkynntur í
nýrri gerð í Bandaríkj-
unum 1996. Fyrir tæpum tveimur ár-
um sýndi Nissan hugmyndajeppann
Dunehawk á bílasýningunni í Frank-
furt sem seinna varð að þriðju kyn-
slóð Pathfinder sem nú hefur verið fá-
anlegur í Bandaríkjunum um
nokkurra mánaða skeið. Evrópugerð
bílsins, sem framleidd er í Barcelona,
var hins vegar kynnt blaðamönnum í
Portúgal í vikunni sem er að líða.
Blaðamaður fékk þar að reyna bílinn
sem er talsvert breyttur frá Dune-
hawk hugmyndajeppanum en hvað
stærð og gerð varðar er þetta jeppi
sem keppa mun við söluhæsta jepp-
ann á Íslandi, Toyota Land Cruiser
90.
Cruiser en er með nýjustu gerð sam-
rásarinnsprautunar sem vinnur á
1.800 bara þrýstingi. Hún er smíðuð
upp úr 2,2 lítra dísilvélinni sem X-
Trail er boðinn með. Hún skilar at-
hyglisverðu afli miðað við slagrými,
eða 174 hestöflum og bíllinn er ekki
nema 11,9 sekúndur að skila sér í 100
km hraða úr kyrrstöðu, þrátt fyrir að
vega yfir 2,2 tonn. Hámarkstogið er
403 Nm við 2.000 snúninga á mínútu
og dráttargetan er þrjú tonn sé eft-
irvagninn með hemlum. Vélin skilar
því góðri vinnslu en lætur heyra í sér
strax á lágum snúningi og vélarhljóð-
ið verður bara hærra við meiri inn-
gjöf. Sjálfskiptingin er, sem fyrr seg-
ir, fimm þrepa, en ekkert sérstaklega
viljug að skipta sér niður við inngjöf.
Rúmgóður
Pathfinder er rúmgóður bíll og frá-
gangur og hönnun á sætum gefur
möguleika á alls kyns uppsetningum.
Í grunninn er þetta fimm sæta bíll
með 515 lítra farangursrými en sé
hann notaður sjö sæta minnkar far-
angursrýmið niður í 190 lítra. Tvö öft-
ustu sætin falla slétt ofan í gólfið þeg-
ar ekki er verið að nota þau. Aðgengi
að aftursætunum er þægilegt því
miðjusæti er fellt fram og upp að
framsæti svo auðvelt er að ganga um
aftasta rýmið. Þar er ágæt aðstaða
fyrir tvo fullvaxna og þriggja punkta
belti og hnakkapúðar eru í þriðju
sætaröðinni. Þar er líka loftpúða-
gardína sitt hvorum megin eins og
fyrir farþega í fram- og miðjusætum.
Síðan er hægt að fella niður aðra og
þriðju sætaraðir og mynda flatt flutn-
ingsrými upp á 2.091 lítra og þurfi
menn t.d. að koma kajak fyrir inni í
bílnum er líka hægt að fella niður
framsætisbakið farþegamegin og
renna bátnum inn – þótt auðvitað sé
skynsamlegra að fá sér festingar á
toppgrindina sem fylgir og flytja slíka
hluti á þakinu, sem þolir 100 kg burð.
Athyglisverð geta utanvegar
Eins og margir borgarjeppar er
Pathfinder með aksturseiginleika
sem um margt minna á venjulega
fólksbíla. Hann leggur sig t.a.m. lítið í
beygjum og þyngdarpunkturinn er
lágur í þessum bíl. Leiðin lá frá flug-
vellinum í Lissabon norður í land eftir
fyrirfram ákveðinni leið, og til öryggis
var leiðsögukerfið tengt til þæginda.
Hluti af leiðinni lá um grófan malar-
veg með miklum beygjum. Veggripið
var eftirtektarvert þótt greitt væri
ekið á þessum slóðum og ökumaður
hefur mikla tilfinningu fyrir bílnum í
gegnum stýrið. Pathfinder er með
sama fjórhjóladrifi og X-Trail jepp-
lingurinn. Hann er venjulega tengdur
í afturhjóladrif en bíllinn deilir átak-
inu sjálfvirkt til framhjólanna þegar
rafeindabúnaður tengdur ABS-kerf-
inu skynjar að þörf er fyrir fjórhjóla-
drif. Jafnframt er hægt að stilla á sí-
tengt fjórhjóladrif og auk þess er
bíllinn með millikassa og þar með
lágu drifi.
Það verður reyndar athyglisvert að
bera Pathfinder saman við helstu
keppinautana, því ef marka má upp-
lýsingar sem blaðamenn fengu í
hendur verður bíllinn mun betur bú-
inn hvað staðalbúnað varðar en keppi-
nautarnir. Þarna verður m.a. að finna
sex öryggispúða, ABS-hemlakerfi,
diskahemla að framan og aftan, skrið-
stilli, spólvörn, xenon-ljós, 17 tommu
álfelgur, fjöldiska spilara með MP3,
leiðsögukerfi, bakkmyndavél í lit,
blátannar símkerfi með raddstýringu,
leðurinnréttingu, rafdrifin framsæti
með minni, sjö sæti, loftkælingu
frammí og afturí, regnskynjara, og
skynrænan lykil. Af þessari upptaln-
ingu má ljóst vera að Pathfinder setur
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Nissan Pathfinder kemur á markað hérlendis í apríl nk., fáanlegur með 2,5 l dísilvél og 4,0 l, V6-bensínvél.
Pathfinder – klár í slaginn
Bíllinn er laglegur og stílhreinn að innan og plássið er mikið.
Það er hægt að sofa í bílnum þegar miðjusætaröðin er felld niður.
REYNSLUAKSTUR
Nissan Pathfinder
Guðjón Guðmundsson
Dodge Intrepit 07/99.
Ekinn 46.000 km., sjálfskiptur, geis-
laspilari, hraðastillir, rafmagn í öllu.
Verð: 1.650.000- Tilb: 1.400.000.-
Toyota Avensis Legacy 11/99.
Ekinn 59.000 km., beinskiptur,
útvarp/geislaspilari.
Verð: 950.000.- Tilb: 860.000.-
Subaru Legacy 03/98.
Ekinn 109.000 km., beinskiptur,
dráttarbeisli, ný vetrardekk.
Verð: 850.000.- Tilb:750.000.-
Musso 01/00. Ekinn 92.000 km.,
sjálfskiptur, álfelgur, útvarp/
geislaspilari, dráttarbeisli.
Verð: 1.720.000.- Tilb: 1.580.000.-
Upplýsingar í síma: 894 5899.
Til sölu